Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Side 2
2 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Bless, Co-
coa Puffs
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur
akj@hi.is
Þ
að er kosningavetur framundan.
Ég held að meðallesandi, -hlust-
andi eða -áhorfandi íslenskra
fjölmiðla geti ekki velkst í
nokkrum vafa um það. Þetta er
búið að segja okkur öllum nokk-
uð oft í haust, búið að margboða tíðindin áður
en þau verða. En nú er veturinn kominn, af
honum liðin vika samkvæmt almanaki og fylgi-
fiskar opins og lýðræðislegs þjóðfélags gera
rækilega vart við sig. Prófkjörin færa okkur
forsmekkinn af kosningaáróðri og auglýsing-
um stjórnmálaflokkanna. Samt eru sumir kjós-
endur bara rétt búnir að losa sig við pappírs-
kúfinn frá því í sveitarstjórnarkosningunum í
vor.
Þegar menn berjast um sæti á framboðs-
listum reyna þeir að sjálfsögðu að sýna sig í
sem bestu ljósi og í innanflokksbaráttu ber lít-
ið á neikvæðum auglýsingum. Við kynnumst
því mæta fólki sem býður sig fram til starfa
þjóðinni til heilla. Þess hefur þegar verið getið
á síðum blaðanna í látlausum fréttum um að
menn stefni á eða sækist eftir sætum mishátt á
listum. Framboðið er reyndar svo mikið og
umgjörðin svo pen að ekki er ljóst fyrr en
langt er liðið á dálkinn í hvaða kjördæmum og
fyrir hvaða flokka menn vilja skeiða fram.
Þessir penu eindálkar hafa rammað inn frétta-
síðurnar undanfarnar vikur en senn verða
sauðirnir skildir frá höfrunum.
Nóg er að gera hjá hönnuðum, prentvélum
og dreifendum. Auglýsingar í blöðum og á neti
sem og kynningarrit frambjóðenda hafa verið
áberandi að undanförnu. Að sjálfsögðu sýna
menn sínar bestu hliðar. Allt vel meinandi fólk,
víðsýnt og vel menntað, lífsreynt og um-
hyggjusamt, fyrir nú utan það að vera brosmilt
með afbrigðum. Allir ætla að beita sér fyrir
bættum kjörum barnafólks, fjölskyldufólks,
eldra fólks, skólafólks og almennings. Þeir
ætla líka að renna traustum stoðum undir
menntakerfið, heilbrigðiskerfið og velferðar-
kerfið. Þeir vilja vernda náttúruna um leið og
nýta skal auðlindir skynsamlega, láta verkin
tala, tryggja jafnrétti og jöfn tækifæri, ein-
beita sér að atvinnumálum, efnahagsmálum,
samfélagsmálum, menntamálum og umhverf-
ismálum. Efla, skapa, auka, bæta, tryggja,
virða, virkja, nei kannski ekki virkja, það er
ekki víst að sú sögn sé heppileg í ímyndarsmíð-
inni, hún gæti falið í sér vísun í deilur og átök.
Auglýsingar allra frambjóðenda eru afskap-
lega jákvæðar og greinilega ekki talið heppi-
legt að ráðast beint að keppinautunum í gegn-
um þær. Það hefur líka sýnt sig í erlendum
rannsóknum að grimmilegar og neikvæðar
auglýsingar ýta frekar undir samúð kjósenda
með frambjóðendum sem ráðist er að og andúð
á þeim sem að þeim standa. Fræg eru djöfla-
augun sem breskir íhaldsmenn skreyttu Tony
Blair, formann Verkamannaflokksins, með í
kosningum 1997. Þeir sem bjuggu til þá aug-
lýsingu töldu hana hafa skilað sínu og vel það.
Svo mikið var um hana fjallað og hún svo víða
birt að þar fékkst fimm milljón punda umfjöll-
un fyrir rúmlega hundrað þúsund punda fjár-
festingu en hún skilaði íhaldsmönnum ekki á
valdastóla.
En það er um þetta eins og svo margt að
rannsóknirnar vísa til beggja átta. Í Banda-
ríkjunum eru menn vissir um að á lokaspretti í
kosningabaráttu dugi ekkert betur en skít-
kast, og þar eru líka til rannsóknir félagsfræð-
inga sem benda til þess að kjósendur muni
frekar eftir neikvæðum auglýsingum en upp-
byggilegum og þær neikvæðu taldar líklegri til
áhrifa. Auglýsingarnar gagnast þó best ef ein-
hverjir aðrir en frambjóðendur eða kosninga-
stjórar eru ábyrgir fyrir birtingu. Það voru því
ekki kosningastjórar George Bush Banda-
ríkjaforseta, heldur hópur gamalla hermanna
sem höfðu þjónað samtímis John Kerry í Víet-
nam, sem stóð að auglýsingum þar sem rýrð
var kastað á hermennskuferil Kerrys í síðustu
forsetakosningum vestra.
En það má beita ýmsum meðölum og sum-
um heldur ísmeygilegri en að ráðast beint
framan að andstæðingum. Í stjórnmálum er
netið farið að skipta miklu og er það oft fyrsta
stopp þegar leita á upplýsinga um menn og
málefni. Það gera menn oftar en ekki með því
að „gúgla“ viðkomandi, það er, skrifa inn í leit-
arvélina Google og sjá hvað upp kemur. Í vik-
unni fréttist af því að vestanhafs væru and-
stæðingar Repúblikana að möndla með leitar-
vélina. Þegar leitað er að nöfnum frambjóð-
endanna sem spjótum var beint að koma
greinar sem sýna þá í neikvæðu ljósi efst á list-
anum sem birtist. Þetta má segja að sé svipuð
aðgerð og sú sem leiddi til þess að þegar menn
gúgla orðin „miserable failure“ þá birtist efst
ævisaga Bush forseta.
Framundan er kosningavetur og kosninga-
vor með öllu því sem fylgir. Enn höfum við
ekki séð jafnneikvæðar og persónulegar aug-
lýsingar og sjást austan hafs og vestan og von-
andi verður ekki breyting þar á. Auglýsingar
flokkanna einkennast af almennum yfirlýs-
ingum sem enginn getur verið ósammála. Þó
að við kærum okkur ekki um skítkast vaknar
samt oft sú spurning hvort ekki megi draga úr
slagorðum sem eru svo alltumfaðmandi að þau
segja minna en ekki neitt?
Auglýsingar og stjórnmál
» Þó að við kærum okkur
ekki um skítkast vaknar
samt oft sú spurning hvort
ekki megi draga úr slagorðum
sem eru svo alltumfaðmandi að
þau segja minna en ekki neitt.
FJÖLMIÐLAR
AP
Neikvæðar „Enn höfum við ekki séð jafnneikvæðar og persónulegar auglýsingar og sjást austan hafs og vestan og vonandi verður ekki breyt-
ing þar á.“ Þessi auglýsing kom úr herbúðum Kerrys í aðdraganda forsetakosninganna 2004. Bush er beðinn um að halda sig við málefnin.
I Í tilefni af ádeilu á Námsgagnastofnun fyrirað fjalla um hófdrykkju í samræmdu prófi
fyrir þriðjubekkinga skal hér birt vísa eftir
Bjarna Jónsson frá Gröf sem var úrsmiður á
Akureyri á síðustu öld:
Þessi minnimáttarkennd
er meiri plágan,
sagði Bjarni, saup einn til
og síðan lá hann.
Bjarni hefur þó líklega ekki verið jafn mikill
hænuhaus og músin sem vikið var svo óvarlega
að í prófinu. Fyrir utan að hófdrykkja er alger-
lega afstætt hugtak, hófdrykkja eins getur verið
annars manns ofdrykkja: … saup einn til og síð-
an lá hann. Þetta rifjar reyndar upp söguna af
Jóni nokkrum austur á landi sem kunni sér ekk-
ert hóf í drykkju og dó iðulega fyrir allar aldir
enda aldrei kallaður annað en Jón heitinn. En
það er önnur saga.
II Vísa Bjarna Jónssonar í Gröf er birt í Ey-firskum skemmtiljóðum sem nýlega komu
út hjá bókaútgáfunni Hólum. Björn Ingólfsson
safnaði efninu en áður hafa Hólar gefið út Skag-
firsk skemmtiljóð í þremur bindum og Austfirsk
skemmtiljóð. Og til þess að undirstrika afstæði
hófdrykkjunnar þá má benda á að ýmislegt
kann að spila inn í umgengni manna við áfenga
drykki. Þegar áfengi var hækkað um hvorki
meira né minna en 30% í júní 1975 orti Jón
Bjarnason bóndi í Garðsvík á Svalbarðsströnd
þessa vísu:
Snauður bjáni raunir reynir,
ráfar um og þráir vín.
Núna geta auðmenn einir
orðið vitlaus drykkjusvín.
Á rétt rúmlega þrjátíu árum hefur fátt breyst
í þessum efnum, enn geta snauðir bjánar sem
ekki kunna á peninga ráfað um og þráð vín því
þeir hafa örugglega ekki efni á því að kaupa það.
III Ástæðan fyrir þessari hörðu verðlags-stefnu Ríkisins er augljós, litlar húsamýs
með hænuhausa hafa ekkert með of mikið vín að
gera, þær tapa bara vitinu eins og Kristján
Helgi Benediktsson málari á Akureyri einhvern
tímann á síðustu öld:
Vín á borðum var hér nóg,
vitinu hef ég glatað.
Gegn um svona glasaskóg
get ég aldrei ratað.
Neðanmáls
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs-
ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
!
Síðsumars. Fólk er í útilegu. Í
morgunverðinn í birkirjóðrið
mætir einn með Cheerios-pakka,
mjólk og djúpar skálar, allan
pakkann.
– Tekurðu Cheeriosið með út á
land?
– Já, ég fæ mér aldrei annan
morgunmat. Ég fékk þetta m.a.s. sent út,
þegar ég var í náminu. Fékkst hvergi í búð-
um.
– Já, alveg rétt. Ég man að frænkur mín-
ar í Hollandi létu alltaf senda sér Cocoa
Puffs um jólin.
– Stemmir. En af hverju er þetta hvergi
til nema hér?
– Ég veit það ekki. Við erum bara svona
amerísk.
– Já, auðvitað, þetta er allt amerískt.
General Mills. Af hverju erum við meira
amerísk en evrópsk?
– Það er herinn, maður. Kom með næl-
onsokka og tyggjó og allan ameríska lúx-
usinn, ha.
– Já, auðvitað, það er herinn.
– Og svo er hann bara á förum!
– Já, pældu í því. Og tekur Cocoa Puffsið
með.
– Það verður nú eftirsjá að því.
– Segðu. Ætli maður verði þá bara að
snúa sér að hafragrautnum …
– Ég ætla allavega að hamstra Cheer-
iosið. Og þó, ætli það þýði nokkuð …
– Hugsið ykkur, svo fara allir amerísku
bílarnir. Það verður nú sjónarsviptir.
– Já, og tyggjóið. Hvað eru þeir eiginlega
að spá, að kalla herliðið heim? Ég meina,
getum við lifað hérna án nælonsokka og Ca-
mel og hnetusmjörs, ég var nú kominn upp
á lagið með hnetusmjörið.
– Þetta verður skrýtið, óneitanlega. Hálf-
tómlegt.
– Spurning hvort þeir rífa upp Keflavík-
urflugvöll, voru það ekki þeir sem lögðu
brautirnar?
– Og hvað, verður Leifsstöð þá bara eftir
úti á víðavangi, með rana út í tómið? Ji. Mér
finnst nú samt mesti léttirinn ef hjólhýsin
hverfa, er það ekki eitthvað sem Kaninn
kom með, svona hyskishús á hjólum.
– En litasjónvarpið, haldiði að það fari
líka?
– Tvímælalaust.
– Guð, við verðum komin á algjöran byrj-
unarreit hér aftur. Ég áttaði mig ekki á að
þetta væri svona víðfeðmt. Og amerísku
rúmin, ég á svoleiðis, fer ég þá bara á legu-
bekk aftur?
– Ja, þú getur kíkt í Ikea, eru þeir ekki
sænskir?
– Jú. En það er samt eitt gott, að losna
við allar Hollywood-myndirnar úr bíó. Þá
verður kannski loksins pláss fyrir evr-
ópskar myndir, asískar myndir, alls konar
þið vitið, svona listrænar myndir, sem við
fáum aldrei að sjá hérna.
– Verður þá ekki sýnt frá Óskarnum?
– Jú, jú, í svart-hvíta sjónvarpinu þínu.
Við hættum náttúrlega ekki að fá heims-
fréttirnar.
– Nei, en hættum við samt ekki að halda
með þeim?
– Hverjum, Ameríkönunum? Við höfum
aldrei haldið með þeim.
– Víst. Eða ég allavega. Maður heldur
með þeim sem færir manni nútímann.
– Og tekur hann frá manni aftur?! Ég
held nú síður. Ég meina, börnin mín æfa
körfubolta, þeir komu með hann, ekki satt?
Hvað á ég nú að segja þeim, fyrst þeir taka
hann með sér heim.
– Heyrðu, réttu mér aðeins Cheerios-
pakkann. Hvað er aftur í þessum andskota?
Getur maður ekki bara reynt að búa þetta
til sjálfur.
– Já, einmitt, rista hafra og eitthvað.
Ertu bilaður?
– Nei, ég meina, ef þetta er að hverfa úr
hillunum verður maður að gera eitthvað.
Ætlarðu að hætta að borða morgunmat?
Svelta til dauðs?
– Uh, nei. Ég hérna …
– Nei, ég hélt ekki. Taugaveiklun er þetta
í ykkur, fólk.