Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók | bækur AFI ullarsokkur ætlar að festa sig í sessi sem þekkt persóna í íslenskum barnasögum því sagan Ferðin yfir fljótið er fjórða bókin um þennan merka mann. Áður hafa komið út Afi ullarsokkur, Stelpan í stóra húsinu og Fríða frænka. Sög- urnar af afa gamla geyma einnig þroska- sögu pilts er Bjarni heitir, og er kallaður Baddi, sem reyndar er sögumaðurinn í bæj- arfélaginu sem sagan gerist í. Sögurnar eiga það sammerkt að vera skemmtilegar, upp- byggilegar og vekja spurningar. Baddi er íbygginn og athugull drengur á níunda ári sem hefur margt til málanna að leggja. Að spyrja heimspekilegra spurninga er að spyrja eins og barn. Baddi spyr afa: „Hvað er fegurð?“ Og afinn svarar: „Fegurð er svo einstaklings- bundin, að það sem einum þykir fal- legt, þykir öðrum kannski ljótt. Þeg- ar um fagurt útlit er að ræða, þá er það einskis virði ef innrætið er ekki fallegt.“ (12). Síðan horfa þeir saman á tísku- sýningu og fegurðarsamkeppni þar sem sigurvegarinn er: Silja Sjöberg, dóttir Sjöbergs apótekara, sem for- maður dómnefndarinnar starfaði hjá. Sigurlaunin eru ýmiss konar dót úr apótekinu. Sjöberg borgaði einn- ig veitingarnar. Baddi sér í gegnum þessa „tilviljun“ og getur bætt við að fegurðin sé tengd hagsmunum. Ef til vill vekur það hugrenningatengsl um að náttúrufegurð Íslands sé einnig tengd hagsmunum? Kristján þó! Margt ber á góma í bókinni, t.a.m. Guð, og lögð er fram sígild þver- stæða: „Ef Guð er almáttugur, getur hann þá skapað svo þungan stein, að hann geti ekki lyft honum?“ (29). Þessa þraut er auðvitað ekki hægt að leysa enda bítur hún í skottið á sjálfri sér. Svarið er auðvitað hvorki né. Eftir dauðaslys í sögunni spyr Baddi afa sinn: „Er Guð til?“ (47). Þannig heldur Baddi áfram að kanna þessa undarlegu veröld. Hann spyr spurninga sem ekki er auðvelt að svara, t.d.: „Gat það verið að einhver maður ætti meira í eiginkon- unni en hún sjálf?“ (67). Guð er fjarlægur í sögunni en þó títt- nefndur. „Stundum kemur Guð til mann- anna, stundum fara þeir til hans,“ segir Baddi en drengurinn sem missti pabba sinn spyr á móti: „En af hverju tekur hann frá manni pappann manns?“ Og aftur er spurt: Er Guð til? (101). Segja má að í bókinni sé tekist á við hefðbundnar barnaspurningar um tilvist Guðs. Frú Lóa segir að kannski sé þetta allt spurning um til- gang: „Kannski erum við hér til að gera öðrum gott,“ segir hún spek- ingslega (104). Ferðin yfir fljótið er þungamiðjan í bókinni og sögumaðurinn minnist hennar í endurliti undir bókarlok og segir m.a.: „Hetjurnar í lífi okkar þurfa ekki endilega að vera ríkar eða valdamiklar til að lifa í huga okkar í eilífri fegurð.“ (168). Óþarfi er að teygja lopann hér um Afa ullarsokk, því víst er að Kristján Hreinsson er ágætur barnabókahöf- undur og Ágúst Bjarnason bætir við textann með myndum sínum. Flott- asta myndin er á bls. 155 og lýsir hún sundtíma hjá Jóni Sæmunds- syni sem spurði börnin hvort þau vildu synda. Hervör baðvörður garg- ar hins vegar eins og brjálæðingur öllum stundum og heimtar að þau noti sápu í sturtunni. Haglega vafinn söguþráður BÆKUR Barnabók Eftir Kristján Hreinsson. Myndir: Ágúst Bjarnason. Skjaldborg, 2005, 169 bls. Afi ullarsokkur – Ferðin yfir fljótið Gunnar Hersveinn Kristján Hreinsson Í ÞESSU verki setur Steingrímur J. Sigfússon fram sjónarmið sín í heildstæðu verki. Það er allt of sjaldgæft að íslenskir stjórnmála- menn gefi frá sér rit af þessu tagi og stundum er eins og menn reyni að segja sem minnst, til að vera ekki „hank- aðir“ síðar meir. Stein- grímur býður hér upp á umfjöllun um mikil- vægustu málefni sam- tímans sem kalla á lengri og ítarlegri um- fjöllun en þingræður, viðtöl eða kastljós- þættir bjóða upp á. Steingrímur til- heyrir þeim flokki sem telst lengst til vinstri í íslenskum stjórn- málum en líklega er sú skilgreining úrelt. Margt í málflutningi hans stendur nálægt skoðunum þeirra sjálf- stæðismanna sem ekki teljast bein- línis frjálshyggjumenn. Talið er að fleiri sjálfstæðismenn hafi verið andvígir Kárahnjúkavirkjun en samanlagðir kjósendur vinstri grænna. Um 60% þjóðarinnar voru andvíg sölu símans eins og Vinstri grænir á sínum tíma og báðir flokk- ar tortryggja Evrópusambandið af sömu ástæðu og Steingrímur nefnir í bók sinni, vegna miðstýringar og ólýðræðislegra stjórnarhátta. Það má segja að öll orðræða vinstri manna hafi mátt þola tals- verða ágjöf á síðustu áratugum, á sama tíma og frjálshyggjunni og orðræðu hennar hefur vaxið ásmeg- in, ekki aðeins sem pólitískt vald heldur einnig í viðskiptalífi með akademískt bakland í hagfræðinni. Frjálshyggjan hefur átt stemning- una, stóru ungliðahreyfingarnar, peningana og verðbréfamarkaðinn, „frelsi“, skattalækkanir, einstakl- inginn og útrásina, meira að segja fótboltaliðin, á meðan vinstri hug- sjónir hafa dragnast með ímynd gamalla ríkisfyrirtækja, sveltra sjúkrastofnana, tryggingakerfa, skattahækkana og ásakana um ríkisforsjá. Hægri menn hafa átt sína postula í Hayek og Friedman og ungir drengir hafa sökkt sér of- an í kverin á meðan vinstri hreyf- ingin hefur ekki átt slíkt bakland um langa hríð. Það má segja að tímarnir neyði stjórnmálamenn eins og Steingrím til að takast á við skapandi endur- nýjun í orðræðu sinni og nálgun við samfélagið, stjórnmálin og hug- sjónir sínar. Það er ekki síst þessi stað- reynd sem gerir bók Steingríms spennandi og áhugaverða. Það má segja að í heildina sé bókin varnarrit fyrir nor- ræna módelið, nor- ræna velferðarsam- félagið. Röksemd Steingríms er á þá leið að norræna velferðar- samfélagið hafi skapað einhver bestu lífskjör í heimi vegna þess að tiltölulega háir skatt- ar, mikill jöfnuður og öflug opinber þjónusta hafi skapað jarðveg fyrir öflugt atvinnulíf og framsækin fyrirtæki, þvert á hrakspár margra hagfræðinga. Síðustu misseri virð- ist aukinn þróttur hafa færst í þessa röksemdafærslu Steingríms, hún fer saman við grein sem Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði í Economist þar sem hann færði rök fyrir þessu módeli. Stefán Ólafsson prófessor og Jón Ormur Halldórsson hafa talað á sömu leið og líklega hefur þarna orðið ákveðin orðræðubreyting sem gæti orðið ein af stóru röksemdafærslunum í næstu kosningum, af hverju eða hvernig Ísland færist fjær hinu nor- ræna módeli og hvaða teikn eru á lofti. Það er ekkert ólíklegt að bókin sé merki um ákveðin vatnaskil í pólitískri orðræðu hvað þetta snert- ir. Steingrímur tekur dæmi um vax- andi stéttaskiptingu í landinu og ójöfnuð og þaðan er titillinn sprott- inn: Þjóðin stendur á tímamótum og næstu ár munu ráða úrslitum um hvort Ísland muni yfirleitt tilheyra samfélagsgerð Norðurlandanna eða færast í átt til þess sem hefur gerst í Bandaríkjunum, þar sem ákveðnir hópar hafa sokkið til botns með fé- lagslegum vandamálum og tilheyr- andi lækkun meðalaldurs og aukn- um barnadauða. Við öll er ákall um aukinn jöfnuð í samfélaginu, jafn- rétti kynjanna, náttúruvernd, virkj- un hugvitsins og ekki síst hvatning um eflingu lýðræðis og lýðræðis- legrar umræðu á Íslandi. Steingrímur andæfir stóriðju- stefnunni. Trúboðar stóriðjunnar leggja fram svimandi háar tölur um „gjaldeyristekjur“ stóriðju en þegar aðrir liðir eru teknir inn í myndina kemur í ljós að hin raunverulegu þjóðhagslegu áhrif af álveri í rekstri eru lítil. Hann ræðir síðan hvernig Ísland stefnir hraðbyri að því að verða ein stærsta álbræðsla í heimi. Það sem bókin skilur kannski eft- ir sig er spurningin um hvað öðrum stjórnmálamönnum finnst um öll þessi mál. Hvers vegna vilja Geir eða Þorgerður Katrín að Ísland verði ein stærsta álbræðsla í heimi? Vilja menn þetta í raun og veru eða byggist ákvörðunin á því að menn „trúðu þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma?“ Það væri fengur að því að sjá rökstuðning fyrir þessu. Helsti galli bókarinnar er kannski sá að ekki er notast við beinar heimildir til að naglfesta rökstuðninginn og gefa fólki færi á að kafa dýpra. Málefnin sem eru til umfjöllunar eru mörg hver föst í fari pólitískrar kappræðu. Einn segir að fátækt hafi aukist, annar segir að kaupmáttur hafi aukist um 60%. Einn segir að ójöfnuður hafi aukist, annar segir að fleiri séu rík- ari og færri fátækir. Allt er þetta mælanlegt og samanberanlegt við fyrri ár og einhver hlýtur að geta fundið þetta út svart á hvítu. Ragn- ar Helgi Ólafsson sér um umbrotið, hann er einn besti kápuhönnuður landsins og hefði gjarnan mátt raða upp forsíðunni sem er nokkuð sjálfsútgáfuleg. Hún er reyndar hógvær í anda Steingríms og laus við „auglýsingamennsku“ en þungavigtarefni hefði mátt við vold- ugri framsetningu. Skapandi endurnýjun BÆKUR Greinasafn Eftir Steingrím J. Sigfússon, Salka, 2006. Við öll. Íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum Andri Snær Magnason Steingrímur J. Sigfússon ,,Hark! The Herald Angels sing? Sálmur: Charles Wesley. Lag: Felix Mendelssohn Heyr! Lofsöng engla? um hann kominn hér nýfædda konunginn. Sáttargjörð með Guðs og manns gjöfin stærst er náðin Hans. Ljósið milda lýsir nú lifandi sem kristin trú. Boðskapur sá birtist hér bróðir Jesús fæddur er. Hetja friðar! Heill sé þér! Hingað komst sem betur fer. Læknir meina, líkna þú lækna sjúkan, – biðjum nú. Hátign komstu himni frá. hér svo eilífð mættum ná. Sanniðrandi? er syndarinn sæll með allan kærleik þinn. (Í lauslegri þýðingu) Pétur Sigurgeirsson biskup Gleðileg jól! Höfundur er biskup. Gekk fram á hana á grýttri strönd bylur og bálhvasst helgum meyjum ekki út sigandi samt var hún þarna Úfið haf er fyrir hindrunum, sagði draumspök kona og víst var það úfið, enda undraðist ég að syni hennar skyldi ekki vera kalt svona kviknakinn með rassinn út í vindinn – hvort ekki fyndist teppi til að hlýja honum Hún varð mín vör, leit til mín og brosti Það gerist ekki betra en hún birtist – hvað þá brosi, dæsti sú draumspaka Og næst þegar kvíðinn flæddi inn um hjartalokur fyllti gáttir og hvolf rann upp fyrir mér hvers vegna barnið var nakið um herðar mér hyrna hekluð úr ull og ást Gerður Kristný María Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.