Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 13 FÍASÓL á flandri er þriðja bókin um fram- takssömu stúlkuna Fíusól, reyndar sú fjórða ef föndur- og leikjabókin Ferðabók Fíusólar er talin með. Fíasól er átta ára og býr við mikið ástríki í Grænalundi í Grasabæ með foreldrum sínum, systrunum Pippu 12 ára og Biddu 16 ára og tveimur kjölt- urökkum. Fjölskyldan á heima í einbýlishúsi, þau ferðast tölu- vert og Fíasól spilar í lúðrasveit. Pabbinn vinnur ótrúlega mikið og kemur seint heim en mamm- an situr gjarna við tölvu í eld- húsinu. Hún er alltaf til taks fyr- ir dæturnar og oftast til í einhver skemmtilegheit þótt hún eigi það til að nöldra yfir úfnu hári dótturinnar eða pirra sig á draslinu sem henni fylgir. Allt er reynt að hafa innan skyn- semismarka á heimilinu, hvort sem um er að ræða sælgætisát eða vökur frameftir. Fíasól er grallari sem sver sig um margt í ætt við þær stelpur barnabókmenntanna sem eru alvöru gerendur. Fræðimenn hafa bent á að slíkar stúlkur séu í raun ekki margar, flestar stúlkur barnabóka eru áhorfendur að atburðum, auk þess sem drengir voru, og eru kannski enn, ríkjandi aðalpersónur í þessum bókum. Fyrirmynd þessara framkvæmda- glöðu stúlkna er mögulega Anna í Grænuhlíð eftir L.M. Montgomery, en fyrsta bókin um hana kom út 1908. Vitað er að Astrid Lind- gren hélt mikið upp á bækurnar um Önnu og Lína langsokkur og Ronja ræningjadóttir minna talsvert á hana. Líkt og þessar sögu- persónur tekur Fíasól málin í eigin hendur. Hún svarar fullum hálsi, er ekki feimin við fullorðna og hikar ekki við framkvæmdir, hvort sem hún ákveður að safna dóti til að selja til styrktar bágstöddum eða taka þátt í netleik þar sem tiltekt og matseld á heimilinu er í vinning. Fíasól lýgur líka blákalt að trú- gjarnri frænku sinni sér til skemmtunar, líkt og Viðfjarðar-Skotta gerði á sínum tíma af þeirri einu ástæðu að hún hafði svo svo gam- an af að ljúga að honum Þórbergi. Höfundurinn leggur sig fram um að kenna lesendum vandaða íslensku. Pippa segir t.d. Fíusól spekingslega að stela sé líka hægt að orða með hugtökunum ræna, hnupla, rupla, bísa og taka ófrjálsri hendi og það sæl- gæti sem gjarna er kallað kan- díflos er í bókinni nefnt sykur- kvoða. Fíasól talar líka nokkuð fullorðinslega. Þetta er ágæt viðleitni til að auðga orðaforða barnanna. Frásögnin er öll á léttum og hressilegum nótum og til þess fallin að skemmta. Án þess að ég sé á þeirri skoðun að börn í bókum þurfi nauðsynlega að upplifa nístandi tilvistarkreppur, hvað þá þján- ingar og harma, hefði ég alveg þegið að hafa meiri dýpt og smá lífsháska í bland í sögunni. Eftir lesturinn fannst mér fulllítið sitja eftir miðað við hversu íhugul og atorkusöm höfuðpersónan er. En ég efast ekki um að börn eigi eftir skemmta sér kon- unglega með Fíusól, jafnt á hlaupum undan kyssistrákunum í skólanum sem í Tívolí í Kóngsins Kaupmannahöfn. Myndskreytingar Halldórs Baldurssonar eru mjög vel heppn- aðar, nefna má sérstaklega frábæra teikn- ingu af forseta Íslands að kaupa tannkrem í stórmarkaði og aðra af Nýhöfninni í Kaup- mannahöfn. Fíasól á flandri er auðmelt lesefni sem þó er þokkalega hollt og nærandi. Ný bók um Fíusól Þórdís Gísladóttir BÆKUR Skáldsaga Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. 143 bls. Mál og menning 2006. Fíasól á flandri Kristín Helga Gunnarsdóttir IÐ er frelsi ef við höfum lykilinn að því. Ef til vill inhver slík kennd eða jafnvel lífsafstaða á bak við nn að nýrri ljóðabók Vésteins Lúðvíkssonar, mir láta einsog holdið eigi sér takmörk. Hið tak- kalausa líf holdsins, sem er kannski bara birting- ynd óræðra hugmynda, verður um að yrkisefni. Vissulega má þetta a fremur almenn og óhlutbundin gun viðfangsefna lífsins. annast sagna er ekki alltaf auðvelt tta sig á þeirri leið sem Vésteinn ur valið sér í skáldskap sínum. Ég li þannig ekkert sérstaklega með að menn reyni að flokka þennan dskap með einhverjum öðrum. nn er sér á báti með einhvers konar ndu klassískrar, módernískrar og trænnar ljóðlistar. Andstæðu- sun er rík, eins og í fyrri bókum Vé- ns og sömuleiðis leikur að hug- ndum og orðum. Mörg ljóðin eru konar tilbrigði við stef. Ofurlítið yttar endurtekningar mynda hægt ægt mynd sem að jafnaði er óræð. egja má að ljóðin séu tveir ljóðflokkar. Sá fyrri nist Opnað – lokað og er rammaður inn með lyk- ðum þar sem skáldið leikur sér að tveimur hug- ndum. Annars vegar að vera lokaður úti og hins ar lokaður inni. Í lokaljóði flokksins segir skáldið: ég minnist þess aðeins: eitt sinn læsti ég mig inni sannarlega langt inni síðla vors og birtan svo skær að engar dyr sáust og ekki lykill heldur hvorki úti né inni einni flokkurinn nefnist Óður blindingjans. Hann kennist af staðhæfingum um það annars vegar ð ljóðmælandi hafi verið og svo hinum hvað hann er nú. Ákveðin stef eru endurtekin aftur og aftur með tilbrigðum. Jafnframt er sköpuð kennd and- stæðna, hreyfingar og kyrrstöðu, og ljóðið endar svona: Nú veit ég eins vel og Emily Dickinson how dreary it is to be somebody Þessi dauflega lífssýn er þó engan veginn kjarni bókarinnar því að hún er allt annað en leiðinleg, upp- full af leik að orðum og þverstæðum. Myndmálið er oft sérkennilegt, jafnvel einkennilega langsótt, eins og það bólgni út frá látlausri hugmynd. Dæmi um þetta er kvæðið Sirkus. Þegar hún bregður fingrum yfir varir mér líkt og akróbata sem strýkur línunni áðuren hún stígur á hana og fetar sig fram meðan heimurinn heldur niðrí sér andanum og brestur svo í uppsöfnuðum fögnuði þegar hún kemur að lokum þangað sem lífið heldur áfram eftir fallið sem ekki varð þá hefurðu vakið bæði trúð og ljón sem hrökkva saman í gegnum gullna hringinn í tilefni þess að fjöl-leikurinn á stórafmæli í allan dag Þessir fimleikar máls eru eitt megineinkenni ljóðabókarinnar. Það er svo aftur annað mál hvernig skáldskapur sem þessi höfði til lesenda. Sá háttur Vésteins að nálgast fyrirbærin með margvíslegum staðhæfingum eins og til að þrengja hringinn í kringum þau höfðar á vissan hátt til mín. Sama gildir um þann leik hans að grípa jafnlítilfjör- lega verund sem svitadropa og láta heim sinn snúast um hann. Þverstæður, andstæður, stefjaleikir. Þann- ig er mynd mín af ljóðagerð Vésteins. Vissulega er slíkur ljóðheimur ekki alltaf auðveldur viðureignar. En ljóðlist hans með margræðni sinni og frelsisleit er frjó og skapandi. Lífið er frelsi Skafti Þ. Halldórsson KUR ð Véstein Lúðvíksson. Bjartur 2006 – 75 bls. ir láta einsog holdið eigi sér takmörk Vésteinn Lúðvíksson Nánd Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonHólar í Hjaltadal. Hvílík nánd: að dreyma heiminn sem hús – fjarstæðna, vizku, harms og fagnaðar hús! Og á rúðurnar rignir blóði. Fordæður valdsins róa geyst fram í gráðið og hóta að ráðast í Raftahlíð, eina, og aðra … Tjöldum herbergi honum, við öll, hin veiku: förukonur, útlagar, strákar og stafkarlar, þrautabörn efans! Þökkum leiðsögn, ljóst og í hljóði. Hin æðsta nánd fylgir nafni. Hann er nefndur hinn góði. Hólahátíð 2006 Þorsteinn frá Hamri Hvílík nánd: að salarkynni þau sömu gistir hinn göngumóði! Orðræða hans birtir útsýn, og vísar í senn til grasa, lindar og ljóss! KRISTJÁN Hólm Óskarsson heitir maður nokkur, fæddur á Siglufirði árið 1929, búsettur í Hamborg í Þýskalandi. Hann missti móður sína korn- ungur, ólst upp á ýms- um stöðum hjá vanda- lausum og átti misjafna ævi og leið ekki alltaf vel. Sem unglingur kom hann á ný til Siglu- fjarðar og var þá að miklu leyti á eigin veg- um, þó að faðir hans byggi á staðnum. Sautján ára gamall réð hann sig á milli- landaskip og var upp frá því í förum á ótal- mörgum erlendum skipum og átti ekki aft- urkvæmt til Íslands nema til nokkurra stuttra heimsókna. Hann var í sigl- ingum þar til hann var kominn hátt á sjötugsaldur. Þá settist hann í helg- an stein á heimili sínu skammt frá Hamborg. Um tvítugsaldurinn fór hann á stýrimannaskóla í Noregi og síðar á skipstjóraskóla og síðustu áratugina var hann skipstjóri. Kristján sigldi um öll heimsins höf og kom við í öllum álfum. Hann var á fraktskipum, farþegaskipum og tankskipum. Áhafnir voru allra þjóða og oft misjafn sauðurinn. Farmurinn var allt frá banönum og bómull til skriðdreka og fallbyssna. Hann sigldi fyir Norðmenn, Ameríkana, Dani, Kínverja, Japani, Íranskeis- ara, Gaddafi Lýbíueinvald og fleiri. Skip hans voru engir smádallar. Það stærsta var hvorki meira né minna en 150 þúsund tonn. Margt dreif á dagana eins og nærri má geta. Allt er þetta, að ég hygg, sam- viskusamlega tíundað. Dagsetn- ingar, dvalarlengd á hverju skipi, ferðaleiðir og útgerðarfélög eru til- greind að því er virðist nákvæmlega. Captain Oskarsson virðist hafa þetta allt á hreinu og hlýtur því að hafa haldið dagbók. Frásögn hans er í fyrstu persónu, blátt áfram og útúrdúralaus. Málfar er einfalt, nokk- uð flatt og ekki laust við málvillur. Útlendar setningar koma fyrir. Engu að síður má málið teljast furðu gott hjá manni, sem dvalist hef- ur erlendis frá ungum aldri, hafi hann sjálfur sagt frá. En sé þetta málfar skrásetjara verður því ekki hrósað. Af framanskráðu má sjá, að hér hefur verið efni í mikla frásögn og í höndum góðs skrásetj- ara með rithöfundarhæfileika hefði þetta getað orðið góð og skemmtileg bók. En því miður! Sú bók er enn óskrifuð. Að mínu mati er þetta hrá og litlaus skýrsla, sem lítið skilur eft- ir í huga lesandans. Hér hefði þurft að standa öðru vísi og betur að verki. Og það sýnist mér að æviferill hins góða kafteins hefði átt vel skilið. Það er nefnilega ekki lítið afrek af mun- aðarlausum, uppeldislitlum og menntunarsnauðum drengstaula að bjargast svo vel af í hörðum heimi að komast til æðstu metorða í sinni starfsgrein. Í þann mann hlýtur að hafa verið mikið spunnið að gáfum, kjarki, þreki og farsælli skapgerð. Sjómannslíf Siglfirðings BÆKUR Sjálfsævisaga Svava Jónsdóttir skráði Sögur, útgáfa, 2006, 248 bls. Captain Oskarsson – Sögur skipstjórans Sigurjón Björnsson Kristján Hólm Óskarsson Það dreymdi mann í Skagafirði, að hann þóttist koma í hús eitt mikið; þar sátu inni konur tvær blóðugar og reru áfram. Honum þótti rigna blóði í ljórana. Önnur konan kvað: Róum við og róum við, rignir blóði, Gunnur og Göndul, fyrir guma falli. Við skulum ráðast í Raftahlíð, þar munum blótaðar og bölvaðar. (Íslendinga saga Sturlu Þórð- arsonar) Draumurinn er tímasettur veturinn 1208–’09, skömmu áður en Guðmundur biskup Arason var hrakinn frá Hólastað eftir blóðug átök. Örnefnið Raftahlíð er í Hólabyrðu og bendir til að þar hafi vaxið skógur til forna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.