Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 19
UMRÆÐAN
Yamaha píanó.
Yamaha píanó og flyglar
með og án SILENT búnaðar.
Veldu gæði – veldu Yamaha!
Samick píanó.
Mest seldu píanó á Íslandi!
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 357.000 kr.
Goodway píanó.
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 238.000 kr.
15 mán. Vaxtalausar greiðslur.
Estonia flyglar.
Handsmíðuð gæðahljóðfæri.
Steinway & Sons
Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Til sýnis í verslun okkar.
H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð
Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350
SAMBAND sveitarfélaga á Austur-
landi hefur fengið Rannsóknastofu
Háskólans á Akureyri til að kanna
beztu leiðir um veggöng milli fjarða.
Þetta er lofsvert framtak, löngu tíma-
bært og hefði þurft að ná til landsins
alls. Leitað er beztu og
ódýrustu kosta fyrir
hver og ein göng, og
líka reynt að meta
verðmæti þeirra fyrir
samfélagið og hvernig
það breytist við til-
komu annarra ganga.
Lagt mat á hver göng
um sig og fleiri saman,
bæði með tilliti til arð-
semi og annarra þátta,
og leitað vísbendinga
um það, í hvaða röð
verði hagkvæmast eða
af öðrum ástæðum
heppilegast að vinna
þau göng, sem koma
til álita.
Þetta er nýlunda, en
mjög þarflegt, þótt
flókið sé og hvergi
nærri einhlítt til að ráða fram-
kvæmdum. Enda reynist svo hér, að
sumar niðurstöður tek ég blátt áfram
ekki alvarlega. Hef ég rætt þær nokk-
uð við höfunda og vil hér með þakka
fyrir þær ágætu viðræður og vona að
þar megi verða framhald á, helzt aug-
liti til auglitis fremur en um síma, eins
og nú varð fyrst að vera. En annarra
ráða verður að leita til að koma því
sem fyrst á framfæri sem mér þykir
mestu varða eftir lestur þessarar
skýrslu, og kemur þá Mbl. eitt til
greina, enda góður kostur.
Hlaðinn bjartsýni og tilhlökkun hóf
ég lestur skýrslunnar. Bjóst við
heillandi eldmóði ungra manna í um-
fjöllun um þvílíkt efni á morgni hinna
stóru tækifæra nýríkrar þjóðar sem
getur allt. Vænti þess að sjá eins og í
skuggsjá landið rísa í fegurð sinni og
tign, og fólkið flykkjast þangað til að
eiga þar heima, fjölga í öllum bæjum
Mið-Austurlands um samtals 1000 á
ári næstu 20 árin, og sjá jafnframt höf-
uðborg alls landsins losna samstundis
við öll sín vandamál fyrir
skort á vegum, bílastæð-
um og lóðum handa þessu
fólki út um sund og upp
um fjöll og firnindi með
tilheyrandi eyðileggingu á
allri náttúru.
En ég fann ekki þennan
eldmóð í skýrslunni, trú á
framtíð Austurlands.
Þvert á móti var sem ég
skynjaði einhvern tóm-
leika, áhugaleysi, og allar
tölur um íbúafjölda og
spár um fjölgun þóttu mér
votta undarlega deyfð í
þessari umfjöllun um
tækifæri og takmarka-
lausa möguleika bjart-
sýnnar kynslóðar. Í raun-
inni var ég ekki farinn að
skoða þessar tölur, það
var bara óljós tilfinning fremur en
samanburður að allar spár um fjölgun
væru undarlega varfærnar og svart-
sýnar. Og loksins jafnframt nánari at-
hugun varð mér ljóst, að einmitt hér
var hundurinn grafinn. Þessi svartsýni
setti mark sitt á alla skýrsluna, ásamt
einkunnagjöfinni fyrir tengingu at-
vinnu- og búsvæða og byggðaþróun
sem stundum var gefin fyrir einstök
göng, þveröfugt við það sem mér þótti
rétt og svo augljóst að óþarft væri að
reikna vísindalega!
Þetta var óvæntara en ella fyrir það,
að allar fregnir af framgangi og fram-
kvæmdum heimamanna hafa birt
manni áhuga og eldmóð, trú á framtíð-
ina og eflingu byggðar. Skyndilega
kom mér nýtt í hug: Höfundar skýrsl-
unnar eru frá Akureyri. Gæti verið að
þeim – og Akureyringum yfirleitt -
stæði ógn af þeirri hugmynd, að „hinn
stóri staður“ á Austfjörðum kynni að
vaxa Akureyri yfir höfuð í framhaldi
af þeim framkvæmdum sem nú eiga
sér stað? Þessu líkt virðist standa
furðulega nærri mörgum þeirra, sem
berjast um yfirráð í höfuðborginni!
Og hversu ríkt er ekki þetta í ruglu-
kollum þeim mörgum sem hamast
jafnvel með skemmdarverkum gegn
virkjun við Kárahnjúka og reyna að
sækja sér til þess styrk út um allan
heim? Finnst íbúum í vestri vissara að
draga burst úr nefi þeim sem byggja
Austurland?
Viðmælandi minn vill verja sig:
„Ég er nú ekki einu sinni Akureyr-
ingur! Hef aðeins átt hér heima í tvö
ár,“ segir hann góðlátlega. En hann
skilur mig, og þegar þar er komið
ræðu minni, sem áður segir, að við
gætum átt ríkan þátt í að bjarga höf-
uðborginni frá offjölgunarvanda
hennar og lóðaskorti, þá er hann mér
hjartanlega sammála!
Við erum líka sammála um það, að
verkefni nr. 13 í skýrslunni, bls. 101,
sé bezta dæmi hennar, göng frá Eski-
firði um Fannardal í Norðfirði, Mjóa-
fjörð og til Seyðisfjarðar. Þessi hug-
mynd birtist fyrst opinberlega í grein
minni í Mbl. 28. apríl 2000, fylgt eftir
með greinum, 10. maí og 22. nóv.
(mynd 9. des., göng líka frá Seyðisf. til
Egilsstaða). En ekki erum við sam-
mála um einkunnir fyrir þessi göng,
og ég hafna því, að göng milli Norð-
fjarðar og Seyðisfjarðar fái staðizt ein
og sér. En það gera göng milli Norð-
fjarðar og Eskifjarðar, sjálf að-
algöngin milli fjarða, og tengja að
fullu alla bæina nema Seyðisfjörð.
Það þarf að verða án tafar. Á þessu
ári.
En hér verður að byrja á nýrri
grein!
Skýrsla um veggöng á Austurlandi
Guðjón Jónsson skrifar um
jarðgöng á Austfjörðum
’Þessi svart-sýni setti mark
sitt á alla skýrsl-
una …‘
Guðjón Jónsson
Höfundur var kennari.
Þetta er gamla tillagan mín (sjá Mbl. 9. des. 2000) og ber saman við nr. 13 í
skýrslu RHA, að Fjarðarheiði slepptri. Raunhæfara sýnist mér nú að byrja
á göngum aðeins milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og tengja síðan milli
fjarða og Héraðs með göngum sem lítt eru skoðuð enn.
SÍÐASTLIÐIÐ haust varð sú nýj-
ung í borgarmálastarfi vinstri-
grænna í Reykjavík að haldið var
forval til að velja fólk í efstu sæti
framboðslistans í höfuðborginni. Úr-
slit forvalsins urðu þau að Svandís
Svavarsdóttir var valin til að leiða
listann og hlaut afgerandi kosningu,
rúm 70% atkvæða í efsta sætið.
Þetta er athyglisverð niðurstaða,
ekki síst í ljósi þess að Svandís hefur
ekki áður setið í borgarstjórn.
Nú eru prófkjör að mörgu leyti
íhaldssöm leið til þess að velja fólk til
forystu og yfirleitt þeim í hag sem
sitja í stólunum fyrir. Hvers vegna
kusu þá vinstrigræn að hleypa fersk-
um vindum inn í borgarmálin? Í mín-
um huga er enginn vafi á því að þar
skipti reynsla fólks af verkum Svan-
dísar Svavarsdóttur máli, bæði innan
flokks og utan. Þar má nefna störf
hennar í þágu heyrnarlausra og
frumkvæði að því að veita táknmáli
viðurkenningu sem tungumál heyrn-
arlausra. Ekki skiptir minna máli
hvílíkum stakkaskiptum starf
vinstrigrænna í borginni hefur tekið
undanfarin ár.
Vinstrigræn í Reykjavík hafa veitt
borgarfulltrúum
Reykjavíkurlistans öfl-
ugt aðhald á und-
anförnu kjörtímabili
og ekki leyft þeim að
einangrast í fílabeins-
turni. Meginástæða
þess er líklega sú að
við lítum á borgina
sem samfélag en ekki
þjónustufyrirtæki sem
eigi að reka af sér-
fræðingum.
Það hefur vissulega
kostað umtalsverð
átök og tregðulögmálið
verið sterkt því að margir borg-
arfulltrúar hafa tilhneigingu til að
líta á sig sem embættismenn, full-
trúa kerfisins en ekki fólksins. Ekki
er þó hægt að neita því að það starf
hefur borið árangur. Það má sjá í
ánægjulegri kúvendingu borg-
arstjórnarmeirihlutans í ýmsum
málum undanfarna mánuði.
Reykjavíkurborg
stefnir nú að gjald-
frjálsum leikskóla, hef-
ur mótað nýja stefnu í
virkjana- og orku-
málum og sjá má vísi að
endurskoðun á launa-
stefnu borgarinnar. Í
þessum málum kristall-
ast mikilvægi vinstri-
grænna í stefnumótun
borgarinnar og mik-
ilvægi þess að staða
flokksins í borginni efl-
ist við næstu kosningar.
Kraftur og stefnufesta
Ég treysti engum betur til að
koma málefnum vinstrimanna í höfn
í borginni en Svandísi Svav-
arsdóttur. Störf hennar hafa ein-
kennst af hógværð og stefnufestu,
hún fer fram með ákveðni en ekki
látum. Það er mikilvægt að til for-
ystu í borginni veljist stjórn-
málamenn sem tala skýrt, en ekki í
innihaldslitlum frösum. Kjósendur
ættu að hafa þessa eiginleika Svan-
dísar í huga og bera saman við loð-
mæli ýmissa þeirra sem halda sér
fram sem leiðtogaefnum þessa dag-
ana. Hvers konar borg viljum við sjá
og hvaða stjórnmálamenn eru líkleg-
astir til að gera þá framtíðarsýn að
veruleika?
Eru það þeir sem hafa komið hlut-
um í verk með stefnufestu eða hinir
sem þegar eru orðnir samdauna
kerfinu, þrátt fyrir ungan aldur í
sumum tilvikum? Fyrir mitt leyti
held ég að listi vinstrigrænna með
Svandísi Svavarsdóttur sem oddvita
muni alltaf verða besti kosturinn fyr-
ir þá borgarbúa sem vilja halda
áfram góðu starfi Reykjavíkurlist-
ans, en eru orðnir þreyttir á því emb-
ættismannaviðhorfi sem stundum
virðist þjaka suma borgarfulltrúa.
Svandísi til forystu
Stefán Pálsson vill Svandísi
Svavarsdóttur til forystu
Stefán Pálsson
’Ég treysti engum beturtil að koma málefnum
vinstrimanna í höfn í
borginni en Svandísi
Svavarsdóttur.‘
Höfundur er sagnfræðingur.