Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 15 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Þ að er yfirþyrmandi forneskju- kennd sem fylgir því að geta sagst vera af síðustu kynslóð fyrir sjónvarp. Heimurinn hefur breyst, sem betur fer til betri vegar að flestu leyti, en þó er margs að sakna. Það var á dög- um hádegisverðar heima, síðasta lags fyrir fréttir, vinstri umferðar, hagkaupssloppa, möl- kúlna og popplínkápa, að enn eimdi eftir af gamla Íslandi í mínu lífi; því sem mér finnst í endurminningunni vera hnausþykkur hraukur af mold, heiður sumarhiminn, spóavellingur í móa, vetrarmyrkur, sauðalitir, skíma af skari og kveðskapur. Fólkið er líka í þessari mynd; afar og ömmur, frændfólk, venslafólk, ungt fólk og gamalt fólk, og tími, jafn langur vetr- armyrkrinu. Ég er ekki að spá í að skrifa sjálfa mig aftur á þarsíðustu öld, en ég er þakklát fyrir að hafa kynnst fólki sem náði í skottið á henni og hafði nennu og sinnu á að opinbera mér menningu hennar í hversdagslegum samskiptum sínum við mig. Á árunum fyrir sjónvarp var gott að alast upp. Það besta var að eiga alltaf greiðan að- gang að fólki. Það skipti engu máli þótt þetta fólk væri orðið roskið, það hafði alltént tíma. Oft var tímanum varið í að spila á spil og á meðan verið var að þrefa um hvort taka ætti marías eða manna, eða hvort manninn ætti að vera hornfirskur eða venjulegur var einhver sem kaus heldur að fara með sniðuga vísu eða stöku, bara si svona til að létta lundina og vera manns gaman. Það var ekki síður upplifun að fara langar rútuferðir um landið, og jafnvel í fyrstu einka- bílsferðina – syngjandi að sjálfsögðu nýjar vís- ur og gamlar.     Því er ég að rifja þetta upp, og baða mig blauta í nostalgíunni, að nýútkomin bók blés í glæður fortíðarþrárinnar. Einu sinni átti ég gott heitir þessi bók og er gefin út af Smekk- leysu í samvinnu við Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Umsjónarmaður með útgáfunni er Rósa Þorsteinsdóttir en henni til aðstoðar við efnisvalið var Katla Kjartansdóttir. Nú er ykkur sjálfsagt farið að renna í grun hvers konar bók hér um er að ræða; jú, þetta er safn kvæða og vísna sem venjan var að fara með fyrir börn, að því er segir í formála Rósu. Það sem gerir bókina einstaka, er að henni fylgja tveir geisladiskar; afrit af upptökum safnsins. Fjársjóður, gullaskrín, kistill fullur af gömlum perlum, sem nú bíða þess að verða pússaðar af nýjum kynslóðum Íslendinga. Við skulum grípa nánar niður í formála Rósu: „Efnið sem hér er gefið út á bók og tveimur geisladiskum er varðveitt á segulböndum í þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Margnússonar og er flutt af fólki alls staðar að af landinu. Upptökurnar eru flestar gerðar á 7. áratug síðustu aldar með fólki, konum og körlum, sem fædd eru á fyrstu áratugum 20. aldar eða seint á 19. öld. Öll hafa þau lært það sem þau fara með af foreldrum sínum eða öðru fólki af þeirra kynslóð eða af næstu kynslóð þar á und- an. Efnisvalið hefur miðast við að sýna sem fjölbreyttasta mynd af því barnaefni sem finnst í safninu.“ Mér hlýnar um hjartað að rekast á eina og eina vísu í bók Rósu sem ég kannast við. Nú er auðvelt að rifja upp því kveðskapurinn er sprelllifandi á plötunum tveimur. Hitt er hins vegar ærið verkefni að hlusta á allt heila safnið sem þarna er, skoða vísurnar með í bókinni, kjamsa á fortíðinni í skrýtnum orðum, fyndnu rími, gælum og þulum. Er þessi ekki skemmti- leg? Á ég að segja þér söguna af kónginum Gulífer? Sem réði fyrir borginni Metórum og Temprum. Drottning hans hét Þeysiblaðra Hellenaðra Hérótaðra. Dóttirin hét Dettiklessa Hellenessa Hérótessa. Sonurinn hét Runtus og Struntus og Herragullið Fruntus. Svo reru þau fyrir nesið það stranga og þá er úti sagan sú langa. Þetta Sögugabb, en svo heitir vísan, sýnir svolitla forvitni um sögu og fólk í fjarlægum heimshlutum. Sögusviðið er augljóslega Grikkland og botn Miðjarðarhafsins ef ráða má eitthvað í nöfnin, en vísusmiðurinn hefur ekki getað setið á sér að leika sér með nöfnin skringilegu, snúa þeim upp í kjánafyndni til að njóta þeirra enn betur. Tungan er leikur, hrynjandi málsins skapar skemmtilegheit sem einhvern tíma hafa glatt sálir einhverra, og munu gera áfram. Margar vísur af þessum toga eru í safninu. Gælur og bænir eru þarna líka, eins og þessi fábrotna staka sem þó segir svo margt: Drottinn blessi Dodda minn drenginn mömmu fríða, fylgi honum farsældin fram til elli tíða. Þulurnar skipa líka veglegan sess í Rósu- bókinni, eins og ég ætla að kalla hanna. Óskap- lega fannst mér gaman að Leppalúðakvæðinu langa, sem er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir. Inn í það tvinnast minning mín af gömlu Grýlukvæði, og kannski Ókindarkvæðinu óg- urlega; það ber af sér keim af Gilsbakkaþulu með heimilislegum veitingum, það er íklæmið, því lýsingar Leppalúða á því er hún biður presta og préláta um börn má skilja á tvennan veg, og sjálfsagt hafa foreldrar sem kváðu þetta fyrir börnin sín á sinni tíð haft lúmskt gaman af. Við skulum grípa niður í það: Karlæga kerlingu kannastu við það er hún Grýla með gráloðinn kvið. Það er hún Grýla sem grá er eins og örn. Hún hefur farið víða að fala sér börn. Hún hefur farið norður og fundið hann séra Gvönd. Upp bar hún fyrir honum efni sín vönd. Upp bar hún fyrir honum bónorð um barn en ekki var klerkurinn gustukagjarn. Ég er ekki frá því að þetta kvæði sé náskylt kvæðinu um Dúðadurt, sem Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason gerðu eftirminnilegt í þjóðlagareisu sinni á Listahátíð fyrir nokkrum árum. Þar kem ég einmitt að næsta máli á dag- skrá, og það er gott mál. Á síðustu árum hefur verið mikil vakning til vitundar um verðmæti þau sem felast í menn- ingu okkar, talaðri, kveðinni, sunginni á fyrri öldum. Raddir þjóðar, safnið sem Andri Snær Magnason tók saman úr sjóðum Árnastofn- unar var fyrsta varðan sem vakti eftirtekt, og að sjálfsögðu samstarf Steindórs Andersens kvæðamanns við Hilmar Örn Hilmarsson tón- skáld og hljómsveitina Sigur Rós. Arfleifðin sem hafði svo lengi legið stillt og prúð og beðið síns vitjunartíma var þar með að vakna til lífs öðru sinni. Þegar Iðunnarsafnið kom út fyrir nokkrum árum, var öðrum stórum áfanga náð. Það var afrek að koma því svo fallega í hendur þjóðarinnar á nýjan leik. Það væri auðvitað ekkert að marka slíka grósku ef ekki væri fyrir það, að þetta gerist fyrst og fremst vegna þess að vilji er fyrir hendi til að taka upp þráðinn og rækta þennan svörð að nýju. Ég nefndi Sigurð Flosason og Pétur Grétarsson og spunaverk- efnið þeirra. Í Rósubók eru líka vísur sem hafa orðið tónskáldum efni til tónsmíða og útsetn- inga. Ég nefni bara vísuna Einn guð í hæðinni, sem Þorkell Sigurbjörnsson hefur gefið nýtt líf í tónlist sinni. Þegar unginn minn var lítill var hann á leik- skólanum Ásborg við Langholtsveg. Það er enn um það talað þegar krakkinn kom heim fjögurra ára kyrjandi Bokkavísur í erinda- fjölda sem virtist aldrei ætla að taka enda. Ömmu og afa þóttu það undur og stórmerki að þetta lærðu börn svona vel í leikskóla. Ég er ekki viss um að mér þætti það neitt merkilegt í dag, því þetta er eiginlega ekki lengur spurn- ing um að einhverjir hafi áhuga á að „halda lífi í“ gömlum góðum verðmætum. Þau standa keik og lifa, það sýna dæmin, og það er svo notaleg tilhugsun að hafa þá fortíðarveislu í farangrinum sínum.     Það sem skiptir máli er að efni sem lúrir í geymslum og söfnum, kössum og kirnum, fái að líta dagsljósið, þannig að það nái að draga andann á nýjan leik. Ég er sannfærð um að það mun eiga góða „aðra“ ævi. Þess vegna er það svo þakkarvert að sjá bók sem þessa verða til, hlaðna efni til að byggja á, spinna úr og leika með á ásborgum og listahátíðum komandi ára. Vísurnar kalla á fólk. Þær kalla á fólk að lesa sig og læra sig og kveða sig, þær kalla á fólk að hittast til að spila saman, semja saman, kveðast á, halda sköpunarferlinu áfram sem áður varðveittist í munnlegri geymd. Heimurinn hefur breyst, Doddi er sofnaður svefninum langa eftir farsæla ævi, en fær hér einstakt tækifæri til upprisu. Það er á færi okkar allra að gæða hann lífi á nýjan leik. Kvæðagott Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um og útgáfufyrirtækið Smekkleysa hafa gefið út einstakt safn laga á bók og geisla- diskum. Safnið heitir Einu sinni átti ég gott, og í því er að finna íslenskan kveðskap ætl- aðan börnum, hljóðritaðan á 7. áratug síðustu aldar af vörum fólks sem fæddist um þarsíð- ustu aldamót. Rósa Þorsteinsdóttir á Árna- stofnun er umsjónarmaður útgáfunnar. Grýla „Hún hefur farið norður og fundið hann séra Gvönd. Upp bar hún fyrir honum efni sín vönd,“ segir í Leppalúðakvæði. Myndskreytingar í bókinni eru eftir Halldór Baldursson. ÞAÐ er hæpið að kalla þær sjö bækur sem nú eru út komnar um Kvenspæjarastofuna eftir Alexander McCall Smith venjulegar glæpa-/ spennusögur eins og þær virðast við fyrstu sýn. Þær eru ekki dæmigerðar formúlusögur með ofbeldi, morði eða stórglæp, tæknilegri rannsókn og spennandi eltingarleik heldur segir sagan frá tveimur konum sem fást við að leysa ráðgátur sem oftar en ekki eru hvers- dagslegar og leysast jafnvel af sjálfum sér. En það sem einkennir Kvenspæjarastofubækurn- ar eru litríkar persónulýsingar, skemmtileg samfélagsgreining og kynni af sérstæðum menningarheimi Afríku. Bæk- urnar um Fandorín eftir Boris Akúnín sem gerast í Rússlandi á síðari hluta nítjándu aldar eru á svipuðum nótum að mörgu leyti. Bækur af þessu tagi gerast í framandi umhverfi eða tíma, hafa á sér ævintýralegan blæ og hafa öðlast miklar vinsældir les- enda á síðustu árum. Þær slá á aðra strengi en glæpasögur sem taka á nútímasamfélagsvanda í anda norrænnar sakamála- bókmenntahefðar og fjalla um innflytjendur í blokk í Breiðholti, morð á Kárahnjúkum, eiturlyf eða fjármálamisferli. Það er ekki þar með sagt að þessar ævintýraglæpaspennusögur forðist að taka á vandamálum eða flýi raunveruleikann, þær snúast einmitt um mannúð, sam- kennd og vandann að lifa í sam- félagi við aðra. Mikill húmor og hlýja ein- kenna bækurnar um Kven- spæjarastofuna. Það er ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um Mma Ramotswe, sem er „hefðbundin í vexti“ og strangheiðarleg, samstarfskonu hennar, Mma Makutsi, sem nú hefur efni á að kaupa sér annað par af skóm og státar af frábærri vélritunarkunnáttu, og hinn við- kunnanlega Hr. J.L.B. Mate- koni, sem er nýbakaður eigin- maður Mma Ramotswe og stöndugur eigandi bílaverk- stæðis. Í bókinni ber til ýmissa tíðinda, t.d. skellir Mma Makutsi sér í danskennslu með af- drifaríkum afleiðingum og góðkunningi Mma Ramotswe úr fortíðinni skýtur upp kollinum og ógnar tilveru hennar. Hvíta sendiferða- bílnum hennar er stolið og upp kemst um leynivínsölu í bænum. En þrátt fyrir ýmsar uppákomur heldur lífið heldur áfram sinn vanagang á sólbökuðum götum Gaborone í Botsvana og viðskiptin blómstra hjá Kven- spæjarastofunni. Það jafnast næstum á við að svamla í Bláa lóninu eða fá gott nudd að glugga í bækurnar um Kvenspæjarastofu númer eitt. Hægur og friðsamur stíll, yfirveguð speki um gömul gildi og rólegur lífstaktur síast inn með rauðrunna- teinu sem aðalpersónan, Mma Ramotswe, sötrar þegar hún þarf að hvíla sig á dular- fullum málum. Virkilega notaleg lesning í skammdeginu. Rauðrunnate í ró og spekt Steinunn Inga Óttarsdóttir BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Alexander McCall Smith. Helga Soffía Einars- dóttir þýddi. Mál og menning, 2006. Félagsskapur kátra kvenna Alexander McCall Smith

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.