Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ D ansinn er í fyrirrúmi á kvikmyndahátíð í ná- grannabænum Cler- mont l’Hérault, alls konar dans, allt frá frægustu dans- og söngvamynd allra tíma, Singing in the Rain, til heimildarmynda um nútímadans. Það er ekki illa til fundið, því skammt undan er ein helsta nú- tímadansborg Frakklands, Mont- pellier. Mathilde Monnier er einn þekkt- asti kóreógraf Frakka, og stjórnar dansmiðstöðinni í Montpellier. Heimildarmyndin Vers Mathilde veitti góða innsýn í vinnuaðferðir þessa frumlega og heillandi lista- manns. Einkum er fjallað um það hvernig eitt verka hennar, Dérou- tes (Afvegaleidd?), verður til. Þar er gengið út frá Lenz, texta Georgs Buchners, en þessi danshöfundur vinnur gjarnan með bókmennta- texta sem kveikju að verkunum. Mathilde Monnier brá sér bæj- arleið og ræddi við gesti í Clermont l’Hérault í björtum sal sem hefur verið lagður undir kvikmyndahátíð- ina. Þetta eru einhverjar skemmti- legustu og sársaukalausustu list- rænar umræður sem ég hef heyrt og séð. Hér var allt sjálfsagt og eðlilegt, jafnvel panikslegnar prí- vatpersónur sem höfðu umsjón með matarbita og drykkjarföngum. Spurningar úr sal voru góðar og gáfulegar. Einn spurði um tónlist- ina, annar um sjálfan dansinn. Öll- um datt eitthvað sniðugt í hug. Frakkar eru snillingar í samræðu af þessu tagi, þrautþjálfaðir í að hugsa sitt, og að finna leiðir til að tjá það. Matthildur var eins og snið- in í sófann, látlaus og yfirveguð, og útskýrði meðal annars listina að finna réttu hreyfinguna, og hélt helst að það mætti líkja henni við þá list hjá rithöfundi að finna rétta orðið. Hún velti því líka fyrir sér hvort rithöfundur hitaði upp eins og dansari áður en hann setti sig í skrifstellingar, og bætti því við að fyrir sér væri upphitunin hluti af vinnuferlinu. Kannski voru upphit- unaræfingar hennar, teknar eins og hún væri alveg ein í heiminum, allra áhrifamesta efnið í myndinni, listamaðurinn einn og berskjald- aður, og listin ræður ein. Þ á var dansleikurinn, Le Bal, eftir Ettore Scola (frá 1984) af öðrum toga, eintóm tón- list og dans, ekki sagt orð í næstum því tvo klukkutíma, og allt í sama salnum. Það sem hangir á spýtunni er líf manneskjunnar, ballið byrjar, það er búið, á milli er mikil sveifla, breytingatímar, heil heimsstyrjöld. Þegar upp er staðið eru allir samir við sig, en farnir að eldast, mest þó þjónninn sem hökt- ir um dansgólfið með bakka og glös. Leikstjórinn býr til frábærar týp- ur, flottastur þó leppurinn, sá sem alltaf fylgir valdinu, skiptir engu máli hvar það er, í höndum nasista þess vegna. Fyrir utan típurnar dásamlegu þá er það hrein upplyft- ing að vera á löngu balli, með skemmtilegri tónlist og gam- alkunnum lögum frá ýmsum tím- um, og horfa á dansinn duna meðan meðan mannsævin líður hjá. B í ó k v ö l d u m d a n s Ballið byrjar, og ballið er búið Mathilde Monnier er einn þekktasti danshöfundur Frakka og stjórnar dansmiðstöðinni í Montpellier. Eftir Steinunni Sigurðardóttur NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík frumsýndi óperuna Töfraflautuna í Iðnó á föstudaginn. Frumsýningardagurinn var vel val- inn enda þá 250 ár frá fæðingu Wolf- gang Amadeus Mozart höfundar Töfraflautunnar. Í einsöngshlutverkum eru sautján af nemendum háskóladeilda Söng- skólans í Reykjavík, ásamt átján manna kór nemenda á mið- og fram- haldsstigum skólans. Sibylle Köll leikstýrir verkinu og semur dansa og stjórnandi er Garð- ar Cortes. Töfraflautan er ævintýri sem fjallar um prins og prinsessu, skrýtna og skemmtilega mannfugla, vonda drottningu og góða anda. Hún er um baráttu góðs og ills, þar sem hið góða sigrar að lokum. Fullt var út úr dyrum á frumsýn- ingardaginn og var söngstjörnunum klappað lof í lófa að lokinni sýningu. Frumsýning | Söngskólinn í Reykjavík heiðrar minningu Mozarts Morgunblaðið/Kristinn Nemendur Söngskólans voru kátir að lokinni sýningu. Leikstjórinn Sibylle Köll í fangi Ásgeirs Páls Ágústssonar. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Egill Páll Pálsson sem leikur Tamínó. Helga Björk Arnardóttir sem Næt- urdrottningin ásamt Dagrúnu Hjartardóttur, söngkennara sínum. Jón Ásgeirsson og Garðar Cortes, stjórnandi Töfraflautunnar, voru ánægðir í frumsýningarpartýinu. Töfraflautan í Iðnó THE FOG Mögnuð hrollvekja sem fær hárin til að rísa! VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** F U N FUN WITH DICK AND JANE kl. 6, 8 og 10 THE FOG kl. 10.40 B.I. 16 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20 og 8 FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.45, 5.50, 8og 10.10 FUN WITH DICK AND JAN Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THE FOG kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4, og 6 HOSTEL kl. 8 og 10.10 B.I. 16 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 B.I. 14 DRAUMALANDIÐ kl. 4 STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN 6BAFTA TILNEFNINGARM.A. BESTA AÐALLEIKKONA BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN eee Kvikmyndir.com eee Kvikmyndir.is eee Topp5.is Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Þegar þokan skellur á…er enginn óhultur! eee Rolling Stone

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.