Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 12

Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 12
12 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð VESTURLAND Borgarnes | Hreggviður Hreggviðsson er meðhjálpari og kirkjuvörður í Borgarnes- kirkju auk þess að vera kirkjugarðsvörður. María Jóna Einarsdóttir vann hjá kirkjunni til skamms tíma en vinnur nú í umboði Tryggingastofnunar hjá Sýsluskrifstofunni. Fyrir um ári síðan tóku þau við Útfararþjón- ustunni að beiðni sóknarnefndar. María Jóna er ættuð af Vestfjörðum en flutti 14 ára í Borgarnes en Hreggviður ólst upp í Reykjavík. Hvorugt þeirra óraði fyrir því að þau ættu þetta starf fyrir höndum, en samt segja þau margar tilviljanir hafa bent í þessa átt. María lauk prófi frá Samvinnuskól- anum en Hreggviður frá Verslunarskólanum. Hann fór á sjóinn á sumrin frá 15 ára aldri á hvalveiðibáta, sem varð til þess að hann ákvað að fara í Stýrimannaskólann. Þaðan lauk hann prófi 1975 og er með fiski- og far- mannaréttindi. Næstu árin var hann stýri- maður hjá Eimskip, ýmist á flutningaskipum eða farþegaskipum. ,,Maður sigldi með frosinn fisk til Banda- ríkjanna, með síld, ull og gaffalbita til Sov- étríkjanna, herta hausa og saltfisk um alla Evrópu.“ Hreggviður, sem á þessum tíma var einhleypur, fékk eiginlega aldrei frí. ,,Ég var nokkrum sinnum genginn í land þegar ég var kallaður aftur um borð til að leysa ein- hvern af.“ María bætir við að það sé heldur ekkert skrýtið að hann hafi verið einhleypur því hann hafi ekki haft neitt tækifæri til að kynn- ast konu. Það var því lán í óláni að Hregg- viður slasaðist í baki í ársbyrjun 1980 og fór í veikindafrí. ,,Ég var auðvitað eins og hver annar ungur maður og skellti mér á ball þrátt fyrir bakmeiðslin og þá hitti ég Maríu,“ segir Hreggviður, ,,og þegar hún sagðist vera ofan úr Borgarnesi sagði ég henni að það væri skrýtið því ég væri einmitt að fara þangað að jarðarför eftir viku.“ María gerði sér lítið fyrir, lét Hreggvið fá heimilisfangið sitt og bauð honum í heim- sókn. ,,Ég skil það ekki, ég hafði aldrei látið ókunnugan karlmann fá heimilisfangið mitt áður. Jarðarfarardagurinn rann síðan upp og leið án þess að Hreggviður kæmi og ég hélt að ég væri sloppin. En eftir hádegi daginn eftir hringdi síminn og þá var það hann.“ Hreggviður segist hafa dvalið hjá Finn- boga Ásbjörnssyni frænda sínum þessa daga: ,,Ég brá mér á klósettið og þegar ég kom til baka hélt hann glottandi á símtólinu og var búinn að hringja í Maríu fyrir mig. Ég hafði ætlað mér að hringja sjálfur, hef það fyrir prinsipp að lofa ekki upp í ermina á mér,“ segir Hreggviður, ,,og svo var hann að stríða mér í mörg ár karlinn, og rukka mig fyrir símtalið.“ Starsýnt á skóna Ekkert varð úr heimsókninni að þessu sinni en Hreggviður lofaði að heimsækja Maríu næst þegar hann kæmi í Borgarnes og það yrði fljótlega. ,,Þegar hann svo kom var það í sunnudagskaffi og mömmu varð star- sýnt á skóna hans. Hún spurði mig hvort hann væri prestur eða meðhjálpari því hann var í svo velburstuðum skóm,“ segir María. ,,Þetta var hæg en örugg þróun í ástarmál- unum,“ segir Hreggviður ,,Ég vildi vera bú- inn að safna mér fyrir húsnæði áður en ég gifti mig og var orðinn þrítugur og vel stæð- ur þegar við kynntumst, enda hafði ég varla komið í land.“ Þau giftu sig 28. nóvember ári síðar (1981) en sagan af því hvernig Hreggviði rétt tókst að mæta í eigið brúðkaup er vægast sagt ótrúleg. María talaði við séra Brynjólf Gísla- son og bað hann um að gefa þau saman. Hreggviður var stýrimaður á Bæjarfossi og tvísýnt hvort hann kæmist á æfingu. ,,Eftir að hafa þurft að fresta æfingu tvisvar held ég að presturinn hafi vorkennt mér og hugsað með sér að ég væri auðtrúa stúlka sem ein- hver sjómaður hefði platað,“ segir María. Helgina fyrir brúðkaupið var skipið í höfn í London og með bráðabirgðasiglingaleyfi. Eftirlitsmaður kom um borð og krafðist út- tektar á öllum leyfum og réttindum og tafði það skipið um nokkra daga. ,,Ég sagði honum að ég væri að fara að gifta mig en það breytti engu. Þegar við gátum loks lagt úr höfn var skollið á brjálað veður. Við slóuðum í lengri tíma nálægt Færeyjum og skipsfélagar mínir voru farnir að stríða mér og segja að ég kæmist ekki í brúðkaupið, þetta væru örlögin og af þessu yrði ekki. Kærastan væri örugg- lega hætt við allt saman. Þegar veðrið gekk niður kom tilkynning um breytta áætlun og í staðinn fyrir að taka höfn í Reykjavík var það Höfn í Hornafirði af öllum stöðum. Skip- stjórinn fullvissaði mig um að ég færi suður í flugvél um leið og við kæmum í land. En þá var aftakaveður og öllu flugi aflýst. Í skyndingu var ákveðið að ræsa af stað flutn- ingabíl á fimmtudeginum, stundum var svo blint að ég þurfti að fara út úr bílnum og labba á undan honum. Við komumst til Víkur í fyrstu lotu þar sem við gistum.“ Á meðan fór María suður til að sækja hringana, enda útséð um að Hreggviður kæmist í tæka tíð til að ná í þá. Hreggviður segist hafa verið þrútinn í framan og fúl- skeggjaður eftir hrakningana. Hann náði þó að fara til rakara, en þegar hann ætlaði að fara vestur var Hvalfjörðurinn ófær og veðr- ið ennþá slæmt. ,,Ég átti Chevrolet Caprice Classic dreka og ætlaði með Akraborginni. Þegar ég kom niður á bakka var þar ægileg biðröð. Mér leist ekki á blikuna svo ég hleyp út úr bílnum og hrópa: ,,ég er að fara að gifta mig“ og vörðurinn sá aumur á mér og hleypti mér fram fyrir röðina. Enda hef ég ekki í annan tíma verið að trana mér fram. Þegar ég kom upp á Akranes var veðrið afar slæmt og varla sást á milli stika á leiðinni til Borg- arness. Ferðin, sem venjulega tekur hálf- tíma, tók tvær klukkustundir. Þegar ég komst svo á leiðarenda var ég alveg ósofinn og búinn á taugum,“ segir Hreggviður. ,,En ég var svo sem ánægð að fá eitthvað af hon- um,“ segir María, ,,og brúðkaupsdagurinn var þess vegna ekki alveg eins rómantískur og við höfðum vonað, og ekki var hægt að setja hringinn á fingurinn á Hreggviði því hann var svo bólginn.“ Níu mánuðum seinna fæddist sonurinn Magnús, en áður átti María soninn Einar Guðmar, fæddan 1975. Dæturnar Guðrún Jóna fæddust 1984 og Sesselja 1992 og barnabarnið Signý Ylfa Sigurðardóttir fædd- ist 2001. Erfitt haust ,,Ég gafst svo upp á sjómennskunni, var búinn að ofkeyra mig. Ég fór að vinna við ýmis störf í landi, lengst af við sölustörf í Vír- neti. Mér fannst ég hafa farið á mis við svo margt þessi ár sem ég var á sjónum, bæði fé- lagslíf og fjölskyldu, svo ég fór í kirkjukórinn og lék með leikdeildinni.“ Árið 1986 var Hreggviður beðinn að vera meðhjálpari í kirkjunni sem síðar þróaðist í fullt starf með kirkjuvörslu og kirkjugarðs- vörslu. Hann sá ennfremur um barnastarfið í 15 ár. Fyrir rúmu ári tóku þau hjónin alfarið við Útfararþjónustunni og hafa nýlega keypt húsnæði undir aðstöðuna og líkbílinn. María segir að þau vinni saman í þessu. ,,Við önnumst það sem þarf að gera og er- um eiginlega alltaf á bakvakt. Við sækjum lík, hvort sem er á sjúkrahús, heimahús eða á slysstað, förum með í líkhús, aðstoðum að- standendur við val á kistu og líkklæðnaði, við hjálpum til við að senda tilkynningar í blöðin, pöntum blóm o.þ.h.,“ segir María. ,,Þetta er afar gefandi starf, maður er í nánu sambandi við fólk á erfiðustu stundum lífs þess í heila viku og mann langar gjarnan að halda áfram þessum tengslum en alltaf koma ný tilfelli. Maður er þakklátur fyrir að geta orðið að liði.“ ,,Ég er mjög tættur eftir haustið,“ segir Hreggviður ,,þetta var erfitt haust, nokkur mjög erfið tilfelli og stundum heltaka mann ljótar myndir sem maður sér. Á tímabili hrökk ég alltaf við þegar ég heyrði símann hringja og bjóst við því versta. Ef ég sá hlæj- andi fólk skildi ég ekki hvernig það gat haft gaman af lífinu.“ Hreggviður fer á sjóinn einn afleysingatúr á ári til að kúpla sig frá og til upplyftingar grípur hann í gítar. ,,Svo höfum við María hvort annað en Sesselja dóttir okkar segir stundum: ,,Getiði hætt að tala um kirkjuna!“ Hreggviður fer einu sinni í viku ásamt Jón Þ. Björnssyni, fyrrverandi organista, á Dval- arheimilið, þar sem þeir spila á gítar og píanó. ,,Við spilum, syngjum og lesum kvæði fyrir gamla fólkið, ég syng gömul lög sem fólkið þekkir og svo sit ég áfram, drekk kaffi og spjalla. Þetta er yndislegt, þarna er eng- inn sem stuðar mann, fólkið er svo þakklátt og alltaf notalegt þegar maður fer, þá segir það: ,,Kemurðu ekki fljótt aftur, Hreggviður minn?““ Afar gefandi starf Morgunblaðið/Guðrún Vala Útfararþjónustan Hjónin Hreggviður Hreggviðsson og María Jóna Einarsdóttir. Hjónin María Jóna Einarsdóttir og Hreggviður Hregg- viðsson starfrækja Útfararþjónustu Borgarfjarðar. Guðrún Vala Elísdóttir heimsótti þau og forvitnaðist um hvernig Hreggviður komst á endanum í eigið brúðkaup og hvernig er að starfa við útfararþjónustu. Af sjónum hjá Eimskip til starfa fyrir kirkjuna í Borgarnesi og við útfararþjónustu í Borgarfirði Stykkishólmur | Bæjarstjórn Stykkishólms hefur samþykkt sam- hljóða bókun þar sem skorað er á Vegagerð ríkisins að endurgera Stykkishólmsveg, frá afleggjaranum að Skógarströnd og niður í bæinn. Þungatakmarkanir eru tíðar á þessum vegkafla og er það mjög slæmt fyrir atvinnulífið sem byggir á miklum flutningum til og frá bænum, segir í áskoruninni. Jafnframt kem- ur fram að vegurinn er illa farinn og getur verið hættulegt að aka eftir honum. Bæjarstjórn Stykkishólms telur afar brýnt að fara í þessa vega- gerð strax í sumar. Einnig telur hún þörf á því að setja upp vegrið í Vogs- botn. Krefjast lagfæringar á Stykkishólmsvegi VEGNA legu sinnar varð Stykkishólmur snemma á öld- um miðstöð verslunar, samgangna og opinberrar þjón- ustu við Breiðafjörð. Friðsæld og fegurð einkenndu höfnina undir Súgandisey á laugardag er ljósmyndarinn átti leið um. Unnið var við löndun úr trillunni Bíldsey og í baksýn sést klaustur og sjúkrahús St. Franciskus-systra. Undir Súgandisey Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.