Morgunblaðið - 06.03.2006, Qupperneq 14
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Toxic shock syndrome (TSS)er mjög sjaldgæf en lífs-hættuleg sýking sem bakt-ería veldur og er oft tengd
við notkun á túrtöppum og í sumum
tilfellum við notkun á hettunni og
getnaðarvarnarsvampinum. Bakt-
erían sem veldur sýkingunni er yf-
irleitt til staðar í líkamanum á svæð-
um eins og nefi, húð og í leggöngum
og veldur yfirleitt ekki neinum al-
varlegum sýkingum. Hins vegar
eykst hættan á að fá sýkingu ef túr-
tappar eru notaðir. Það eru aðallega
túrtappar sem eru hannaðir með há-
marksvökvadrægni sem eru hættu-
legastir og ef túrtappi er hafður of
lengi í leggöngunum.
Einkenni TSS koma oftast
skyndilega fram og líkjast í upphafi
flensueinkennum, þau koma fram í:
Háum hita, ógleði og niðurgangi,
útbrotum líkum sólbruna, sér-
staklega í lófum og á iljum, vöðva-
verkjum, rauðum augum, munni og/
eða hálsi, flogi, höfuðverk, hnakka-
stirðleika, svima, yfirliði og lágum
blóðþrýstingi.
Kona sem er með túrtappa og fær
slík einkenni ætti að fjarlægja hann
strax og leita til læknis. Meðferð
gegn veikinni fer fram á sjúkrahúsi
með sýklalyfi. Með góðri meðferð
batnar sjúklingnum yfirleitt á tveim-
ur til þremur vikum. Ástandið getur
hins vegar verið banvænt á innan við
klukkutíma.
Tilfellum TSS hefur fækkað mikið
á undanförnum árum. Í Bretlandi
voru aðeins fimm tilfelli skráð árið
1997 miðað við 814 tilfelli árið 1980.
Það var um 1980 sem bylgja af TSS
kom fram, aðallega hjá ungum kon-
um sem höfðu verið að nota mjög
rakadræga tappa. Þeir voru teknir
af markaðnum og þá fækkaði til-
fellum TSS mjög mikið en enn kem-
ur eitt og eitt tilfelli fram.
Ekki er alveg vitað afhverju túr-
tappar valda TSS en sumir segja það
vera vegna þess að ef tappinn er
skilinn eftir í leggöngunum í langan
tíma verði hann góð fjölgunarstöð
fyrir bakteríur. Aðrir segja trefjar í
tappanum rispa yfirborð leggang-
anna og geri það þá mögulegt fyrir
bakteríurnar að komast í blóðið.
Til að koma í veg fyrir að fá TSS
er æskilegt að fylgja eftirfarandi
ráðum:
Notaðu alltaf túrtappa með
lægstu mögulegri rakadrægni
sem hentar blæðingum þínum.
Skiptu um tappa reglulega.
Ekki minna en á þriggja
klukkustunda fresti eða eins
oft og sagt er á pakkanum.
Notaðu dömubindi einstöku
sinnum á blæðingatímanum.
Þvoðu hendurnar fyrir og eftir
að tappinn er settur inn en
bakteríurnar geta borist inn í
leggöngin með höndunum.
Aldrei setja inn meira en einn
tappa í einu.
Á nóttunni skaltu setja nýjan
tappa inn áður en þú ferð að
sofa og fjarlægðu hann strax
þegar þú vaknar. Annars er
ekki mælt með því að sofa með
sama tappann alla nóttina.
Fjarlægðu tappann þegar
blæðingum er lokið.
Milli blæðinga er gott að
geyma túrtappana frá hita og
raka. Geymdu þá frekar inni í
svefnherbergi en inni á bað-
herbergi.
Foreldrar og eldri systkyni
eiga að láta dætur og yngri
systur vita af þessari hættu
þegar þær byrja á blæðingum.
Muna að skipta
oft um túrtappa
Morgunblaðið/ÞÖK
TSS er sýking sem svokallaðir Stafilokokkar valda.
Frekari upplýsingar um TSS má
finna á: www.toxicshock.com og
www.kidshealth.org
HEILSA | Er í einstaka tilfellum lífshættuleg sýking
Nær allir foreldrar bera ein-hvern kvíða í brjósti yfirþví að eitthvað komi fyrir
barnið þeirra og oft er kvíðinn
mestur fyrstu vikurnar og mán-
uðina. Sumir vakna á næturnar til
að gæta að barninu og róa sjálfan
sig. Eitt af því sem veldur áhyggj-
um er skyndidauði ungbarna, öðru
nafni vöggudauði. Hann er skil-
greindur þannig að ungbarn, oftast
á aldrinum 2ja–4ra mánaða, deyr í
svefni, án undanfarandi veikinda,
og vönduð krufning með viðeigandi
rannsóknum leiðir ekki í ljós dán-
arorsök. Sem betur fer hefur tíðni
vöggudauða hér á landi verið með
því lægsta sem þekkist í nálægum
löndum. Nýjar rannsóknir benda til
þess að notkun snuðs á svefntíma
dragi úr líkum á vöggudauða. Því
er mælt með henni í nýjum leið-
beiningum sem landlæknir hefur
sent frá sér um aðgerðir til varnar
skyndidauða ungbarna. Síðast voru
slíkar leiðbeiningar gefnar út árið
1994, en í ljósi nýrrar þekkingar
hafa þær nú verið endurskoðaðar
og sendar öllu heilbrigðisstarfsfólki
sem annast ungbarnavernd.
Börnin sofi á bakinu
Meginbreytingin frá leiðbeining-
unum 1994 er sú að í ljósi ofan-
nefndra rannsókna er nú mælt með
notkun snuðs á svefntíma ung-
barna, þó ekki fyrr en brjóstagjöf
er komin vel á veg, enda er brjósta-
gjöfin einnig talin vera mikilvæg
vörn gegn vöggudauða.
Aðrar breytingar eru að aukin
áhersla er nú lögð á að ungbörn
sofi á bakinu. Ef það reynist af ein-
hverjum ástæðum erfitt er mælt
með að því að gæta þess að börnin
geti ekki oltið á grúfu.
Engan kodda
Að öðru leyti er foreldrum ráð-
lagt að ekki sé reykt á heimilum
ungbarna eða þar sem þau dvelja,
að ungbörn sofi jafnan í eigin rúmi
og séu höfð á brjósti ef þess er
nokkur kostur. Þá skal forðast að
nota kodda undir höfuð ungbarna
og að ofdúða þau.
Landlæknisembættið vill koma
eftirfarandi ábendingum til for-
eldra:
Leggið heilbrigð ungbörn til
svefns þannig að þau liggi á
baki. Ef hliðarlega er valin
verður að gæta þess að þau
geti ekki oltið yfir á grúfu þar
sem þeirri legu hefur fylgt
aukin áhætta á vöggudauða.
Þegar um er að ræða fyr-
irbura eða ungbörn sem hafa
verið veik eða hafa með-
fæddan galla af einhverju tagi
skal fylgja sérstökum fyr-
irmælum læknis.
Forðist tóbaksreykingar, sér-
staklega á meðgöngutíma, á
heimilum ungbarna og öðrum
stöðum þar sem þau dveljast.
Látið ungbörn sofa í eigin
rúmi í herbergi foreldra
fyrstu mánuðina. Sérstaklega
er varhugavert að börn deili
rúmi með þeim sem:
Reykja.
Hafa notað áfengi eða önnur
vímuefni.
Nota lyf sem hafa þau áhrif að
svefn er dýpri.
Eru mjög þreyttir.
Hafið barnið á brjósti sé þess
kostur.
Notið ekki kodda undir höfuð
ungbarna þegar þau eru lögð
til svefns og forðist mjúkar
dýnur og mjúk leikföng í rúm-
um þeirra. Gætið þess að
gæludýr á heimilinu komist
ekki í rúm barnanna.
Forðist ofdúðun ungbarna.
Fylgist með því að þeim sé
ekki of heitt, t.d. hvort þau
svitna, og minnkið klæðnað og
annan umbúnað ef svo er.
Mælt er með snuðnotkun á
svefntíma þegar brjóstagjöf
er komin vel á veg þar sem
rannsóknir benda til að það
dragi úr líkum á vöggudauða.
Látið fylgjast vel með heil-
brigði ungbarna. Notfærið
ykkur þá ungbarnavernd sem
í boði er.
Það skal ítrekað að skyndidauði
ungbarna er sjaldgæfur hér á landi
og því ekki ástæða fyrir foreldra til
að hafa miklar áhyggjur en vert er
að hafa þessar ábendingar að leið-
arljósi meðan börnin eru ung.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið
Skyndidauði ungbarna
– forvarnir gera gagn
Anna Björg Aradóttir
yfirhjúkrunarfræðingur.
mars
Daglegtlíf
Morgunblaðið/Ásdís
Nú er mælt með notkun snuðs á svefntíma ungbarna.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is