Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 13
ERLENT
hitakútar
úr ryðfríu stáli
30 ára reynsla á
þúsundum heimila
● 30/50/100/120/200 eða 300 lítra
● Blöndunar- og öryggisloki fylgir
● Hagstætt verð
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
www.ef.is
Frábær
ending!
SAMTÖK fyrrverandi bandarískra hermanna í
Afganistan og Írak sem eru óánægðir með tök
Georges W. Bush forseta á Íraksstríðinu hafa sett
á fót starfshóp sem kallaður hefur verið Bræðra-
lagið 2006. Honum er ætlað að fá fyrrverandi her-
menn sem eru andvígir stríðinu kjörna á þing.
Samtökin vonast til að geta safnað allt að tíu
milljónum dollara í sjóð á árinu til að styðja fram-
boð til fulltrúa- og öldungadeildarinnar með það á
stefnuskránni að breyta stefnunni í Írak, að því er
Los Angeles Times hafði nýlega eftir Jon Soltz,
framkvæmdastjóra hópsins.
„Þetta er fólkið sem við viljum senda til Wash-
ington til að veita þingheimi betri skilning á stríð-
inu,“ sagði Soltz, sem var kapteinn í landhernum í
Írak, við LAT. „Til að breyta stefnunni í þessu
stríði þurfum við að hafa kunnáttumenn í Wash-
ington.“
Nær Demókrataflokknum
Forustumenn Bræðralagsins 2006 segjast munu
styðja frambjóðendur úr báðum flokkum, en þó
eru stefnuskrá þess og markmið nær stefnu Demó-
krataflokksins. Árið 2004 skipulagði Soltz framlag
fyrrverandi hermanna í Pennsylvaníu fyrir kosn-
ingaframboð Johns F. Kerrys, og fyrrverandi yf-
irmaður herja Atlantshafsbandalagsins, Wesley
Clark, sem tók þátt í forvali demókrata fyrir for-
setakosningarnar 2004, er formaður ráðgjafa-
nefndar Bræðralagsins.
Charles W. Larson, sem situr í öldungadeild rík-
isþingsins í Iowa fyrir Repúblíkanaflokkinn, segir
við LAT að gagnrýni samtakanna á stríðið í Írak
endurspegli alls ekki almenna afstöðu fyrrverandi
hermanna. Hann fullyrðir að margir þeirra hafi séð
með eigin augum „þann árangur sem við höfum
náð í Afganistan og Írak og þeir hafa trú á herför-
inni og vilja að henni verði lokið“. Síðastliðið sumar
stofnaði hann samtök fjölskyldna sem styðja
bandaríska hermenn í Írak og markmið baráttu
þeirra þar.
Stefnuskrá Bræðralagsins – sem Soltz segir að
frambjóðendur verði að lýsa stuðningi við til að
samtökin styrki þá – gerir að verkum að ólíklegt
má telja að Bræðralagið muni styrkja frambjóð-
endur úr röðum repúblíkana. Starfshópurinn hefur
ekki gefið út neinar yfirlýsingar um hvenær hann
vilji að bandaríski herinn verði kallaður heim, en í
stefnuskránni segir að Bush verði að leggja fram
„sigurstranglega hernaðaráætlun“ er leitt geti til
þess að fljótlega verði hægt að senda marga heim.
Það eru margir fyrrverandi hermenn sem ætla
að bjóða sig fram í þingkosningunum sem fram
fara síðar á árinu, og segir fréttaskýrandi The New
York Times að þeir hafi reyndar ekki verið svona
margir í hálfa öld. Alls um eitt hundrað manns sem
voru í bandaríska hernum í Írak, Afganistan, Víet-
nam, Persaflóastríðinu og á Balkanskaga. Enginn
þeirra er sitjandi þingmaður.
Ekki aðeins andstaða við Íraksstríð
Flestir eru þeir demókratar, en Repúblíkana-
flokkurinn á líka fulltrúa í þessum hópi. Margir eru
í framboði að frumkvæði flokkanna, en aðrir tóku
upp hjá sjálfum sér að bjóða sig fram, ekki síst að
áeggjan vinstrisinnaðra bloggara sem telja að fyrir
tilstuðlan þessara frambjóðenda geti Demókrata-
flokkurinn á ný fengið meirihluta á þingi. Sumum
frambjóðendanna er efst í huga andstaða við Íraks-
stríðið, en aðrir leggja áherslu á heilsugæslumál,
atvinnusköpun eða orkumál.
„Það er orðin grundvallarbreyting á viðmiðun-
um í pólitíkinni nú á dögum,“ hefur NYT eftir Eric
Massa, fyrrverandi liðsforingja í sjóhernum, sem
er í framboði í New York-ríki. „Ég held að
repúblíkanarnir séu ekki búnir að átta sig á því.“
Hlutfall fyrrverandi hermanna á Bandaríkja-
þingi er nú minna en nokkru sinni frá síðari heims-
styrjöld. Aðeins 26 af hundraði þingmanna sem nú
sitja geta stært sig af því að hafa gegnt herþjón-
ustu, en 1977–78 var þetta hlutfall 77 af hundraði.
Gerbreytt viðhorf til hermanna
En samtímis því að hlutfall þeirra Bandaríkja-
manna sem verið hafa í hernum fer minnkandi
bera sífellt fleiri virðingu fyrir hernum. Á árunum
eftir Víetnamstríðið var herinn í minni metum hjá
bandarísku þjóðinni en nokkru sinni, en nú er hann
meðal þeirra stofnana sem njóta hvað mestrar
virðingar og trausts, að því er fram kemur í skoð-
anakönnunum.
NYT hefur eftir Burdett A. Loomis, stjórnmála-
fræðingi við Háskólann í Kansas, að núna sé við-
horf bandarísks almennings til hermanna sem snúi
heim frá vígvellinum allt annað en viðhorfið var til
þeirra sem komu heim frá átakasvæðum á sjöunda
og áttunda áratugnum. Þá hafi látið nærri að litið
væri á fyrrverandi hermenn sem stríðsglæpa-
menn.
En í dag, segir Loomis, taka „jafnvel hörðustu
gagnrýnendur stríðsins skýrt fram að þeir séu ekki
að gagnrýna hermennina“. Þessi viðhorfsbreyting
gerir að verkum að það er sterkur leikur fyrir
flokkana að leita að frambjóðendum úr röðum fyrr-
verandi hermanna.
Bræðralagið berst
gegn stefnu Bush í Írak
Samtök fyrrverandi hermanna vinna að því að fá sína menn kjörna á þing
AP
Gífurlegur fjöldi bandarískra hermanna hefur þjónað í Írak á þeim þremur árum sem liðin eru síðan
gerð var innrás í landið. Og nú hyggjast sumir þeirra bjóða sig fram í þingkosningunum vestra í haust.
Eftir Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
MIKIL snjókoma var í Sviss um helgina, einhver sú
mesta, sem mælst hefur. Hefur það valdið miklum erf-
iðleikum í samgöngum og stóraukið hættuna á snjó-
flóðum. Eru margir vinsælir skíðastaðir einangraðir
vegna fannfergisins og kemst fólk hvorki til þeirra né
frá. Hér er fólk í St. Gallen í Sviss við mokstur en það
er ekki aðeins allt á kafi þar, heldur víða á meginland-
inu, til dæmis í Frakklandi og í Þýskalandi. Þar hefur
fólk verið hvatt til að hreyfa ekki heimilisbílinn að
óþörfu en mikið er um árekstra og slys á vegum úti.
AP
Evrópa á kafi í snjó
BÚIST er við, að húseigendur
sums staðar á Englandi verði
brátt skyldaðir til að samþykkja
vatnsmæla í húsum sínum, en
mikill og vaxandi vatnsskortur
er í sunnanverðu landinu og í
Wales.
Á tímabilinu október 2004 til
janúar 2006 hefur ekki rignt
minna á Suðaustur-Englandi
frá árinu 1921 og verði ekki
breyting á verður að grípa til
neyðarráðstafana vegna vatns-
skortsins. Að því er segir í
breskum fjölmiðlum hefur verið
lagt til, að garðslöngur verði
bannaðar, og nú hefur eitt
vatnsfyrirtækjanna fengið
dómsúrskurð fyrir því, að
skylda megi húseigendur til að
vera með vatnsmæla. Þá hefur
breska umhverfisráðuneytið
gefið fólki góð ráð til að spara
vatn, meðal annars að vera ekki
lengur en fimm mínútur í sturtu
og skipta út plöntum í garð-
inum, vera helst með þær, sem
þrífast best í þurru loftslagi.
Hætt að
rigna á
Englandi?
Bagdad. AFP. | Talsmenn Breta og
Bandaríkjamanna neituðu í gær
þeim fréttum tveggja breskra dag-
blaða, að stefnt væri að brottflutn-
ingi alls bresks og bandarísks her-
liðs frá Írak vorið 2007.
Blöðin tvö, The Sunday Tele-
graph og Sunday Mirror, kváðust
hafa það eftir ónefndum heimilda-
mönnum innan breska hersins, að
fyrirhugað væri að fækka í herliðinu
næsta árið, takmarka veru þess við
herstöðvarnar og flytja það síðan
allt í burt á sama tíma.
Sagt var, að breska og banda-
ríska ríkisstjórnin hefðu komist að
þeirri niðurstöðu, að vera erlends
hers stuðlaði ekki lengur að friði í
Írak, heldur væri almennt farið að
líta á hann sem hernámslið hvað
sem liði óskum Íraksstjórnar um að
hann yrði áfram.
„Þessar fréttir um allsherjar-
brottflutning eru bull og vitleysa,“
sagði Barry Johnson, talsmaður
Bandaríkjahers í Bagdad, í gær og
ítrekaði, að Bandaríkjaher yrði
fluttur frá Írak þegar íraski herinn
væri fær um að halda uppi lögum og
reglu.
157.000 menn í
erlenda herliðinu
Talsmaður breska varnarmála-
ráðuneytisins hafnaði einnig frétt-
unum og vísaði til yfirlýsingar John
Reids varnarmálaráðherra 7. febr-
úar. Þá sagði Reid, að „sá tími nálg-
aðist“, að hægt væri að fara að huga
að brottflutningi en nefndi engin
tímamörk í því sambandi. Sagði
hann, að Bretar myndu ekki hlaupa
frá skyldum sínum í Írak.
Í erlenda herliðinu í Írak eru nú
157.000 menn, þar af 136.000
Bandaríkjamenn, rúmlega 8.000
Bretar og 13.000 frá öðrum löndum.
Hafa Bandaríkjamenn áður gefið í
skyn, að fækkað verði í liðinu á
þessu ári og stefnt að því, að það
verði um 100.000 menn um næstu
áramót.
Neita
fréttum
um brott-
flutning