Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 15 DAGLEGT LÍF Í MARS Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. Inniheldur plöntustanólester sem 1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs. RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is :: SPA ZONE :: Árangursrík Cellulite meðhöndlun Air Pressure - Aroma olíur ● Sléttir og grennir ● Formar fótleggi ● Losar bjúg og þreytu ● Eykur starfsemi sogæðakerfis ● Betri líðan Sjáanlegur árangur strax 20% afsláttur af 10 tíma kortum. Nú er rétti tíminn fyrir vorið. Snyrtisetrið 1. hæð Domus Medica Sími 533 3100 „ASPARTAME er sætuefni sem er notað í sykurskert matvæli, önnur nöfn yfir það er Nutrasweet og E951. Það samanstendur af tveimur amínó- sýrum, þ.e. fenýlalanín og aspartik- sýru, ásamt methylhóp. Þessi sam- setning gefur frá sér afurð sem er 200 sinnum sætari en sykur og þar af leið- andi þarf mjög lítið af því í matvæli til að ná tilætluðum árangri og fyrir vik- ið verður matvælið hitaeiningaminna en sambærilegt matvæli sem inni- heldur sykur,“ segir Ingólfur Giss- urarson, fagstjóri á matvælasviði hjá Umhverfisstofnun. Hann segir öll aukaefni í matvælum vera undir reglubundnu eftirliti Heilbrigðiseft- irlits sveitarfélaganna. „Aspartame er mjög umdeilt efni og það liggja yfir hundrað rannsóknir að baki síðasta áliti Vísindanefndar Evrópusam- bandsins á því, en Umhverfisstofnun fylgir reglugerðum Evrópusam- bandsins um aukaefni. Þegar auka- efni er skoðað er byrjað á að meta daglegt neyslugildi þess. Næst er far- ið gaumgæfilega í hvort þörf sé á efn- inu og hvort það þjóni hagsmunum neytenda og að lokum er það sett inn í aukaefnalista m.t.t. inntöku auka- efnisins. Ef það er til annað öruggara efni þá er það notað. Menn eru alltaf að tryggja að aukaefnin, sem eru not- uð hverju sinni, séu örugg og þjóni hagsmunum neytenda. Aspartame, líkt og önnur sætuefni með háan sætuefnastyrk, var m.a. hugsað sem leið fyrir sykursjúkt fólk að njóta sætra matvæla án þess að það hafi áhrif á hækkun blóðsykurs.“ Daglegt neyslugildi er 40 mg/kg Vísindanefnd Evrópusambandsins um matvæli rannsakaði aspartame árið 2001 og var niðurstaða nefnd- arinnar að daglegt neyslugildi af asp- artame mætti vera 40 mg/kg/dag. „Ef það koma aðrar upplýsingar sem gefa til kynna að daglegt neyslugildi lækki eða hækki þá er efnið aftur tekið til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Sambandið er einmitt núna að skoða nýja skýrslu, sem kom frá Ítalíu í sumar, með tilliti til annarra upplýs- inga. Þær bentu til að neysla á vörum, sem innihalda aspartame, hefði auk- ist og að daglegt neyslugildi gæti ver- ið lægra en það er í dag.“ Árið 2002 var gerð könnun á drykkju Íslendinga á sykurlausu gosi og kom í ljós að inntaka þeirra á asp- artame er ekki mikil en Ingólfur segir vörur sem innihalda aspartame hafa bæst við á markaðnum síðan þá og neyslan líklega aukist. Hann segir neyslutölurnar samt vera það lágar að Íslendingar séu ekki að fara yfir sett mörk í inntöku á efninu. „Við reynum að líta hlutlaust á málið og passa að varan sé ekki hættuleg neyt- endum, við skoðum hana út frá nýj- ustu gögnum hverju sinni og meira getum við ekki gert.“ Vill sjá meðvitaða neytendur Aspartame finnst í yfir 6.000 vöru- tegundum og er annað mest notaða sætuefni í heimi, segir á heimasíðunni www.aspartame.worldwidewarn- ing.net. Það finnst meðal annars í flestum sykurskertum drykkjum og matvörum, eftirréttum, jógúrti, vítamíni, morgunkorni, sælgæti og tyggjói. „Þegar ég sá heimildarmyndina Sweet Misery – A poisoned world staðfesti það áður fenginn grun minn um skaðsemi aspartame og ég fór að leita frekari upplýsinga um efnið,“ segir Andrea Ólafsdóttir, nemi í upp- eldis- og menntunarfræði og áhuga- manneskja um heilsu og áunna sjúk- dóma vegna aukaefna í matvælum. „Í myndinni eru læknar og vísindamenn að vekja athygli á því hversu illa var staðið að því ferli að samþykkja asp- artame á sínum tíma. Þeir segja að allar rannsóknir sem sýndu fram á neikvæða þætti þess hafi verið þagg- aðar niður. Auðvitað á að taka öllu svona með fyrirvara, en þetta ætti þó að vera ástæða fyrir hinn almenna neytanda að leita sér frekari upplýs- inga, en ekki neyta efnisins grunlaus án þess að kynna sér málið,“ segir Andrea. Eituráhrifin af aspartame koma m.a. fram í skapsveiflum, jafn- vægistruflunum, svima, sjón- og svefntruflunum, og útbrotum. Andr- ea segir svona eituráhrif vera nóg fyrir sig sjálfa til að varast vörur sem innihalda þetta efni. „Líkaminn losar sig ekki við efnið, það safnast upp og getur valdið skaða löngu seinna. Í myndinni kom m.a. fram að hægt var að rekja krabbamein til mikillar notk- unar á vörum sem innihalda asp- artame.“ Eigum að spyrja spurninga „Vísindamenn hafa ennþá efa- semdir um efnið. Á heimasíðunni www.medscape.com kemur fram að árið 2005 gerði Ítali rannsókn á 1.800 rottum. Hann gaf helmingi þeirra mismunandi stóra skammta af asp- artame og hinn helmingurinn fékk ekki neitt. 62% af þeim rottum sem fengu aspartame greindust með krabbamein en engin rotta í hinum hópnum. Að mínu mati er ástæða fyr- ir neytendur að spyrja sig spurninga þegar svo virðist sem 90–100% óháðra rannsóknaraðila finni eitthvað að efninu, á meðan þeir sem studdir eru af stórfyrirtækjum, sem hafa við- skiptahagsmuna að gæta, segja það skaðlaust, eins og kemur fram á www.holisticmed.com/aspartame.“ Andrea segir fólk auðvitað geta skaðað heilsu sína á ýmsan hátt en að það sé í lagi að vekja athygli fólks á öllu því sem er talið skaðlegt og þeir sem vilja geta þá passað sig á því. „Þannig er neytandinn meðvitaðri um val sitt, rétt eins og þegar fólk vel- ur að reykja þó það viti að það geti valdið krabbameini og dauða.“  HEILSA | Gervisætuefnið aspartame finnst í yfir 6.000 vörutegundum Aukaefni eiga að vera örugg Morgunblaðið/ÞÖK Sætuefnið aspartame er notað í fjölda sykurlausra matvara. Myndina Sweet Misery – A pois- oned world má sjá á: www.- gagnauga.is. Fleiri vefsíður um aspartame. www.sweetpoison.com www.laleva.cc/food/aspart- ame_studies.html Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Gervisætuefnið aspart- ame finnst í fjölda syk- urskertra matvæla. Skipt- ar skoðanir hafa verið um hollustu þess og segja sumir það hættulegt. En hvað er aspartame?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.