Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 11
Borgarnes | Nú í janúar eru liðin 30 ár frá því að Heilsugæslustöðin í Borgarnesi var formlega vígð. Af því tilefni ræddi fréttaritari við Guðrúnu Kristjánsdóttur, fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðv- arinnar. Guðrún er samvinnu- skólagengin og hefur stýrt heilsugæslustöðinni frá 1. maí 2000. „Fyrsta skóflustungan var tekin 3. maí 1972 og var þetta eina stöð- in á landinu sem var byggð alger- lega á kostnað ríkisins. Flutningar hófust í húsið í október 1975 en formleg vígsla var hinn 10. janúar 1976,“ segir Guðrún. Húsið er 1.260 fm á tveimur hæðum og sambyggt við dvalarheimilið. Í umræðu var að heilsugæslustöðin færi í nýtt húsnæði en Guðrún segir það ekki standa til. „Verið er að laga húsið og byggja bílskúr en sjúkrabíll hefur ekki komist inn síðan 1997, aðallega vegna þess að nýrri bílarnir eru stærri,“ en í Borgarnesi eru tveir sjúkrabílar reknir í samvinnu við Rauða krossinn. Læknishéraðið þjónar um 3.600 manns sem hafa hér fasta búsetu. „En gera má ráð fyrir að fólki fjölgi um 1000 yfir vetrartímann og tvöfaldist á sumrin. Jafnvel má gera ráð fyrir að á álagstímum geti verið um 20.000 manns á svæðinu, hér eru 2.000 sumarhús, mörg hver heilsárshús, og mikil fjölgun á sér stað á Bifröst en þar eru 500–600 manns og Hvanneyri vex og eru þar 250–300 manns,“ segir Guðrún og bætir við að sam- skipti við heilsugæslustöðina hafi aukist um 27% á fyrri hluta árs 2005. „Og í samræmi við stefnu hins opinbera að fólk búi heima eins lengi og kostur er hefur heimahjúkrun aukist úr 1.100 vitj- unum árið 2003 í 1.800 árið 2005.“ Við heilsugæslustöðina starfa 17 manns í 14 stöðugildum og þar af eru þrír læknar. Athygli vakti fyr- ir fáeinum árum að hér vantaði lækna, en frá árinu 2003 hefur verið vel mannað. „Já við vorum svo heppin að um stöðu læknis sótti kona og maðurinn hennar var að fara í nám á Bifröst og hefur hún verið hjá okkur síðan,“ segir Guðrún. „Hér eru þrjár lækna- stöður yfir vetrartímann en fjórar yfir sumartímann. Við höfum rétt á að taka kandídata, og sumir hafa sagt að það að vera hér í þrjá mánuði sé á við tvö ár í lækn- isfræðinni, þeir lenda í bók- staflega öllu.“ Guðrún segir heilsugæslustöðina einnig vel tækjum búna. „Hér er ágætis röntgen og hjartalínurit og ýmis félagssamtök hafa verið dugleg að færa okkur hluti og tæki, en það eina sem sárlega vantar er lyfta í húsið. Hana hef ég sett á fjár- hagsáætlun á hverju ári en ekki tekist að ná henni í gegn ennþá.“ Guðrún er þrátt fyrir það ánægð með starfsemina, hún segir framkvæmdastjórastarfið fjöl- breytt og örgrandi, samstarfs- fólkið sé gott og samskiptin við heilbrigðisráðuneytið gangi vel. „Enda eru stofnanir ekki annað en fólkið sem þar starfar,“ segir Guð- rún að lokum. Heilsugæslustöðin 30 ára Morgunblaðið/Guðrún Vala Vígsluafmæli Heilsugæslustöðin í Borgarnesi á 30 ára afmæli. Morgunblaðið/Guðrún Vala Guðrún Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslustöðv- arinnar í Borgarnesi. Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 11 VESTURLAND VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞAÐ er hagsmunamál allra þeirra sem tengjast verklegum fram- kvæmdum að dýrmætum tíma sé ekki eytt í þrætumál. Þetta kom fram í máli Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnað- arins, á árlegu útboðsþingi samtak- anna og Félags vinnuvélaeigenda, sem haldið var tíunda árið í röð síð- astliðinn föstudag. Hann sagði að starfsmenn Sam- taka iðnaðarins fyndu fyrir því í daglegum störfum sínum hve erfitt það gæti reynst að leysa úr deilu- málum sem risu vegna verksamn- inga. „Stundum finnst manni eins og þegar skrifað hefur verið undir verksamning hafi verið skrifað und- ir stríðsyfirlýsingu,“ sagði Sveinn í setningarræðu sinni á þinginu. Hann sagði vandamálið vera að úrræði væru fá og næstum engin af þeim væru nýtt nema dómstólaleið- in, sem væri kostnaðarsöm. Gerð- ardómur Verkfræðingafélags Ís- lands, sem vísað er til í útboðsstaðlinum ÍST 30, væri eina skilgreinda ferlið í þessum efnum hér á landi, en það hefði næstum ekkert verið nýtt í hátt í tuttugu ár. Þetta væri fáheyrt í vestrænu ríki. „Við eigum ekki tölur um það hve mikill kostnaður fellur á fyrirtæki, sveitarfélög og opinbera aðila vegna smárra og stórra deilumála um efni samninga og útfærslur, sem erfitt reynist að lenda farsællega. En við vitum þó að þetta er mjög tímafrekt og æði dýrt og það væri betra að orka og fjármunir færu í aðra hluti.“ Fram kom í máli Sveins að Sam- tök iðnaðarins hefðu tekið þátt í vinnu sem Verkfræðingafélagið hef- ur átt frumkvæði að, sem miðast að því að endurskoða reglur um gerð- ardóm hér á landi. Fyrirhugað væri að kynna á ráðstefnu í vor hvernig staðið er að úrlausn deilumála í tengslum við verklegar fram- kvæmdir í Danmörku. Þar í landi væri kostnaður vegna þessa hófleg- ur. Hvatti Sveinn verktaka til að taka virkan þátt í umræðum um þessi mál. Níu helstu verkkaupar Tilgangurinn með útboðsþinginu er að gera verktökum grein fyrir því hvað í vændum er í verklegum framkvæmdum hér á landi. Níu af helstu verkkaupunum í landinu gáfu yfirlit yfir útboð og framkvæmdir á þeirra vegum. Þetta eru Reykjavík- urborg, Framkvæmdasýsla ríkisins, Siglingastofnun, Landsvirkjun, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Landsnet, Orkuveita Reykjavíkur og Vegagerðin. Morgunblaðið/Sverrir Árlegt útboðsþing Sveinn Hannesson í ræðustól á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeigenda þar sem helstu verkkaupar í land- inu kynntu útboð og framkvæmdir á þeirra vegum á þessu ári. Þetta var í tíunda skiptið sem útboðsþingið var haldið. Of mikill tími og kostnaður í þrætumál Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is NÝSKRÁÐUM hluta- og einka- flutafélögum fjölgaði um nærri 17% á árinu 2005 frá árinu á und- an. Þá voru skráningar 2.527 tals- ins en fóru í 2.938 í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofunnar er hlutfallsleg skipting nýskrán- inga eftir atvinnugreinum nokkuð jöfn milli ára. Séu nýskráningar skoðaðar eftir landshlutum eru rúmlega 72% nýskráðra félaga með lögheimili á höfuðborg- arsvæðinu. Hlutfallslega fjölgaði skráningum mest á Suðurlandi og Suðurnesjum, eða um 40% frá árinu 2004. Nýskráðum félögum fjölg- aði um 17% $3  4 5  5  (6,        & & &  & &   SPROTAÞING Íslands gerir ráð fyrir að halda 20 fjárfestaþing í vor og haust á alls tólf stöðum í heim- inum, að Íslandi meðtöldu. Fyrsta þingið verður í Ósló 25. apríl nk. og svo tveimur dögum síðar í Reykja- vík. Síðan tekur við hrina fram í júní og þráðurinn tekinn upp að nýju í október og nóvember á þessu ári. Þingum hefur fjölgað frá síðasta ári og í fréttabréfi Sprota- þings kemur fram að samtökin hafi notið stuðnings sendiráða Íslands erlendis og ræðismanna við að kynna íslensku sprotafyrirtækin. Borgirnar sem þingin fara fram í eru sem sagt Reykjavík, Ósló, Sjanghæ, London, Stokkhólmur, New York, Moskva, Helsinki, Tall- inn, Varsjá, Minneapolis og Vilníus. Núna standa yfir tilnefningar sem alþjóðleg dómnefnd fjárfesta mun síðan velja úr til þátttöku á þing- unum. Tuttugu fjárfestaþing á árinu Stykkishólmur | Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, og bæjarstjórn kynntu bæjarbú- um nýlega fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir þetta ár. Þeir sem láta sig varða hvernig fjármunum bæjar- félagsins er varið mættu á fundinn og fengu fræðandi upplýsingar um stöðu bæjarsjóðs og verkefni hans á árinu. Þetta er fyrsta fjárhagsáætlun sem Erla bæjarstjóri fylgir úr hlaði, en hún tók við starfinu sl. sumar. Hún segist áður hafa tekið þátt í mótun fjárhagsáætlana fyr- ir fyrirtæki, sem er dálítið á öðrum nótum en hjá sveit- arfélögum. Það kom Erlu mest á óvart í þessari vinnu hvað tekjur og gjöld eru fyrirfram ákveðin og lítið hægt að gera fyrir utan hina föstu liði. „Svigrúmið er nánast ekkert,“ segir Erla. Skatttekjur bæjarins eru áætlaðar 412 m.kr og aðrar tekjur tæpar 200 m.kr. Gjaldaliðurinn hljóðar upp á 589 m. kr og því er tekjuafgangur. Sem fyrr eru það fræðslumálin sem taka mest til sín eða um 55% af tekjum bæjarsjóðs. Leikskóli er stærsta verkefnið Erla var spurð hvað einkenndi fjárhagsáætlun bæj- arsjóðs: „Það eru framkvæmdir sem við ætlum að láta í forgang á þessu ári og koma til móts við ýmsar þarfir bæjarbúa. Samkvæmt áætluninni mun bæjarsjóður ráðast í framkvæmdir fyrir 214 m. kr. Fyrst vil ég nefna byggingu leikskóla. Í fyrra var hafist handa við að byggja nýjan leikskóla sem tekinn verður í notkun í lok þessa árs. Við leggjum til 120 m.kr í það verk á árinu. Annað sem ég vil nefna er að ráðgert er að fara í gatnagerð og frágang í gamla bænum fyrir 20 m.kr. Það er framkvæmd sem margir Hólmarar og gestir eru búnir að bíða lengi eftir,“ segir Erla Friðriksdóttir. Aðrar framkvæmdir eru, að til stendur að flytja Amts- bókasafnið í nýtt húsnæði, farið verður í gatnagerð í nýjum hverfum og Golfklúbburinn fær góðan styrk til að endurbæta golfvöllinn. Erla segir að bæjarsjóður standi vel fjárhagslega. Sala á Hitaveitu Stykkishólms breytti stöðunni mikið og lækkaði greiðslubyrði sveitarsjóðs um 60 m. kr á ári. „Það er ósk mín,“ segir Erla að lokum, „að tekjur Stykkishólmsbæjar aukist á næstu árum. Mikil þörf er fyrir peninga til að koma til móts við þær kröfur sem gerðar eru til bæjarfélagins um að veita góða þjónustu á sem flestum sviðum og að því viljum við stuðla.“ Framkvæmdirnar hafa forgang Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Leikskóli Nýr leikskóli er í byggingu í Stykkishólmi og er áætlað að taka hann í notkun í lok ársins. Þetta er langstærsta verkefni bæjarsjóðs á árinu 2006. Eftir Gunnlaug Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.