Morgunblaðið - 06.03.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.03.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ICELAND-verslunarkeðjan í Bret- landi sem rekur um 170 verslanir, hefur tryggt sér 160 milljóna punda lánsfjármögnun, jafngildi 18,5 millj- örðum íslenskra króna, til þess að endurgreiða íslenskum fjárfestum og til þess að standa straum af frek- ari uppbyggingu og umbreytingu verslana Iceland. Landsbanki Ís- lands sá um fjármögnunina. Gífurlegur umsnúningur hefur orðið á rekstri Iceland-keðjunnar, sem íslenskur fjárfestahópur með Baug í broddi fylkingar eignaðist með yfirtöku á Big Food Group fyrir um ári síðan en hann fékk stofnanda keðjunnar, Malcolm Walker, til þess að taka við stjórn hennar og snúa við rekstrinum sem hafði gengið illa um langa hríð. Í febrúar 2005 höfðu sölu- tekjur dregist saman um 10% frá sama tíma árið áður en nú hefur sal- an aukist verulega og var 20% meiri nú í febrúar en fyrir ári. Allt stefndi í þrot Að sögn Malcolm Walkers er nú reiknað með viðunandi hagnaði af rekstrinum á fjárhagsári félagsins sem lýkur í lok mars en í fyrri áætl- unum hafði verið gert ráð fyrir um- talsverðu tapi. Þá hefur sjóðstreymi gerbreyst og allt stefndi í að félagið yrði orðið alveg skuldlaust á fáeinum mánuðum. Walker sagði við Morgunblaðið að hann væri þess fullviss að Iceland- keðjan hefði lagt upp laupana ef Baugur hefði ekki komið að keðj- unni. Nú hafi það sýnt sig hversu mikilvægt hafi verið að einfalda reksturinn og einbeita sér aftur að því sem Iceland geri best: að bjóða upp á fyrsta flokks frysta matvöru á mjög hagstæðu verði. „Ég stjórnaði Iceland-keðjunni sem einkafyrirtæki í 14 ár og í önnur 16 ár þegar keðjan var skráð félag. Eftir fjögurra ára hlé er ég kominn aftur til Iceland og þetta hefur aldrei verið jafnskemmtilegt. Baugsmenn vinna á allt annan hátt en dæmigerður breskur fjár- festir og ég kann að meta þá nálgun. Við sendum þeim tölulegar upplýs- ingar daglega en þeir láta okkur um reksturinn. Þeir vilja ekki fá enda- lausar skýrslur og flóknar viðskipta- áætlanir, bara grunnupplýsingar og eru fljótir að taka ákvarðanir. Ís- lensku bankarnir virðast líka vera öðruvísi en þeir bresku, í þeim hittir helst ekki lengur nokkurn mann sem getur tekið ákvörðun. Ég held að það sé útlit fyrir að bæði íslensku fjár- festarnir og bankamennirnir muni taka yfir fleiri fyrirtæki hér í Bretlandi, þeir eru ungir og búa yfir ótrúlegum krafti,“ segir Malcolm Walker. Alger umskipti hjá Iceland-keðjunni Bjartsýni Malcolm Walker var brosmildur – og kannski ekki án ástæðu – þegar hann hitti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í síðustu viku. Íslenskir fjárfestar fá fjárfestingu sína endurgreidda með vöxtum Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is BRESK samkeppnisyfirvöld hafa ákveðið að í máli verslanakeðjunnar Somerfield og kaupum hennar á 115 verslunum Morrisons keðjunnar verði málsaðilum gefinn frestur til morgundagsins, 7. mars, til að koma að athugasemdum. Í september á síðasta ári lýstu samkeppnisyfirvöld í Bretlandi því yfir að kaup Somerfield á verslunun- um 115 gæti leitt til minni sam- keppni á 12 svæðum í landinu. Var Somerfield því gert að selja verslanir á svæðunum tólf til kaupenda sem samkeppniseftirlitið samþykkti. Gæti Somerfield annaðhvort selt verslunina sem keypt var, eða þá verslun sem keðjan átti fyrir á svæð- inu. Somerfield kærði úrskurð sam- keppnisnefndarinnar til áfrýjunar- nefndar, en 13. febrúar hafnaði áfrýjunarnefndin kröfum Somerfield um að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Í tilkynningu frá samkeppnisyfir- völdum segir að í ljósi þess að máls- aðilar hafi nú hag af því að málið verði til lykta leitt sem fyrst verði það tekið til flýtimeðferðar. Somerfield í flýtimeð- ferð hjá samkeppnis- yfirvöldum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.