Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 36
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR FISKELDI Sími 568 6625 BORIS Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, kemur hingað til lands í næstu viku til að taka þátt í hátíðahöldum til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Ís- lendinga í skák. Spasskí mun flytja erindi um alþjóðlegan skákferil Friðriks á málþingi sem Skák- samband Íslands stendur fyrir 11. febrúar næstkomandi. Jafnhliða skákmótinu verður haldið hrað- skákmót, Friðriksmótið, sem allir sterkustu skákmenn landsins taka þátt í. Spasskí tefldi við Robert Fischer um heimsmeistaratitilinn í skák hér á landi árið 1972, sem frægt varð, og laut í lægra haldi fyrir Fischer, sem vann titilinn. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, sagði Spasskí myndu koma um aðra helgi ásamt konu sinni og verða sérstakur heiðursgestur á mál- þinginu, þar sem hann myndi flytja erindi um kynni sín af Friðriki og sýn sína á feril hans, skákstíl og arf- leifð hans í skákheiminum. Á meðal bestu öldunga Guðfríður Lilja sagði að Friðrik hefði verið einn sterkasti skákmað- ur heims þegar hann var upp á sitt besta. Það væri engin spurning og það hefði verið sagt á sínum tíma í þekktum og virtum tímaritum að ekkert stórmót gæti farið fram í skák nema Friðrik væri á meðal þátttakenda. Þau væru einnig sann- færð um það enn þann dag í dag að Friðrik væri á meðal bestu skák- meistara í flokki öldunga. Spurð hvort Spasskí myndi hitta Fischer meðan á dvöl hans stæði hér á landi sagðist hún reikna með því, en það yrði örugglega fjarri kastljósi fjölmiðlanna. Málþingið hefst klukkan 14 ann- an laugardag, 11. febrúar. Friðriks- mótið hefst klukkan 17 sama dag. Hvort tveggja fer fram í aðalútibúi Landsbanka Íslands í Austur- stræti, en Landsbankinn er bak- hjarl viðburðanna. Hátíðahöld til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga Spasskí á leið til landsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Boris Spasskí mun flytja erindi um skákferil Friðriks Ólafssonar. HÆGT er að tvö- til þrefalda íbúafjölda Vesturlands, að lágmarki, næstu 10 til 15 árin, að því er fram kom í erindi sem Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptahá- skólans á Bifröst, hélt á ráðstefnu um framtíð Vesturlands sem fram fór á föstudag. Runólfur sagði að nú ættu sér stað umfangsmiklar samfélagsbreytingar á Ís- landi. Störfum í frumframleiðslu fækkaði en ný störf yrðu til í þekkingar- og þjón- ustustarfsemi. Þessar breytingar sköp- uðu hvergi á landinu önnur eins tækifæri og á Vesturlandi. Rakti Runólfur þetta meðal annars til þess hversu vel svæðið væri staðsett með tilliti til höfuðborg- arinnar. Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, benti í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni á að ýmislegt væri ólíkt með aðstæðum fólks á Vesturlandi. „Syðst er fólksfjöldinn, þar er mikil uppbygging í stóriðju fyrirsjáanleg og einnig komandi risauppbygging í hafn- arstarfsemi,“ sagði Grétar Þór. Mörg minni sveitarfélaganna væru hins vegar nyrst og vestast á svæðinu. Á þessum svæðum hefði fólk haft lifibrauð af gömlu frumvinnslugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði. | 10 Hægt að marg- falda íbúafjölda Vesturlands ÁLFTIN Svandís sást ásamt stálpuðum ungum sínum á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í gær. Þangað hefur hún haldið á hverju vori undanfarin 12 ár, en nú er enn miður vetur og þykir um landið, svo sem á Mývatni, í Lóni og á fleiri stöðum. Álftir sem leggjast í ferðalög á vetrum snúa venjulega aftur hingað til lands seinnipart aprílmánaðar, að sögn Ævars. ur og haldið til Bretlandseyja líkt og 90% íslenskra álfta gera ár hvert. Flestar þær álftir sem dveljast hér á landi yfir veturinn haldi sig á Reykjavíkurtjörn, en þær megi þó finna hér og þar álftin því hafa snúið til heima- haga sinna óvenjusnemma í ár. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur allt eins víst að Svandís hafi hreint ekki yfirgefið Ísland í vet- Morgunblaðið/Kristinn Álftin Svandís óvenjusnemma á Bakkatjörn HÁTT gengi krónunnar kemur illa við sjávarút- vegsfyrirtæki á landinu og er kúfiskvinnslan á Þórshöfn eitt af mörgum dæmum um það. Kú- fiskvinnsla hefur legið niðri um hríð hjá Íslensk- um kúfiski ehf., dótturfyrirtæki Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar, en skip félagsins, Fossá, hefur verið bundið í höfn síðan í október. Á kúfiskverksmiðjunni voru á síðasta ári gerðar miklar endurbætur og þróunarvinna er nú í gangi varðandi nýjar afurðir og vinnslu. Meðan gengið er svona óhagstætt halda menn hins vegar að sér höndum og kúfiskfinnslan verður í biðstöðu þar til ytri aðstæður verða hagstæðari, að sögn Björns Ingimarssonar, stjórnarformanns Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar. Ekki stendur þó til að leggja verksmiðjuna niður að hans sögn. Kúfiskveiðiskipið Fossá ÞH 362 kom til heimahafnar á Þórshöfn í febrúar árið 2001 eftir tveggja mánaða siglingu frá Kína. Skipið var smíðað í Huangpu-skipasmíðastöðinni í Gung Zhou í Kína, en það var hannað af Ráðgarði – skiparáðgjöf. Skipið kostaði 170 milljónir króna og voru bundnar miklar vonir við það í heima- byggð. Engin kúfiskvinnsla á Þórshöfn síðan í haust Morgunblaðið/Líney Fossá hefur legið við bryggju frá því í október. Eftir Líneyju Sigurðardóttur MIKIL áhersla er lögð á um- hverfisvernd í rammaskipulagi fyrir Urriðaholt í Garðabæ, sem kynnt var fyrir helgi. Fyrsti áfangi uppbyggingar á svæðinu verður væntanlega neðst í holtinu næst Urriða- vatni, en þar er gert ráð fyrir 240–250 íbúð- um á svæðinu næst vatninu og þá einkum í sérbýli en einnig í fjölbýlishúsum. Svonefndar sjálfbærar ofanvatnslausnir gegna miklu hlutverki í skipulaginu. Þær fela það í sér, að yfirborðsvatn er látið síga niður í jarðveginn í hlíðinni niður að Urr- iðavatni, en einnig er yfirborðsvatn leitt burt um sérstakar rásir, sem ganga í gegn- um byggðina meðfram götum og út í græna geira í byggðinni. Þar liðast vatnið í lækjum niður hlíðina í settjarnir á leið sinni niður að Urriðavatni. | Fasteignablaðið Áhersla lögð á umhverfisvernd STÆRSTI árgangur Íslandssög- unnar útskrifast í vor úr grunnskól- um landsins og hafa forsvarsmenn Heimilis og skóla, landssamtaka for- eldra, áhyggjur af því ástandi sem kann að skapast við innritun í fram- haldsskóla landsins verði ekkert að gert. Þetta segir Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Undanfarin vor hafa myndast mikil vandamál við skráningu í fram- haldsskóla landsins; sumir nemend- ur hafa ekki fengið svör við því hvort þeir hafi komist inn í skólann fyrr en í ágúst og skólarnir hafa verið að bæta við nemendum á síðustu stundu,“ segir Elín. Hún fagnar skipun starfshóps menntamálaráðu- neytisins, sem á að kanna mögulega kosti vegna byggingar nýrra fram- haldsskóla, en hefur þó áhyggjur af því að of seint sé brugðist við. Stærsti árgangurinn að útskrifast ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.