Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 2

Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 2
2 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIV Í RÍKISSTJÓRN Á NÝ Árni Magnússon félagsmálaráð- herra hefur ákveðið að segja af sér ráðherraembætti og segja jafnframt af sér þingmennsku. Þingflokkur framsóknarmanna samþykkti í gær að Siv Friðleifsdóttir komi inn í rík- isstjórn á nýjan leik, og taki við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Jón Kristjánsson muni færast til og taka við félagsmálaráðuneytinu. Árni hefur ákveðið að hætta af- skiptum af stjórnmálum og hefja störf hjá Íslandsbanka. Undirbúningur í Helguvík Vinna við að undirbúa mögulega byggingu álvers Norðuráls í Helgu- vík er í fullum gangi og gengur vel. Talið er að jarðhitalindir á Reykja- nessvæðinu séu meira en nægar til að sjá 250 þúsund tonna álveri fyrir orku, en einnig hafa farið fram við- ræður við önnur orkusölufyrirtæki en Hitaveitu Suðurnesja. Uppbygg- ing í Helguvík gæti hafist á árunum 2008–9, en forsenda þess er að gang- setja megi fyrsta áfanga árið 2010. BYKO vill uppboð á lóð BYKO vill að lóð í landi Úlfars- fells, sem fyrirtækið hefur sótt um ítrekað frá árinu 1998 en nú er rætt um að úthluta undir bygging- arvöruverslun Bauhaus, verði boðin út svo fyrirtæki geti keppt á jafn- réttisgrundvelli um lóðina. Í lög- fræðiáliti sem unnið hefur verið fyrir BYKO kemur fram að Reykjavík- urborg gæti brotið gegn jafnræð- isreglu stjórnsýslulaga ef Bauhaus verður úthlutað lóð sem BYKO fékk ekki. BYKO hefur sótt um lóð í norð- ur hluta Reykjavíkur í 10 ár án ár- angurs. Íranir hóta Íransstjórn hafði í gær í hótunum og sagði, að ef deilunni um kjarn- orkuáætlun hennar yrði vísað til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, myndi hún hefjast handa við mikla úranauðgun. Lét helsti samn- ingamaður hennar, Ali Larijani, líka í veðri vaka, að „olíuvopninu“ yrði beitt ef deilan harðnaði. Stjórn IAEA, Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar, kemur saman til fundar í Vín í dag og þá verða þessi mál rædd. Í Íran kom fólk víða saman í gær til að lýsa yfir stuðningi við kjarnorkuáætlanir stjórnvalda og var sagt, að það væri guðlegur rétt- ur Írana að vinna að þeim málum án afskipta annarra. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 36/39 Viðskipti 11 Myndasögur 36 Vesturland 12 Víkverji 36 Erlent 13 Velvakandi 37 Menning 16, 39-45 Staður&stund 38/39 Daglegt líf 14/15 Leikhús 40 Umræðan 18/27 Bíó 42/45 Bréf 26/27 Ljósvakar 46/47 Forystugrein 24 Veður 47 Minningar 28/34 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Laugavegi 174 sími 590 5000 Kletthálsi 11 sími 590 5760 Númer eitt í notuðum bílum Opið mánudaga til föstudaga 10–18 • Laugardaga 12–16 Mercedes C línan 4 Matic árg. 06/04 ek. 6.000 verð 3.800.000 kr. verð áður 3.960.000 kr. PILTURINN sem lést þegar bifreið hafnaði á húsvegg á Ak- ureyri á laugardagmorgun hét Sesar Þór Viðarsson. Sesar Þór var fæddur 16. júní 1986. Hann var búsettur á bænum Brak- anda í Hörgárbyggð. Lést í bílslysi á Akureyri GÖGN sem virðast vera tölvubréf frá Jónínu Benediktsdóttur, m.a. til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, hafa verið birt á bandarískri bloggsíðu. Lögmaður Jónínu segir að lögð verði fram kæra vegna málsins í dag. „Það liggur fyrir að einhverjir óvandaðir einstaklingar hafa komist yfir þetta og sett á ákveðna síðu á netinu,“ segir Hróbjartur Jónatans- son, lögmaður Jónínu. Hann segir að þegar liggi fyrir kæra Jónínu sem lögð var inn í kjölfar birtinga Fréttablaðsins á efni tölvubréfa sem Jónína segir að hafi verið stolið frá sér, og hann reikni með að við- bótarkæra verði lögð fram um birt- inguna á netinu. Hróbjartur tekur fram að ekki sé víst að um sé að ræða ósvikinn tölvupóst, lítið mál sé að falsa slík gögn og breyta, og hvorki hann né umbjóðandi hans hafi farið yfir það sem nú hefur verið birt á netinu til að kanna hvort það sé ósvikinn tölvupóstur. Hann segir ljóst að þessi tölvu- bréf, að svo miklu leyti sem þau kunni að vera rétt, komi væntan- lega frá sama aðila og kom þeim upphaflega í umferð. Því geti þetta auðveldað lögreglu rannsókn máls- ins. Einu gildi þótt vefsíðan sé bandarísk, ef gögnin hafa verið sett á netið af einstaklingi hér á landi gildi íslensk lög um slíkt. Meint tölvu- bréf Jónínu birt á netinu „ÞAÐ liggur fyrir í sambandi við öll álver að þau þurfa að endurnýja sig. Það hefur komið fram í viðræðum sem ég hef átt, að ef ekki verða breyt- ingar í framtíðinni, þá fari það þannig að þessum minni álverum verði hrein- lega lokað. Þetta eru bara staðreynd- ir,“ segir Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra er hann var spurður hvort forsvarsmenn Alcan-álfyrir- tækisins hafi greint honum frá því að þeir kunni hugsanlega að loka ál- verinu í Straumvík, verði ekki af stækkun þess. „Alcan hefur áhuga á að endurnýja álverið, þótt það sé í mjög góðu ástandi, og stækka það, þannig að það þjóni þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra rekstrareininga. Það liggur fyr- ir að stærri rekstrareiningar eru hag- kvæmar,“ segir forsætisráðherra. Spurður hvort forsvarsmenn Alcan hafi beinlínis haldið þessu fram sagði Halldór að þetta hefði komið fram án þess að einhver ár hefðu verið nefnd í því sambandi. – Þú hefur ekki litið á þetta sem þrýsting eða hótun? „Nei alls ekki. Alls ekkert slíkt. Þetta eru bara staðreyndir og það er mikilvægt þegar menn ræða öll mál eins og þetta að menn hafi þær stað- reyndir á borðinu.“ – Nú liggur fyrir áhugi Alcoa á und- irbúningi að hugsanlegri byggingu ál- vers fyrir norðan, Alcan vill stækka og endurnýjun í Straumsvík og Norð- urál er á fullri ferð við undirbúning ál- vers í Helguvík. Því er haldið fram að ekki sé rúm fyrir þetta allt. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekkert rúm fyrir þetta allt saman í einu. Ef það verður af þessu öllu, sem við vitum ekki – við vitum t.d. ekki hvort Alcan fer út í þessa stækkun – þá verður að vera hægt að raða því upp á skynsamlegum tíma. Það eru því ákveðnar hindranir og það er ekk- ert hægt að fullyrða fyrirfram um þetta. Ef ekki verður af stækkuninni í Straumsvík, þá liggur það fyrir og þá taka menn nýjar ákvarðanir út frá því. Alcoa hefur heldur ekki ákveðið [byggingu álvers] fyrir norðan og endanleg ákvörðun hefur heldur ekki verið tekin um álver í Helguvík. Þetta er allt á umræðustigi og þannig verð- ur að vinna málið,“ segir hann. „Okkur sýnist að besti kosturinn til að tryggja samkeppnishæfni verk- smiðjunnar sé að stækka hana og þess vegna miðast öll okkar heima- vinna við það,“ segir Hrannar Péturs- son, upplýsingafulltrúi Alcan á Ís- landi. „Það er ótímabært að geta sér til um hvað verður ef ekki verður af stækkuninni. Við teljum okkur ekki standa frammi fyrir neinum afarkost- um varðandi það.“ Minni álverum lokað í framtíð- inni verði þau ekki endurnýjuð Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mývatnssveit | Gylfi Yngvason á Skútustöðum var að vaka undir norður af Hrútey í blíðviðrinu. Hann er hér að renna neti sínu í vökina en þær stöll- urnar Elísabet Gylfadóttir og Halldóra Egilsdóttir njóta stundarinnar og sjá um að draga netið yfir í vökina til sín. Veiðitíminn hófst 1. mars. Morgunblaðið/BFH Veitt undir ísnum SIF, minni björgunarþyrla Land- helgisgæslunnar, sem bilaði á dög- unum, verður líklega tekin í notkun að nýju í dag, að sögn Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Land- helgisgæsl- unnar. Panta þurfti varahluti í Sif vegna bil- unarinnar og segir Georg þá væntanlega í dag. Vonir standi til þess að viðgerð á vélinni verði lokið seinnipart dags- ins. Líf, stærri björgunarþyrla Gæsl- unnar, hefur undanfarið verið í 3.000 tíma skoðun sem er mjög viðamikil og tekur nokkrar vikur. Gert er ráð fyrir að hún komist í gagnið að nýju um miðjan mars. Georg segir slæmt að báðar þyrl- ur Gæslunnar séu óvirkar, en lítið sé við því að gera. Hann leggur áherslu á að Landhelgisgæslan eigi í mjög nánu og góðu samstarfi við Varnarliðið. Það komi til aðstoðar þegar Landhelgisgæslan þurfi á að halda og hið sama geri Gæslan fyrir Varnarliðið. Þessa dagana standi Varnarliðið vaktina og það hafi gengið vel. SIF aftur í notkun í dag Björgunaræfing á Viðeyjarsundi. VÉLSLEÐAMAÐUR slasaðist eftir að hann fór fram af kletti á Lang- jökli á laugardag, en óhappið átti sér stað á austanverðum Geitlands- jökli. Tilkynning um slysið barst klukkan 12.18 samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Selfossi. Björgunarsveitarmenn sem voru við æfingar á svæðinu komu skjótt á vettvang og hlúðu að manninum. Hann var að sögn lögreglu með meðvitund þegar hjálp barst og kvartaði undan áverka á baki og í brjóstholi. Þyrla varnarliðsins kölluð út Kallað var eftir þyrlu varnarliðs- ins sem flutti manninn á Landspít- ala – háskólasjúkrahús í Fossvogi í Reykjavík. Þar fengust þær upplýs- ingar í gærkvöldi að maðurinn væri í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir slysið. Í öndunarvél á gjörgæslu eftir vélsleðaslys

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.