Morgunblaðið - 19.02.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 19.02.2006, Síða 16
16 C SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Blaðamaður óskast Læknablaðið auglýsir eftir blaðamanni til starfa sem fyrst. Um er að ræða 50-75% starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfið felst í ritun greina, viðtala o.þ.h. um málefni sem tengjast heil- brigðisþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á umbroti og prentvinnslu. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Umsækjendur með háskólapróf njóta forgangs. Launakjör eru samningsatriði, en um starfskjör fer að öðru leyti eftir samningi Blaðamannafélags Íslands. Umsóknarfrestur til 27. febrúar 2006. Umsóknir berist Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, merkt „blaðamennska“. Nán- ari upplýsingar gefur Védís Skarphéðinsdóttir, ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins, vedis@lis.is. Tæknistörf hjá Samey ehf. Við hjá Samey leitum að starfskröftum í eftirtal- in störf. Sjálfvirknilausnir. Tækni- eða verkfræðingur á rafmagns- eða tölvusviði. Starfið felst í tæknivinnu og forritun á sjálfvirknilausnum með iðnaðarþjörkum og einnig lausnum með hefðbundnum aðferðum. Leitum að aðila með fjölþætta starfsreynslu. Verkstæði. Rafvirki með reynslu af töflusmíðum. Starfið felst í töflusmíði og raflögnum á vélbúnaði. Einnig tilfallandi sölu-, viðgerðar- og þjónustustörf. Nánari upplýsingar veitir Þorkell Jónsson í síma 510 5200. Umsóknir óskast sendar á thorkell@samey.is Samey ehf., Lyngási 13, 210 Garðabæ. Lögfræðingur Héraðsdómur Reykjavíkur óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa tímabundið, frá 22. mars til 31. ágúst 2006, í starf samkvæmt 17. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla (aðstoðarmaður dómara). Laun eru greidd samkvæmt kjara- samningi Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjón- ustu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar Ingiríði Lúðvíksdóttur skrifstofustjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur eigi síðar en 10. mars nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560 4920 milli kl. 10.00 og 11.00. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Reykjavík, 15. febrúar 2006. Helgi I. Jónsson, dómstjóri, Dómhúsinu við Lækjartorg 101 Reykjavík heradsdomur.reykjavikur@tmd.is Sími: 560 4900 - Fax: 562 2166. Trésmíðaflokkar óskast í ýmis verk á höfuðborgarsvæðinu Verkfræðistofan Höfn ehf. óskar f.h. umbjóð- enda sinna eftir trésmíðaflokkum í ýmis verk- efni á höfuðborgarsvæðinu, m.a. byggingu hótels í Ingólfsstræti 1 í Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur Ólafur í síma 840 0950 eða oli@hsg.is. Verkfræðistofan Höfn er ung verkfræðistofa á sviði byggingahönnunar með sérhæfingu í verkefnaþróun (e. property development). Verkfræðistofan Höfn ehf., Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík, sími 588 1580, fax 544 4225 — jon@vsh.is Afgreiðslustarf laust Óskum eftir reyndum og öflugum starfskrafti í Kringluna sem þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Um fullt stöðugildi er að ræða. Áhugasamir geta nálgast umsóknareyðublöð sem liggja frammi í verslun okkar í Kringlunni fyrir 24. febrúar nk. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveit- arfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500, eða skoðaðu heimasíðuna, www.hafnarfjordur.is. Skólastjóri við Hvaleyrarskóla Laus staða skólastjóra við Hvaleyrarskóla Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða áfram gott faglegt samstarf í skólanum og hafa að leiðarljósi að gott skólastarf má ávallt bæta. Hvaleyrarskóli er heildstæður grunnskóli og eru nemend- ur tæplega 600. Skólinn hefur í áraraðir haft á að skipa góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennarapróf og kennslureynsla • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði æskileg. • Frumkvæði og samstarfsvilji. • Góðir skipulagshæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Sé reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi. • Hafi áhuga og/eða reynslu til að leiða þróunarstarf í átt að einstaklingsmiðuðu námi. Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna skólastjórastarfi. Þá er æskilegt að með umsókn fylgi greinargerð um hugmyndir umsækj- anda um starfið og þær áherslur sem hann vill leggja í starfi Hvaleyrarskóla til framtíðar. Allar upplýsingar um stöðuna veitir Magnús Baldurs- son, fræðslustjóri í síma 585 5800, magnusb@hafnarfjordur.is Umsókn ber að skila á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2006. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Framkvæmda- og auglýsingastjóri Útgáfufélag Austurlands, sem gefur út Austur- gluggann, óskar eftir að ráða framkvæmda- og auglýsingastjóra. Hæfniskröfur: Reynsla af sölu-, stjórnunar- og almennum skrifstofustörfum, tölvukunnátta nauðsynleg og góð íslenskukunnátta. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf 1. apríl 2006. Umsóknarfrestur er til 5. mars nk. Austurglugginn er austfirskt fréttablað sem annast fréttaflutning af öllu Austurlandi. Blaðið kom fyrst út 31. janúar 2002. Skrifstofa blaðsins er í Neskaupstað. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Útgáfufélags Austurlands, Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggð eða á erla@austurglugginn.is. Nánari upplýs- ingar veitir Erla Traustadóttir í s. 477 1571. Dalabyggð Hjúkrunarforstjóri Laust er til umsóknar starf hjúkrunarforstjóra við dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal, Dalabyggð. Á heimilinu eru 17 vistmenn. Hjúkrunarforstjóri veitir heimilinu forstöðu. Dalabyggð er lítið sveitarfélag með blómlegt menningarlíf. Í sveitarfélaginu er tónlistarskóli, leikskóli, heilsugæslustöð, banki, verslun o.s.frv. allt í Búðardal. Næg atvinna er í boði. Sveitarfélagið mun aðstoða við útvegun á hús- næði. Frekari upplýsingar um starfið veitir sveitar- stjóri Dalabyggðar í síma 434 1132. Umsóknum skal skila til sveitarstjóra Dala- byggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, fyrir 1. mars 2006. Bílasala Bílasala á frábærum stað óskar eftir röskum reyklausum kven- eða karlkyns starfsmanni sem fyrst. Allar helstu uppl. um viðkomandi ásamt kenni- tölu sendist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „Heiðarlegur—18212“. Hönnuður leitar að spennandi starfi Textílhönnuður með fjölbreytta reynslu leitar að krefjandi starfi. Hefur unnið við fata- og mynsturhönnun, gerð sölu- og kynningarefnis, stjórn verkefna, eigin rekstur, leirmunagerð, kennslu og ýmiss konar námskeiðshald. Reynsla af að starfa sjálfstætt að verkefnum, vinna með mörgu fólki og láta hluti ganga upp undir álagi. Menntun: B.Ed frá KHÍ og B.F.A. frá Bandaríkjunum. Áhugasamir sendi til augldeildar Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „H - 18199“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.