Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 20
PAPPÍRSUMBÚÐIR falla til í
miklu magni á heimilum flestra.
Þetta eru umbúðir utan af morgun-
korni, ýmsum skyndiréttum, kexi,
þvottaefni og óteljandi öðrum vörum.
Slíkar umbúðir eru
fljótar að fylla hjá okk-
ur ruslaföturnar enda
oft plássfrekar. Hingað
til hefur ekki borgað
sig fyrir Sorpu að safna
slíkum umbúðum til
endurvinnslu en með
tilkomu úrvinnslu-
gjalds sem lagt var á
þessar umbúðir um síð-
ustu áramót opnast ný-
ir möguleikar. Í rusla-
tunnum íbúa höfuð-
borgarsvæðisins
leynast yfir 3.000 tonn
af pappírsumbúðum á
ári hverju, sem nú er
loksins hægt að end-
urvinna. Það má draga
töluvert úr því magni
úrgangs sem endar á
urðunarstaðnum í Álfs-
nesi með því að flokka
þessar umbúðir og
skila til endurvinnslu.
Hvernig á að
flokka?
Það má flokka allar pappírs-
umbúðir í einn flokk og skila t.d. fern-
um, morgunkornspökkum og öðrum
slíkum umbúðum úr pappír eða kart-
oni í einn og sama gáminn. Hráefnið
þarf hins vegar að vera ómengað af
öðrum efnum til þess að hægt sé að
endurvinna það og þess vegna er
mikilvægt að fjarlægja allar mat-
arleifar og plastumbúðir sem kunna
að vera inni í pappírsumbúðum.
Fernur er æskilegt að skola til að
forðast lyktarmengun og brjóta svo
allar umbúðir saman svo þær taki
minna pláss. Þeim er svo skilað í
grenndargáma á höfuðborgarsvæð-
inu sem eru merktir pappírsumbúðir.
Umbúðunum er einnig hægt að skila
á allar endurvinnslustöðvar Sorpu.
Upplýsingar um staðsetningu
grenndargáma og endurvinnslu-
stöðva eru á heimasíðu Sorpu,
www.sorpa.is.
Hvernig er efnið endurunnið?
Pappírsumbúðir eru baggaðar í
móttökustöð Sorpu í Gufunesi og
fluttar til Svíþjóðar til endurvinnslu.
Fyrirtækið Fiskeby sérhæfir sig í
framleiðslu kartons og nýtir til þess
pappírsumbúðir og fernur. Á und-
anförnum árum hefur fyrirtækið end-
urunnið fernur frá Sorpu en nú bæt-
ast aðrar pappírsumbúðir í hópinn.
Fiskeby sendir kartonið til við-
skiptavina víðsvegar um heiminn, þar
á meðal á Íslandi, og eru t.d. búnar til
nýjar pappírsumbúðir úr því.
Hver hefur umsjón með
grenndargámum á
höfuðborgarsvæðinu?
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu ákvarða hvert fyrir sig, fjölda
gáma og staðsetningu þeirra.
Grenndargámar eru staðsettir á þeim
svæðum þar sem reynslan hefur sýnt
að þeir nýtast best en gámar hafa
verið fjarlægðir af þeim stöðum þar
sem nýting var léleg. Þannig eru hag-
kvæmni og árangur látin haldast í
hendur.
Sorpa tók við umsjón með grennd-
argámum á öllu höfuðborgasvæðinu
1. mars 2006 og tekur
við því efni sem í þá
safnast til endurvinnslu.
Um losun og flutning
efnisins í móttökustöð
Sorpu sér Íslenska
gámafélagið ehf. en fyr-
irtækið bauð lægsta
verðið í verkið í útboði á
síðasta ári.
Eru lúgurnar
of litlar?
Sumir hafa kvartað
yfir því að lúgur á gám-
um séu of litlar og betra
væri að koma meiru í
einu í gámana. Lúg-
urnar eru hinsvegar af
staðlaðri stærð og mega
ekki vera stærri sökum
slysahættu. Í ein-
hverjum tilfellum hafa
börn troðið sér inn í
gáma sem voru með
stærri lúgur og erlendis
hafa hlotist af því alvar-
leg slys. Með öryggi
barnanna í huga ættu allir að geta
sætt sig við stærðina á lúgum gám-
anna. Þeir sem eru með meira magn
geta þó ávallt nýtt sér endur-
vinnslustöðvarnar en þar eru í flest-
um tilfellum stærri lúgur á gámum
fyrir dagblöð, tímarit og pappírs-
umbúðir.
Margt smátt gerir eitt stórt!
Ef þú flokkar endurvinnanlegan
úrgang, leggur þú þitt af mörkum til
þess að draga úr áhrifum neyslu-
samfélagsins á umhverfið. Þitt fram-
lag skiptir máli.
Gyða S. Björnsdóttir fjallar
um nýjungar hjá Sorpu
Gyða S. Björnsdóttir
’Nú má skilapappírsumbúð-
um ásamt fern-
um í grennd-
argáma á
höfuðborgar-
svæðinu.‘
Höfundur er kynningar- og
fræðslufulltrúi Sorpu.
TENGLAR
..............................................
www.sorpa.is.
Nýjung á sviði
endurvinnslu
20 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ENDURGREIÐSLUKERFI
Tryggingastofnunar staðnað og
ranglátt.
Staðfest er að lyfjaverð á Íslandi
hefur lækkað verulega að und-
anförnu. Afleiðingin er sú að lyfja-
reikningur landsmanna hefur þeg-
ar lækkað um milljarða króna.
Ástæðan er sú að innflytjendur
lyfja og yfirvöld gerðu með sér
samkomulag. Á undanförnum árum
hefur lyfjaverð á Íslandi verið
hærra en meðalverð í viðmið-
unarlöndum á Norðurlöndum.
Samkomulagið fól í sér að lækka
lyfjaverð á Íslandi svo að það næði
þessu meðalverði í viðmiðunarlönd-
unum. Það er nú komið langleiðina
með að takast.
Komið hefur fram í fjölmiðlum
að engu að síður hafa sjúklingar
ekki fundið fyrir þessari verðlækk-
un.
Hvernig má það vera?
Ástæðan er einföld: Endur-
greiðslukerfi Tryggingastofnunar
ríkisins er staðnað og ranglátt í
þeirri mynd sem það er nú. Vel má
vera að eitthvert réttlæti hafi verið
byggt inn í kerfið þegar því var
komið á, en með þeim tíðu og
íþyngjandi breytingum sem gerðar
hafa verið á því árum saman líkist
kerfið helst stagbættri dulu og hef-
ur orðið sjúklingum sífellt óhag-
stæðara.
Sjúklingar greiða ákveðið há-
mark af tilteknu lyfi sem ræðst af
aldri þeirra og hvort um öryrkja sé
að ræða. Hámarkið tekur einnig
nokkurt mið af eðli sjúkdómsins.
Algengustu lyfin hafa lækkað mest
en það eru í flestum tilvikum þau
lyf sem taka til sín drýgstan skerf
af lyfjakostnaði ríkisins. Engu að
síður er það borin von með núver-
andi endurgreiðslufyrirkomulagi að
sjúklingar fái að njóta lækkaðs
lyfjaverðs svo að nokkru nemi.
Sláandi dæmi
Hlutdeild ríkisins í greiðslu hef-
ur markvisst og stöðugt verið flutt
í vaxandi mæli yfir á sjúklinginn
og þar hefur ekkert breyst með til-
komu fyrrgreinds samnings Þegar
sjúklingur fer inn í lyfjaverslun til
að sækja lyfin sín, greiðir hann
ákveðna hámarksupphæð sjálfur
og það er föst krónutala.
Algengast er að lyfjum, sem
Tryggingastofnun tekur þátt í að
greiða, sé skipt í tvo flokka:
E-merkt lyf, sem alla jafna er
ávísað við tilfallandi sjúkdómum,
og B-merkt lyf við
krónískum sjúkdóm-
um. Ef við gefum okk-
ur að eitthvert tiltekið
lyf hafi fyrir lækkun
kostað 10.000 krónur
og að það hafi lækkað
um meðaltal þeirrar
lækkunar sem orðið
hefur undanfarin 2 ár,
eða um 18,3%, myndi
það kosta 8.170 krón-
ur eftir lækkunina.
Ávinningur lækkunar-
innar lendir allur hjá
Tryggingastofnun ríkisins. Eins og
endurgreiðslukerfið er uppbyggt,
munu sjúklingar einskis njóta af
lækkunum fyrr en verðið er komið
í um 5.700 krónur fyrir E-merkt
lyf og í um 4.300 krónur fyrir
B-merkt lyf. Ellilífeyrisþegar og
öryrkjar þurfa að bíða enn lengur,
því þeir fá einskis að njóta fyrr en
E-merkta lyfið er komið niður í um
2.100 krónur og B-merkta lyfið í
um 1.500 krónur. Fram að því
lendir allur ábati lækkunarinnar
hjá Tryggingastofnun og engin rök
hníga að því að algert verðhrun á
lyfjum sé á næsta leiti. Þó að þessi
dæmi séu einfölduð, sýna þau
vandann í hnotskurn.
Brýnt að breyta!
Þegnar landsins greiða ríkinu
skatta. Yfirvöld verða að standa
vörð um beina hagsmuni þegna
sinna en ekki einungis um þá fjár-
muni sem þessir sömu þegnar hafa
greitt í sameiginlegan sjóð og yf-
irvöld ráðstafa síðan til misjafnlega
mikilvægra verkefna. Lengi hefur
verið talað um að breyta tilhögun á
endurgreiðslu lyfjakostnaðar.
Verðlækkanir lyfja að undanförnu
draga fram í dagsljósið hve fráleitt
núverandi kerfi er. Lagfærum
þetta ranglæti!
Ólafur Ólafsson og Þórbergur
Egilsson fjalla um lyfjaverð og
endurgreiðslukerfi Trygg-
ingastofnunar
’Yfirvöld verða aðstanda vörð um beina
hagsmuni þegna sinna
en ekki einungis um þá
fjármuni sem þessir
sömu þegnar hafa greitt
í sameiginlegan sjóð og
yfirvöld ráðstafa síðan
til misjafnlega mikil-
vægra verkefna.‘
Ólafur Ólafsson
Höfundar eru lyfjafræðingar,
starfandi í heildsölu og smásölu.
Þórbergur Egilsson
Óþolandi að notendur fái ekki
að njóta lækkunar lyfjaverðs
Marteinn Karlsson: „Vegna
óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar af okk-
ur smábátaeigendum, þar sem
ekkert tillit er tekið til þess
hvort við megum veiða 10 eða
500 tonn, ákvað ég að selja bát-
inn og flytja í burtu.“
Sigríður Halldórsdóttir skrif-
ar um bækur Lizu Marklund
sem lýsa heimilisofbeldi.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski
vígsluskilningur fari í bága við
það að gefa saman fólk af sama
kyni …“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
HÉR ÁÐUR fyrr var litið til þess
hversu vel var búið að fjölskyldufólki
í Kópavogi. Meirihluti Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks hefur nú hald-
ið um stjórnartaumana
í bráðum 16 ár og tek-
ist á þeim tíma að auka
álögur á fjölskyldur í
Kópavogi umfram flest
sveitarfélögin í kring
um okkur.
Niðurstaða nýlegrar
könnunar ASÍ afhjúpar
það rækilega. Hvað
varðar kostnað við leik-
og grunnskóla er
Kópavogur næstdýr-
astur fyrir barnafólk að
búa í og fylgir þar fast
á eftir Garðabæ en hafa
ber í huga að útsvarið í Garðabæ er
lægra (12,46% á móti 13,03% í Kópa-
vogi). Gott og vel, en skoðum raun-
hæft dæmi, sjálfa mig með tvö börn,
annað á leikskóla fætt árið 2000 og
hitt í grunnskóla fætt árið 1996.
Kópa-
vogur
Reykja-
vík
Dægradvöl/frístundaheimili 13.679 9.600
8 tíma leikskólavistun 29.188 23.130
8 tíma leikskóli f. 5 ára barn 29.188 16.650
Munur á mánuði m.v. barn fætt
2000 og dægradvöl meira en 3 klst á
dag 16.617 kr.
Kópavogur
Kostnaður við 8 tíma vistun á leik-
skóla er 29.188 kr. m.v. gjaldskrá
Kópavogs 1. mars 2006. Fyrir
dægradvöl 13.679 kr m/hressingu
m.v. gjaldskrá sem hækkaði 1. jan-
úar 2006 og miðast við meira en 3
tíma á dag.
Samtals er þetta kostnaður upp á
42.867 kr á mánuði.
Reykjavík
Kostnaður við 8 tíma vistun á leik-
skóla er 23.130 kr. Til
viðbótar fengjum við
gjaldfrjálsar 3 stundir
á dag þar sem dóttir
okkar er fædd árið
2000 svo við værum
einungis að borga
16.650 kr fyrir mán-
uðinn. Fyrir frístunda-
heimili er kostnaður
9.600 kr m/hressingu
en í Reykjavík er föst
gjaldskrá óháð tíma-
fjölda.
Samtals er það
kostnaður upp á 32.730
kr, en sé tekið tillit til þriggja gjald-
frjálsra tíma sem við fengjum í
Reykjavík væri þetta kostnaður upp
á 26.250kr á mánuði.
Þetta raunhæfa dæmi sýnir að
það kostar fjölskylduna 16.617 kr.
meira á mánuði að búa í Kópavogi sé
miðað við höfuðborgina. Yfir árið er
munurinn 176.669 sé miðað við 11
mánaða leikskóla og 9,5 mánaða
dægradvöl. Fyrir láglaunafólk í
Kópavogi eru þetta tvenn útborguð
mánaðarlaun og sér hver maður að
það felst lítill jöfnuður í þeirri gjald-
töku. Núverandi meirhluti, sem
gortar af sterkri fjárhagsstöðu bæj-
arins, hefði fyrir löngu átt að sjá
sóma sinn í að lækka álögur á fjöl-
skyldufólk, því það virðist einmitt
vera svigrúm til þess í Kópavogi. Í
lífi flestra eru útgjöldin mest einmitt
þegar börnin eru að vaxa úr grasi.
Þá skiptir stuðningur ríkis og sveit-
arfélaga mestu máli, til að jafna kjör
almennings.
Í málefnaskrá Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir síðustu kosningar mátti
finna eftirfarandi yfirlýsingu:
„Við setjum fjölskyldufólk í önd-
vegi og munum hvergi hvika frá því
markmiði að Kópavogur verði hinn
óskoraði „bær barnanna“ um langa
framtíð“.
Samfylkingin í Kópavogi hefur
undanfarin ár ítrekað lagt til gjalda-
lækkanir vegna leikskóla og dægra-
dvalar og oftast talað fyrir daufum
eyrum meirihlutans. Þegar bæj-
arfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu
til systkinaafslátt vegna dægradval-
ar á bæjarstjórnarfundi 16. desem-
ber 2005, var þeim tillögum hafnað
með öllum greiddum atkvæðum
meirihlutaflokkanna. Þrátt fyrir það
hafði oddviti framsóknarmanna,
mánuði áður, á stefnuskrá sinni í
prófkjöri flokksins: „að taka upp
systkinaafslátt fyrir foreldra sem
eiga börn bæði í leikskóla og dægra-
dvöl“.
Er þessum meirihluta treystandi
til góðra verka á komandi vori?
Kópavogur: Fjöl-
skyldufólk í öndvegi
Guðríður Arnardóttir fjallar
um kostnað foreldra í Kópavogi
og nágrannabyggð
’Í lífi flestra eru út-gjöldin mest einmitt þeg-
ar börnin eru að vaxa úr
grasi. Þá skiptir stuðn-
ingur ríkis og sveitarfé-
laga mestu máli, til að
jafna kjör almennings.‘
Guðríður Arnardóttir
Höfundur er oddviti lista
Samfylkingarinnar í Kópavogi.