Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 64. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Ekkó söng
til sigurs
Hörkufjör var á Söngvakeppni
Samfés | Menning
Fasteignir | Eins og blóm í eggi við Ægisíðuna Lýsing sett upp í Kópa-
vogsgjá Íþróttir | Guðmundur Íslandsmeistari 13. árið í röð Hand-
boltalandsliðið mætir Dönum Höttur fallinn úr úrvalsdeildinni
Opinn hádegisverðarfundur þriðjudaginn
7. mars á Grand Hótel þar sem kynntar
verða athyglisverðar niðurstöður mælinga
á ánægju viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu
árið 2005. Nánari upplýsingar, dagskrá
og skráning á www.stjornvisi.is. GRAND HÓTEL 07.03.2006
Hvar eru
viðskiptavinirnir
ánægðastir?
Fasteignablaðið og Íþróttir
ÁRNI Magnússon hefur ákveðið að
láta af embætti félagsmálaráðherra
og segja af sér þingmennsku.
Þingflokkur framsóknarmanna
samþykkti síðdegis í gær að tillögu
Halldórs Ásgrímssonar, forsætis-
ráðherra og formanns Framsókn-
arflokksins, að Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra t;ki við félags-
málaráðuneytinu í stað Árna og að
Siv Friðleifsdóttir k;mi á ný inn í
ríkisstjórnina og yrði heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra.
Árni hefur jafnframt ákveðið að
hætta afskiptum af stjórnmálum og
hefja störf hjá Íslandsbanka á al-
þjóða- og fjárfestingarsviði. „Ég
hef á undanförnum vikum farið í
gegnum ákveðið endurmat á mínu
lífi og hef tekið þá ákvörðun að
starfa ekki áfram á opinberum vett-
vangi,“ sagði Árni í gær. Hann
sagði að um persónulega ákvörðun
sína væri að ræða, „og þarna er ég
fyrst og fremst að hugsa um hag
minn og minnar fjölskyldu“, sagði
hann.
„Við munum sakna Árna mikið
úr þessu. Hann hefur reynst okkur
afar góður liðsmaður, staðið sig
með prýði í sínu ráðuneyti og starf-
að mjög vel fyrir Framsóknarflokk-
inn. Ég óska honum velfarnaðar á
nýjum vettvangi,“ sagði Halldór
Ásgrímsson við fréttamenn að
loknum þingflokksfundinum. Hann
sagði að eindrægni hefði verið í
þingflokknum um tillögu hans um
ráðherrabreytingarnar.
Ráðherraskiptin munu fara fram
á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á
morgun en gert er ráð fyrir að Árni
afsali sér þingmennsku í dag, skv.
upplýsingum Magnúsar Stefáns-
sonar, varaformanns þingflokks
Framsóknarflokksins. Tekur Guð-
jón Ólafur Jónsson, fyrsti varaþing-
maður Árna, sæti hans á Alþingi.
Varamaður kemur inn fyrir
nýja þingmanninn
Að sögn Magnúsar er Guðjón við
nám erlendis og muni því Sæunn
Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heil-
brigðisráðherra, sem er annar
varaþingmaður framsóknarmanna
í Reykjavíkurkjördæmi norður,
væntanlega koma inn á þing fyrir
Guðjón Ólaf á vorþinginu.
Breytingarnar bar að með mjög
skömmum fyrirvara að sögn Magn-
úsar og hefur því ekki verið gengið
frá hver eða hverjir muni taka sæti
Sivjar í nefndum þingsins en hún
hefur m.a. átt sæti í utanríkismála-
nefnd og er varaformaður hennar,
hún situr einnig í efnahags- og við-
skiptanefnd, félagsmálanefnd og
heilbrigðis- og trygginganefnd.
Árni Magnússon hættir
afskiptum af stjórnmálum
Morgunblaðið/Sverrir
Árni Magnússon gengur út úr Alþingishúsinu að afloknum þingflokksfundi í gær þar sem tilkynnt var að hann hefði ákveðið að segja af sér.
Halldór Ásgrímsson, Siv Friðleifsdóttir og Jón Kristjánsson.
Siv Friðleifsdóttir
kemur inn í ríkis-
stjórnina á ný
Eftir Brján Jónasson og
Ómar Friðriksson
Afsögn | 4, 6 og miðopna
UM þessar mundir er verið að byrja
á mikilli manneldis- og megrunar-
tilraun í Evrópusambandsríkjunum
en hún felst í því, að 350 fjölskyldur
verða settar á kúr, sem danskir
manneldisfræðingar hafa sett sam-
an. Stefnt verður að því í fyrsta
lagi, að fólkið léttist, og í öðru lagi,
að það þyngist ekki aftur.
Áhyggjur af óhollu mataræði og
offitu vaxa stöðugt og því er nú
spáð, að eftir nokkur ár, 2010, muni
helmingur barna í Norður- og Suð-
ur-Ameríku verða of feitur. Spáin
fyrir Evrópu er litlu betri en áætlað
er, að nú megi rekja 7% heildar-
útgjalda ESB-ríkjanna í heilbrigð-
ismálum til þeirra kvilla, sem fylgja
því að vera of feitur. Í Bretlandi eru
útgjöldin af þessum sökum 58 millj-
arðar ísl. kr. árlega.
Um raunverulegan
faraldur að ræða
Í nýrri skýrslu kemur fram, að
um raunverulegan faraldur sé að
ræða, sem leggist ekki síður á þró-
unarríki en þróuð iðnríki. Er varað
við því, að verði ekkert að gert
muni fylgikvillar offitunnar sliga
heilbrigðiskerfið.
Þátttakendur í Evróputilraun-
inni verða 1.000 og þar af 75 fjöl-
skyldur í Danmörku að því er fram
kemur á fréttavef Berlingske Tid-
ende. Stendur hún í 14 mánuði og
verður fólk að sjálfsögðu að lofa því
upp á æru og trú að fylgja kúrnum í
einu og öllu.
Evrópa fer í megrun
Vín, Teheran. AP, AFP. | Íransstjórn hótaði í
gær að hefja auðgun úrans í stórum stíl ef
IAEA, Alþjóðakjarnorkumálastofnunin,
ákveður formlega að vísa deilunni um kjarn-
orkuáætlun Írana til ör-
yggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Þá lét hún
einnig liggja að því, að
„olíuvopninu“ yrði beitt
ef þörf krefði.
Ali Larijani, helsti
samningamaður Írana í
kjarnorkumálum, sagði í
Teheran, að færi deilan
fyrir öryggisráðið myndu
Íranar svara því með því
að stórauka auðgun úr-
ans. Bætti hann við, að Íransstjórn hygðist
ekki segja sig frá samningnum um bann við
útbreiðslu kjarnavopna og ekki stæði til að
beita „olíuvopninu“, það er að draga úr olíu-
sölu, en það myndi verða til að stórhækka
olíuverðið. Það yrði þó tekið til nýrrar athug-
unar ef deilan harðnaði.
Á fundi IAEA í dag verður rætt um
skýrslu Mohameds ElBaradeis, formanns
stofnunarinnar, en í henni segir, að Íranar
séu farnir að auðga úran og hyggist taka í
notkun alls um 3.000 skilvindur í því skyni.
Stjórn IAEA vísaði raunar deilunni við Írana
til öryggisráðsins fyrir mánuði en þá var
þeim gefinn mánuður til að ná samningum.
Sá tími er nú liðinn og leggur Bandaríkja-
stjórn mikla áherslu á, að Íransstjórn verði
beitt refsiaðgerðum hætti hún ekki auðgun
úrans og heimili eftirlit með kjarnorkuver-
um.
Íranar hafa
í hótunum
Ætla að auka auðgun
úrans fari kjarnorku-
deilan fyrir öryggisráðið
Ali Larijani,
samningamaður
Írana.
ÞORGEIR Tryggvason leiklistargagnrýn-
andi fer afar lofsamlegum orðum um leik-
sýninguna Pétur Gaut, sem frumsýnd var í
Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn,
í umfjöllun sinni í blaðinu í dag.
Segir hann skýra og sterka grunnhugsun
einkenna sýninguna, sem sé ennfremur „al-
gerlega morandi af einstökum snjöllum
hugmyndum og lausnum“.
Þá telur Þorgeir leikarana alla standa sig
með mikilli prýði, en Björn Hlynur Haralds-
son fer með titilhlutverkið. „Pétur Gautur
Baltasars og Þjóðleikhússins er besta sýn-
ing á klassísku verki sem ég hef séð,“ segir
Þorgeir í lok umfjöllunar sinnar. | 16
Pottþéttur
Pétur Gautur
♦♦♦