Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 15
Í HAFNARBORG stendur nú yfir
samsýning fimm listakvenna undir
titlinum Mega vott. Þar eru á ferð-
inni Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur
Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sig-
urðardóttir og bandaríska listakonan
Jessica Stockholder. Sýningin er
viðamikil og óhætt að segja að það
framtak íslensku listakvennanna að
bjóða Jessicu Stocholder að sýna
með sér geri viðburðinn af einum
þeim stærsta á íslenskum myndlist-
arvettvangi þetta árið. Í tengslum við
sýninguna er að koma út viðamikil
bók með yfirlitstextum um verk
myndlistarmannanna eftir Hörpu
Þórsdóttur listfræðing ásamt textum
eftir Jón Proppé gagnrýnanda og
Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking.
Einnig verða í bókinni myndir frá
gjörningi Rúríar sem hún framdi ný-
verið í og við Drekkingarhyl á Þing-
völlum. Titill sýningarinnar Mega
vott gefur til kynna að listamönn-
unum liggi mikið á hjarta um leið og
hann gefur tilefni til kaldhæðnislegra
orðaleikja. Sýningin felur enda í sér
sambland af krafti og magnleysi, bit-
urð og vongleði, uppbyggingu og
eyðileggingu. Hún samþættir hug-
tökin heimili og heima við heiminn
allan. Hugmyndin um heimsþorpið
er þó augljóslega enn einhver útópía
og sumir listamennirnir bregðast við
hinu ógerlega með því að nota efnivið
úr sínu nánasta umhverfi í táknræn
verk sem tala máli heildarinnar.
Anna Eyjólfsdóttir er með stóra
innsetningu sem nær frá anddyri
safnsins og inn allan ganginn gegn-
um bygginguna. Innsetningin sam-
anstendur af þremur verkum sem
eiga í innri samræðu. Veggverki sem
samanstendur af kampavínsglösum í
röðum, þriðjaheimstengd innsetning
með matarílátum og bambus á mold-
arstráðu gólfi undir stiga. Að lokum
risastór steypumót sem mynda af-
markað rými eru síðan við dyrnar
sem snúa út að Strandgötu svo hægt
er að ganga í gegnum verkið, en inni í
því hanga upplýstir litríkir glervasar
á hvolfi. Áhorfandinn fær tilfinningu
fyrir neikvæðri afstöðu á þann fram-
kvæmdastórhug sem virðist ætlaður
útvöldum. Kjólföt sem hanga á
herðatré fyrir utan bygginguna og
kallast á við kampavínsglasaverkið
virðist í hróplegu ósamræmi við
verkið undir stiganum og virðist eiga
að undirstrika þá misskiptingu sem á
sér ekki bara stað í samfélaginu
heima, heldur úti í heimi, heima.
Meðan verkin eru sjónrænt sterk og
áhugaverð og gagnrýni sem þessi
nauðsynleg, hversu oft sem hún er
endurtekin, þá má ímynda sér að
hinn almenni áhorfandi fyllist van-
máttarkennd gagnvart málefninu og
hreinlega fallist hendur. Það er ein-
mitt sú tilfinning sem verkið virðist
fjalla um í sársaukafullri spurn um
hvernig hægt sé að yfirstíga.
Sársaukinn spilar einnig stórt
hlutverk í pólitískum verkum Rúríar
þar sem hún stillir saman myndum af
afleiðingum þjóðarmorðs í fyrrum
Júgóslavíu og því „morði“ sem á sér
stað á hálendi Íslands þar sem ár og
fossar eru henni sérstaklega hug-
leikin. Þótt skilaboðin séu tæpitungu-
laus finnst mörgum kannski full-
sterkt til orða tekið að stilla upp sem
hliðstæðum legsteinum hinna myrtu
í Bosníu-Hersegóvínu og táknrænum
legsteinum fósturlandsins Freyju.
Andóf Rúríar felst þó ekki síst í því
að horfast í augu við eyðileggingu, að
taka tíma fyrir sorgarferli og þess að
minnast, en ekki virðist vanþörf á því
í hraða samtímans. Myndband Rúrí-
ar er frá ferð hennar í Bosníu-
Hersegóvínu árið 1998 og sýnir átak-
anlega eyðileggingu umhverfisins
sem gefur til kynna hrikalegt manns-
fall. Mjög dramatísk tónlist fylgir
verkinu sem er á mörkum þess að
umbreyta hinum sorglegu mynd-
skeiðum í eins konar blæti og hluta af
fagurfræðilegri neyslu. Það sama á
við en á mun jákvæðari hátt í fal-
legum skúlptúr hennar þar sem brot-
in glerplata með áprentaðri fossam-
ynd verður að fagurfræðilegri ádeilu
sem skapar sterkar og margræðar
tengingar við önnur verk hennar,
sérstaklega hinn eftirminnilega
gjörning í Hallgrímskirkju á síðasta
ári.
Ragnhildur Stefánsdóttir teflir
fram nýrri sýn í fígúratífum skúlp-
túrum sínum. Hér er ekki, sam-
kvæmt texta Hörpu, verið að skoða
líffræðilega hluta líkamans heldur
„áru“ hans eða sjálfið með póstmód-
ernískum áherslum á „upplausn“ lík-
amans. Mannsmyndir Ragnheiðar
sýna í raun „tóma“ mannveru sem
formast af hálfgagnsæjum fatnaði
sínum steyptum í plast. „Sjálfið“ tak-
markast ekki við þetta „ég“. Það er
sífelld verðandi, samansafn úr mörg-
um lögum liðinnar reynslu og ókom-
inna fyrirætlana, skrifar Sigríður um
verkin en hún og Harpa ná að varpa
góðu ljósi á heimspekilega og menn-
ingarfræðilega grunnþætti í verkum
Ragnheiðar. Hinn líffæralausi líkami
sem þarna birtist virðist þó ekki síð-
ur staðfesta en að hefja sig upp yfir
tvískiptingu anda og efnis. Skikkju-
fellingar klæðanna hafa trúarlegt yf-
irbragð og verurnar með álút höfuð
og upprétta arma í boðandi stell-
ingum virðast tjá sameiginlega and-
lega hryggð handanveru mannsins
eða því „sjálfi“ sem er sameiginlegt
mönnum.
Innsetning Þórdísar Öldu Sigurð-
ardóttur er fersk hrein og ilmandi en
ekki að kostnaðarlausu. Þvottaskúlp-
túrinn er í samræðu við fossaverk
Rúríar, svo ekki sé talað um gjörn-
inginn í Drekkingarhyl. Hvíta línið
hefur trúarlegt yfirbragð um leið og
fjallstór hrúga af ófrágengnum þvotti
vitnar um ofgnóttarvandamál sam-
tímans. Veggskúlptúrar með sorter-
uðum og listilega samanbrotnum
sokkum eða munnþurrkum vitnar
um sköpunarþrá mannsins mitt í
hversdagslegri óreiðunni. Þvottaefn-
ispakkarnir minna okkur þó á að
gjald hreinleikans er menguð úthöf
sem aflaga lífverur sjávar. Söngland-
inn sem heyra má koma úr þvotta-
hrúgunni er einkennandi fyrir þá
íveru sem Simone de Beauvoir sagði
að konur þyrftu að losna undan til að
höndla tilveruna handan hennar, þ.e.
á opinberum vettvangi. Íveran sjálf
er þó orðin eftirsótt í heimspekikenn-
ingum á borð við Deleuzes sem hafn-
ar tvenndarhyggju yfirstigningar og
boðar „hreina“ íveru eða íveru sem
vísar aðeins í sjálfa sig.
Að einhverju leyti má segja að Jes-
sica Stockholder sé á svipuðum nót-
um í list sinni. Í texta Sigríðar hefur
hún eftir listakonunni að hún hafi
ekki fundið sig í togstreitu lausn-
arhugmynda sem klofna á milli
skýjaborgahugsjóna og hugmyndum
pragmatískra lausna, annað sé of
loftborið en hitt of andlaust og veðji
því í list sinni á sköpunarkraft og út-
sjónarsemi.
Stockholder hefur unnið verk sín
með eftirtektarverðu aðferð-
arfræðilegu frelsi í fjölda ára og haft
ómæld áhrif á aðra listamenn og list-
heiminn í heild sinni. Skúlptúrar
hennar eru í senn frjáls málverk, yf-
irhlaðnir leikhúsbúningar, stúdíur í
innanhússarkitektúr þar sem fer
fram hliðrun hefðbundinna tákn-
mynda. Stockholder endurnýtir hluti
og endurvinnur hugmyndir. Hún
vinnur af alvöru og býður upp á nýtt
andlegt og efnislegt sjónarhorn. Þótt
verkin séu sjónræn veisla þá er það
gildi aðferðarinnar sem ekki síst veg-
ur hæst í þeirri viðleitni listarinnar
að virkja ímyndunarafl og sköp-
unarkraft til að riðla hefðbundnum
hugmyndum til að finna nýja fleti og
ný mynstur í lífinu sjálfu jafnt sem
listinni.
Á sýningunni Mega vott er tekist á
við pólitískan og hugmyndafræðileg-
an veruleika eyðileggingar og upp-
byggingar með aðferðum persónu-
legrar sjálfsskoðunar. Í henni felst
lítill en lífvænn sproti þeirrar já-
kvæðu hugsunar eða vonar um að
þrátt fyrir allt hefur einstaklingurinn
vægi í heimsmyndinni og raunveru-
legan möguleika á að taka þátt og
hafa áhrif á heildina með lífi sínu og
starfi. Augljóst er að sýning sem
þessi kostar mikla peninga sem að-
standendur hennar hafa sjálfir þurft
að útvega. Stuðningur hinna ýmsu
fyrirtækja við verkefnið er frábær en
útfærsla þakklætis við stuðning eins
og hann birtist á kaffistofunni í Hafn-
arborg finnst mér orka tvímælis með
tilliti til umfjöllunarefnis eða boð-
skapar sýningarinnar.
Heima í heimi
MYNDLIST
Morgunblaðið/Sverrir
Þvottaskúlptúr „Innsetning Þórdísar Öldu Sigurðardóttir er fersk, hrein
og ilmandi en ekki að kostnaðarlausu.“
Þóra Þórisdóttir
Hafnarborg Hafnarfirði
Sýningin stendur til 2. október
Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl.
11–17 og til kl. 21 á fimmtudögum.
Mega vott
Morgunblaðið/Ásdís
Ágúst Guðmundsson Leist svo vel á Adams æbler að hann fékk kunningja sinn til að kaupa
eintak fyrir sig í Kaupmannahöfn. Hann segir grunnhugmyndina að myndinni nýstárlega.
Gláparinn
Í vor var ég rúmfastur um tíma og fékk aðláni dönsku myndina Adams æbler til að
stytta mér stundir. Mér leist svo vel á hana að
ég fékk kunningja minn til að kaupa eintak
fyrir mig í Kaupmannahöfn.
Grunnhugmyndin er nýstárleg. Sveitaprestur
tekur að sér ribbalda úr stórborginni og reyn-
ir að gera úr þeim nýja og betri menn. Með-
ulin eru ekki endilega kristin trú heldur sið-
ferðisstyrkur klerksins og kjarkur og óbifandi
trú hans á hið góða í manninum. Í upphafi
myndarinnar tekur hann á móti enn einum
borgarribbaldanum, nýnasista sem hefur hlot-
ið dóm fyrir ofbeldi og er gert að vinna í þágu
samfélagsins. Hann fær það verkefni hjá
prestinum að baka eplaköku úr eplum sem
vaxa á tré við prestssetrið. Spurningin er
hvort hann eigi nokkurn tíma eftir að baka
kökuna, en áður en svarið fæst koma ýmis
óvænt uppbrot á sögunni. Eitthvert minn-
isstæðasta atriði myndarinnar tengist sykr-
uðum söng eftir diskó-drengina í Bee Gees.
Karakterarnir eru firnaskýrir, einkum prest-
urinn í höndum Mads Mikkelsen og smá-
krimminn sem Ulrich Thomsen leikur. Leik-
stjóri og höfundur handrits er Anders Thomas
Jensen. Hann hefur lengi verið afkastamikill
höfundur, enda er hann skrifaður fyrir hand-
riti við aðra hverja gæðamynd frá Danmörku.
Epli Adams var framlag Dana til Óskarsverð-
launanna í ár.
Ágúst Guðmundsson,
leikstjóri
Hlustarinn
Ég hef verið að hlusta í vikunni á stór-djasssöngvarann Kurt Elling með
undirleik Lawrence Hobgood-kvartettsins
og ef til vill ekki skrítið þar sem þessir
snillingar verða á dagskrá Jazzhátíðar
Reykjavíkur í Austurbæ á laugardaginn
kemur.
Kurt Elling var nýlega valinn besti karld-
jasssöngvarinn af djasstímaritinu Down
Beat og mun það ekki vera í fyrsta sinn.
Diskurinn Man in the Air er með 12 lögum
og eru flest þeirra ballöður. Kurt fer einkar
vel með ballöðuformið þótt mín hrifning á
honum sé einkum í hraðari verkum, einkum
þar sem hann bregður fyrir sig „skattsöng“
en þar standa honum fáir jafnfætis. Kurt
hefur fetað í fótspor söngvarans Jon Hend-
rix sem var hér á ferðinni fyrir nokkrum
árum. Hann tekur gjarnan fyrir melódíur
og sóló þekktra tónskálda og einleikara, t.d.
tekur hann á þessum diski lögin Resolution
eftir Coltrane, Time to say Goodbye eftir
Joe Zawinul, A Secret eftir Herbie Han-
cock og Minuano eftir Pat Meheny.
Við þessar melódíur og einleikskafla semur
Kurt svo texta sem hann flytur af einskærri
innlifun og snilld. Titillag þessa disks, Man
in the Air, er tónsmíð þeirra Kurt Ellings
og píanistans Lawrence Hobgoods og báðir
fara á kostum í þessu frumsamda verki.
Friðrik Theódórsson,
fyrrv. framkvæmdastjóri
Jazzhátíðar Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Eyþór
Friðrik Theodórsson Hefur verið að hlusta í vikunni á stórjazzsönvarann Kurt Elling.