Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Kjör formanns Neytendasamtakanna Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna skal kjör formanns fara fram það ár sem reglulegt þing Neytendasamtakanna er haldið. Í 12. grein laga Neytendasamtakanna segir svo um kjör formanns: „Framboð til formanns skulu berast stjórn Neytendasamtakanna eigi síðar en fyrir lok febrúar þess árs sem reglulegt þing er haldið. Framboði til formanns skulu fylgja meðmæli 25 skuldlausra félagsmanna hið fæsta en 50 skuldlausra félagsmanna hið flesta.“ Í samræmi við þetta auglýsir stjórn Neytenda- samtakanna eftir framboðum til formanns Neytendasamtakanna vegna næsta kjörtíma- bils (2006—2008) sem hefst frá og með þingi Neytendasamtakanna í haust. Framboðum ásamt lista yfir meðmælendur skal skilað á skrifstofur Neytendasamtakanna í Reykjavík eða á Akureyri, eigi síðar en kl. 16:00 þann 28. febrúar 2006. Einnig er hægt að senda framboð ásamt lista yfir meðmælendur í pósti og má dagsetning póststimpils ekki fara fram yfir 28. febrúar 2006. Reykjavík, 30. janúar 2006. F.h. stjórnar Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, formaður. Auglýsing um deiliskipulag í Leirár- og Melahreppi, Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deili- skipulagi fyrir Svínahús í landi Mela, Leirár- og Melahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri byggingu, allt að 34x100 m að stærð. Mesta hæð húss verði 5,7 m. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmál- um liggur frammi hjá oddvita á Eystri-Leirár- görðum frá 30. janúar 2006 til 27. febrúar 2006 á venjulegum skrifstofutíma. Þeim, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflegum til oddvita, Marteins Njálssonar, Eystri-Leirár- görðum, fyrir 13. mars 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi, Ólafur K. Guðmundsson. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, föstudaginn 3. febrúar 2006 kl. 10.00. Ísborg ÍS-250, sk.skr.nr. 0078, þingl. eig. Kuldaklettur ehf., gerðar- beiðandi Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 27. janúar 2006. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Félagslíf  MÍMIR 6006013019 I  HEKLA 6006013019 VI  GIMLI 6006013019 III Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn GÚSTAF Adolf Skúlason, forstöðu- maður stefnumótunar- og sam- skiptasviðs Samtaka atvinnulífsins, gerir athugasemdir við ummæli for- manns Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, Árna Finnssonar, í Morgun- blaðinu í gær, sunndaginn 29. janúar. Þar sé haft eftir Árna að margar þeirra spurninga sem lagð- ar hafi verið fyrir hann í spurn- ingavagni IMG Gallup á dögunum – og hann kýs að telja að hafi verið könnun sú sem unnin var að beiðni Samtaka atvinnulífsins og kynnt á ráðstefnunni Orkulindinni Ísland föstudaginn 27. janúar – sé ekki að finna á vefsíðu Samtaka atvinnulífs- ins og haft er eftir Árna að senni- lega henti það ekki SA, segir Gústaf Adolf í athugasemd sem borist hef- ur Morgunblaðinu. „Samtök atvinnulífsins hafa eng- ar upplýsingar um það hvaða spurn- ingar IMG Gallup kann að hafa lagt fyrir Árna Finnsson. Skemmst er þó frá því að segja að umrædd könnun sem IMG Gallup gerði að beiðni Samtaka atvinnulífsins var kynnt í heild sinni á fyrrnefndri ráð- stefnu á föstudaginn var, af Þóru Ásgeirsdóttur, forstöðumanni við- horfskannana hjá IMG Gallup. Eng- ar spurningar könnunarinnar voru þar undanskildar og vandséð hví svo hefði átt að vera. Ráðstefnuna sátu á fjórða hundrað manns, hún var öllum opin og aðgangur ókeypis. Fáeinum mínútum eftir erindi Þóru var kynning hennar sett á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins og hefur könnunin í heild því verið öllum að- gengileg þar frá því fyrir kl. 14:00 föstudaginn 27. janúar sl. Fjöl- miðlar hafa greint frá ýmsum af helstu niðurstöðum könnunarinnar, sem í stuttu máli má draga saman á þann hátt að mikill meirihluti Ís- lendinga sé fylgjandi áframhaldandi nýtingu íslenskra orkuauðlinda, meðal annars vegna áliðnaðar. Framangreind ummæli formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands sæta því furðu en nákvæmlega eng- inn fótur er fyrir þeim aðdróttunum sem þar er að finna,“ segir Gústaf Adolf. Segir ummæli formanns Náttúru- verndarsamtaka Íslands sæta furðu ÁRSFUNDUR Rannsóknastofn- unar í hjúkrunarfræði var haldinn 26. janúar sl. að viðstöddu fjölmenni hjúkrunarfræðinga. Yfirskrift fund- arins var „Öflugt doktorsnám í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði – öllum til heilla“. Herdís Sveinsdóttir, prófessor og formaður stjórnar Rannsóknastofn- unar í hjúkrunarfræði, gerði grein fyrir áherslum í starfi stofnunar- innar sem miða að því að efla rann- sóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóð- urfræði. Að sögn Herdísar hefur mikil gróska verið í rannsóknum þessara hópa undanfarin ár þrátt fyrir að þær búi við þrengri fjár- hagslegan kost en aðrar sambæri- legar klínískar greinar innan HÍ. Þá ávarpaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fundinn. Kom fram í máli hennar hversu veigamiklu hlutverki Háskól- inn gegnir í rannsóknum hér á landi og hversu sterk staða skólans er á því sviði. Ráðherra ítrekaði stefnu stjórnvalda sem fram kemur í álykt- un Vísinda- og tækniráðs frá 19. des- ember sl. sem er að leggja áherslu á eflingu doktorsnáms á Íslandi, þar með talið í heilbrigðisvísindum. Greindi hún jafnframt frá því að unnið væri að rammalögum um há- skóla þar sem settar verða fram skýrar reglur um doktorsnám og gæði þess. Doktorsnám afar mikilvægt fyrir heilbrigðisstofnanir Hjúkrunarforstjóri LSH, Anna Stefánsdóttir, ræddi í erindi sínu gildi þess að doktorsmenntaðir hjúkrunarfræðingar starfi á heil- brigðisstofnunum. Sagði hún hjúkr- unarfræðinga með doktorsnám ótví- rætt hafa sannað gildi sitt innan LSH. Sú þekking og þjálfun sem doktorsnám felur í sér eykur innsýn og færni í samþættingu fræða og starfs í hjúkrun. Kristín Björns- dóttir, dósent, formaður rannsókn- anámsnefndar við hjúkrunar- fræðideild HÍ fjallaði um doktorsnám í hjúkrunarfræðideild. Greindi hún frá ferli námsins við deildina og hvatti hjúkrunarfræð- inga og ljósmæður til að sækja sér framhaldsnám og efla þannig fag sitt skjólstæðingum sínum til heilla. Heiðursgestir fundarins voru hjúkrunarfræðingarnir Ingibjörg R. Magnúsdóttir, fyrrverandi náms- brautarstjóri námsbrautar í hjúkr- unarfræði og Guðrún Árnadóttir. Ingibjörg hafði sl. haust fært rann- sóknastofnun eina milljón krónur að gjöf til stofnunar sjóðs sem ætlað er að styrkja doktorsnemendur í hjúkr- un. Guðrún færði stofnuninni inn- bundin Tímarit hjúkrunarfræðinga frá upphafi útgáfu þess til ársins 1993. Undir lok ársfundar steig ungur frændi Ingibjargar, Magnús Friðrik Guðrúnarson, og afhenti sjóðnum eitt hundrað þúsund krónur að gjöf. Ástæður gjafar sinnar sagði hann vera að hann ætti sterka hjúkr- unarfræðinga að og að hann óskaði eftir að hjúkrunarfræðingar rann- sökuðu aðstæður barna. Þeim þrem eru færðar bestu þakkir fyrir höfð- inglegar gjafir. Ársskýrslu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði er að finna á heima- síðu hennar þar sem einnig er að finna upplýsingar um opinber erindi og málstofur stofnunarinnar. Heimasíða Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði er www.hjukrun.hi.is/page/ hjfr_rannsoknastofnun. Ársfundur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH Mikil gróska í rannsóknum Ljósmynd/Jóra Ingibjörg R. Magnúsdóttir og Guðrún Árnadóttir ásamt frænda Ingibjarg- ar, Magnúsi Friðriki Guðrúnarsyni, sem afhenti sjóði, sem ætlað er að styrkja doktorsnemendur í hjúkrun, eitt hundrað þúsund krónur að gjöf. SAMTÖK um betri byggð skora á borgarstjórnarflokk og frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík að gera grein fyrir stefnu sinni í skipulagi og uppbyggingu á Vatns- mýrarsvæðinu og nefni það ár, sem Reykjavíkurflugvöllur muni í síðasta lagi víkja fyrir byggð. Samtökunum er „umhugað um að frambjóðendur og kjörnir fulltrúar á borgarmála- sviði bjóði kjósendum sínum skýra valkosti í skipulagsmálum“ eins og segir í tilkynningu frá þeim. Í tilkynningunni segir að stjórn samtakanna fagni breyttum áherslum Sjálfstæðisflokksins í skipulagsmálum höfuðborgarinnar og því að flugvöllurinn skuli víkja fyrir miðborgarbyggð í Vatnsmýri og er þar vísað í ummæli oddvita flokksins í borgarstjórn í Morgun- blaðinu í haust um að hann ætli að beita sér fyrir því að Vatnsmýrar- svæðið verði nýtt undir íbúðar- og atvinnubyggð og að innanlandsflugi verði fundin ný staðsetning á næsta kjörtímabili og tekin ákvörðun um nýtt heildstætt skipulag fyrir svæð- ið. Fyrirvari um uppbyggingu „En oddvitinn bætti því við að til þess að þoka málinu áfram þyrfti góða samvinnu borgar og samgöngu- yfirvalda ríkisins, sem hefðu yfir- stjórn og ábyrgð á þessum málum og ættu auk þess 40% af landinu í Vatnsmýri,“ segir í tilkynningu sam- takanna. „Þessi fyrirvari slævir mjög fyr- irheitið um miðborgarbyggð í Vatns- mýri og gerir það óskýrt. Með þess- um orðum framselur oddvitinn í raun skipulagsrétt borgarinnar til samgönguyfirvalda og víkur sér, sem kjörinn borgarfulltrúi, undan þeirri frumskyldu sinni að tryggja skipulagshagsmuni Reykvíkinga.“ Síðar segir: „Samtökin telja að ótvíræð stefna allra frambjóðenda í þessu mikilvægasta hagsmunamáli Reykvíkinga verði að liggja ljós fyrir áður en kjósendur ganga að kjör- borðinu í vor.“ Samtök um betri byggð Kalla eftir stefnu fram- bjóðenda um Vatnsmýrina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.