Morgunblaðið - 06.03.2006, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AÐ MATI forsvarsmanna Norðuráls ehf. er
raunhæft að ætla að uppbygging álvers í
Helguvík gæti hafist á árunum 2008 til 2009
en það er forsenda þess að
gangsetja megi fyrsta
áfanga árið 2010. Gert er
ráð fyrir stigskiptri upp-
byggingu í Helguvík þann-
ig að álverið fari í fullan
rekstur fram til ársins
2015 en þá muni árleg
framleiðsla geta náð
250.000 tonnum.
Allur undirbúningur
verkefnisins gengur vel og
forathuganir hafa verið já-
kvæðar, að sögn Ragnars Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunar-
sviðs Norðuráls. Ekki verða þó teknar end-
anlegar ákvarðanir um uppbygginguna og
einstakar tímasetningar fyrr en mati á um-
hverfisáhrifum álvers og virkjana er lokið.
Umhverfismat gæti legið
fyrir um næstu áramót
„Undirbúningur er í fullum gangi. Við höf-
um verið að vinna að undirbúningi að mati á
umhverfisáhrifum. Búið er að auglýsa mat-
sætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum og við
erum að ganga frá henni endanlega þessa
dagana. Næsta skref er þá að fara í sjálft
matið. Ef byrjað verður á því fljótlega má
gera ráð fyrir að það geti legið fyrir öðru
hvorum megin við næstu áramót,“ segir
Ragnar.
„Við erum einnig að skoða mögulega fram-
leiðslutækni fyrir álverið og nánari útfærslu
með tilliti til staðsetningar mannvirkja á
svæðinu,“ segir hann.
Eins og fram hefur komið telur Hitaveita
Suðurnesja verkefnið í Helguvík vera álitlegt
tækifæri til frekari fjárfestinga í nærliggjandi
orkulindum. Er nú unnið að undirbúningi
næstu skrefa í hagnýtingu jarðhitans á
Reykjanesi. Fyrirtækið er að reisa nýtt raf-
orkuver á Reykjanesi og þar er frekari orku-
öflun framundan. Talið er að virkjanafram-
kvæmdir við Trölladyngju gætu hafist um leið
og búið er að rannsaka svæðið, meta afkasta-
getu þess og afla tilskilinna leyfa. Þá hefur
Hitaveitan sótt um rannsóknaleyfi á Krýsu-
víkursvæðinu, þar sem talið er líklegt að unnt
sé að virkja á tveimur til þremur svæðum, í
Seltúni, Austurengjum og Sandfelli, fáist leyfi
til rannsókna og nýtingar þar.
Talið er að jarðhitalindir á Reykjanessvæð-
inu séu meira en nægar til að sjá 250.000
tonna álveri fyrir orku. Viðræður hafa einnig
farið fram við önnur orkusölufyrirtæki, skv.
upplýsingum Norðuráls.
Sú tilhögun sem Norðurál hefur viðhaft við
framkvæmdir að skipta stækkun fyrirtæk-
isins í áfanga og brjóta niður í viðráðanlegar
einingar, er sögð auðvelda innlendum verk-
fræðifyrirtækjum að hanna og stjórna fram-
kvæmdum, hún auðveldi einnig innlendum að-
ilum verktöku og notkun innlends vinnuafls
við þau verk er vinna þarf.
Þá hafa innlendir bankar sýnt áhuga á að
annast fjármögnun verkefnisins í Helguvík.
Fulltrúar Norðuráls, Reykjanesbæjar og
Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í maí í fyrra
samkomulag um að kanna möguleika á rekstri
álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Í
framhaldi af undirritun samkomulagsins var
strax hafist handa við frekari könnun á orku-
öflun, umhverfisskilyrðum og aðstöðu fyrir ál-
ver þar. Í nóvember sl. undirrituðu fulltrúar
Reykjanesbæjar, Norðuráls og Fjárfestinga-
stofunnar, sem er í eigu iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins og Útflutningsráðs, sam-
eiginlega aðgerðaáætlun um frekara mat á
hugsanlegri byggingu nýs álvers í nágrenni
Helguvíkur. Aðgerðaáætlunin tekur m.a. til
þróunar iðnaðarsvæðisins, öflunar og flutn-
ings orku, uppfyllingar umhverfisskilyrða og
þess að fullnægja öðrum lögbundnum og
stjórnunarlegum kröfum. Gert er ráð fyrir að
vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun verði
lokið ekki síðar en í júlí á þessu ári.
Meðal næstu skrefa í undirbúningi verkefn-
isins eru svo undirritun lóðarsamnings og
hafnarsamnings sem vænta má fyrir vorið,
skv. upplýsingum Norðuráls. Þá eru viðræður
Norðuráls og Hitaveitu Suðurnesja sagðar
miða vel áfram.
„Finnum fyrir mjög góðum
stuðningi móðurfélagsins“
Fram hefur komið hjá forsætisráðherra
fyrir skömmu að ekki séu nægilegir mögu-
leikar á orkuöflun á næstu árum fyrir öll þau
stóriðjuverkefni sem til skoðunar eru, þ.e.
stækkun álversins í Straumsvík, álver í
Helguvík og hugsanlegt álver Alcoa á Tjör-
nesi. Spurður um þetta bendir Ragnar á að
ekki liggi fyrir ákvörðun um neitt þessara
verkefna á þessu stigi, þannig að ekki sé
tímabært að tjá sig um þetta fyrr en meiri
upplýsingar liggi fyrir.
Century Aluminium eigandi Norðuráls hef-
ur fullan áhuga á að unnið verði áfram að
undirbúningi að byggingu álvers í Helguvík.
„Við finnum fyrir mjög góðum stuðningi móð-
urfélagsins, Century Aluminium Company,“
segir Ragnar. „Þeir hafa líka stutt mjög
myndarlega við bakið á okkur við uppbygg-
inguna á Grundartanga og komið þar inn með
verulega aukið eigið fé og gert aðrar ráðstaf-
anir sem hafa auðveldað okkur mjög þá upp-
byggingu,“ segir hann.
Straumi var hleypt á fyrstu kerin í nýjum
áfanga álversins á Grundartanga um miðjan
febrúar en sú stækkun sem unnið er að eykur
framleiðslugetu álversins um 130 þúsund tonn
á ári. Stækkuninni lýkur á síðari hluta þessa
árs. Er síðan gert ráð fyrir að álverið verði
mögulega stækkað enn frekar um 40 þúsund
tonn og að þeim framkvæmdum verði lokið
2008. Framleiðslugeta Norðuráls á Grund-
artanga verði þá komin í 260 þúsund tonn.
Búið er að ganga frá samningum þar að lút-
andi, en þeir eru háðir tilteknum skilyrðum,
að sögn Ragnars. Hann segir að gangi þetta
eftir gætu árin 2008–2009 verið ákjósanlegur
tími til að hefja uppbygginguna í Helguvík en
orkuöflunin sé hins vegar ráðandi þáttur
varðandi tímasetningar þessara verkefna.
Uppbygging gæti hafist eftir tvö ár
Tölvugerð mynd sem sýnir mögulega staðsetningu álvers Norðuráls í Helguvík.
Ragnar
Guðmundsson
Unnið er af fullum krafti að undirbúningi fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
PRÓFESSOR Ragnheiður Braga-
dóttir útskýrði á fjölmennu málþingi
á föstudag hvers vegna hún teldi ekki
rétt að afnema fyrningarfrest vegna
kynferðisbrota gegn börnum og held-
ur ekki að innleiða hina svokölluðu
sænsku leið í löggjöf um vændi.
Málþingið var haldið til kynningar
á efni nýs frumvarps um breytingar á
kynferðisbrotakafla almennra hegn-
ingarlaga en á eftir erindi Ragnheið-
ar spunnust fjörlegar umræður um
efnistök í frumvarpinu.
Almenn ánægja ríkti meðal áheyr-
enda með fjölda þátta í frumvarpinu
en skiptar skoðanir voru um einstök
atriði.
„Það ber vott um framsýni dóms-
málaráðherra að fá hlutlausan fræði-
mann til þess verks að endurskoða
kynferðisbrotakaflann, og það án til-
mæla um efni hans,“ sagði Ragnheið-
ur. Hún leitaði víða fanga í undirbún-
ingi og skoðaði m.a. löggjöf erlendis,
dóma í kynferðisbrotamálum og
reynslu þeirra sem starfað hafa með
þolendum brotanna. Þrír brotaflokk-
ar voru endurskoðaðir og hefur
Morgunblaðið þegar gert þeim breyt-
ingum nokkur skil í grein frá 15. febr-
úar sl. Um er að ræða nauðganir og
önnur brot gegn kynfrelsi fólks, s.s.
kynferðislega áreitni, kynferðisbrot
gegn börnum og vændi. Markmiðin
eru að sögn Ragnheiðar þau að nýju
ákvæðin þjóni sem best hagsmunum
þolenda brotanna, að breytingar falli
vel að reglukerfi hegningarlaganna
og að ákvæðin verði nútímalegri.
Í frumvarpinu er hugtakið nauðg-
un rýmkað til muna og til móts við al-
mennan málskilning og réttarvitund,
að sögn Ragn-
heiðar. Í núgild-
andi lögum telst
samræði aðeins
nauðgun ef um of-
beldi eða hótun
um ofbeldi er að
ræða. Ragnheiður
leggur til að
verknaðaraðferð
skipti í raun ekki
máli og að þannig
teljist það líka til nauðgunar að nýta
sér bágborið andlegt ástand, svefn-
drunga eða aðrar þær aðstæður sem
gera að verkum að þolandi getur ekki
borið hönd fyrir höfuð sér. Hún sagð-
ist hafa skoðað vel hvort taka ætti
upp sama viðmið um nauðgun og í
engilsaxneskum rétti, það að sam-
þykki þurfi til kynmaka svo það telj-
ist ekki nauðgun, en valið að fara ekki
þá leið.
Atli Gíslason, hæstarétt-
arlögmaður og varaþingmaður,
kvaddi sér hljóðs í umræðum og
sagðist telja að það skref ætti að stíga
til fulls, og Sif Konráðsdóttir hæsta-
réttarlögmaður spurði um sama at-
riði. Ragnheiður benti þá á að skv.
frumvarpinu væri skortur á sam-
þykki í raun undirliggjandi og að far-
sælla væri að skilgreina nauðgun á ít-
arlegri hátt. Þá benti Atli á að
varðandi sönnun í kynferðisbrota-
málum sem oft er erfið, ætti að horfa
meira til sálrænna afleiðinga á þol-
endur.
Þá staðfesti Ragnheiður í fyr-
irspurnatíma að kynferðisofbeldi inn-
an hjónabands eða staðfestrar sam-
búðar sé vissulega refsivert.
Í erindinu ræddi hún um þá tillögu
í frumvarpinu að lögfest verði ákvæði
um refsingu fyrir að bjóða fram,
miðla eða óska eftir kynmökum við
annan mann í opinberum auglýs-
ingum. „Auglýsingar eru til þess
gerðar að auka eftirspurn,“ sagði
Ragnheiður og benti á að slíkt bann
gæti unnið gegn kynlífsvæðingu sam-
félagsins sem aftur ýtti undir afbrot á
kynferðissviðinu. Nær bannið til
hvers konar auglýsinga, þar á meðal
á netinu en upp hefur komið að kyn-
mök séu boðin til kaups á heimasíð-
um.
Fyrning kynferðisbrota
gegn börnum ekki afnumin
Nýmæli eru einnig í lögunum varð-
andi kynferðislega áreitni, en hún er
nokkuð ítarlega skilgreind. Sagði
Ragnheiður að refsivernd gegn þeim
brotum sé nú óljós og skilgreiningin
sem lögð sé til grundvallar mun
þrengri en gert sé ráð fyrir í frum-
varpinu. Þar telst ekki bara snerting
heldur táknræn hegðun eða orðbragð
sem er meiðandi, ítrekað eða til að
valda ótta hjá þolanda, til kynferð-
islegrar áreitni.
Rökstuðningur Ragnheiðar fyrir
því hvers vegna eigi ekki að afnema
fyrningu sakar í kynferðisbrotum
gegn börnum, var ítarlegur enda um
umdeilt mál að ræða og Ágúst Ólafur
Ágústsson þingmaður hefur ítrekað
lagt fram frumvarp um málið. Eftir á
sagðist m.a. Kolbrún Halldórsdóttir
þingkona telja Ragnheiði hafa fært
afar sannfærandi rök fyrir máli sínu.
Frumvarpið gerir raunar ráð fyrir
að fyrningarfrestur vegna kynferð-
isbrota gegn börnum hefjist nú ekki
fyrr en barnið nær 18 ára aldri í stað
14 áður. Þá verður refsihámark fyrir
kynferðisáreitni gegn börnum hækk-
að um 2 ár sem þýðir að brotin fyrn-
ast á tíu árum eða þegar þolandi verð-
ur 28 ára. Eðlilegt sé að sá sem orðið
hefur fyrir kynferðisbroti í æsku
þurfi að taka afstöðu til þess á fullorð-
insárum hvort hann ætli að kæra slíkt
brot eða ekki og þurfi að sæta til-
teknum frestum í því sambandi. Með-
al annarra raka fyrir að afnema ekki
fyrninguna, minnti Ragnheiður á að
nánast engar líkur séu á að dragi úr
brotum og sakfellingardómum muni
ekki fjölga. Þá sagði hún almenn rök
fyrir fyrningu eiga við um þessi brot
eins og önnur og að upp kæmi ein-
kennilegt misræmi milli brotateg-
unda ef brotin fyrntust aldrei.
Ástundun vændis til framfærslu
verður ekki refsiverð ef frumvarpið
nær fram að ganga. Sú breyting sam-
ræmist þeirri leið sem önnur Norð-
urlönd hafa valið. Í Svíþjóð er þó
gengið lengra, þannig að ekki ein-
ungis þeir sem nýta sér aðra til gróða
á vændi heldur einnig þeir sem kaupa
vændi, bera refsiábyrgð.
Ekki sænska leiðin
Ragnheiður sagði vissulega rök
fyrir því að refsa fyrir kaup á vændi,
en taldi gallana fleiri. Hún benti á að
ekki sé komin næg reynsla af sænsku
löggjöfinni, heildarrannsóknir á
áhrifum hennar hafi ekki farið fram
og ekki sé ljóst hvort hún hafi almenn
varnaðaráhrif. Vændi færist frekar í
undirheimana sem geri erfitt fyrir að
hafa eftirlit með því og veita þeim
sem stunda vændi félagslega aðstoð.
Þá geti staða vændismiðlara styrkst.
Einnig hafi verið bent á að þótt man-
sal dragist saman í einu landi geti það
þýtt samsvarandi aukningu í öðru
landi.
Nokkrir fundarmanna gerðu at-
hugasemd við þessi rök og sögðu
t.a.m. að vændi tilheyrði nú þegar
undirheimunum. Þá sé nauðsynlegt
til að sporna gegn mansali að kaup á
vændi séu gerð refsiverð sem víðast
og að Íslendingar ættu að fylgja þar
frumkvæði Svía.
Líklega áttu lokaorð Ragnheiðar í
erindi sínu ekki síst við um þessa
gagnrýni. „Mitt mat er að með frum-
varpinu sé að öllu leyti komið til móts
við eðlilegar, réttlátar og sanngjarnar
kröfur til úrbóta og því einu sleppt
sem veldur meiri skaða en bót.“
Frumvarpið má nálgast á heima-
síðu dómsmálaráðuneytisins, en það
verður lagt fyrir Alþingi 8. mars nk.
Ragnheiður
Bragadóttir
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.domsmalaraduneyti.is
Ragnheiður Bragadóttir kynnti frumvarp til breytinga á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna
Hvorki afnám fyrningar-
frests né „sænska leiðin“