Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 9 FRÉTTIR Mánudagur 30.01 Grænmetislasagne m/pestó Þriðjudagur 31.01 Afrískur pottréttur m/steiktum bönunum Miðvikudagur 01.02 Engiferpottur & kartöflubakstur Fimmtudagur 02.02 Hummus, buff & bakað grænmeti Föstudagur 03.02 Burritos m/ chillisósu & guacamole Helgin 04.02-05.02 Linsubaunabollur & cashewkarrý Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 50% afsláttur SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Kynningarfundir samgönguráðherra um Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 Húsavík Veitingah. Salka Þriðjudagur 31. jan kl. 20:00 Keflavík Hótel Keflavík Miðvikudagur 1. feb kl. 20:00 Vestmannaeyjar Ásgarður Fimmtudagur 2. feb kl. 20:00 Selfoss Hótel Selfoss Mánudagur 6. feb kl. 20:00 H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga Sterkur acidophilus VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bif- röst útskrifaði á laugardag í fyrsta sinn lögfræðinga með ML-gráðu í lögum. Hinir átta útskriftarnemar eru fyrstu lögfræðingarnir sem fá fullgilt meistarapróf frá öðrum skóla á Íslandi en Háskóla Íslands. Gráðan veitir öll sömu réttindi og embættispróf eða kandídatsgráða hefur veitt, m.a. rétt til að þreyta prófraun til málflutningsréttinda. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra flutti ræðu við þetta tilefni og sagði ljóst að frelsi í menntunarmál- um og frjálst framtak á því sviði þýddi hækkandi þjónustustig og há- leitari markmið. Sagði hann enn- fremur afar mikilvægt að fram- haldsnám og rannsóknir næðu að blómstra hér á landi. Viðskiptaháskólinn á Bifröst hóf fyrir fimm árum kennslu í lögfræði. Síðan hefur skólinn útskrifað tvo ár- ganga með BS-gráðu í viðskiptalög- fræði. Auk þeirra átta sem útskrif- uðust með ML-gráðu útskrifaðist einn með MS-gráðu í viðskipta- fræði, tólf með BS-gráðu í við- skiptafræði og sjö með BS-gráðu í viðskiptalögfræði. Þá útskrifuðust fimm nemendur úr námi í versl- unarstjórnun. Í ávarpi sínu sagði Bryndís Hlöð- versdóttir, deildarforseti lagadeild- ar Bifrastar, skólann hafa með áræði blásið á efasemdir þeirra sem töldu að ekki væri hægt að mennta hæfa lögfræðinga utan Háskóla Ís- lands og ennfremur með áherslu á viðskiptalögfræði. Þá hefði sam- keppnin milli skólanna haft mikil áhrif til góðs og verið þeim hvatning til að gera betur. Hrósaði Bryndís ennfremur hug- rekki nemendanna og dug og sagði framtíð þeirra bjarta. „Mörg hver úr þessum hópi hafa þegar fengið spennandi störf á sviði lögfræði; í utanríkisþjónustu, í ráðuneyti og hjá sýslumönnum, við lögmennsku, við fjárfestingar fyrirtækja erlendis og einhver þeirra fara á lögmanns- námskeið strax í febrúar,“ sagði Bryndís m.a. Lögfræðingar með meistarapróf útskrifast frá Bifröst Ljósmynd/Þór Gíslason Aukin samkeppni milli skóla hvatning til að gera betur Gunnar Rafn er Sigurbjörnsson ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu fréttar um hækkanir til leikskóla- kennara í Morgunblaðinu í gær að Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, for- maður launanefndar sveitarfélaga, var rangfeðraður og sagður Svein- björnsson. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þeirri handvömm. LEIÐRÉTT ÓLAFUR Geir Jónsson, sem kosinn var Herra Ísland 2005, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar eiganda keppninnar Herra Íslands að svipta hann titlin- um. Þar segist hann harma þessa ákvörðun þeirra. „Ástæðan sem mér var gefin var sú að ég hefði kynnt hjálpartæki í Splashþættinum og bloggað um daginn og veginn. Farið var fram á að ég myndi hætta með sjónvarps- þáttinn, en þátturinn er starfið mitt. Ég breytti starfsháttum mínum í þættinum eftir að þjóðin kaus mig Herra Ísland. Þar að auki gerði ég Elínu Gestsdóttur grein fyrir þætt- inum í upphafi keppninnar. Ef þátt- urinn á ekki samleið með titlinum Herra Ísland, af hverju greindi Elín mér ekki frá því þá? Einnig tel ég að það sem haft var eftir henni í Hér og nú, „þjóðin kaus hann og við sitjum uppi með hann“, sé mjög niðurlægj- andi fyrir mig. Elín hefur frá upphafi ekki verið sátt við kjörið, enda sagt mér að ég hefði ekki unnið hefði ver- ið dómnefnd að störfum. Ég lít svo á að ég hafi ekki skaðað ímynd Herra Íslands eða brotið gildandi samning, enda sagði Elín það í samtali við Hér og nú. Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég vann að ég yrði að haga mér öðruvísi og hef gert það. En að einstaklingar sem bera sigur úr být- um þurfi að láta af störfum sínum og megi ekki halda úti heimasíðu eru heldur miklar kröfur þar sem Herra Ísland er titill, en ekki launað starf,“ segir Ólafur í yfirlýsingunni og þakkar öllum þeim sem kusu hann og segir það mikinn heiður að hafa hlotið titilinn. Yfirlýsing frá fyrrverandi Herra Íslandi VALGERÐUR H. Bjarnadóttir sem lenti í öðru sæti í forvali Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs á Ak- ureyri er mjög ósátt við niðurstöðu forvalsins, en Baldvin H. Sigurðsson varð í efsta sæti en Valgerður í öðru sætinu. „Ég er ósátt við vinnubrögðin í kringum þetta forval, af hálfu mót- frambjóðanda míns, sagði Valgerður í gær. „Hann var eini frambjóðand- inn í þessu forvali sem hefur aldrei starfað með okkur og starfaði ekkert með okkur við undirbúning þessa for- vals,“ sagði Valgerður. Valgerður sagði að hún og aðrir frambjóðendur hefðu starfað saman sem hópur þó að þau hefðu að ein- hverju leyti verið að keppa um sæti á listanum. „… en hann hélt sig allan tímann víðsfjarri og átti engin sam- skipti við okkur og það er óþægilegt, sérstaklega þegar svona fer og hann á eftir að vinna með þessu fólki, sagði Valgerður. Hún sagðist ætla að leggj- ast undir feld og íhuga vandlega hvort hún myndi þiggja annað sætið á þessum lista. „Ég verð að íhuga það mjög vel hvort ég tek þessu öðru sæti eða ekki,“ sagði hún. Valgerður mun tilkynna niðurstöðu sína annað kvöld á fundi hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Baldvin H. Sigurðsson sagðist ekki skilja hvað mótframbjóðandi hans Valgerður H. Bjarnadóttir var að fara með árásum á sig í fjölmiðlum eftir að ljóst varð að hann hlaut yf- irburðasigur í forvalinu „Ég skil ekki hvað hún er að fara, því miður. Hún hefur ekki skýrt út fyrir mér hvað það er sem hún er óánægð með,“ sagði Baldvin. Hann sagðist hafa hagað sinni kosningabaráttu eins og flestir aðrir gera við þær aðstæður. „Þegar það eru prófkjör og forvöl biður maður sína nánustu að fara á kjörstað og kjósa þig og það er það sem ég gerði,“ sagði Baldvin. Hann bætti því við að viðbrögð hennar kæmu sér í opna skjöldu en hann sagðist jafnframt vera alveg rólegur yfir samstarfinu. „Það verða haldnir fundir nú eftir helgi og þá verða málin rædd. Ég er bara ánægður með hvernig þetta fór og gleðst yfir þeim mikla stuðningi sem bæjarbúar veittu mér, sagði Baldvin og bætti því við að hann vildi þakka þeim sem tóku þátt í forvalinu og kusu hann á drengilegan hátt. Eftir er að raða eftir kynjum á listann og ekki er vitað hvort allir vilja það sæti sem þeim er boðið, seg- ir í tilkynningu vegna forvalsins. Nið- urstaða þess er eftirfarandi: 1. Baldvin H. Sigurðsson 2. Valgerður H. Bjarnadóttir 3. Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir 4. Kristín Sigfúsdóttir 5. Jón Erlendsson 6. Lilja Guðmundsdóttir. Baldvin H. Sigurðsson efstur í forvali Vinstri grænna á Akureyri Valgerður H. Bjarnadóttir ósátt við nið- urstöðuna og vinnubrögðin við forvalið YFIRSTJÓRN Barnaspítala Hrings- ins hefur sett fram tillögur um hág- æsluaðstöðu á spítalanum en gert er ráð fyrir því að rekstur slíkrar að- stöðu kosti um sextíu milljónir króna á ári, að sögn Ásgeirs Haraldssonar, sviðsstjóra lækninga á barnasviði LSH. Hann segir að stjórn LSH sé í megindráttum sammála tillögunum en framkvæmd þeirra strandi á fjár- magni. Í skriflegu svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrir- spurn Gunnars Örlygssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks, kemur fram að tillögurnar verði kynntar ráðherra innan tíðar. „Að fengnum tillögum stjórnenda LSH um fyrirkomulag hágæslueiningar mun ráðherra taka ákvörðun um næstu skref í samráði við stjórnendur LSH,“ segir enn- fremur í svari ráðherra. Í tillögum Barnaspítalans er gert ráð fyrir hágæsluaðstöðu fyrir allt að fjögur börn. Hágæsluaðstaða er, að sögn Ásgeirs, eins konar millistig milli legudeildar og gjörgæsludeildar. Umrædd aðstaða er t.d. hugsuð fyrir börn sem eru nýkomin úr flókinni og áhættusamri aðgerð, eða t.d. börn sem eru alvarlega veik eða með lífs- hættulegar sýkingar. „Þessi börn þurfa mikla og nákvæma gæslu og oft flókna meðferð,“ útskýrir Ásgeir. Þetta séu því mannfrekar deildir. Hingað til hafa þessi börn legið á legudeildum eða á gjörgæsludeildum fyrir fullorðna, en engin gjörgæslu- deild er fyrir börn. Í fyrrgreindu svari ráðherra segir m.a. að fjöldi bráðveikra barna sé að aukast og þörf þeirra á þjónustu fari vaxandi. Reksturinn gæti kostað 60 milljónir Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.