Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Guðna Kolbeinsson
gkolb@simnet.is
B
ækurnar um drekariddaranum
Eragon eru geysivinsælar og
seljast í bílförmum víða um
heim. Sagan er ævintýri sem
gerist í ímynduðum heimi á
miðöldum. Hún fjallar um ung-
an dreng sem tengist dreka órjúfandi böndum,
verður drekariddari, og tekst á hendur að berj-
ast gegn illum kóngi sem stjórnar landinu.
Höfundurinn viðurkennir fúslega að hann
skrifi undir miklum áhrifum frá Hringadrótt-
inssögu Tolkiens og harðsoðnir menningar-
vitar, sem setja upp skeifu yfir öllu sem okkur
almúgamönnum finnst skemmtilegt, benda á
að í sögu hans sé fátt eða ekkert frumlegt. En
hvað veldur þá þessum miklu vinsældum?
Hvers vegna biðu jafnt börn innan við tíu ára
aldur og rígfullorðið menntafólk spennt eftir
Öldungnum, annarri bókinni af þremur um
Eragon hinn unga?
Höfundurinn
Höfundur bókanna um Eragon er Bandaríkja-
maðurinn Christopher Paolini. Hann er alinn
upp í Paradise Valley í Montana, ekki langt frá
Yellowstone-þjóðgarðinum, í stórbrotnu lands-
lagi sem hefur án efa örvað ímyndunaraflið.
Hann á eina systur, Angelu, sem á nöfnu í bók-
um bróðurins, býsna öfluga og margslungna
galdranorn. Móðir þeirra systkina er fyrrver-
andi kennari og gott ef ekki barnabókahöfund-
ur líka. Hún kenndi börnunum heima með
þeim árangri að Christopher kláraði High
school þremur árum yngri en algengast er, eða
þegar hann var fimmtán ára. Hann hafði lengi
verið mikill bókaormur og ýmiss konar æv-
intýrabækur fylltu allar hillur í herbergi hans.
Hvað hrifnastur var hann af Hringadróttins-
sögu.
Þegar menntaskólanáminu var lokið ákvað
ungi maðurinn að gera hlé á skólagöngu að
sinni til að skrifa þriggja binda verk um piltinn
Eragon, sem er einmitt fimmtán ára þegar
verkið hefst, jafnaldri höfundar síns. Christo-
pher byrjaði á því að setja saman beinagrind
að öllu verkinu. Svo skrifaði hann uppkast að
fyrsta bindinu. Þessi vinna öll tók um ár. Þá
komst hann að því að hann kunni ekki nóg í
ensku máli og stíl – settist því niður og lærði
málfræði, setningafræði og stílfræði af kappi.
Hann hefur reyndar sagt síðan að það hefði
verið réttari röð fyrir sig og sparað mikla vinnu
að ná sæmilegum tökum á þessum grundvall-
aratriðum áður en hann byrjaði á verkinu. Svo
fór hann að hreinskrifa; það tók rúmt ár líka
svo að hann var orðinn fullra 18 ára þegar
fyrsta bindið af þremur kom út, árið 2003. Ann-
að bindið kom svo út tveimur árum síðar.
Fyrstu bókinni var mjög vel tekið og hún sat
á metsölulista New York Times í tæp tvö ár.
Hollywoodmógúlarnir voru fljótir að taka við
sér og þessi fyrsti hluti þríleiksins hefur nú
verið kvikmyndaður. Önnur bókin, Öldungur-
inn, nýtur einnig mikilla vinsælda, bæði hér á
landi og erlendis.
Mennskir menn og furðuverur
Margs konar verur eru á sveimi í sögunni. Þar
eru vitaskuld mennskir menn en einnig álfar
og dvergar. Í þessum heimi eru auðvitað líka
þursar. Þeir eru nefndir Úrgalar, eru allt að
átta fet á hæð og með tvö snúin horn í enni. Þá
eru ótaldir Rasakkar, Skuggar og drekar.
Rasakkar eru furðuverur og flest á huldu um
uppruna þeirra framan af sögu. Þeir eru svart-
klæddir, undrasnarir í snúningum, sterkir og
háskalegir. Í miðju andliti hafa þeir hvassan
gogg og með honum geta þeir höggvið and-
stæðinga sína. Skrokkur þeirra er hulinn eins
konar skurn, harðri viðkomu. Skuggar eru
andsetnir seiðskrattar, rauðhærðir og rauð-
eygir, og illska þeirra virðist nánast takmarka-
laus. Drekar eru orðnir mjög fátíðir við upphaf
sögu og þeir fáu sem enn eru til tengjast allir
riddurum sínum sterkum böndum. Áður fyrr
voru drekar fjölmargir, bæði villtir og tengdir
riddurum. Drekarnir eru vitaskuld mikil
óargadýr og grimmir, en jafnframt spakvitrir
og búa að auki yfir töfrum. Sé drekariddarinn
góðmenni getur hann notað dreka sinn til
góðra verka. Og það gerðu drekariddarar á
löngu liðinni gullöld.
Sögusviðið og öflin sem takast á
Sagan gerist á allstóru meginlandi. Ríkið Ala-
gesía nær yfir meginhluta þess. Í norðaust-
urhluta landsins elst Eragon upp, hjá móður-
bróður sínum og Roran syni hans, á sveitabæ
skammt frá þorpinu Carvahall. Konungur
Alagesíu er hinn illi Galbatorix. Hann var
drekariddari á gullöldinni. Dreki hans var
drepinn og eftir það breyttist Galbatorix í hinn
versta níðing sem fékk nokkra félaga sína í lið
með sér til að tortíma hinum göfugu úr hópi
drekariddaranna. Með svartagaldri tókst hon-
um að tengjast öðrum dreka og varð loks eini
drekariddarinn sem eftir var. Þannig er að
minnsta kosti sagan sem Brom, sagnaþulur í
Carvahall, segir Eragon og öðrum tilheyr-
endum sínum. Útgáfa Galbatorix er önnur:
Drekariddararnir voru orðnir værukærir og
sinntu ekki skyldum sínum. Nauðsynlegt var
að steypa þeim af stóli og sameina ríkið undir
einvaldsstjórn sterks leiðtoga.
En fleiri en Brom telja konung illan og vilja
rísa gegn honum. Þar er fyrst að nefna álfa.
Þeir kunna meira í töfrum en flestir eða allir
aðrir – og eru svarnir óvinir Galbatorix, sem
hugsanlega er ofjarl þeirra í galdrakúnstum. Í
öndverðu háðu álfar mikla orrustu við her kon-
ungs og töpuðu. Síðan hafa þeir dvalist í gríð-
armiklum skógi, Du Weldenvarden, í norður-
og norðausturhluta Alagesíu. Skógurinn er
varinn með töfrum svo að enginn kemst þang-
að inn nema með samþykki álfanna.
Um miðbik landsins er víðáttumikil sand-
auðn, Hadarak-eyðimörkin. Fyrir sunnan hana
eru Bjarnarfjöll, feiknahá og torfær fjöll.
Dvergar flýðu undan ofsóknum Galbatorix og
tóku sér bólfestu í Bjarnarfjöllum. Þar eiga
þeir glæstar borgir, ofan jarðar og neðan. Í
Bjarnarfjöllum er líka að finna Verðina, en þeir
eru uppreisnarmenn sem berjast gegn Gal-
batorix, ljóst og leynt. Verðirnir búa í Bjarn-
arfjöllum í skjóli dverga, sem hatast engu
minna við konunginn en þeir.
Vestan Bjarnarfjalla, við suðurströndina, er
ríkið Súrda sem er óháð konungi Alagesíu.
Súrdabúar styðja Verðina í laumi en treysta
sér ekki að rísa opinberlega gegn Galbatorix.
Konungur Alagesíu reynir sífellt að treysta
tök sín og hefur í þjónustu sinni Rasakka tvo
og Skuggann Durza. Rasakkarnir reka ýmis
erindi konungs víða um ríkið og eru undrafljót-
ir í förum. Skugginn ræður yfir miklum töfra-
mætti og í upphafi sögu handtekur hann álfa-
meyna Örju og hyggst pína hana til sagna um
hvað hafi orðið af drekaeggi sem hún hafði í
fórum sínum.
Úrgalar fara vítt um landið og eyða á stund-
um heilu þorpunum. Um síðir kemur í ljós að
þeir þjóna Durza sem hefur náð valdi yfir þeim
með fjölkynngi.
Þroskasaga
Saga Eragons fjallar um baráttu góðs og ills,
sígilt umfjöllunarefni ævintýra. En fyrst og
fremst er hún þó þroskasaga ungs pilts og
hvernig hann lærir smám saman að meta gildi
á borð við þekkingu og visku, umburðarlyndi
og samkennd. Framan af sögu hugsar hann
einungis um að verða nógu vígfimur og slyngur
töframaður til að geta strádrepið vondu karl-
ana. En lærimeistarar hans tveir, hvor á eftir
öðrum, sýna honum fram á að hann verður
ekki meiri maður fyrir þess háttar afrek. Svo
er heldur ekki alltaf einsýnt hverjir eru góðu
karlarnir og hverjir þeir vondu. Til dæmis
neyðast menn stundum til að vinna illvirki í
Heimur Eragons
Eragon virðist vera að slá í gegn þessa dag-
ana, bæði skáldsagan, sem hefur komið út í
tveimur bindum, og kvikmyndin. En hvað
veldur þessum vinsældum? Bækurnar eru
meira en sex hundruð síður og reyna því á
lestrarþol ungra lesenda en það virðist ekki
fæla þá frá frekar en óheyrilegur blaðsíðu-
fjöldi í öðrum sllíkum bókum eins og Hringa-
dróttinssögu og Harry Potter.
»Einn stærsti kostur sögunnar er að Eragon er ekki
ofurhetja. Hann tapar stundum; þegar hann vinnur
stóra sigra er það oftar en ekki af því að hann fær hjálp.
Honum líður iðulega illa. Hann hefur ekki góð tök á til-
finningum sínum, er svolítið óhaminn og villtur.
Upp á gamla mátann „Christopher Paolini kann að segja sögu upp á gamla mátann. Hann gefur sér nægan tíma (þykkt bókanna segir allt sem segja þarf um það). Honum tekst að halda athygli
lesandans fanginni. Hann er orðmargur og orðhagur og líka alls ósmeykur við að eyða miklu púðri og mörgum línum í lýsingar á aðstæðum.“ Edward Speleers leikur aðalhlutverkið í Eragon.