Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 21
UMRÆÐAN
Þinn eigin fyrirtækjafulltrúi
Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið
Frítt greiðslukort fyrsta árið
Sérstakur sparnaðarreikningur, þrepaskiptur,
óbundinn með hærri innlánsvöxtum
SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu
Afsláttur á lántökugjaldi
Sérstök bílalán á betri kjörum
Vildarþjónusta fyrirtækja
Vildarþjónusta fyrirtækja
Í meira en 100 ár höfum við aðstoðað fyrirtæki við fjármálin. Við leggjum áherslu á langtímasamband
og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar.
Leyfðu okkur að aðstoða þig og nýttu tímann í annað.
SPH – fyrir þig og fyrirtækið!
AR
G
U
S
06
-0
05
2
Alltaf að vinna?
Um tilgang sveitarfélaga
Hvað er sveitarfélag annað en
samtök fólks sem býr á afmörkuðu
svæði? Ekkert. Íbúar viðkomandi
sveitarfélags koma sér saman um
hvernig þeir geti sameiginlega
uppfyllt óskir sínar um sameig-
inlegar þarfir þeirra. Til þess eru
kjörnir fulltrúar á fjögurra ára
fresti. Þeir ákveða hvort og hve-
nær á að byggja skóla, leikskóla,
heilsugæslu, götur, útbúa lóðir til
að eðlileg fjölgun íbúanna geti
komið yfir sig skjóli, hvernig skuli
losna við sorp og svo framvegis.
Fyrir allt sem þarf að gera sam-
eiginlega fyrir íbúana er svo inn-
heimt gjald af íbúum viðkomandi
sveitarfélags til að standa undir
kostnaði við það sem íbúarnir
sjálfir hafa ákveðið að gera.
En hvað gerist svo? Jú, kosnir
fulltrúar virðast ekki skilja hlut-
verk sín sem skyldi. Þeir útbúa
nokkrar lóðir, sem þeir setja síðan
á uppboð. Þar með eru þeir að etja
saman íbúunum og láta þá yf-
irbjóða hver annan. Lóðir eiga
ekki að kosta krónu meira en það
kostar sveitarfélagið að gera þær
byggingarhæfar. Það þýðir líka að
sveitarfélagið þarf að láta gera
nógu margar lóðir til að eftirspurn
og framboð sé í jafnvægi. Sala
þeirra greiðir kostnaðinn við að
gera þær.
Sorpið
Íbúar eru hvattir til að flokka
heimilissorpið. Dagblöð sér, pappi
sér, mjólkurfernur sér. Umbúðir
utan af heimilistækjum sem oftar
en ekki eru úr plasti. Hvað svo?
Jú, síðan eiga íbúarnir að flytja
þessa sorteringu á næstu gáma-
stöð, eða leita uppi gáma þar sem
á að vera hægt að losna við her-
legheitin. Þá er bara málið að ein-
ungis eru kassar til að skila dag-
blöðum og fernum í, annars staðar
en á gámastöðvum. Sem sagt íbú-
unum er gert að aka í sínum
einkabifreiðum í næstu sorpu. Nú
spyr ég hvaða vit er í því að láta
fólkið flytja þessa ákveðnu gerð af
úrgangi í sínum einkabílum? Hvað
kostar það í bensíni og vegasliti?
Er hægt að fara í strætó með
plastið utanaf sjónvarpinu eða ís-
skápnum í sorpu? Á sama tíma
rekur sveitarfélagið sérsmíðuð
tæki sem safna heimilissorpi ösku-
bílanna. Auðveldlega mætti leysa
þessi mál á svipaðan hátt og er
gert í Danmörku og Belgíu. Þar er
allt sorp og annað sem tilfellur
sótt til fólksins. Heimilissorp einu
sinni í viku og annar úrgangur svo
sem pappi, plast, tré, fernur, um-
búðir og þess háttar einu sinni í
mánuði. Þar er ekki verið að
þvæla fólki á sorpustöðvar að
óþörfu.
Hitaveita
Þegar hitaskeið olli minni notk-
un á heitu vatni en hitaveitan hafði
reiknað með, var gripið til þess
ráðs að hækka lítrann af heitu
vatni. Þegar kuldaskeið árið eftir
kom, var ekki lítrinn lækkaður
sem hefði verið eðlilegt. Heldur
var farið í reikningsleik og gefin
sú skýring að raunverulega hafi
heita vatnið lækkað!! og því ekki
ástæða til lækkunar vegna meiri
notkunar.
Ég þekki til fjarvarmaveitu í
Danmörku. Sú veita átti eftir árið
afgang uppá eina milljón danskra
króna. Þá var búið að greiða allan
kostnað, svo sem endurnýjun
lagna, laun og skatta auk afskrifta
og tilleggs í varasjóð það árið.
Hvað gerði nú þessi hitaveita við
milljónina? Jú hún endurgreiddi
hana til notenda sinna, sem jafn-
framt eru eigendur veitunnar.
Sem sagt lögðu afganginn ekki í
rækjueldi, eða annað óskylt þeim
rekstri sem til var stofnað og
myndaði tekjuafganginn.
Það er ekki hlutverk hitaveitu
sem á að sjá íbúum fyrir heitu
vatni að vasast í öðrum rekstri. Ef
samtök íbúanna, þ.e. sveitarfélag-
ið, hefur áhuga á því,
eiga þeir að segja svo
og innheimta gjald af
íbúunum til þess að
standa í því, en ekki
nota tekjur af lóða-
braski, eða allt of háu
verði á heitu vatni til
þess.
Of mörg
sveitarfélög
Hér á höfuðborg-
arsvæðinu, Kjalarnes í
norðri, Hafnarfjörður í
suðri, eru hvorki meira
né minna en sex sveitarfélög.
Sveitarfélög eru trúlega leifar
íhalds-framsóknarveldisins þegar
ráðamönnum þótti mikilvægt að
hafa sem flesta af stuðnings-
mönnum sínum í stjórn, félaga og
valdastofnana sam-
félagsins. Nú und-
anfarin ár hafa sveit-
arfélög utan
höfuðborgarsvæð-
isins verið að sam-
einast. Það er sam-
eiginlegt með stjórn
sveitarfélaganna sex
á höfuðborgarsvæð-
inu, að hvert fyrir
sig úthlutar lóðum
hvert á sinn máta,
með ýmsum hætti,
uppboðum, klíku eft-
ir geðþótta o.s.
framvegis. Nær væri að sameina
þessi sex sveitarfélög í eitt og út-
búa nægilegt magn lóða sem yrðu
seldar á kostnaðarverði til þeirra
sem áhuga hefðu á að koma sér
upp húsaskjóli. Hverjir eru á móti
sameiningu? Jú, auðvitað þeir sem
fara með stjórn þeirra. Fólkið sem
að þeim stendur og sveitarfélögin
eiga að þjóna, hefur verið heila-
þvegið og talin trú um að svona
verði þetta að vera, því enginn
þeirra sem hafa bitlinga hjá sveit-
arfélögunum vill missa þá og það
vald sem þeim fylgir. Því skyldi
þurfa sex rafveitur, sex vatns-
veitur, sex hitaveitur, sex sorp-
hirður, sex bæjarstjóra, sex skipu-
lagsstjóra, sex allt mögulegt? Í
stærri samfélögum dettur engum
þessi vitleysa í hug. Svo vitnað sé
einu sinni enn til Danmerkur, þá
ákvað ríkisstjórnin þar að sameina
sjö sveitarfélög á Als og Jótlandi í
eitt. Stærst af þessum sjö sveit-
arfélögum er Söndeborg á Als.
Ragnar L. Benediktsson
fjallar um sveitarfélagafjöld-
ann á höfuðborgarsvæðinu ’Nær væri að sameinaþessi sex sveitarfélög í eitt
og útbúa nægilegt magn
lóða sem yrðu seldar á
kostnaðarverði til þeirra
sem áhuga hefðu á að
koma sér upp húsaskjóli.‘
Ragnar L.
Benediktsson
Höfundur er eldri borgari.
Sveitarfélagið