Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 17 lesbók Frá örófi alda hefur dauðinn verið viðfangsefni skálda og lista- manna. Hann hefur t.d. birst sem dul- arfull, kuflklædd vera, slyngur sláttu- maður eða sem lostafullur djöfull, ávallt óboðinn og oftast óvelkominn. Eftir því sem læknavísindunum hefur fleygt fram hefur dauðinn í raunverulegri mynd sinni orðið æ fjar- lægari nútíma- mönnum. Sjúkdóm- ar, þjáning og dauði tilheyra nú stofn- unum og sérfræð- ingum og um leið og öndin líður úr nösunum er líkið fjarlægt og sett í kæli. Yrkisefni Sindra Freyssonar í nýrri ljóðabók, (M) orð og myndir, er dauðinn frá nú- tímalegri hlið og prýða ljós- myndir Hákonar Pálssonar bók- ina. Þær eru áhrifamiklar, hráar og kuldalegar og jafnvel grimmar en falla einkar vel að textanum svo úr verður skemmtilegt sam- spil orða og mynda. Umbrotið er líka sérlega „smart“ og frumlegt, líkt og í ann- arri ljóðabók Sindra, Harði kjarn- inn (njósnir um eigið líf), sem út kom 1999 og innihélt hörkugóð ljóð. Það fer oft vel á því að láta útlit og innihald styðja hvort ann- að í (ljóða)bókum, það gerir þær bæði eigulegri og eykur þær jafn- vel nýjum víddum. Í (M)orð(um) og myndum eru allmörg ljóð, stutt og snaggaraleg og flest í írónískum tóni. Fjallað er um dauðann frá ýmsum sjón- arhornum, ljóðið Rúmrusk lýsir t.d. angist og sorg þess sem eftir lifir (80), Frágangur fjallar um það þegar lík er búið til kistulagn- ingar (88–89)og Efnahvörf lýsa því sem gerist þegar líkið er brennt (84). Algeng fóbía eða martröð um kyrr- setningu er klædd í orð í kaldhæðnu ljóði sem ber heitið Fullkomið myrkur, fullkomin þögn og hefst svo: „Kassinn er um tveir metrar á lengd/ og hálfur metri á breidd/ frá botni til loks eru um fjörutíu sentímetrar …“ (63). Víða eru skírskotanir eða vís- anir í titlum ljóðanna sem auka við dýpt þeirra, t.d. í 100% bíla- láni: Gleraugun héluð Ísdropar í vikugömlu skegginu Varirnar fela ekki tannaglamrið Vill sofna í snjóskafli Í falsskjóli frá deyðandi höndum vindsins Afturljós jeppans depla rauð í skurðinum og breyta rúðumylsnunni í blóðdropa (41) Kaldhæðin kímni einkennir ljóðin öðru fremur. Margskonar tabú tengjast dauðanum í fortíð og nútíð en í ljóðunum er ráðist að þeim af miklum krafti. Sem dæmi mætti taka Halló! Heyrirðu í mér? Á hverju leiði er loftnet en símasambandið slæmt svona á milli tveggja heima eins og farsímarisarnir hafi ekki eygt þennan rotnandi markhóp og sorgmæddar raddirnar sem kalla yfir kirkjugarðinn Í augnablikinu er viðtakandi utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppétnar (48) Ljóð Sindra um dauðann í nú- tímanum eru hreinskilnisleg og hrá. Þau draga upp afar óljóð- ræna og raunsæja mynd af dauð- anum eins og myndin á bókarkáp- unni ber með sér. Ljóðin eru kjarnyrt og myndmálið er einfalt, beinskeytt og jarðbundið (sbr. „rúðumylsna“ og „rotnandi mark- hópur“). Viðfangsefni, sem marg- ur hefði tekið á með silkihönskum og hjúpað væmni og tilfinn- ingasemi, verður Sindra upp- spretta frumlegrar og skapandi orðanotkunar og óvæntra mynda. Hvergi dauður punktur … „Allar rásir uppétnar …“ BÆKUR Ljóð Eftir Sindra Freysson og Hákon Páls- son. 95 bls. JPV-útgáfa, 2006. (M)orð og myndir Sindri Freysson Steinunn Inga Óttarsdóttir Lykilatburðum er jafnan gefið mikið vægi í mannkynssögunni, rétt eins og í frásögn- um og sögum. Einstaklingsörlög eru þann- ig tvinnuð saman við almenn örlög; söguhetjan ræður eða er látin ráða gangi sögunnar/ Sögunnar. Hending hlýtur því að leika stórt hlutverk í mannkynssögunni og lítill at- burður (jafnvel vængja- sláttur fiðrildis?) getur leitt af sér gjörbreytta niðurstöðu eða ástand. Í Samsærinu gegn Banda- ríkjunum breytir höfund- urinn gangi sögunnar með því að hnika til einum kosn- ingaúrslitum í Bandaríkj- unum í upphafi seinni heim- styrjaldar, nánar tiltekið í forsetakosningunum í nóv- ember 1940. Þessar kosn- ingar vann frambjóðandi demókrata- flokksins með yfirburðum og Franklin Delano Roosevelt (FDR) varð því fyrsti Bandaríkjaforseti til að sitja þrjú tímabil á valdastóli. Roosevelt lýsti eins og kunnugt er stríði á hendur Þjóðverjum og öxulveld- unum og þátttaka Bandaríkjanna í seinni heimstyrjöld kom þar með í veg fyrir sigur nasista. En hvað ef … ? Hvað ef fulltrúi Repú- blikanaflokksins hefði unnið téðar kosn- ingar? Þar í flokki voru ýmsir hreint ekki fráhverfir röggsemi Hitlers; flokkurinn talaði í það minnsta gegn þátttöku í stríð- inu. Það má því velta því fyrir sér hvort sigur þeirra í kosningunum 1940 hefði breytt gangi stríðsins. Hefðu fasískar ein- ræðisstjórnir orðið ríkjandi stjórnarform í hinum vestræna heimi? Í stað FDR kemur Roth, forsetaefni Repúblikana, í Hvíta húsið. Þetta er eng- inn annar en Charles A. Lindbergh flug- kappi sem fyrstur flaug yfir Atlantshafið, frá New York til Parísar, á einþekjunni Spirit of St. Louis. Höfundur lætur s.s. Lindbergh mæta á hárréttri stundu á kosningafund Repúblikana í miðri fram- bjóðendakreppu; menn geta ekki komið sér saman um nokkurn frambjóðanda gegn FDR. Þá birtist Lindbergh, gengur inn salinn í fullum skrúða flugkappans og heillar fundinn (án þess að segja orð) gjör- samlega, frelsarinn kominn: „Lindy! Lindy! Lindy!“ Sagan í bókinni gerist fyrir rúmum 60 árum og er að mestu æskuminningar sögu- persónunnar Philips Roths en sá er meira en lítið skyldur höfundinum (þetta er ekki í fyrsta sinn sem Roth setur sjálfan sig eða nafna sína á svið í skáld- sögu). Sagan byggir á sann- sögulegum atburðum og raunverulegum persónum, þekktum sem minna þekkt- um. Eins og áður segir þá hnikar Roth til atburðum til annars konar veraldarsögu. Í stuttu máli: Lindbergh (sem í raun dáði Hitler, þáði orðu þriðja ríkisins og var þekktur gyðingahatari) verður forseti og Bandaríkin fara nærri því að verða fasistaríki og gyð- ingaofsóknir hefjast af full- um krafti. Samsærið gegn Bandaríkjunum er for- vitnileg saga sem greinir frá fordómum, einkum gegn gyðingum. Sagan býður upp á skemmtilegar vangaveltur um sögulega atburði. En hún er líka umsögn um stjórn- málalegt ástand í heiminum í dag og sér- staklega um ástandið í Bandaríkjunum. Þessa stundina situr þar við stjórn maður sem er ekki minni lýðskrumari en Lind- bergh í skáldsögunni, maður sem er hættulegur friði í heiminum og sem hefur þegar att fíflum á forað í Írak – kollegum sínum (t.d. forsætisráðherra Bretlands) og taglhnýtingum (t.d. f.v. forsætisráðherr- um Íslands). Philip Roth er með þekktari núlifandi rithöfunum í Bandaríkjunum. Hann er orðinn 73 ára gamall en lætur ekki deigan síga og gefur út býsna frjóar og skemmti- legar skáldsögur þessi árin. Hann hefur skrifað hátt í þrjátíu skáldsögur. Meðal þeirra þekktari má nefna American Pasto- ral, The Human Stain og The Dying Ani- mal en sú síðastnefnda kom út í íslenskri þýðingu 2003. Hvað ef … ? BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Philip Roth í þýðingu Helga Más Barðason- ar. Bókaútgáfan Hólar, 2006. 343 bls. Samsærið gegn Bandaríkjunum Philip Roth Geir Svansson Umskiptin (Die Verwandlung), nóvella eftir Franz Kafka (1883– 1924), telst til víðfrægustu bók- menntaverka heimsbyggð- arinnar. Sagan af sölumanninum samviskusama, Gregor Samsa, sem vaknaði „morgun einn af órólegum draumum“ og „hafði breyst í skelfilegt skorkvik- indi í rúmi sínu“ (31) hefur orðið bæði fræðimönn- um, skáldum og al- mennum lesendum innblástur og óþrjótandi brunnur pælinga um form- gerð, tákn og túlkun á hlutskipti mannsins í tilverunni. Nýlega setti leikhópurinn Vesturport verkið upp í Lundúnum undir heitinu „Metamorphosis“ við frábærar undirtektir. Á leikrit- inu var yfirbragð hefðbundins, borgaralegs stofudrama og sums staðar frjálslega farið með söguna og túlkun hennar – sem sýnir vel hversu sígild, opin og frjó hún er. Líkt og í sögunni var opnunarsenan í uppfærslunni sérlega áhrifamikil: Gregor sam- anhnipraður í rúmi sínu, lýsingin bjó til skuggamynd sem minnti á skordýr og áhorfendur tóku andköf af spennu og hryllingi. Umskiptin er magnað skáld- verk um einsemd, firringu, sjálfsvitund og vald. Og eins og í mörgum öðrum sögum Kafka er yrkisefnið líka sekt, að bera sök án þess að vita hvers vegna. Gregor Samsa var áður fyr- irvinna og fastaland fjölskyld- unnar en þegar hann er úr leik þurfa allir meðlimir fjölskyld- unnar að endurskoða stöðu sína (taka umskiptum). En hvað gerðist? Af hverju urðu um- skiptin? Er Gregor þræll vana og skyldu? Hefur mennska hans tapast í ómanneskjulegu þjóð- skipulagi? Er hann geðveikur? Hvort er verra, að vera mann- legt dýr eða dýrslegur maður? Sjaldan hefur tví- tog fantasíu og raunsæislegrar frásagnar verið út- fært á áhrifaríkari hátt en í Umskipt- unum og þessi íroníski frásagn- arháttur opnar fyr- ir óteljandi spurn- ingar og túlkunarleiðir. Lýsingarnar á lík- amlegu ástandi Gregors, fótatítl- unum sem kikna undir honum, erf- iðleikunum við að skríða áfram eða snúa höfðinu eru svo raunveru- legar og fjarstæðukenndar í senn að lesandinn veit ekki sitt rjúkandi ráð. Verk Kafka eru eins og margræður vefur eða spegill og sjálfur sagði hann að bókmenntir ættu að vera eins og ísöxi rekin á kaf í hausinn á les- andanum, aðeins þannig gætu þær opnað okkur nýja sýn á heiminn sem við lifum í. Það skuggalega er að ísaxir Kafka gefa okkur ekki aðeins nýja sýn heldur líka flóknari sýn á heim- inn, en enga einfalda niðurstöðu. Erlendis er algengt að þýð- ingar á helstu bókmenntaverk- um séu endurskoðaðar reglulega en hér á landi hefur það ekki verið vaninn. Það er helst Bibl- ían sem hefur verið þýdd oftar en einu sinni. Þýðingar eru hins vegar þess eðlis að þær þurfa að ganga í endurnýjun lífdaga og þess sér nú merki á Íslandi. Á dögunum kom út ný þýðing Wuthering Heights eftir E. Bronté og og nú Hamskiptin en Hannes Pétursson þýddi söguna með þessu nafni um 1960 (end- urskoðuð útgáfa 1983 er með öllu ófáanleg). Það væri fróðlegt að bera saman þýðingarnar; önnur er eftir myndvíst og snjallt ljóðskáld, hin eftir vand- virka fræðimenn sem reyna að komast sem næst frumtextanum og endurskapa merkingu hans og stíl. Útgáfa Umskiptanna í nýrri þýðingu er ekki bara tímabær og gleðileg heldur líka sérlega hagnýt. Frumtextinn er birtur samhliða svo hægt er að njóta bæði frummáls og þýðingar í senn og nýta bókina t.d. til náms í tungumálum og þýðingum eða þýðingafræði. Auk þess eru skýringar birtar neðanmáls. Í formála Gauta Kristmannssonar er þetta kallað „fjölmála útgáfa“ (5) og er óskandi að þessi háttur verði að venju framvegis hjá ís- lenskum bókaútgefendum. Loks fylgir bókarauki þar sem varpað er fram spurningum, athugunar- efnum og túlkunarleiðum auk þess sem talið er upp efni um og eftir Kafka á íslensku. Þýðendur útskýra á mjög sannfærandi hátt af hverju sag- an heitir ekki Hamskiptin eins og flestir lesendur þekkja hana frá fyrri tíð og hvernig „unge- heurer Ungeziefer“ verður að „skelfilegu skordýri“ í nýju þýð- ingunni (20–23). Hamskiptin eru skáldlegri og hljómfegurri titill en Umskiptin margræðari sem er mjög í anda Kafka. Í eldri þýðingunni er Gregor „bjalla“ en sú dýrategund er bara ekki nægilega ógnvekjandi og við- bjóðsleg. Feðgarnir fræknu, Ey- steinn og Ástráður, eiga heiður skilinn fyrir að færa okkur Kafka á frábærri íslensku og fyrir þá alúð og virðingu sem þeir hafa ávallt sýnt skáldinu og verkum þess. Skelfilegt skorkvikindi BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Franz Kafka. Íslensk þýðing: Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. 158 bls. Háskóla- útgáfan 2006. Umskiptin Franz Kafka Steinunn Inga Óttarsdóttir Íslendingum hefur orðið minnisstætt sjó- slysið mikla við Mýrar 16. september árið 1936. Þar fórst franska rann- sóknaskipið Pourquoi-Pas? og með því fjörutíu menn, en einn komst af við illan leik. Margt olli því að þessi atburð- ur festist fremur í minni manna en mörg önnur átak- anleg sjóslys, er hér höfðu orðið og kostað fjölda manns lífið. Pourquoi-Pas? Hafði oft komið hingað til lands og víða komið til hafnar. Það þótti einkar glæsilegt fley og marg- ir Íslendingar höfðu kynnst skipverjum og þá ekki síst foringjanum, Jean-Baptiste Charcot, sem allir vissu að var heimsþekktur vísindamaður og ekki síst kunnur fyrir rannsóknir sínar á heimskautasvæðunum. Pourquoi-Pas? Skipið lagði upp frá Reykja- vík áleiðis til Kaupmannahafnar laust eftir hádegi hinn 15. september 1936. Fyrst í stað gekk allt vel, en þegar skipið var komið vestur undir Garðskaga brast á ofsaveður. Skipstjórinn ákvað að hleypa undan og reyna að komast í var en skipið hrakti und- an veðrinu norður Faxaflóa, upp í skerja- garðinn út af Mýrum og fórst þar. Á þessu ári eru liðin sjötíu ár frá þessum hörmulega atburði og af því tilefni er þessi bók gefin út. Höfundur hennar, Serge Kahn, er forseti Hollvinasamtaka Charcots skipherra og Pourquoi-Pas? í Frakklandi og hefur um langt skeið unnið að rann- sóknum á ævi Charcots. Hann rekur hér ævisögu hans í rækilegu máli, lýsir mann- inum og lífsviðhorfi hans, segir frá rann- sóknarleiðöngrum hans til suður- og norð- urskautsins og lýsir hinni örlagaríku hinstu siglingu. Í viðaukum er að finna æviá- grip Charcots, skrár yfir skip hans og áhafnir, viðkomustaði víða um heim, búnað og vís- indastörf auk þess sem greint er frá tengslum Charcots við Franska landfræðifélagið. Í bókarlok eru nauðsynlegar skrár. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, rit- ar stutta inngangsgrein, þar sem hún rifjar upp bernsku- minningar tengdar slysinu á Mýrum og Anne-Marie Vallin- Charcot, dótturdóttir Char- cots, ritar inngang, en hún fæddist fáeinum vikum áður en afi hennar fórst. Þetta er einkar glæsileg bók, prýdd mikl- um fjölda mynda. Þær hafa margar mikið heimildagildi og sumar eru hreint listaverk. Texti bókarinnar er vel saminn og fróðlegur aflestrar og þýðing Friðriks Rafnssonar er ágætlega gerð. Þetta er bók sem óhætt er að mæla með við alla, sem áhuga hafa á sögu vísinda og rannsókna á heim- skautasvæðunum. Glæsilegt minningarrit BÆKUR Ævisaga Eftir Serge Kahn. Formáli eftir Anne-Marie Vall- in-Charcot. Friðrik Rafnsson þýddi. Útgefandi: JPV útgáfa, Reykjavík 2006, 192 bls., myndir og kort. Jean-Baptiste Charcot. Heimskautafari, land- könnuður, læknir Jean-Baptiste Charcot Jón Þ. Þór

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.