Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 3
Morgunblaðið/Ómar Eftir Thor Vilhjálmsson Hreyft við hröfnum Þ að er líkt og í einhverja óveru heims bærist bjarmakvika, og fer að iða; og verður flökt þeirrar birtingar; og brygðist líkt og vagg- ist í og verði öldur í þessu birti; og bregður til roða og blandast bleiku; og líður þangað appelsínugult og síð- an grænleit frjóvgun og riðlast af blárri ásókn, bregður þá lágbirti í hverfulu veldi og slæst í fjólublátt, og í þessum brigðula bláma unir um stund; unz snöggvakið færist það inn í frumorta huldubyggð; í hamra- borgir duldar aðrar stundir fram- vindu; vikið ört til annars dags eins og heimsskipti samspunnið því snöggvindi veralda um tíma, til ann- arrar veru vísað og bryddast og gerjast; og gefst á víxl úr hugsjónum og boðið augum og eyrum. Og eins og tjald færi fyrir varla hyljandi aðr- ar sýnir sem væri þá brugðið á sveðju; og rist hægan niður úr og eftir glæringar við það birtist all- skýrt álfamær með yfrið stóra hörpu og fingrar strengina; og tekur í tán- um líka og lætur um hríð tifa tóna og bragðkveikjur vökvað fjólubláu og rauðgulu; og hefur svo aðra hönd á strengjunum; og skýtur bogalaust hvítu sindri og ber sig eins og skytta. Og það dimmir eins og fyrir skugga af skýi; eða af ofvöxnum fuglsvæng og víkur frá sjón á stalli; og djarfar fyrir hellismunna, og kannski hefur hún vikið þar inn til að svala sér í lind þar innra. Og ljóspollar framan við bergið við vaxandi neðanstreymi dátt og fjólublátt; stilltist fínt við brúnleita barma umleikis eða umbergis; glym- ur þá af málmi í vindum; kveða við gullin horn. Ljómi liljan fríð. Blasir þá við það kór eins og gengi fram út úr hömrunum hljóður og safnast um lind með sefandi streymi; meðan jarðrækin gola rjálar við grastó, og vænta þess að raddirnar þeirra sem í bergið voru sótt úr hulduheimunum taki að óma af for- kveðnum erindum þaðan. Eins og þar hefði verið fólgin heið- in vizka til að nýta að nýju undir nýj- um sólum. Þegar mætti grafast í bjargtraust vé. Og golan sefar óþreyju eftir að ymja taki, og vaxtarmáttur berist á sveipandi vængjum vinda. Og bjóðist. Og heiðni helgist á ný á frjóu stefnumóti himins vætta og landvætta og vatna- dísa, og manna með flugþrá. Og dagur ætlar að takast snemma með hægri kveðandi, og æ og æ, og æ; og verður hröð hrynjandi og tek- ur snögglega og brátt ofurhratt að magnast svo sem væri að bresta á bylur, og hreyfir við steinum og slær þeim saman; eða var það í vatninu sem straumur bylti því sem losað varð úr bergi við gnýjandi þráleita og þrátt, og hrynjandin síleitin í dans; og sækist allt í dans; og gunn- fánar gleðjast við vindsog og slást saman; og riðla litum svo eldar af; sækjast og sundrast, og tætast og tendrast; ráðast og riðlast, líkt og tætt væru og toguð, og sem ský og tvístrað … Slundrast draumskeið og slend- rast þar til því bráir af og djarfar fyrir einhverju sem hreyfist sam- kvæmt allt öðrum hraðboðum og lagboðum; og þegar skýrist nokkuð þá bryddar á fuglsgoggi fram af þak- brún og hvítmatar á gogg og augn- blik; og litast um eftir dúr og er kannski félagi annars hrafns. Fikrar sig styggur og fælinn á njósn, tygg- ur ósýnt mél tengdur engum þráð- um, en sifjum fremur á húsgaflsins nöf. Situr þar lengi missýnn og bærist goggur eins og væri að rifja upp með sjálfum sér úr minni frá löngu svifi, eða tyggja einhverjar tægjur úr val- kesti úr öðrum lendum … Hefur svo vængi í skuggsýn sem væri, og veifar vængjunum sem margir verða við það; og hefur sig í margfeldi því vængja seinlega og sóknviss til flugs. Og frestar asa- laust flugi. Situr og lætur við það sitja að blása út vængjunum í gafls- átri; og hefst svo aftur; og verður hvítur og leikur vængjum unz nær réttum straumi í lofti; og vísar stefnu með goggi sínum og stýrir stéli; og vængir virðast sem segl og nytja vind. Sinns um sakir. Og svo vefst síðar að trjágreinar birtast í skuggsýn enn, lim leikur við þennan erindreka Óðins; og lætur við hann sem vildi dvelja för með flugmagns seiði angan laufs, og þiggja af vísindum örvun brumsins svo allt blossa mætti í frjósemd, og rætast sem væri í vímu; og hrafninn sem dökknaði við og dimmdist í andrá eða stund losaði sig úr þessum fléttum; og siglir fram úr liminu; og þegar hann er kominn á loft að sigla enn er hann orðinn allur hvítur á ný; og fer út fyrir myndina sem gulnar í flikrusveimi með grænu gerjandi þar til fuglinn blandast í; á ný svart- ur, með óvissu um farnað og sveimar að okkur án þess að nálgast; og tek- ur á sig margvængja og blakkur mynd af köngurló með háa fætur; sem voru vængir og eins og sogaðir niður og hefðu fyrir því að hefjast; unz sú mynd hverfur eins og stein- um klappað saman; og glitti í heyrn- inni á lindarveigar spretta undan bergi. Og þá vísast mynd af tvífygli, fugl- um tveim í venzlum mosagrænum; og bærast í gulri hrynjandi eins og væru gular flygsur um allt streym- andi utan um þessa gróskugrænu fugla; sem bærast í öðrum tíma held- ur en þetta gula sem siglir og hnígur utan um þá; og vefst: Stundum verða fuglarnir eins og tvær mannverur æjandi í grasi eða á gulum mel ým- ist, og beri saman ráð eða leiti saman ráða. Og verða svo aftur þessir góðkynj- uðu fuglar tveir; og græni liturinn þeirra frjór og alkvikur í grænum brigðum; en bregður í jaðri annarrar fuglsmyndarinnar fyrir bleiku sem bryddar fuglsmyndarinnar jaðars á parti. Og eykur á sáttina litanna í umsömdu lendi og sem semst áfram sveimfagurt gult í sátt við það græna, þó slitrótt sé saman vígt; ekki brugðið til annars vindi. Og svo skipast í lofti með öðrum litum í bylgjum eins og vaggaðist á öldum lagar og er þó áfram í lofti líka; og hvítir fljúga hrafnar tveir með seinlegum vængjanna tökum; og í loftinu er eins og ætli að semjast svipur mannlegur með svip af lang- ærri þrá; eða sem væri draumvitund að bíða eftir að aftur yrði órað fyrir stefi sem tengdi við einhverja aðra veru; og raskast ekki við vængjatök- in regnfuglanna; sem bera það sem var falið að leita; og þessi sviplíkindi af skynjandi veru halda mannlegri myndbendingu í loftinu; unz síast burt; og hrafnarnir halda skilvísir áfram flugi yfir Elivogum og Tröllat- indum og Dvergasteini og huldu- heimum lífs og dauða, jarðbreiðum og beitilöndum, ökrum og urð. Tár sem snjókorn og hrafnar Tár hennar sem flögruðu við bergið eins og snjókorn í misvindi, bleik og hvít. Og ruku svo sem hagl kringum hrafna tvo sem hófust við af gafli húss, upp í grænleita þoku, eða þétt grængolandi mistur, mettað úri;- og urðu svo hvítir erindrekar Óðins; rákust í haglélinu, hvor um sig einn orðinn að sækja með hægum drjúg- um slætti breiðra vængja gegnum fár í lofti; með einbeittu blaki vængja sinna reru þeir sér áfram, hversu sem blés, óx eða hjaðnaði andblástur, hríðaði, eða negldi hagli; og dultáknuð boð víxluðust í lævi lofts; létu ei hefta för; bundnir trún- aði Óðni; og færa honum efni frétta, svo ort gæti áfram heiminn, fram vegis sem fyrr; háður svo Huganum og Muninum og aflafengs þeirra; föng þeirra nýtti hann að stýra heimi; sínum heimi … Höfðu tár hennar þiðnað? Sat hún svo við bæjarlækinn, og hneigði höf- uð; og spurði vatnið hvort hún væri söm, eða önnur, sá andlit sitt og aug- un ofþanin af knýjandi spurn; og andlitið sótti í spegilinn einhvern styrk ef fengist; svipir í vatninu röskuðu stundum myndinni; hún beið eftir að endurheimta að líta á sjálfa sig, hverju gegndi um að geta verið til; og þegar hún var alveg við að fara að sjá spegilinn svara sér uppi og alveg við að sýna við hvað hún gæti búið, þá hvirflaðist úr sveipum laufblað sem sigldi röskt eins og ferja yfir þá mynd; í því að spegillinn sprakk. Hrafnagaldursslæðingur Höfundur er rithöfundur. Thor teiknar Úr dagbók Thors þar sem sjá má tileinkun til Sigurrósar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.