Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Matthea KatrínPétursdóttir fæddist á Svínahóli í Dölum 2. ágúst 1948. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 22. janúar sl. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Jóhannes- dóttir ljósmóðir, f. 10. ágúst 1913, d. 27. ágúst 1981, og Pétur Matthíasson verkamaður, f. 11. apríl 1905, d. 25. mars 1981. Systkini hennar voru Auður, sjúkraliði, f. 13. sept. 1941, og Jóhannes Halldór, bifreiða- stjóri, f. 14. sept. 1946, d. 7. nóv. 1987. Hinn 13. apríl 1968 giftist Matthea Ólafi Kolbeini Einars- syni, f. 10. júlí 1947, d. 12. des. 1971. Sonur þeirra er Snæbjörn, f. 28. jan. 1967. Hinn 20. júlí 1974 giftist Matthea Sigurði Grétari Eggertssyni trésmið, f. 6. mars 1946. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ágústa Dröfn, f. 15. apríl 1973. Son- ur hennar er Krist- ian Rodriguez, f. 26. júní 1993. Sambýlis- maður Ágústu er Lýður Ásgeirsson sjómaður, f. 14. mars 1968. Dóttir hans er Hekla Rún, f. 4. júní 1997. 2) Hilmir Freyr, verk- stjóri, f. 17. jan 1976. Sambýliskona hans er Svanhildur Jóna Erlingsdóttir, f. 10. maí 1984. 3) Eva Björg, f. 28. apríl 1983. Sonur hennar er Hlyn- ur Yngvi Guðmundsson, f. 15. maí 2003. Unnusti hennar er Aðal- steinn Jóhannsson. Matthea vann ýmis störf, lengst af við gangavörslu og ræstingar og sem skólaliði, fyrst í Seljaskóla og síðan Rimaskóla frá stofnun hans. Útför Mattheu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hvernig byrjar maður á að skrifa minningargrein um móður sína sem deyr um aldur fram og maður er ekki sáttur? Tómarúmið og söknuðurinn er svo mikill að mig verkjar. Það tók krabbameinið ekki langan tíma að ná undirtökunum en þú áttir góða tíma í sumar. Svo kom haustið og þú hringdir í mig í vinnuna og sagðir að það hefðu fundist meinvörp í heilan- um. Ég brotnaði gjörsamlega en þú með þínu æðruleysi sagðir: „Elsku Ágústa, við tökum bara á þessu eins og fólk og sigrumst á þessu eins og öðru.“ Ég vissi að það yrði ekki langt þangað til ég þyrfti að kveðja þig en vonaði alltaf og bað til guðs að þú fengir að vera hjá okkur þar til börn- in fæddust. Þú hefur verið mér svo miklu meira en bara mamma, líka vinkona. Þú komst svo oft við heima eftir vinnu til að segja „hæ, bara at- huga hvernig þið hafið það“, og hélst svo göngunni áfram heim. Þegar ég var sem neikvæðust reyndir þú að sýna mér ljósið og allt það jákvæða sem ég átti í lífinu. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta, hjálpa til og varst alltaf svo sátt. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra og svo þig. Þegar ég sagði þér að við Lýður ættum von á tvíburum varstu yfir þig hrifin en smeyk líka en sagðir: „Við hjálpumst bara að, þetta verður allt í lagi.“ Ég get ekki hugsað það til enda að þú verðir ekki með okkur hér en veit að þú fylgist með okkur og passar tví- burana og Kristian sem er búinn að missa ömmu sína. En vertu óhrædd, elsku mamma, við Kristian munum segja þeim frá þér því að við eigum svo margar góðar minningar um þig sem enginn getur tekið frá okkur. Ég gæti setið hér endalaust og skrifað um það sem þú hefur gert fyrir mig og alla þína mannkosti en sumt verðum við að hafa fyrir okkur. Ég vil nota tækifærið og þakka samstarfsfólki móður minnar í Rimaskóla fyrir ómetanlegan stuðn- ing og hlýju í gegnum veikindi henn- ar. Þið eruð einstök. Guð blessi ykkur öll. Elsku mamma, ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum og styrkja. Ég elska þig og sakna þín meira en orð fá lýst. Ástarkveðja. Þín dóttir Ágústa. Mig langar að minnast elskulegrar móður minnar í örfáum orðum og þakka henni fyrir að hafa ávallt stutt mig í gegnum lífið og verið til staðar fyrir mig. Þegar ég var fimmtán ára skildu foreldrar mínir. Við systkinin ólumst öll upp hjá mömmu. Þar sem við vorum fjögur má geta sér til um þann kraft og áræði sem til þurfti til að ala upp hópinn og koma honum á legg. Allt hennar líf snerist um okk- ur systkinin og síðar barnabörnin. Það var henni því þungbært þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún gæti ekki séð barnabörnin vaxa úr grasi. Á þessu ári munu fæðast þrjú barnabörn til viðbótar og munum við systkinin sjá til þess að halda minn- ingu hennar á lofti. Elsku mamma mín, takk fyrir allt og allt. Megi guð geyma þig. Þinn sonur Hilmir Freyr. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni, – eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, – eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (M. Joch.) Látin er langt fyrir aldur fram móðir okkar og amma, Matthea (Matta) Katrín Pétursdóttir. Hún greindist fyrir nokkru með krabba- mein sem ekki varð við ráðið. Hún brást við veikindum sínum með fá- dæma æðruleysi, gerði gott úr öllu eins og hennar var vandi og hugsaði mest um þá sem stóðu hjarta hennar næst. Stundum er talað um hversdags- hetjur, það fólk sem lifir lífi sínu og starfar bak við tjöldin en lyftir þrátt fyrir það grettistökum. Mamma var ein þessara hetja. Þetta vitum við best börn hennar og barnabörn, sem hún studdi jafnan með ráðum og dáð í blíðu og stríðu. Mannkostir hennar nýttust ekki síst í starfi hennar í Rimaskóla þar sem hún naut hylli barnanna sem og samstarfsfólks. Jákvæð lífsafstaða, rólyndi og gott skap gerði það að verkum að skyldmenni jafnt sem vandalausir gátu alltaf leitað til hennar í þeirri fullvissu að hún mundi hlusta og reyna að leysa hvers manns vanda. Sérstaklega reyndist hún okkur, börnum og barnabörn- um, mikil stoð og verður það seint fullþakkað. Í ömmu fundum við börnin og barnabörn bæði okkar besta vin og félaga. Þegar mamma kvaddi þenn- an heim vissi hún að von væri á þremur nýjum ömmubörnum og til- hugsunin um komu þeirra gladdi hana mjög. Við, börn og barnabörn, erum því ekki aðeins að kveðja móð- ur okkar og ömmu, heldur jafnframt okkar besta vin og félaga. Því er við hæfi að kveðja með orðum Jónasar Hallgrímssonar er hann horfði syrgjandi á eftir vini sínum: Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Við þökkum samstarfsfólki henn- ar í Rimaskóla fyrir þá hlýju og þann stuðning sem þau hafa veitt okkur á þessum erfiðu tímum. Elsku mamma og amma, guð geymi þig í ljósinu. Börn og barnabörn. Elsku amma, það er leitt að þú skulir vera dáin. Ég sakna þín rosa- lega mikið. Ég man þegar þú komst oft með snúð og kókómjólk eftir vinnu. Það var svo gaman. Svo líka þegar við fórum til Spánar, ég fékk útbrotin á bakið og þú klóraðir mér. Svo þegar ég kom þér til að hafa áhuga á Formúlunni þá horfðum við oft á hana saman. Leitt að þú getir ekki kynnst tvíburunum og barninu hans Hilla. Svo mun Hlynur kannski ekkert muna eftir þér. Ég mun aldrei gleyma þér. Guð, passaðu ömmu fyrir mig og alla. Sakna þín rosamikið. Kveðja. Kristian. Matta mágkona mín er látin. Bar- átta hennar við krabbameinið tók á annað ár. Það var tími ótta sem alltaf blundaði undir niðri þrátt fyrir góðar vonir um stund, síðan kom bakslagið. Matta var ekki gefin fyrir stórar bar- áttuyfirlýsingar og kunni illa að kvarta en hún tókst á við vágestinn af þessari hæglátu seiglu sem ein- kenndi hana. Gafst ekki upp, ætlaði að sigra. Undir lokin var markmiðið að fá að sjá barnabörnin þrjú sem eru á leiðinni í heiminn. En það auðnaðist henni ekki. Tvo dóttursyni átti hún, rauðkolla sem hún veitti ómælda ást og skjól og þeir nutu þess sannarlega. Synd að þau sem nú eru á leiðinni skuli missa af ömmu sinni en ég treysti foreldrum þeirra til að flytja hlýju hennar og um- hyggju áfram til þeirra. Umhyggju, sem börnin hennar sýndu svo vel þegar veikindin ágerðust og allt fram á síðustu stundu. Lífið lék ekki alltaf við hana. Það var ólýsanlegt áfall að missa fyrri manninn sinn sviplega um leið og þau voru að koma sér fyrir í ný- byggðu húsi. Margt fleira var henni mótdrægt en úr því gerði hún lítið og góðu stundunum með börnum, barnabörnum og góðum vinnufélög- um fjölgaði. Matta vann lengi í skólum sem gangavörður og skólaliði. Þar kom hennar hægláta hlýja að góðum not- um. Hún var einstaklega óáleitin og gerði litlar kröfur til annarra fyrir sjálfa sig en lagði rækt við að sinna því vel sem henni var trúað fyrir. Enda safnaði hún ekki veraldlegum auði. Hún hefði örugglega gert lé- lega kaupréttarsamninga fyrir sjálfa sig ef hún hefði fengið slíkt tækifæri. En hún vann sér inneign í hugum fólks sem hún vann með. Um það ber vitni einstök hugulsemi og umhyggja starfsfólks Rimaskóla í veikindum hennar. Ég votta börnum hennar, barna- börnum og öðrum vandamönnum mína innilegustu samúð. Haraldur Finnsson. Mig langar að minnast Möttu, fyrrverandi mágkonu minnar, með nokkrum orðum. Það eru liðin þrjá- tíu og þrjú ár síðan hún kom inn í fjölskylduna þegar hún og bróðir minn byrjuðu að vera saman. Hún hafði með sér lítinn strákhnokka á sjötta ári sem Snæbjörn heitir. Hún var þá og alla tíð síðan bæði hæglát og yfirveguð. Það fjölgaði síðan hjá þeim og loks voru systkinin orðin fjögur. Hún var alla tíð mjög góð mamma og hafði gaman af börnum. Hún vann því svo að segja allan sinn starfsaldur með börnum í Seljaskóla og síðan í Rimaskóla þar til heilsan gaf sig. Það eru um tvö ár síðan hún fékk þennan illvíga sjúkdóm sem sigraði hana að lokum. Þegar hún fékk þetta fyrst þá tók hún þessu eins og hverju öðru hundsbiti og sigraði. Hún byrjaði að vinna aftur eins og ekkert hefði í skorist. Síðan blossaði þetta upp aftur og nú varð ekki við neitt ráðið. Það var aðdáunarvert hvað systk- inin stóðu þétt við bakið á henni í bæði skiptin og var hún varla ein í nokkurn tíma. Þau skiptust á að vera hjá henni hvort sem hún var heima eða inni á sjúkrahúsi. Matta mín, við hittumst aftur þeg- ar þar að kemur. Elsku Snæbjörn, Ágústa, Hilmir, Eva, Kristian, Hlynur og aðrir að- standendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vilberg Ágústsson. Í dag kveðjum við Möttu frænku með söknuði og þökkum fyrir mikla hlýju og væntumþykju í okkar garð. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Snæbjörn, Ágústa, Hilmir, Eva og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Guðbjörg, Steinunn, Pétur Ingi og fjölskyldur. Kveðja frá Rimaskóla „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.“ Þessi dýrmætu orð úr dæmisögu Krists áttu við hinn góða og trúa þjón. Þau koma mér í hug, nú þegar ég skrifa kveðjuorð um Mattheu Katrínu Pétursdóttur, kæran samstarfsmann til margra ára við Rimaskóla. Matta, eins og við samstarfsfólk hennar í skólanum kölluðum hana, var ráðin sem ganga- vörður við upphaf skólastarfs í Rimaskóla haustið 1993. Hún var eini gangavörður skólans fyrsta vet- urinn. Sem einn af frumkvöðlum skólastarfsins átti Matta sinn þátt í að móta jákvæðan skólabrag í nýju og fjölmennu hverfi. Hún hafði gott lag á að umgangast börnin og reynd- ist einstaklega skilningsrík og næm á líðan þeirra. Matta hafði ríka þjón- ustulund og veitti öllum börnum, stórum sem smáum, öryggi og vellíð- MATTHEA KATRÍN PÉTURSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR GUÐNASON Hóli, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu föstudaginn 27. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristjana S. Svavarsdóttir, Anna Kristín Hjálmarsdóttir, Jón Ben Ástþórsson, Guðni Hjálmarsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir, Óskar Arason, Ásta Hjálmarsdóttir, Magnús Kristinsson, Margrét Hjálmarsdóttir, Björn G. Sigurðsson, Ólafur Hjálmarsson, Brynja D. Ingadóttir og barnabörn. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, ÖRN HILMAR RAGNARSSON, andaðist 27. janúar á Landspítalanum við Hring- braut. Útför verður frá Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið. Margrét Ragna Arnardóttir, Hrafn Sigvaldason, Stefán Örn, Sigmundur Freyr, Birgir Hrafn, Valdimar Þór, Víktoría Huld, Davíð Ragnarsson, vinir og vandamenn. Bróðir okkar og frændi, JÓHANNES JÓNSSON Húsanesi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtu- daginn 26. janúar. Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður frá Búðakirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 13.00. Systkini hins látna og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.