Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 27 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Námskeið ætlað þeim, sem vilja takaupp heilsusamlegt líferni, verðurhaldið í Reykholti í Borgarfirði dag-ana 3. til 5. febrúar nk. Það er Birna Ásbjörnsdóttir, næringarþerapisti og hómópati, sem stendur fyrir námskeiðinu í samvinnu við Fosshótel. Boðið er upp á fræðslu, heilsusamlegt fæði, heita potta, gufu- böð og gönguferðir um sveitina fyrir þá sem vilja. „Við ákváðum að halda námskeiðið í ró og næði upp í sveit langt frá öllu stressi, tækjum og tölvum og vera þess í stað úti í náttúrunni,“ segir hún. „Við verðum með hreinsunarkúr enda er námskeiðið hugsað, sem upphaf heilsuátaks, þar sem þátttakendum er boðin hjálp í byrjun átaksins,“ segir hún. „Sérstök áhersla verður lögð á hreinsun með heilnæmu fæði og verður eingöngu boðið upp á lífrænt ræktað grænmeti með áherslu á hráfæði og ferskan mat. Þannig að það verða ávextir í boði og nýpressaðir saf- ar. Ég verð að auki með fræðslu um grunninn að hráfæði.“ – Hvað með andlegu hliðina? „Það verður boðið upp á léttar jógaæfingar, sem allir geta tekið þátt í og á kvöldin verður hugleiðsla og þjálfun fyrir skynjun og heila. Þannig verður reynt að snerta á öllum flötum. Ég mun ein standa að þessum hluta nám- skeiðsins en ef þátttaka verður næg þá verður boðið upp á nudd hjá nuddara og að auki höf- uðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.“ – Á hverju byggist námskeiðið? „Það er vel þekkt staðreynd að streita, lélegt mataræði og ýmsir umhverfisþættir geta valdið hinum ýmsu kvillum og orsakað lakari virkni t.d. í nýrum, lifur, meltingarfærum, heila, tauga- og æðakerfi eins og blóðrás, blóðþrýst- ing, blóðsykur og sogæðakerfi. Þetta er svo- kölluð Detox meðferð og hefur einnig bætandi áhrif á breytingaskeið, tíðaverki, kólesteról, höfuðverk, þunglyndi, liða- og vefjagigt og svefn. Það er oft hægt að hafa áhrif til batn- aðar með því að breyta mataræði. Ég er starf- andi næringarþerapisti og tek fólk í einkatíma en er auk þess hómópati og gríp til hennar ef með þarf.“ – Fylgja átök þessari hreinsun? „Það ætti ekki að gera það en það fer að sjálfsögðu eftir því í hvernig ástandi fólk er. Þetta er ekki líkamlega erfitt á neinn hátt en fólk getur að sjálfsögðu fundið fyrir ein- hverjum fráhvarfseinkennum. Ekkert kaffi er í boði og þeir sem reykja verða að sleppa því. Það sama á við um þá sem borða mikinn sykur að öllu jöfnu þeir finna fyrir fráhvörfum og finna aðeins fyrir timburmönnum. Það fylgir. Hugsunin er að með námskeiðinu komist fólk yfir erfiðasta hjallann, sem er að byrja. Það fær hjálp til að losa út úr þessu, kemur hreinna og bjartara til baka og getur haldið áfram eftir beinu brautinni.“ – Er eitthvert aldurstakmark? „Nei, námskeiðið hentar öllum aldri. Það er öllum opið og miðast við að allir geti verið með, sem hafa áhuga á og vilja til að taka nýtt skref í lífinu. Námskeiðið krefst engrar reynslu á þessu sviði eða þekkingar.“ Námskeiðið hefst kl. 19 á föstudag og stend- ur til kl. 22–23. Á laugardag byrjar dagskráin kl. 9 og er til kl. 14 en þá tekur við opin dag- skrá fram að kvöldmat. „Þá er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja en svo má einnig slaka á í ró og næði. Um kvöldið er boðið upp á hlaðborð með hráfæði og spjall en daginn eftir, sunnu- dag hefst dagskráin klukkan 9 og stendur fram yfir hádegi. Þeir sem vilja geta verið lengur og leitað sér persónulegrar ráðgjafar hjá mér,“ segir Birna. Heilsa | Hjálp í upphafi átaks Hreinsun og heilnæmt fæði  Birna Ásbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík, 28. apríl árið 1971. Hún lærði hómópatíu og næringarþerapíu í Bret- landi og hefur starfað við það síðustu fimm ár. Hún hefur lært svæða- nudd, sem hún hefur stundað lengi. Birna býr á Sólheimum í Grímsnesi en starfar í Reykjavík hjá Maður lif- andi og Fyrir fólk í Akralind í Kópavogi. Hún er í sambúð með Guðmundi Árna Péturssyni framkvæmdastjóra og á dótturina Emblu Líf. Útilokunaraðferðin. Norður ♠10432 ♥Á106 S/Allir ♦D4 ♣DG109 Vestur Austur ♠DG98765 ♠-- ♥543 ♥94 ♦9 ♦KG108762 ♣82 ♣Á763 Suður ♠ÁK ♥KDG87 ♦Á53 ♣K54 Vestur á að spila út gegn þremur gröndum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Allir pass Suður sýnir fyrst jafna hönd og 20– 22 punkta og síðan hjartalit við Staym- an-spurningu norðurs. Norður hefur lofað fjórlit í spaða með spurningunni, því ella hefði hann sagt þrjú grönd strax. Spilið er frá Minningarmótinu um Hörð Þórðarson um áramótin. Helgi Sigurðsson var í vestur og hann fann sannarlega óvenjulegt útspil gegn grandsamningi – einspilið í tígli! Helgi hugsaði dæmið þannig: (1) Spaðadrottning virðist í fljótu bragði augljóst útspil, en eftir melding- ar er sennilegt að norður sé með fjórlit, en þá á makker engan spaða. Spaði kemur því ekki til greina. (2) Hjarta er heldur ekki líklegt til árangurs, beint upp í sagðan lit suðurs. (3) Makker fékk tækifæri til að dobla þrjú lauf, en gerði það ekki og þá er varla mikið að hafa í laufi. (4) Tígull er eini liturinn sem ekkert mælir á móti. Að þessu athuguðu spilaði Helgi út tígulníunni, sem snardrap spilið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 a6 8. Dd2 b5 9. a3 g5 10. fxg5 cxd4 11. Rxd4 Rcxe5 12. Bd3 Bb7 13. O-O Dc7 14. Kh1 Bg7 15. Hae1 O-O 16. Rce2 Rc4 17. Bxc4 dxc4 18. Rg3 c3 19. bxc3 Hac8 20. Rh5 Dxc3 21. Dxc3 Hxc3 22. Rxg7 Hxe3 23. Hxe3 Kxg7 24. Hc3 Bd5 25. Hc7 Rb6 26. Hf6 Kg8 27. Ha7 Rc4 28. Hxa6 Hd8 29. Kg1 Be4 30. c3 e5 31. Rf3 Hd1+ 32. Kf2 Bd5 33. a4 e4 34. axb5 exf3 35. gxf3 Hb1 36. b6 Hb2+ 37. Kg3 Kg7 38. Hf4 Be6 Staðan kom upp á rússneska meist- aramótinu sem lauk fyrir nokkru í Moskvu. Alexander Motylev (2632) hafði hvítt gegn Sergey Volkov (2614). 39. b7! Re3 39... Hxb7 hefði leitt til ósigur í ljósi 40. Hxe6 fxe6 41. Hxc4 og 39…Bd5 gat ekki heldur bjargað svörtum með hliðsjón af 40. Ha4! Rd6 41. Had4. Eftir textaleikinn er taflið einnig tapað á svart. 40. Hb4 Hg2+ 41. Kf4 Rd5+ 42. Ke4! Rxb4 43. cxb4 Bc4 44. Ha8 og svartur gafst upp enda er b-peð hvíts að renna upp í borð. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hornsteinn samfélagsins ÉG er sammála því sem sr. Sigurður Pálsson segir í grein sinni í Morg- unblaðinu sl. föstudag: „Það sæmi ekki siðuðu samfélagi þar sem menn ættu að kappkosta að virða tjáning- arfrelsið og láta andstæðinga sína njóta sannmælis þrátt fyrir ágrein- ing.“ Umræðan um giftingu samkyn- hneigðra hefur þróast í þá átt að fólk megi bara hafa eina skoðun. Þeir sem á móti eru fá yfir sig dembu af formælingum. Því kjósa margir að þegja. Þetta er ekki lýðræðislegt, heldur skoðanakúgun. Biskupinn mætti vera ákveðnari í túlkun sinni á þessu því kirkjan verður að fara eftir því sem í biblíunni stendur. Ég veit að margir munu skrá sig úr þjóð- kirkjunni ef gifting samkynhneigðra verður leyfð þar og ég er einn þeirra. Ég hef ekkert á móti samkyn- hneigðum né þeirra réttindabaráttu ef eitthvað er en sem kristinn maður get ég ekki sæst á það að karlar eða konur séu gefin saman í hjónaband. Kirkjan og stjórnvöld eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hlúa að hjónabandi karls og konu því það er hornsteinn samfélagsins. Halli. Gettu betur STAÐKUNNUGUM fannst ósann- gjarnt þegar hinn fjölfróði spurn- ingahöfundur og dómari í keppninni Gettu betur sl. þriðjudagskvöld, Anna Kristín Jónsdóttir, gaf fram- haldsskólanum á Höfn rangt fyrir að svara því til að önnur Grímseyjan við Ísland sé á Steingrímsfirði. Vel má vera að spekingar með nútíma mæli- tæki geti fundið út að hún tilheyri frekar Húnaflóa en venja er það eigi að síður á þessu svæði að tala um Grímsey á Steingrímsfirði. En næsta fáir eða nokkur talar um að hún tilheyri Húnaflóa. Því var úr- skurður dómarans ósanngjarn að mínu mati. Guðfinnur S. Finnbogason. Slæm umgengni hundaeigenda ÉG er hundaeigandi og hef ekki far- ið í langan tíma á Geirsnefið. Fór þangað nýlega til að skoða þar að- stöðuna fyrir hunda þar sem hægt er að sleppa þeim lausum. Þarna er allt til alls, hundapokar, tunna og allar græjur. En staðurinn var viðbjóðslegur, það er eins og fólk fari þarna með hundana til að láta þá skíta og þrífa ekki eftir hundana. Óþrifnaðurinn er lygilegur. Ég sem hundaeigandi spyr; hvers konar fólk er það sem þrífur ekki eftir hundana sína? Maður verður sár og reiður sem hundaeigandi þegar maður kemur að svona. Hundaeigandi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 9.30–11. Leikfimi kl. 9. Boccía kl. 10. Vinnustofur opnar frá kl. 9–16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 816. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Ath ! Kaupa þarf miða á morgun fyrir þorrablótið 3. febr. Hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur spilar fyrir dansi. Dalbraut 18–20 | Eitthvað um að vera alla daga. Bendum t.d. á upp- lestur/framsögn og félagsvist á mánudögum, leikfimi á mánudögum og miðvikudögum, söng á fimmtu- dögum, postulínsnámskeið á föstu- dögum. Listasmiðja Dalbrautar 21– 27 er opin kl. 8–16 daglega. Skrán- ing á myndlistarnámskeið sem hefst 31. jan. S. 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, opið hús kl. 13–16. Vilborgardagur, leið- beint við handverk og föndur af öllu tagi. Kaffiveitingar að hætti Álftnesinga. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30. Línudanskennsla kl. 18. Samkvæmisdans framh. kl. 19 og byrjendur kl. 20. Námskeið í fram- sögn og upplestri hefst 7. febrúar leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson, skráning og uppl. í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9–12 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.15 lomber, kl. 17 kóræfing, kl. 20.30 skapandi skrif. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Eldri borgarar spila brids (tvímenn- ing) alla mánu- og fimmtudaga í fé- lagsmiðstöðinni. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Spil hefst kl. 13. Þátt- tökugjald kr. 200. Kaffi og meðlæti fáanlegt í spilahléi. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 9, handa- vinnustofan opin kl. 13, brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Kennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45, bókband kl. 10 og glerskurður kl. 13 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi auka kl. 9.45 í Mýri. Tölvur kl. 17 og 19 í Garðaskóla. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Frá hádegi spilasalur op- inn. Kl. 14.30 kóræfing. Mánud. 13. mars er veitt framtalsaðstoð frá skattstofunni, skráning hafin á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 Perlusaumur, almenn handavinna, kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 10 bænastund. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaik, ullarþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Lítið við í kaffi, kíkið í blöðin og fáið dagskrána. Minnum á hagyrðinga- og ljóðahóp í dag kl. 16, enn er pláss. Minnum á fram- sögnina á morgun þriðjudag kl. 10, fyrir byrjendur, enn er pláss. Sím- inn okkar er 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 á morgun. Laugardalshópurinn Blik, Laug- ardalshöll | Leikfimi fyrir eldri borgara í Laugardalshöll kl. 12. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10.30 upplestur, kl. 13–16.30 opin vinnustofa. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, bókband og bútasaum- ur kl. 9–13, hárgreiðsla og fótaað- gerðarstofur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10–11, handmennt almenn kl. 13–16.30, glerbræðsla og frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Vímulaus æska kl. 20, stuðningshópur foreldra unglinga í vímuefnavanda. Árbæjarkirkja | Bæna- og helgi- stund kl. 10 í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105. Umsjón sr. Þór Hauksson og Kristina Kalló Szklen- ár. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk í Hjallakirkju kl. 20–21. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19. Örfá sæti laus, láttu sjá þig, við tökum vel á móti þér eða hringdu og skráðu þig í síma 535- 4700. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK Holtavegi 28 þriðjudaginn 31. jan. kl. 20. Jólabókaflóðið skoð- að. Fundurinn er í umsjá vinkvenn- ahóps. Kaffi. Allar konur eru vel- komnar. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60, miðvikudaginn 1. feb. kl. 20. „Ef ég fæ aðeins...“ Halldóra Lára Ásgeirsdóttir talar. Bænastund. Kaffi eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.