Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 3 Nils-Gustav Hahl var einnigmikilvægur hlekkur í Ar-tek-teyminu, þar semhann var fróður um sam- tímamyndlist og hönnun og hafði góð sambönd í enskumælandi löndum. Þau sambönd komu Aalto til góða þegar Bretar hófu að kaupa húsgögn hans í stórum stíl upp úr miðjum fjórða áratugnum. Það var því mikið áfall fyrir Aalto og Artek þegar Hahl féll í stríðinu við Sovétmenn árið 1941. Síðan má ekki vanmeta þátt Maire Gullichsen í velgengni Artek. Sem vellauðug ung kona hafði hún kynnst menningarlífinu í París. Þegar hún sneri heim, uppfull af góðum áform- um, hreifst hún af persónuleika og hugmyndum Aalto-hjónanna og gerð- ist helsti bakhjarl þeirra. Taldi hún mann sinn, iðnjöfurinn Harry Gull- ichsen, á að fá Aalto til að hanna inn- réttingar í pappírsverksmiðjur sem hann átti víða um Finnland. Verk- efnin fyrir Ahlström-samsteypu Gull- ichsens voru síðan kjölfestan bæði í arkitektúr Aaltos og hönnun þeirra hjóna á fjórða áratugnum, þegar Ar- tek varð að veruleika. Artek varð þegar í stað umboðs- aðili fyrir alla hönnun Aaltos frá upp- hafi, allt frá húsgögnum og niður í hurðarhúna og öskubakka, og það sem vantaði upp á hana, t.a.m. áklæði og sérhæfða fylgihluti, pantaði Artek hjá öðrum finnskum hönnuðum og setti í framleiðslu. Þar á meðal voru Bertel Gardberg, Marita Lybeck, Antti og Vuokku Nurmesniemi, Timo Sarpaneva, Pirkko Stenros og fleiri hönnuðir sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan. Nú þegar hönnun Aaltos er talin finnskari en allt sem finnskt er, er merkilegt til þess að hugsa hve lang- ur tími leið áður en honum tókst að ávinna sér varanlega hylli landa sinna, einkum og sér í lagi Hels- inkibúa. Í höfuðborginni fór lengi vel það orð af arkitektúr Aaltos að hann væri helst til róttækur. Ef horft er framhjá innréttingum Aaltos í Savoy veitingahúsinu frá1936–37, sem hann gerði að undirlagi Maire Gullichsen var það ekki fyrr en um 1950 sem hann var fenginn til að hanna bygg- ingu í Helsinki. Þá voru hátt í tveir áratugir liðnir frá því Aalto hannaði þær byggingar sem telja verður perl- urnar á fyrra helmingi starfsævi hans, Berklahælið í Paimio (1929–33) og bókasafnið í Viipuri (1933–35). Hins vegar mæltust þessar bygg- ingar og innréttingar þeirra mun bet- ur fyrir meðal umflakkandi útlend- inga, ekki síst Svisslendinga, Frakka og Bandaríkjamanna. Á tímabili hafði Aalto raunar á orði, kannski meira í gamni en alvöru, að best væri fyrir hann að gera að einkunnarorðum sín- um máltækið fornkveðna: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi. Húsgögn Aaltos vöktu mikla at- hygli á Mílanó þríæringnum 1933 og húsgagnasýningu í Lundúnum sem haldin var sama ár. Breskur aðdáandi Aaltos, gagnrýnandinn P. Morton Shand, stofnaði þegar í stað fyrirtæki sem sá um dreifingu á húsgögnum hans í Bretlandi næstu árin. Aftur hrifust menn af húsgögnum Aaltos á Parísarsýningunni 1937 og heimssýn- ingunni í París 1939, og sú hrifning skilaði sér í stóraukinni sölu hjá Ar- tek. Í lok fjórða áratugarins mátti finna húsgögn frá Artek í tólf Evr- ópulöndum, í Norður-og Suður- Ameríku, Suður-Afríku, Ástralíu og Indlandi. X-fætur og Y-fætur Takmarkaður áhugi Finna sjálfra á Aalto varð óbeint til að breyta ásýnd Artek, gera það alþjóðlegra. Þess njótum við enn þann dag í dag. Á ferðum sínum erlendis sönkuðu Aalto-hjónin að sér nýjum hug- myndum og hlutum sem síðan gengu í endurnýjun lífdaganna eftir að Ar- tek-teymið var búið að fara um þá höndum. Til dæmis er sebramynstur á leðurklæddum Artek-stólum frá miðjum fjórða áratugnum upp- runalega komið frá Sviss, þökk sé vökulu auga Aino Aalto, auk þess sem hún var iðin við að gauka alls konar litríkum afrískum textílum og ker- amík að hönnuðum fyrirtækisins. Sjálfur flutti Aalto inn bæði hús- gögn og fylgihluti eftir erlenda hönn- uði sem hann hafði velþóknun á og notaði óspart með eigin húsgögnum og innréttingum, til dæmis lampa eft- ir Poul Henningsen og stálstóla eftir Marcel Breuer. Eftir sem áður var helsta útflutningsvara Artek- verslunarinnar birkistólar og kollar Aaltos sjálfs, ásamt dúklögðum ljós- um viðarborðum hans, en kveikjan að þeim síðarnefndu eru skrifborðin sem landmælingamaðurinn, faðir Aaltos, notaði á skrifstofu sinni. Eftirstríðsárin voru tími enn frek- ari velgengni og alþjóðavæðingar Ar- tek-fyrirtækisins. Aalto var fenginn til að teikna byggingar í Bandaríkj- unum, Þýskalandi, Frakklandi, Sví- þjóð og Danmörku, og þær kölluðu aftur á nýjar tegundir húsgagna og ljósabúnaðar. Í því sambandi hefur mönnum iðulega yfirsést mikilvægi hönnuðarins Maiju Heikinheimo (1908–1963) á teiknistofu Artek, en lengi vel sá hún um að breyta skissum Aaltos í vinnuteikningar sem hægt var að framleiða eftir. Á sjötta áratugnum setti Artek á markað fyrstu húsgögn Aaltos með svokölluðum X-fótum og Y-fótum. Þau mörkuðu tímamót í þróun form- beygðra viðarhúsgagna, því þar var sama tréð beygt í tvær áttir sam- tímis. Hönnuðir alls staðar að komu til Finnlands til að kynna sér starf- semi Artek og hönnun Aaltos, og sumir þeirra ílentust þar og unnu fyr- ir Artek um árabil. Árið 1950 stofnaði Maire Gullichsen Gallerí Artek og hóf að kynna fyrir Finnum myndlist eftir helstu frumkvöðla módernismans, Léger, Calder, Matisse, Picasso og fleiri, en margir þeirra voru persónu- legir vinir hennar. Það er nokkur kaldhæðni að um það leyti sem rykti Artek-fyrirtæk- isins reis hæst á alþjóðavettvangi, fór að halla undan fæti í rekstri þess. Aino Aalto lést árið 1949, en hún hafði haldið utan um rekstur fyrirtækisins og haft mikil áhrif á listræna stefnu- mörkun. Eftirmenn hennar höfðu hvorki til að bera sama viðskiptavit né sömu listrænu sannfæringu og hún. Alvar Aalto var í sárum fyrst í stað, en síðan fjarverandi og á kafi í erlendum verkefnum. Á útihallandi sjötta áratugnum og fram á sjöunda áratuginn var rekstur Artek reglu- lega í járnum, bæði vegna innanhúss- vanda og erlendrar samkeppni. Artek í endurnýjun Nokkur endurnýjun átti sér stað hjá Artek upp úr 1976, sem var dánarár Aaltos, þegar aðalhönnuður fyrirtæk- isins, Ben af Schultén, var ráðinn list- rænn framkvæmdastjóri. Hann hófst handa við að vekja áhuga ungu kyn- slóðarinnar bæði á Aalto og Artek, ekki síst með því að fá til liðs við fyr- irtækið yngri hönnuði á borð við Vesu Damski, Britu Flander, Juha Leiv- iskä og Jörn Utzon, auk þess sem hann teiknaði sjálfur húsgögn fyrir Artek. Þessi uppsveifla varaði ekki lengi, því við upplausn Sovétríkjanna kom mikið bakslag í efnahagsþróunina í Finnlandi, og bitnaði það ekki síst á byggingariðnaðinum. Arkitektum og hönnuðum var sagt upp í stórum stíl og mörg þekkt fyrirtæki urðu gjald- þrota; þekktast þeirra var sennilega Muurame-samsteypan. Artek var næstum farið sömu leið, en árið 1991 keypti og endur- skipulagði sænska fjárfestingarfyr- irtækið Proventus þetta flaggskip finnskrar hönnunar. Þótti mörgum Finnum þungbær tilhugsun að fornir fjendur, Svíar, skyldu hafa eignast réttinn til að framleiða þekktustu húsgögn og fylgihluti finnskra hönn- uða. En nýjum eigendum tókst að rétta við rekstur Artek með miklu útflutn- ingsátaki og er nú svo komið að þriðj- ungur framleiðslunnar fer á erlenda markaði. Að öðru leyti fóru Svíarnir varlega í sakirnar; ekki var bryddað upp á mörgum nýjungum heldur reynt að halda í horfinu. Undanfarin þrjú ár hafa verið teikn á lofti um verulegar stefnubreytingar og nýjungar hjá Artek. Árið 2004 var breski hönnuðurinn Tom Dixon gerð- ur að listrænum framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki fjölbreyttan hönnunarferil, auk þess sem hann rak um tíma hönnunardeild Habitat- samsteypunnar í Bretlandi. Í fyrra var síðan ráðinn fyrsti fram- kvæmdastjóri Arteks í fimmtán ár, og varð fyrir valinu kjarnakonan Mirkku Kullberg, sem þykir snill- ingur í að rífa upp og drífa áfram fyr- irtæki á gömlum merg. Í tilefni af sjötíu ára afmæli Artek kynntu þau Dixon og Kullberg við- horf sín og áform, og áréttuðu bæði að þau myndu standa vörð um þá arf- leifð sem Artek er fulltrúi fyrir, um leið og þau vildu nota þessa arfleifð sem stökkpall til framtíðar. Í máli þeirra kom fram að í Aalto – línunni einni væru u.þ.b. 50 ítem, og upplagt að reyna á það hvort ekki mætti finna á þeim nýja fleti. Upp á síðkastið, og sérstaklega í tengslum við afmælisárið, hefur Ar- tek verið að kynna nýjar útgáfur af húsgögnum Aaltos. Nýnæmið er að- allega fólgið í „poppuðum“ litum og tilraunum með óhefðbundin áklæði. Þannig hafa menn rekið upp stór augu við að sjá hinn sígilda Paimio- armstól Aaltos í skærbláum lit, sömu- leiðis kollana hans í appelsínugulum litatónum. Síðan hafa komið á mark- að bæði armstólar og kollar Aaltos sem bólstraðir hafa verið með lamba- gærum. Vísast verður hægt að fá þessar „poppuðu“ útgáfur af hús- gögnum Aaltos innan tíðar hjá Epal, umboðsaðila Artek hér á landi. Til eru þeir sem hneykslast hafa á þessari „afbökun“ á hönnun Aaltos. Á móti hafa þau Dixon og Kullberg bent á umburðalyndi Aaltos gagnvart þeim sem vildu laga húsgögn hans að eigin þörfum. Til að mynda segir hann á einum stað í blaðagrein: „Hönnuður lýkur aldrei við að búa til hlut; það gerir sá sem hefur hann til afnota.“ Artek og Aalto Höfundur er listfræðingur. Nýnæmi Upp á síðkastið, og sérstaklega í tengslum við afmælisárið, hefur Artek verið að kynna nýjar útgáfur af húsgögnum Aaltos. Nýnæmið er aðallega fólgið í „poppuðum“ litum og tilraunum með óhefðbundin áklæði. » Það er nokkur kald- hæðni að um það leyti sem rykti Artek- fyrirtækisins reis hæst á alþjóðavettvangi, fór að halla undan fæti í rekstri þess. á tilbo›i í Bóksölu stúdenta Bókmenntasagan 20% afsláttur í október Í tilefni af útkomu 4. og 5. bindis Íslenskrar bókmenntasögu bjó›um vi› nú 20% afslátt af heildarútgáfunni og 15% afslátt af einstökum bindum. Tilbo›i› gildir út októbermánu›. Kynntu flér úrvali› og ver›i› á www.boksala.is e›a komdu í verslunina. Stúdentaheimilinu v/Hringbraut - sími: 5 700 777 - www.boksala.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.