Morgunblaðið - 19.02.2006, Page 5

Morgunblaðið - 19.02.2006, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 C 5 Löglærður fulltrúi Lögmannastofa í Reykjavík óskar eftir að ráða löglærðan fulltrúa. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf á netfangið gudmundur@advocates.is. Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Ljósmóðir Vegna leyfis ljósmóður við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er laus til umsóknar afleysinga- staða frá febrúar 2006 eða eftir nánara sam- komulagi til 1. september 2007. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða dagvinnu auk gæslu- vakta. Ljósmóðir sinnir mæðravernd, fæðingarhjálp og ungbarnavernd. Ljósmóðir ber faglega ábyrgð á þjónustu skjólstæðinga HSV og ábyrgð í samræmi við starfslýsingu og mark- mið hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja. Hæfniskröfur: Próf frá viðurkenndum skóla ljósmóðurmenntunar og íslenskt starfsleyfi. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, hafa reynslu af al- mennum störfum ljósmæðra og vera sjálfstæð- ur í vinnubrögðum. Umsóknir með upplýsingum, m.a. um mennt- un og fyrri störf, skulu berast til Eydísar Óskar Sigurðadóttur hjúkrunarforstjóra sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið. Drífa Björnsdóttir ljósmóðir veitir einnig upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 3. mars 2006. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Ljósmæð- rafélags Íslands og fjármálaráðherra. Einnig stofnanasamningi HSV. Öllum umsóknum verður að sjálfsögðu svarað Við tökum vel á móti ykkur. Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum, Sólhlíð 10, 900 Vestmannaeyjum. Upplýsinga- og kynningarfulltrúi Laust er starf upplýsinga- og kynningarfulltrúa hjá Fjarðabyggð. Starfsmaður sér jafnframt um kynningarmál sveitarfélaganna; Austur- byggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarð- arhrepps en þau sameinast Fjarðabyggð í júní á þessu ári. Helstu kröfur til umsækjanda eru:  Menntun á sviði upplýsinga- og fjölmiðla- fræða.  Víðtæk þekking og reynsla í upplýsinga- og kynningarmálum.  Þekking á málefnum sveitarfélaga er æskileg. Helstu viðfangsefni eru umsjón með heima- síðu sveitarfélagsins, kynningarmálum og miðlun upplýsinga, móttöku gesta og fram- setningu upplýsingaefnis. Leitað er að metnaðarfullum og ábyrgum ein- staklingi sem annast dagleg upplýsinga- og kynningarmál sveitarfélaganna. Í Fjarðabyggð er atvinnulíf og almennt þjón- ustustig gott. Framundan eru tímar athafna og umsvifa í stórfelldri uppbygging sveitarfé- lagsins þar sem áhersla verður lögð á lífsgæði og fjölskylduvænt samfélag. Upplýsingar veitir forstöðumaður fjármála- og stjórnsýslusviðs, Gunnar Jónsson, gunnar@fjardabyggd.is, sími 470 9062. Umsóknir sendist til forstöðumanns sviðsins, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð fyrir 8. mars 2006 en þá rennur umsóknarfrestur út. Sjá nánar um Fjarðabyggð og starfið á www.fjardabyggd.is 800 7000 - siminn.is Öflugt markaðsséní Síminn leitar að öflugum aðila til að sinna starfi markaðssérfræðings innan markaðsdeildar Símans. Gildi Símans eru fimm: traust, heilindi, lipurð, einfaldleiki og eldmóður. Starfs- menn Símans hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllum störfum sínum. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Umsóknir skulu berast á rafrænu formi í gegnum heimasíðu Símans, www.siminn.is óskast · Markaðsfræðimenntun eða sambærilegt nám skilyrði · Góð skipulagshæfni er nauðsynleg og viðkomandi þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og eiga auðvelt með að vinna með fólki · Reynsla er æskileg en ekki skilyrði Upplýsingar í síma 550 6470 frá kl. 14.00-16.00 alla virka daga. Í umsókn skal koma fram lýsing á náms- og starfsferli sem og nöfn og símanúmer meðmælenda. Hæfniskröfur: AVON snyrtivörur Getum bætt við sölumönnum á mörgum stöð- um á landinu. Há sölulaun. – Nýr sölubæk- lingur. Námskeið og kennsla í boði. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar í síma 577 2150 milli 10 og 17 Avon umboðið Dalveg- ur 16 b Kópavogur - avon@avon.is - www.avon.is - Einn vinnustaður Landslagsarkitekt Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Umhverfissvið Reykjavíkur óskar eftir að ráða landslagsarkitekt til afleysinga í eitt ár. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf landslagsarkitekts á Umhverfissviði felst m.a. í hönnun útivistarsvæða og samskiptum vegna framkvæmda, gerð umsagna og ráðlegginga varðandi útivistarsvæði. Starfið heyrir undir Skrifstofu náttúru og útivistar. Hæfniskröfur: • Reynsla af hönnun útivistarsvæða, þ.m.t. leik- og dvalarsvæði. • Kunnátta í notkun teikniforrita. • Reynsla úr garðyrkju, garðyrkjuskólamenntun er æskileg. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagning í starfi. • Samstarfshæfni, eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli. • Hæfileiki til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi starfsumhverfi. Launakjör fara að kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri í síma 411 8500. Umsóknir skulu berast til Umhverfissviðs Reykja- víkurborgar, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, eigi síðar en hinn 20. febrúar 2006. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar er eitt af sjö fagsviðum Reykjavíkurborgar og samanstendur af skrifstofum Neyslu og úrgangs, Náttúru og útivistar, Staðardagskrár 21, Heilbrigðiseftirlits og vöktunar, sem fyrir utan Hundaeftirlit skiptist í þrjár deildir: Hollustuhætti, Mengunarvarnir og Matvælaeftirlit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.