Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 33 S.V. / MBL *** Frá Óskarsverðlauna leikstjóranum Roman Polanski kvikmyndir.is *** m.m.j / KVIKMYNDIR.COM **** S.V / MBL eeeeL.I.N. topp5.is eeeM.M.J. kvikmyndir.com eee H.J. MBL DÖJ, Kvikmyndir.com e e e e VJV, Topp5.is Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“ MUNICH kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára. MUNICH VIP kl. 8 PRIDE AND PREJUDICE kl. 5 - 8 - 10:40 OLIVER TWIST kl. 5 - 8 B.i. 12 ára. JARHEAD kl.10:40 B.i. 16 ára. RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 5 KING KONG kl. 10 B.i. 12 ára. Litli Kjúlli M/- Ísl tal. kl. 4.20 MUNICH kl. 5 - 8.15 - 10 B.i. 16 ára. OLIVER TWIST kl. 5 B.i. 12 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 8 DOMINO kl. 10.30 B.i. 16 ára. KING KONG kl. 6 B.i. 12 ára. FUNWITHDICKANDJANEkl.8og10 RUMOR HAS IT kl. 8 HOSTEL kl. 10 B.i. 16 MUNICH kl. 8 B.i. 16 ára DOMINO kl. 8 B.i. 16 ára JARHEAD kl.10:15 B.i. 16 ára SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KRINGLUNNI SAMBÍÓ KEFLAVÍK KÍNVERSK-ÍSLENSKA menning- arfélagið og Félag Kínverja á Ís- landi efndu til drekadans niður Laugaveginn á laugardaginn í til- efni kínverska nýársins, en það hófst í gær. Í þetta sinn byrjaði „ár rauða hundsins“. Gengið var niður Laugaveg og Bankastræti, vestur Austurstræti, Pósthússtræti og um Austurvöll að ráðhúsinu. Í göngunni var m.a. 15 metra langur litríkur dreki, sem elti perlu, og slag- verksleikarar. Að loknum dansi var sýning á taichi-leikfimi, kungfu- og wushu- bardagalist í Tjarnarsal Ráðhúss- ins. Þetta var í annað sinn sem efnt var til drekadans í Reykjavík og tóku margir þátt í göngunni. Ár rauða hundsins gengið í garð Að loknum dansi var m.a. sýning á taichi-leikfimi í Tjarnarsal Ráðhússins. Morgunblaðið/Golli Í drekadansinum var m.a. þessi fimmtán metra langi og litríki dreki sem vildi hafa fjör í kringum sig. Fjöldi fólks lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með dansinum. Fögnuður | Kínverskur drekadans niður Laugaveginn FRIÐARHORFURNAR á milli hinna fornu fjenda, araba og Ísr- aelsmanna, hafa sjaldan verið ískyggilegri en eftir atburði síðustu daga. Munich, stórfengleg ádeilan hans Stevens Spielbergs, getur því tæpast verið betur tímasett þó svo hún fjalli á ytra borðinu um atburði sem gerðust fyrir röskum þremur áratugum. Nafnið dregur hún af blóðbaðinu tengdu Ólympíu- leikunum í borginni árið 1972, en um- fjöllunarefnið er eftirhreyturnar. Þetta voru ógnartímar pólitískra öfgahópa sem spruttu upp eins og gorkúlur víða um heim. Hvað mest áberandi voru Rauðu herdeildirnar, sem teygðu anga sína vítt og breitt. Japanskir morðhundar sem kenndu sig við samtökin unnu t.d. voðaverk á flugvellinum í Tel Aviv; Baader- Meinhof; hinn palestínski Svarti september, sem var armur El Fatah- hreyfingar Palestínumanna. Það voru liðsmenn Svarta september sem tóku í gíslingu ísraelsku íþrótta- mennina ellefu og allur heimurinn stóð á öndinni. Gíslatakan endaði með allsherjarklúðri þegar þýskar sérsveitir hugðust bjarga málunum og „björgunaraðgerðirnar“ enduðu með hörmungum. Ísraelsmennirnir féllu allir fyrir hendi arabanna sem síðar lágu allir í valnum utan þrír, fyrir byssukúlum Þjóðverjanna. Spielberg notar atburðina, m.a. ógleymanlegar beinar sjónvarps- sendingar, sem inngang að sinni áhrifaríkustu mynd frá upphafi, hefndarsögunni um viðbrögð Goldu Meir og ríkisstjórnar hennar, og veltir fyrir sér í leiðinni ýmsum spurningum um eftirleikinn, ekki síst siðferðislegum. Forsætisráðherrann Meir (Lynn Cohen) velktist ekki í vafa um hvað gera skyldi, smalaði saman fimm manna hópi bestu atvinnumorðingja, tengdra Mossad, leyniþjónustu Ísr- ael. Hlutverk hans: Að drepa 11 skotmörk tengd slátruninni í München. Fyrir hópnum fer Avner (Bana), langsjóaður fyrrverandi stríðsmaður Mossad. Frú Meir telur hann á að koma aftur til starfa og leiða fimm- menningana sem hann hittir einn af öðrum. Þeir eru ólíkir að yfirbragði en allir knúnir áfram af hefnd- arþorsta og trúnaði við málstaðinn; Ísraelsmaðurinn Carl (Hinds), Steve (Craig), frá S-Afríku, belgíski sprengjusérfræðingurinn Robert (Kassovitz) og Þjóðverjinn Hans (Zischler). Avner fær ótakmarkað fé til að fjármagna aftökurnar og alla hugsanlega hjálp frá Mossadmann- inum og tengiliðnum Ephraim (Rush). Opinberlega hafa frú Meir og stjórnvöld í Ísrael ekki minnstu hugmynd um tilvist hópsins. Nú tekur við langvinn leit sem berst vítt um Evrópu þar sem skot- mörkin eru tínd upp, eitt af öðru, með mikilvægri hjálp franskra feðga og fleiri milliliða. En aðgerðirnar hafa samhliða óvænt áhrif á Avner. Hann á sjálfur konu og nýfæddan son og því dýpra sem hann sekkur í sívaxandi fossandi blóðflóð fórn- arlambanna, því meiri verður kvölin og efinn um réttmæti drápanna. Vitanlega er Munich umdeild mynd og eldfim og hefur fallið í mis- jafnan jarðveg hjá bæði Ísraelum og Palestínumönnum, því hún tekur róttæka afstöðu. Spielberg er jú einu sinni stærsta nafnið í kvikmynda- heiminum og einn frægasti gyðingur samtímans. Hann vildi ekki sitja lengur aðgerðalaus hjá, kvaddi um sinn afþreyingarmylluna, og reynir að gæta hlutleysis í frásögninni og draga fram í dagsbirtuna firringuna, ofbeldið og hatrið. Hann fékk til liðs við sig leikritaskáldið Tony Kushner til að betrumbæta handrit Erics Roths, sem byggt er á Vengeance: The True Story of an Israeli Count- er-Terrorist Team, umdeildri bók eftir George Jonas. Þeir gagnrýna blóðugt hefndarferlið: „Ef við drep- um einn af þeim drepa þeir einn af okkur.“ Eitthvað á þá leið segir Avn- er þegar honum er orðið nóg boðið og búinn að sjá í gegnum tilgangs- leysi hefndarinnar. Orðið ljóst að verkin hans verða síður en svo til að stilla til friðar á milli fjandmann- anna. Þeir Spielberg undirstrika skoð- anir sínar enn frekar í táknrænu lokaatriði í Brooklyn, þegar kvik- myndatökuvélinni er beint yfir Aust- urá og fryst á Tvíburaturnunum. Þrjátíu ár eru liðin og hvaða gagn hefur endalaust blóðbað og djöf- ulgangur gert annað en að ala á linnulausri hringrás ofbeldisverka? Sjálfsagt hefur frú Meir vonað að hefndaraðgerðirnar byndu enda á hryðjuverkastarfsemina sem beitt var gegn þegnum hennar í síauknum mæli. Lítið vitum við sem fyrr um af- leiðingar gjörða vorra. Munich er sláandi mynd og í alla staði vel gerð og Spielberg, sem hvíl- ir okkur á brellum og öðrum þreytt- um vörumerkjum sínum, á heiður skilinn fyrir dug og þor, fyrir utan gamalkunna fagmennskuna. Von- andi opnar hans kvalafyllsta en besta mynd um árabil augu fleiri en hins almenna áhorfanda. Munich er tíma- bært stórvirki sem á erindi við alla. Auga fyrir auga „Munich er sláandi mynd og í alla staði vel gerð,“ segir m.a. í dómnum. KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalleik- arar: Eric Bana, Daniel Craig, Ciarán Hinds, Mathieu Kassovitz, Hanns Zischler, Geoffrey Rush, Ayelet Zurer, Michael Lonsdale, Mathieu Amalric. 165 mín. Bandaríkin 2005. Munich  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.