Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 4
Eftir Clive Simmons
Anna Sigríður Einarsdóttir þýddi
Þ
ar sem við byggjum þennan
heim,“ segir Aung San Suu
Kyi, „þá er það okkar að
gera það fyrir hann sem við
getum. Þetta er viðurkennd
staðreynd í búddatrú og ég
tel mig ekki svo langt fram
úr öðrum komin andlega að
vera yfir veraldlegar áhyggjur hafin. Þannig er
það skylda mín að gera það sem ég get.
Það er framar öllu öðru að fylgja und-
irstöðuatriðum búddatrúarinnar í mínu verald-
arvafstri. Ég stunda að sjálfsögðu hugleiðslu og
það er vegna þess að ég trúi því að við öll, sem
manneskjur, búum að andlegri vídd sem ekki
má vanrækja. Aðalástæða þess að ég hugleiði er
svo ánægjan sem það veitir mér að vita að ég
geri það sem ég tel mig eiga að gera; sem er að
öðlast skilning í gegnum reynslu á annica, eða
óstöðugleika-lögunum.
Ég hef mjög hefðbundið viðhorf til lífsins. Ef
það er eitthvað sem mér finnst ég eiga að gera í
nafni réttlætis þá geri ég það. Þessi innri hvöt
verðlaunar sig sjálf.“
Sveitasetrið er hrörlegt ásýndar. Gifshúðaðir
veggirnir eru litaðir myglublettum og við það að
molna niður. Garðar sem áður voru fagrir á að
líta eru nú vanhirtir. Innan dyra er jafn ljótt um
að lítast. Til að fjármagna áralanga stofufang-
elsisvist sína hefur Suu Kyi neyðst til að selja öll
húsgögn sín, utan flygils og nokkurra borð-
stofuhúsgagna. Stundum á hún ekki til nóg að
borða.
Eins og flestir vita er hún einn þekktasti póli-
tíski fangi í heiminum. Síðastliðin sextán ár hef-
ur hún setið í stofufangelsi á sveitasetri sínu við
bakka Inya-stöðuvatnsins í Rangoon. Eins og
fyrir kaldhæðni örlaganna blasir við á bakk-
anum andspænis tilkomumikið höfðingjasetur –
eiginlega bara framhliðin ein – sem var þar til
nýlega í eigu Ne Win, áður eins valdamesta
manns herforingjastjórnarinnar í Búrma, eða
þar til hann lenti líka upp á kant við þessa illa
þokkuðu stjórn. Hann lést árið 2002. Kona hans
og sonur hírast nú í stofufangelsi, ákærð fyrir
landráð.
Ævi Suu Kyi er mörkuð af sorgaratburðum.
Þegar hún var tveggja ára gömul féll faðir
hennar, hershöfðinginn Aung San, fyrir byssu-
kúlu leigumorðingja, og þegar hún var tæpra
sjö ára drukknaði einn bræðra hennar.
Mörgum árum síðar, til að heiðra minningu
föður síns, ritaði hún ævisögu hans – ekki að-
eins fyrir sjálfa sig heldur líka fyrir landið sem
hann barðist fyrir að hlyti sjálfstæði. Hún er
engu að síður mjög hreinskilin varðandi bresti
hans þegar ég spyr hvaða áhrif hann hafði á líf
hennar.
„Hann var erfiður einstaklingur,“ segir hún.
„Hann var sveiflukenndur í skapi, honum fylgdi
óreiða og hann gat dottið niður í kæfandi þögn.
Síðan gátu komið álíka löng tímabil sem ein-
kenndust af málæði hjá honum og stirðbusa-
legri hegðun. Hann viðurkenndi sjálfur að kurt-
eisi og fágað fólk færi stundum í taugarnar á
sér, og þá þráði hann að draga sig út úr fé-
lagsskap þess og taka upp lífshætti villimanna.
En hann var maður sem átti auðvelt með að
læra og hann lærði stöðugt. Þrátt fyrir með-
fædda trú hans á sjálfan sig þá var hann meðvit-
aður um eigin galla og þörfina fyrir að bæta sig.
Innst inni var hann, að ég held, heill og viss sið-
fágun gerði hann heilan í öllu því sem hann
gerði.“
Eftir að faðir hennar var myrtur varð móðir
hennar áberandi í þjóðlífinu og þegar Suu Kyi
var 15 ára gömul var móðir hennar skipuð
sendiherra á Indlandi.
Hún andvarpar þegar ég minnist á móður
hennar og starir út yfir vatnið.
„Vegna þess persónuleika sem faðir minn
hafði að geyma,“ segir hún, „þá átti móðir mín
ekki auðvelda ævi. En í mínum huga þá stendur
hún fyrir heilindi, hugrekki og aga. Hún var
fullkomnunarsinni og hún var mjög ströng á
köflum. Þegar ég var yngri fannst mér þetta
auðvitað vera galli, en nú orðið tel ég þetta hafa
verið af hinu góða því það bjó mig vel undir líf-
ið.“
Þegar Suu Kyi var 19 ára, lagði hún upp frá
Indlandi og fór til Oxford þar sem hún lagði
stund á nám í heimspeki og hagfræði. Það var
þar sem hún kynntist Michael Aris, sem hún
síðar giftist, og saman fluttu þau til Bhútan þar
sem hann gegndi stöðu kennara konungsfjöl-
skyldunnar auk þess að vera yfirmaður þýðing-
ardeildar ríkisins. Hún fékk einnig vinnu, starf-
aði að rannsóknum fyrir bhútanska
utanríkisráðuneytið.
Tveimur árum síðar, þegar eiginmaður henn-
ar fékk stöðuveitingu við deild tíbetskra og hi-
malaískra fræða við Oxford, sneri hún aftur til
Englands og tók til við að rita ævisögu föður
síns. Hjónin voru hamingjusöm. Þetta voru
sældartímar og 1985 gerðist hún gestakennari
við háskólann í Kyoto þar sem hún dvaldi í tvö
ár áður en hún sneri aftur til London þar sem
hún lauk doktorsnámi við SOAS, School of Ori-
ental and African studies.
Móðir hennar fékk hjartaáfall á þeim tíma
sem hún var þar við nám og hún sneri aftur til
Rangoon, sem var nú á valdi herforingja-
stjórnar. Lífið átti fljótt eftir að breytast.
Þegar Ne Win sagði af sér þremur mánuðum
síðar kom til fjöldamótmæla og herinn drap
þúsundir er hann braut mótmælendur á bak
aftur. Þetta gekk fram af Suu Kyi sem ritaði
herforingjastjórninni opið bréf þar sem hún
hvatti til fjölflokka kosninga. Þingkosningar
voru að lokum heimilaðar en Suu Kyi bönnuð
þátttaka í þeim.
Hún bauð ríkisstjórninni birginn, hélt áfram
að tjá sig og þess er minnst er hún gekk í átt að
hermönnum sem beindu rifflum sínum gegn
henni. Hún var sett í stofufangelsi þremur mán-
uðum seinna.
Þrátt fyrir ólöglegar kosningar hlaut flokkur
hennar, Lýðræðisfylkingin, 82% atkvæðanna,
en herforingjastjórnin – sem nefnir sjálfa sig
Ríkisráðna endurreisn laga og reglu – neitaði að
samþykkja úrslitin.
„Daginn sem þeir settu mig fyrst í stofufang-
elsi,“ segir hún, „þá var þessi garður enn mjög
fallegur. Þar óx fjöldi af madonna-liljum – heilu
breiðurnar – og rauðar jasmínur. Ilmríkar gul-
ar jasmínur og gardeníur, allt verulega ilmrík
blóm, og jafnvel blóm frá Suður-Ameríku sem
skiptir um lit eftir því sem það þroskast meira.
Það er kallað „gærdagurinn, dagurinn í dag og
morgundagurinn“. Er það ekki fallegt?
En veistu, mér hefur aldrei liðið eins og
fanga. Mér hefur aldrei fundist ég vera útilokuð
frá þátttöku í lífinu. Ég hlusta á útvarpið. Ég
veit hvað er að gerast í heiminum. Ég sakna
vissulega fjölskyldu minnar, sérstaklega sona
minna, og ég sakna þess að geta ekki passað
upp á þá; verið með þeim. En mér finnst ég ekki
útilokuð frá þátttöku í lífinu. Og mér hefur alltaf
fundist stofufangelsið einfaldlega vera hluti
vinnu minnar. Ég er að sinna mínu starfi. Hers-
höfðingjarnir hafa aldrei náð tangarhaldi á til-
finningum mínum, og ég held að það sé þess
vegna sem ég hef ekki fyllst hatri í þeirra garð.
Ef ég hefði gert það, þá væri ég svo sannarlega
upp á þeirra náð og miskunn komin.
Einn fjölmiðlamannanna sem kom að tala við
mig sagði að hann tryði því ekki að ég hefði ekki
fundið til hræðslu öll þess ár sem ég hef verið í
stofufangelsi. Mér finnst það ótrúlegt viðhorf.
Ég er ekki viss um að búddisti hefði spurt þess-
arar spurningar. Búddisti mundi skilja að ein-
angrun er ekki eitthvað til að hræðast. Ég var
ekki – og er ekki – hrædd við þá og það held ég
að sé af því að ég hata þá ekki. Það er ekki hægt
að vera hræddur við fólk sem maður hatar ekki.
Hatur og ótti er nokkuð sem helst í hendur.
Við erum ekki fyrsta þjóðin sem stendur
frammi fyrir ósveigjanlegu ógnarvaldi í leit
okkar að frelsi og almennum mannréttindum.
Samkvæmt búddatrú liggja fjórir grunnþættir
að baki góðum árangri: Í fyrsta lagi þarf maður
að hafa viljann; síðan verður maður að hafa rétt
viðhorf; svo þrautseigju og loks visku. Við von-
umst til að sameina þessa fjóra þætti.
Ósk fólksins um lýðræði er til staðar og mörg
okkar hafa rétta viðhorfið eða andann. Fjöldi
fólks hefur þá sýnt ótrúlega mikla þrautseigju
og ég vona að við öðlumst viskuna eftir því sem
á líður. Engu að síður er staðan enn sú að öðr-
um megin er valdið sem hefur vopnin.“
Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991.
Henni stóð til boða ferð til Oslóar til að taka á
móti verðlaununum og herstjórnin heimilaði
förina, en aðeins ef hún yfirgæfi Búrma fyrir
fullt og allt. Fyrir Suu Kyi var þetta enginn val-
kostur. Hún gæti aldrei, segir hún, yfirgefið
fólkið sitt.
„Þú mátt ekki gleyma því að íbúar Búrma
vilja lýðræði,“ segir hún. „Þeir vilja ekki alræð-
isstjórn sem sviptir þá mannréttindum. Lýð-
ræðishreyfingin í Búrma er uppreisn andans og
á rætur sínar í undirstöðuatriðum búddatrúar.
Maður verður að vera sannfærður um að maður
Lýðræðisíkonið Mótmælandi heldur uppi mynd af Aung San Soo Kyi í Manila á Filipseyjum 15. ágúst sl. Soo Kyi hefur orðið að tákni lýðræðisbaráttu um allan heim.
Fangi fyrir friðinn
Aung San Suu Kyi er einn þekktasti pólitíski
fangi í heiminum. Síðastliðin sextán ár hefur
herforingjastjórnin í Búrma haldið henni í
stofufangelsi á sveitasetri hennar við bakka
Inya-stöðuvatnsins í Ranguun. Suu Kyi berst
fyrir lýðræðislegum réttindum í heimalandi
sínu en í kosningum sem haldnar voru
skömmu áður en hún var sett í stofufangelsi
hlaut flokkur hennar, Lýðræðisfylkingin,
82% atkvæðanna, en herforingjastjórnin –
sem nefnir sjálfa sig Ríkisráðna endurreisn
laga og reglu – neitaði að samþykkja úrslitin.
Hér er rætt við Suu Kyi um dramatíska ævi
hennar og viðhorf.
4 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók