Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 9 einnig íslenskum bóksölum. Þessi grein er því kall á umbætur. Við þurfum að breyta virð- isaukaskattskerfinu fyrir erlendar bækur. Við þurfum að styrkja íslensku bókasöfnin og ekki bara með því að henda peningum í bókakaup. Við þurfum að hvetja fornbókasölur í landinu til að selja bækur sínar á Netinu. Þangað til hlutirnir breytast höldum við áfram að vinna gegn þjóðfélaginu í heild með því að gera Ís- lendingum svo erfitt fyrir með að lesa og læra. Já, þetta er raunverulegt vandamál Nokkrir vina minna hafa stungið því að mér að innst inni séu Íslendingar samþykkir háu bóka- verði. „Þú skilur þetta ekki Ian, hér eru bækur tákn um þjóðfélagsstöðu,“ sagði ein minna ís- lensku vinkvenna er hún reyndi að fá mig til að samþykkja þá hugmynd að Íslendingar sætti sig við hátt bókaverð á þeim grundvelli að bæk- ur séu munaðarvara, táknmynd velgengni og til marks um lofsverða neyslu. Aðrir segja mér að einungis brot íslensku þjóðarinnar lesi erlend- ar bækur. Enn aðrir segja mér að tími bók- arinnar sé liðinn. Ég er þessu ósammála. Þeir dagar eru löngu liðnir þegar nám um önnur lönd eða lestur er- lendra tungumála var aðeins á færi fáeinna heppinna eða ríkra einstaklinga. Erlendar bækur eru ekki táknmynd þjóðfélagsstöðu. Þær eru ekki munaðarvara. Þær eru nauðsyn- leg fjárfesting. Það er ekki aðeins lítill hluti íslensku þjóð- arinnar sem kaupir erlendar bækur. Ef til vill ertu íslenskur tölvusérfræðingur sem vill nálg- ast nýjustu leiðbeiningar um nýjan hugbúnað fyrir fyrirtækið sem þú vinnur hjá. Eða einn af 17.000 háskólastúdentum og langar til að skrifa lokaritgerð sem er betri en í meðallagi. Nú eða þá einn fjölmargra erlendra maka sem fylgja sífellt fleiri Íslendingum heim. Sem ítölsk kona, svo dæmi sé tekið – sem hefur nýlega uppgötv- að að hún sé ólétt og langar að lesa sér til um við hverju má búast næstu níu mánuðina – á sínu eigin móðurmáli. Eða sem japanskur eig- inmaður íslenskrar konu sem vill að börnin geti lesið og talað bæði málin þegar þau vaxa úr grasi. Og hvað þá hugmynd varðar að bækur skipti ekki lengur máli þá viðurkenna jafnvel bjart- sýnustu spámenn upplýsingaaldar að upplýs- ingar prentaðar á pappír, upplýsingar sem má halda á, blaða í gegnum með fingrunum, og lesa í rúminu eða í strætó, séu enn skilvirkasta leið- in til að ná sambandi við fólk. Að kaupa nýjar bækur á ensku Ímyndaðu þér að þú hafir nýlega frétt af frá- bærri bók sem þig virkilega langar til að kaupa í tengslum við verkefni sem þú ert að vinna að. Hún er ekki til í íslenskum bókabúðum og hana er ekki heldur að finna í Gegni (samskrá ís- lenskra bókasafna). Þú ferð því á Amazon til að fræðast betur um bókina og sérð að í Banda- ríkjunum kostar hún 20 dollara eða um 1.400 kr. Þú gætir því pantað bókina beint frá Ama- zon. En þegar búið er að reikna á bókina 630 kr. sendingarkostnað, 284 kr. virðisaukaskatt og 450 kr. þjónustugjald er heildarverðið komið upp í 2.764 kr., auk mögulegrar ferðar á póst- húsið á afgreiðslutíma. Þetta er há upphæð – næstum tvisvar sinn- um hærri en bandaríska verðið. Þú veltir því e.t.v. fyrir þér hvort þú getir sparað með því að panta hana í gegnum íslenska bókabúð. Skreppur því næst niður í Mál og menningu við Laugaveg og óskar eftir verðtilboði. Þegar ég kannaði þetta um daginn var mér sagt að bókin myndi kosta mig 2.795 kr., auk ferðar í bóka- búðina til að ná í hana. Það er dýrara en að panta beint frá Amazon. Hér kemur Bóksala stúdenta inn í myndina. Besta leiðin, sérstaklega ef þú býrð í Reykja- vík, væri að sérpanta bókina í gegnum þá (www.boksala.is og smella þar á „sérpöntun“). Eins og allar aðrar bókabúðir sameinar Bók- sala stúdenta sendingar sínar að utan í stærri sendingar (500 til 20.000 kg). Þetta lækkar að jafnaði sendingarkostnað stakrar bókar niður í brot af verði hennar. Og sem bóksali fær Bók- sala stúdenta afslátt frá útgefendum. Ástæða þess að Bóksala stúdenta býður svo gott verð er að þeir láta neytandann njóta góðs af stærri hluta þessa afsláttar en Eymundsson og Mál og menning gera. Ég kannaði verð bókarinnar hér að ofan hjá Bóksölu stúdenta og bað þá að gefa mér upp verð hjá þeim á bók sem kostaði 1.400 kr. á Amazon. Í flestum tilfellum væri verð bók- arinnar aðeins 1.776 kr., auk ferðar í Bóksölu stúdenta til að sækja bókina eða 550 kr. send- ingarkostnaðar. Í verstu tilfellum – ef Bóksala stúdenta getur ekki nálgast bókina á lægra verði en hún er seld á á Amazon – þá myndi Bóksala stúdenta rukka 2.550 kr. fyrir bókina. Það er samt ódýrara en að panta hana á Ama- zon eða hjá Máli og menningu. Að kaupa notaðar og sjaldgæfar bækur Bóksala stúdenta sérpantar hins vegar aðeins bækur sem enn er verið að gefa út og í flestum tilfellum aðeins frá Bretlandi og Bandaríkj- unum. Þeir sérpanta ekki notaðar bækur. Þeir sameina ekki sendingar frá löndum á borð við Ítalíu, Pólland eða Japan. Og ekki allir búa í ná- grenni verslunarinnar. Þannig að til er heill flokkur pantana þar sem ekki er hægt að spara með því að notfæra sér Bóksölu stúdenta. Vilji maður kaupa notaða bók, eða bók á minna út- breiddu tungumáli, nú eða ef maður býr á Kópaskeri þá er eftir sem áður ódýrast að láta senda sér bókina beint, bíta síðan á jaxlinn og greiða Íslandspósti virðisaukaskatt og þjón- ustugjald. Ég hafði vonast til þess að ShopUSA (www.shopusa.is) reyndist leið fyrir Íslendinga til að njóta hagnaðar af sameiningu sendinga. Það kostar hins vegar yfirleitt meira að panta í gengum ShopUSA en að panta beint frá Ama- zon (3.072 kr. fyrir dæmið sem ég gaf áðan; banahöggið felst í því að þurfa að greiða send- ingarkostnað tvisvar). En af því að sendingarkostnaðurinn er þetta hár, þá þarf hver sá einstaklingur eða bókasafn sem vill flytja inn til Íslands stakt eintak af óvenjulegri bók eða bók sem er komin úr prent- un að greiða það háu verði. Og hver sá sem býr utan Reykjavíkur á líka óhægt um vik. Skatt- lagningin á bókum refsar þeim okkar sem eiga sér sértæk áhugamál, læra framandi mál eða búa á afskekktum stöðum – þrátt fyrir að það sé okkur öllum örugglega í hag að hvetja hvert annað til að þróa áfram hæfileika okkar, læra framandi mál og að búa sem víðast á eyjunni. Það felst viss kaldhæðni í því að það verður sífellt auðveldara að finna notaðar og sjaldgæf- ar bækur með aðstoð Netsins. Á sl. tíu árum hefur bylting átt sér stað á markaðnum með notaðar bækur í Bandaríkjunum og Evrópu. Bóksalar setja nú vöruskrár sínar á Netið, í gegnum vefsvæði eins og abebooks.com og amazon.com. Og með aðeins nokkrum smellum geta netverjar séð hvort bókin sem þeir eru að leita að er til notuð og borið saman verð á not- aðri bók og nýrri og pantað hana. Það er því sérstaklega óréttlátt að þegar ís- Morgunblaðið/Árni Sæberg frá Amazon. Einfaldasta og jafnframt afdrifaríkasta aðferðin við að draga úr kostnaði við að panta stakar bækur að utan væri að afnema algjörlega 14% virðisaukaskattinn af bókum, hvort sem þær væru keyptar hér heima eða erlendis. Þetta fæli í sér að 450 kr. þjón- ustugjaldið af bókasendingum félli niður um leið þar sem það er engin ástæða til að rukka fyrir þjónustugjald þar sem engrar þjónustu er þörf. Verð nýju bókarinnar í dæminu hér á undan mundi þar með lækka úr 2.764 kr. í 2.030 kr.; og notaða bókin kost- aði þar með 840 kr. í stað 1.406 kr. Þessi hugmynd er í raun ekki svo róttæk. Með eins manns krossferð sinni árið 2001 náði Hörður Einarsson fram lækkun virðisaukaskatts bóka úr 24,5% niður í 14%, en virðisaukaskattur bóka á Íslandi er engu að síður sá þriðji hæsti í Evrópu, á eftir Danmörku (25%) og Slóvakíu (19%) (1). Í Bretlandi, Póllandi, Noregi og á Írlandi er enginn virðisaukaskattur lagður á bækur, sem og í fjölda landa utan Evrópu. Flest önnur Evrópuríki leggja aðeins 4–6% virðisaukaskatt á bækur. Að afnema virðisaukaskatt bóka myndi gera póstpantanir mun þægilegri. Það myndi líka gera íslenskum bókabúðum kleift að keppa við erlendar bókaverslanir. Þegar Ís- lendingar velja frekar að flytja heim erlendar bækur í farangri sínum þá boðar það illt fyrir íslenska bóksala. Bókaverslanir eru meira en bara staður til að kaupa bækur, þær eru líka staður til að læra á, kanna, rekast á vini og til að ferðast með óbeinum hætti. Við viljum ekki að þær hverfi. Fleiri okkar myndu ábyggilega kaupa bækur hér heima væru þær 14% ódýrari. (Án virðisaukaskattsins gæti Bóksala stúdenta lækkað verð 20 dollara bókarinnar úr 1.776 kr. í 1.558 kr.) Núll-leiðin Örlítið afdrifaminni aðferð, sem varðveitti meira af tekjum ríkisins, væri að undanskilja frá virðisaukaskatti alla þá pakka að utan sem ekki eru meira en segjum 7.000 kr. virði. Ég vel 7.000 kr. af því að það er sama upphæð og undanþáguupphæðin fyrir gjafir, en nota mætti hvaða sanngjörnu upphæð sem væri. Þessi undanþága er nú þegar í gildi í fjölda landa (upphæðin er til dæmis miðuð við 2.400 kr. í Bretlandi og 4.850 kr. í Tékk- landi, en í báðum tilfellum miðast hún við vöruverð utan sendingarkostnaðar). Að und- anskilja alla pakka undir lágmarks verðgildi myndi minnka tekjur ríkisins, en það myndi líka draga úr kostnaði við umsýslu með þá pakka sem skapa ríkinu hvað minnst- ar tekjur. Þetta gæti mögulega sparað ríkinu fé. Þessi aðferð myndi reynast þeim einstaklingum sem eru að panta eina til tvær bækur af netinu vel. Bókaverslanir myndu hins vegar líklega andmæla henni þar sem þar með væri einstaklingum veittur afsláttur sem bóksalarnir sjálfir gætu sjaldnast nýtt sér. Bóksalar hafa þó betri stöðu á eigin markaði og það er sérstaklega á smærri pöntunum sem þarf að jafna markaðinn. Að undanskilja ódýra pakka bætti aðgengi Íslendinga að þekkingu á sama tíma og virðisaukaskattur á öðrum bókum væri varðveittur. Þetta væri líka góð aðferð í þessu einokunargjarna landi til að veita bókakaupendum útleið tækju bóksalar upp á því að hækka bókaverð of mikið. Þó að þessi leið fæli í sér að bók- salar fengju færri beiðnir um sérpantanir þá græða þeir hvort eð er lítið á slíkum pönt- unum. Hjarta bóksöluiðnaðarins er að selja bækur í miklu upplagi, eins og Da Vinci lyk- ilinn eða International Marketing og staða þeirra hvað þetta varðar myndi ekki skaðast. Þeir viðskiptavinir sem ekki vilja nota netið, eiga ekki kreditkort, eða vilja ein- faldlega meiri þjónustu, ættu þess þá enn kost að panta staka bók í gegnum bókaversl- un. Undanþáguleiðin Enn önnur og gjörólík aðferð væri að reyna að innheimta virðisaukaskatt samhliða sölu vörunnar í stað þess að gera það við komuna til Íslands. Þetta fæli í sér að erlendum fyr- irtækjum, eins og Amazon, yrði heimilað að innheimta íslenskan söluskatt fyrir hönd ríkisins, og afnema þar með þörfina fyrir sérstakt, dýrt þjónustukerfi til innheimtu skattsins við komuna. Með þessu móti mætti varðveita virðisaukaskattinn, en fjarlægja 450 kr. þjónustugjaldið auk vinnukostnaðarins við að innheimta skattinn. Þessi leið kann að vera óraunhæf ennþá, en það er þess virði að hafa augun opin. Raunar rukkar Amazon.co.uk nú þegar fyrir virðisaukaskatt í heimalandi hvers og eins kaupanda sem býr innan marka Evrópusambandsins og notar til þess tölvukerfi sitt til að taka gjöldin í heimalandi kaupandans með í reikninginn. Bandarísk stjórnvöld völdu gjörólíka leið árið 2001 er þau ákváðu að setja ekki fram reglur um rukkun sölu- skatts vegna netkaupa einstaklinga í einu ríki frá fyrirtæki í öðru ríki. Á Íslandi er hins vegar valin sú leið að innheimta virðisaukaskatt af varningi annars staðar frá og að gera það með valdi með því að stöðva hann við komuna til landsins. Þetta eru einfald- lega ólíkar leiðir við að fást við erfitt og umdeilt vandamál um það hvort og þá hvernig eigi að innheimta virðisaukaskatt á vörum sem keyptar eru í gegnum netið frá öðrum löndum eða úr annarri lögsögu. (Alþjóða fyrirtæki og skattasérfræðingar eiga í heitum deilum um málið (2).) Ákvörðun bandarískra stjórnvalda endurspeglar þá tilfinningu að evrópska kerfið skapi óþarfa skrifræði (milljónir fyrirtækja væru þannig neyddar til að geyma reglur hundraða virðisaukaskattkerfa í sínum fórum), á meðan íslenska leiðin myndi fela í sér heilmikinn kostnað í tengslum við skipulagningu aðdrátta sem og seink- un sendinga. 9. október sl. tilkynnti ríkisstjórnin að bækur væru meðal þess varnings sem hún hyggst lækka virðisaukaskatt úr 14% í 7% á. Við fyrstu sýn kynni maður að telja að þetta kæmi vel þeim sem kaupa bækur að utan, en staðreyndin er sú að áhrifin verða til- tölulega lítil. Stærsti vandinn við virðisaukaskatt á erlendum bókum er kostnaðurinn sem felst í því að innheimta hann, ekki virðisaukaskatturinn sjálfur. Einungis aðgerðir líkt og þær þrjár sem ég hef talið upp hér að ofan koma til með að hafa umtalsverð áhrif. Allar þessar þrjár endurbótaleiðir varðandi virðisaukaskatt hafa sína kosti og galla og einhverjar breytingar verða að verða. Bækur eru afbragðs fjárfesting, frekar en lífsnauðsyn á borð við matvæli. Og það er ótrúlega óskilvirkt að íþyngja neytendum með hvata til að flytja bækurnar inn sjálfir í farangri sínum í skiptum fyrir aðeins nokkrar milljónir kr. í ríkistekjur. Við erum að skaða þá sem búa utan Reykjavíkur, þá sem lesa notaðar erlendar bækur og þá sem lesa erlendar bækur á öðru máli en ensku. Sölustaðar-leiðin Hvernig má lækka bókaverðið?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.