Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 17
vinnustöðum er fólki með skerta starfsgetu gefinn kostur á léttum hlutastörfum, standi vilji þeirra til þess tímabundið. Auk þess að koma til móts við þarfir starfsmanna með skerta starfsgetu með jákvæðu við- horfi, má ætla að jákvæð ímynd skapist um fyrirtæki, sem slíka stefnu hafa. leyfir við hliðina á mér og sagði mér að hafa ekki áhyggjur af launa- greiðslunum. Ég myndi halda þeim óskertum á meðan ég stæði í þessu, en samkvæmt áunnum rétt- indum var ég búin að reikna það út að ég ætti fjögurra mánaða veikindarétt á fullum launum. Það kom hinsvegar aldrei til þess að ég þyrfti að sækja greiðslur til stéttarfélagsins míns, VR. Svo bættu yfirmenn mínir um betur með því að bjóða mér nýja stöðu í febrúar 2005 eftir að ég var búin að vera í fullri samfelldri vinnu á áttunda mánuð eftir veikindin. Mér var boðið starf þekking- arstjóra í starfsmannaþjónustu Nýherja sem ég þáði eftir að ég minnti menn á að stutt hafi verið síðan ég hafi verið mikið veik og mikið frá. Þeir gerðu lítið úr því.“ Magnea segist öll vera að koma til og stutt sé í fyrri þrótt. Hún er að fara í lýtaaðgerð vegna brjósta- missisins og vel er fylgst með henni. „Stuðningur yfirmanna minna skipti gríðarlega miklu máli fyrir mig í þessum hremmingum og það að geta fengið að vinna eft- ir því sem orkan leyfði, ýmist heima eða á vinnustaðnum, hafði góð áhrif. Ég var með ýmis sér- hæfð verkefni á minni könnu sem ég vann þegar heilsan leyfði,“ seg- ir Magnea og bætir við að hún hafi að auki á undanförnum árum stundað eróbik-kennslu hjá Hreyf- ingu og hafi eigandi fyrirtækisins, Ágústa Johnson, verið sér mikill andlegur stuðningsbolti. „Leynt og ljóst veit maður um alla klettana í kringum sig. Ég vissi það fyrirfram að foreldrar mínir og systkini, nánustu ættingjar og vinir yrðu mér stuðningsnet. Já- kvæðni og stuðningur vinnuveit- enda minna sem og vinnuveitenda fyrrverandi sambýlismanns míns, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, kom mér hinsvegar verulega á óvart, og þegar upp er staðið skiptir viðhorf vinnuveitenda miklu máli. Ég átti allt eins von á að gleymast pínulítið.“ krabbamein 35 ára MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 17 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska GLERUNGSEYÐING er vaxandi vandamál hjá íslenskum unglingum – en hvað er glerungseyðing tanna? Glerungseyðing er það kallað þegar sýra leysir upp tannvef. Glerungur á yfirborði tanna Bein tannkrónunnar er hulið hörðu lagi sem nefnt er glerungur. Glerungurinn er harðasti vefur lík- amans og er 95% steinefni en að öðru leyti vatn og lífræn efni. Hvað gerist? Þegar þú drekkur eða borðar eitthvað sem er súrt, eins og t.d. gosdrykki, getur það skaðað tenn- urnar.Ysta lag glerungsins leysist upp. Mjög þunnt lag af yfirborði tannarinnar skolast burt og kemur ekki aftur. Form tannanna breytist. Fyll- ingar í jöxlum virðast rísa upp yfir glerunginn sem áður var þeim jafnhár. Glerungur framtanna eyðist að innanverðu og við það þynnast tennurnar. Í fyrstu er glerungseyðing sárs- aukalaus og erfitt er að sjá hana sjálfur. Á seinni stigum geta tenn- urnar hins vegar orðið næmari fyr- ir kulda og hita og viðkvæmar þeg- ar þær eru burstaðar Hvað er súrt?  Drykkir Í sykruðum og sykurlausum gos- drykkjum og ávaxtasöfum er sýra og þeir geta því leyst upp glerunginn. Mjólk og vatn, með og án goss, leysir ekki upp glerunginn.  Matur Ávextir eru hollir – borðaðu gjarnan nokkra á dag. Í einstaka tilfelli getur mikil og tíð neysla mjög súrra ávaxta skaðað gler- unginn.  Uppköst og bakflæði Tíð uppköst þar sem magasýrur koma upp í munnholið (bakflæði) geta leyst upp glerunginn.  Sælgæti Ef mikið er borðað af súru sæl- gæti, t.d. víngúmmi, getur það leyst upp glerunginn. Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja glerungseyðingu? Það er margt sem getur skemmt tennur – og jafnvel þó þær séu burstaðar daglega getur glerung- urinn eyðst. En hér eru nokkur fyrirbyggjandi ráð:  Takmarka neyslu súrra drykkja og matvæla og neyta þeirra ein- göngu á matmálstímum.  Ljúka við súra drykkinn á stutt- um tíma, frekar en að vera að dreypa á honum í langan tíma.  Skola munninn vel með vatni eftir að hafa fengið sér eitthvað súrt.  Bursta ekki tennurnar strax eft- ir súran mat eða drykk því hætta er á að bursta burt tann- vef sem er viðkvæmur eftir sýr- una.  Nota alltaf tannbursta með mjúkum hárum og tannkrem með litlu eða engum slípiefnum.  Drekka frekar vatn eða mjólk í stað súrra drykkja. Ert þú með glerungseyðingu? Þegar þú ferð í tanneftirlit fáðu tannlækninn þinn til að athuga það og farðu jafnframt yfir neysluvenj- ur þínar.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Dr. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og formaður tannverndarráðs, og Jóhanna Laufey Ólafsdóttir, tann- fræðingur og verkefnastjóri tann- verndar, Lýðheilsustöð. Hvað er glerungseyðing tanna? KAFFIBOLLI getur aukið kyn- lífslöngun kvenna að því er bandarísk rannsókn gefur til kynna. Á vef Aftenposten er haft eftir Sky-sjónvarpsstöðinni að stór skammtur af kaffi geti aukið virkni þess hluta heilans sem stjórnar kynlífslöngun. Vís- indamenn við Southwestern- háskólann í Texas draga þessar ályktanir af rannsókn á kvenkyns rottum. Rottur sem fengu koff- einskammta stunduðu meira kyn- líf en rottur sem ekki fengu koff- ein. Mest áhrif sáu vísindamennirnir hjá rottum sem ekki voru vanar koffeini. Morgunblaðið/Ásdís Kaffi eykur kynlífslöng- un kvenna FYRIR nokkrum árum var ungur nemandi í Bandaríkjunum að horfa á sjónvarp seint um kvöld og það var kalt bæði úti og inni. Hann fékk mömmu sína til að sauma handa sér flísteppi með ermum svo hann gæti haldið á sér hita en einnig farið í tölvuleiki eða notað fjarstýringuna án þess að missa teppið af sér. Í dag hefur hann í slagtogi með öðrum hafið framleiðslu á teppunum undir nafninu slanket. Teppin selur hann á Netinu á slóðinni www.theslanket.com Flísteppi með ermum                  Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.