Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 24
Félagið vill ekki líftryggja mig fremur en hin félögin Bréfið smaug inn um of þrönga póstlúguna upp úr hádegi það myndaðist dragsúgur hér inni þegar lúgan opnaðist köld stroka við hálsmálið Engar flækjulegar skýringar eða snautlegar átyllur ofureinföld neitun næstum einsog í þá gömlu góðu þegar heiðarleiki var ekki gamanmál og mistök voru gerð til að endast Svarið olli mér hvorki kvíða né furðu ég hreytti engu í kaktusana eða fleygði myndum milli veggja hrukkaði kannski ennið einsog þar væri vegvillt fluga Gataði bara bréfið og gróf það í nafnlausri möppugröf Ég hins vegar neyðist til að lifa að eilífu Sindri Freysson Kæri viðskiptavinur, því miður … 24 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Matthew Wright Gyrðir Elíasson þýddi Í dag á pabbi frí. Hann er það sem kallast „heim- ilislæknir“ en hann er líka alvöru læknir, sem þýðir að hann stundar lækningar á fólki. Ég veit ekki hvað hann gerir við heimilin. Iain besti vinur minn er kominn til að leika, og með honum er litli bróðir hans Erland. Við verðum að leika okkur úti í garði af því mamma og pabbi Iains þurfa að tala við pabba og mömmu mína í setustofunni og þau vilja ekki hafa okkur inni. Mamma strompreykir stund- um þegar hún er með gesti, og þá kemur vond lykt af henni. Ég segi henni að þetta sé ógeðslegt. Sólin skín með köflum í dag og það er svolítil gjóla. Við hlaupum innst í garðinn þar sem eru tré og mikið af háu grasi og blómum. Þetta háa gras er fínt af þvú maður getur falið sig í því ef maður krýpur, og það er líka allt í lagi nema maður sé í Tandurhreinum Buxum einsog mamma segir. Við förum í leik þar sem við skríðum um í háu grasinu og reynum að ná hver öðrum. Síðan, þegar við höfum allir náðst og Iain og Erland hafa flogist á af því Erland náði Iain og Iain segir að hann hafi ekkert náð sér; þá segi ég þeim hvað pabbi minn sagði. Pabbi segir að það séu blómálfar hér í garðinum. Hann sé einn, segi ég. Hefur þú séð þá spyr Iain. Nei, maður verður að hafa mjög hljótt og hreyfa sig ekki í hálftíma. Það er ómögulegt! segir Erland. Jú, vissulega. Ég held að við ættum að kveikja eld, segi ég. Kannski get- um við svælt álfana fram. Nei, segir Iain, þú kveiktir eld í síð- ustu viku og við lentum allir í vand- ræðum. Og þá vitum við ekkert hvað við eigum að gera. Svo finn ég marg- fætlu, sem er virkilega spennandi. Við fylgjumst allir með henni. Hún er með fullt af skrýtnum löppum og vindur sig og engist út um allt. Sjáið þetta, segir Iain og dregur upp vasahnífinn sinn og sker hana í tvennt. Nú höfum við tvær marg- fætlur segir hann. Við horfum á hvernig báðir hlut- arnir engjast og það kemur skrýtinn vökvi út úr þeim. Þegar maður sker þær í sundur verða til tvær og þær fara að lifa sjálfstætt, segir Iain. Ég hélt að það væru ánamaðkar, segi ég. Við lítum á margfætlurnar. Hvor- ug þeirra bærir á sér núna. Skerðu þær í fleiri parta, segir Er- land. Og síðan tekur hann upp sinn vasahníf og fer að skera þær í smá- bita. Þetta er ekki sanngjarnt. Ég gleymdi mínum vasahníf. Ég hleyp garðinn á enda, yfir skraplandi mölina og inn í húsið, upp stigann og inn í herbergið mitt og næ í vasahnífinn. Því næst hleyp ég sömu leið til baka. Iain og Erland eru farnir að skera blóm af stilkum með hnífunum sínum. Pabbi og mamma eiga þessi blóm, segi ég. Við skulum skera blómin þarna. Síðan förum við aftur þangað sem háa grasið er og förum að höggva okkur í gegnum það, líkt og landkönnuðir. Vasahnífurinn minn er flugbeittur. Hann sníður blómin léttilega af. Kannski ættum við að fara í hnífab- ardaga, segi ég. Nei, segir Iain, það getur verið hættulegt. Ég yppti öxlum. Við sker- um okkur leið gegnum grasið. Þetta er einsog að vera í frumskóg- inum, segir Iain. Kannski eru tígrisdýr hérna, segi ég. Og apar, segir Iain. Og hákarlar, segir Erland. Vertu ekki svona vitlaus. Það eru ekki hákarlar í frumskóginum. Þetta er heimskulegt, segir Iain. Mu mu, muuuuuu! segir Erland. Við Iain lítum hvor á annan, og svo slær hann Erland í öxlina. Erland segir muuuuu! En við þykjumst ekki heyra það. Drepstu! hrópar Iain og heggur bláklukku af stilk. Þetta er býsna sniðugt, svo ég geri einsog hann. Og síðan gerum við þetta allir. Drepist! Drepist! Drepist! Höggva! Höggva! Höggva! Hvað í ósköpunum eruð þið að gera drengir? segir herra Irving. Hann býr í næsta húsi og er svo gamall að hann þarf ekkert að vinna lengur. Við erum að drepa bláklukkur, svara ég. Hann hlær og segir; bara að þið drepið ekki þessar þarna. Við segj- umst ætla að passa það. Síðan fer hann sína leið. Eigum við að drepa eitthvað af þessum þarna? segi ég. Nei, segir Iain, við gerðum það í síðustu viku og lentum í klandri. Við höggvum niður fleiri bláklukk- ur og brátt eru hendur okkar klíst- rugar af bláklukknasafa og það er engin eftir. Hvað eigum við að höggva núna? segir Iain. Tré! segir Erland. Ekki láta einsog kjáni, tré eru of stór og það er erfitt að höggva þau. Njóla! segir Erland. Og þeir hlaupa af stað til að höggva niður njóla. Ég geng upp að trénu okkar. Það er stórt og hart viðkomu, en mig langar samt til að höggva það niður. Hnífurinn minn er svo beittur að ég þori að veðja að ég gæti höggvið það niður. Ég sting hnífnum í tréð. Það kvarnast úr berkinum. Ég er víst ekki að fara rétt að þessu. Ég leggst því á vasahnífinn með báðum hönd- um, ýti honum á kaf í trjástofninn og sný honum. Ég næ varla að gera þetta almennilega. Þá sé ég að hnífs- blaðið er skringilega undið og það er um það bil að skreppa til baka inn í haldið, og ég veit að þetta gerist mjög snöggt svo ég hendi frá mér hnífnum eins fljótt og ég get. Hnífurinn liggur í grasinu handan við trjástofninn og hann hefur lokast. Ég lít á hægri hönd mína. Á vísifingri er blóð, bara smáskeina sem ég finn ekki fyrir. Síð- an verður mér litið á vinstri höndina. Þar hangir vísifingurinnn á örlítilli húðtægju og ég sé beinið stingast út þar sem fingurinn hefði átt að vera, og það minnir helst á kjúklingabein. Ég fer að æpa og Iain og Erland koma til mín og sjá þetta og þeir fara líka að æpa og við hlaupum allir æp- andi upp að húsinu. Iain og Erland eru komnir inn á undan mér og ég fer inn í eldhúsið og læt renna kalt á þetta svo mér líði skár. Mamma kemur fram og segir ó guð minn góður, hann hefur þá gert það! Og síðan fer hún að segja ó guð minn góður býsna oft. Pabbi kemur og læt- ur mig setjast í stól á línóleumdúkn- um og fer til að sækja læknistöskuna sína. Ég lít aftur á fingurinn á mér. Hann er blár og sveiflast til og blóðið lagar úr honum ofan á eldhúsgólfið sem er gult, svo þetta verður skrýtin blanda af litum. Þessi fjandans vasahnífur! segi ég. Það er óþarfi að blóta! segir mamma. Mamma, mig svimar og mér er óg- latt, er það útaf blóðmissi? spyr ég. Og pabbi kemur aftur og hlær að mér. Nei, þetta er bara sjokkið, segir hann. Síðan segir hann, fjandinn hafi það, þetta er þó frídagurinn minn! Og svo setur hann fingurinn á mér aftur yfir endann á þessu kjúklingabeini og festir hann með undarlegum vafningi. Því fylgir undarleg tilfinning þegar hann setur fingurinn aftur í samt lag, en það er líka í eina skiptið sem ég finn fyrir honum. Taugarnar hljóta að hafa skorist sundur, segir hann. Frábært, segir Iain, hann er búinn að setja fingurinn aftur á þig. Förum út að leika. Mamma Iains þrífur í hann og seg- ir; þið getið ekki farið út að leika núna drengir. Og pabbi segir, fjárinn sjálfur, þú þarft að fara á spítalann. Og það á frí- deginum mínum! Þegar ég skar af mér fingurinn Smásaga Matthew Wright er rithöfundur frá Hjaltlandseyjum. Höfundur er ljóðskáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.