Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 22

Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 22
22 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FRIÐARSÚLA í Viðey, friðarsúla í minningu Johns Lennon, hver getur verið á móti slíku? Ein- göngu kverúlantar og úr- tölumenn. Ímyndið ykk- ur pylsurnar og kók sem seldust út á fyrirbærið. Að engin veit hvernig súlan verður ekki málið, boðskapurinn allt. Eitt vandamál þó, John hefur enga teng- ingu til Íslands nema í gegnum eftirlifandi ekkju og hún enga held- ur nema í gegnum Gunn- ar Kvaran og sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir mörgum árum um hana og hennar list. Sú sýning aldrei orðið nema að hún var ekkja Johns, mannsins sem var jafnvel þekktari Jesús sjálfum samkvæmt eigin orðum. Og hvað var John Lennon þekktur fyrir, friðarstarf? Nei, John var popp- stjarna allra tíma og enginn að gera lítið úr því. Eftir hörmulegt fráhvarf Lennons hefur Yoko Ono haldið utan um arfleifð hans, ekki öfundsvert hlut- verk og hún staðið að því með sóma. Hvort Yoko Ono fékk þessa hugmynd sjálf eða Gunnar Kvaran veit ég ekki, verður að teljast virðingavert að halda uppi orðstír eiginmanns- ins. Þar á móti kemur skylda íslenskra ráða- manna að meta hvort þetta sé Íslandi eða Reykjavík til hags. Engin svo ég viti hefur metið listrænt gildi þessa mann- virkis sem á að setja á svo áberandi stað í Reykjavík, eins og ráðamönnum sé alveg sama, boðskapurinn allt eða eins og margir tala: væntanlegur hagnaður. Það hlýtur að teljast undarlegt að setja slíkt mannvirki í miðja Reykja- vík án umræðu, eins og gerræðislegar ákvarðanir einstakra ráðamanna sé orðin venja í íslensku þjóðfélagi og það í flokki sem bjó til orðið „sam- ræðupólitík“. En hver er boðskapurinn? Að poppstjörnur geti notað málstaði til að selja framleiðslu sína og síðan orð- ið tákn málstaðarins? Ég held ekki að nokkur haldi því fram að í heimurinn hafi breyst vegna viku í rúminu í Amsterdam, John og Yoko frægari og seldu fleiri plötur en allt við það sama. Slík sölubrögð er orðin þreytt þótt þetta hafi verið ferskt í þá daga. Núna ferðast uppgjafastjörnur um heiminn í örvæntingarfullri leit að málstöðum sem gætu selt, en samkeppnin hörð og hörmungarnar óteljandi, athyglin takmörkuð. Höfði í Reykjavík er að verða tákn friðar í heiminum, sérstaklega hér í Bandaríkjunum og líklega þess vegna að einhverjum datt í hug að koma þessari súlu svo nálægt Höfða, Viðey líklega sáttarlausn. Verði súlan reist mun Höfði aldrei verða það tákn að mínum dómi, alltaf í skugga súlunnar. Munurinn bara að súlan er ekki tákn eins eða neins nema ef vera skyldi innihaldsleysis og skrums. Er það vilji Íslendinga að eyðileggja þetta tákn sem Höfði er? Ég spái því að verði þetta mann- virki reyst í Viðey muni Ísland verða að athlægi og miklu færri pylsur selj- ast en fólk gerir sér vonir um. Kyrrlát fegurð Viðeyjar eyðilögð og Viðeyj- arstofa bara annað hús, Reykjavík með yfirbragði nýlenduborgar þar sem „góðir útlendingar“ gefa gjafir sem við þiggjum í lotningu en borgum samt fyrir, einskonar keisarans föt. Ég legg til að þessari súlu verði val- inn staður úti á landi eða nálægt Keflavík við Reykjanesbrautina jafn- vel nálægt skilti Reykjanesbæjar, þannig verði sjónmengunin minni og þar yrði hún fáum til ama, til sýnis öll- um sem vildu sjá. Hægt væri að standa að fjársöfnun um allan heim. Þannig kæmi fljótt í ljós hve mikill áhugi er fyrir henni og ef ekki félli málið um sig sjálft. Má vel vera að John Lennon og Yoko séu orðin frið- artákn, ekki mitt að dæma, en ef svo er ætti ekki að vera vandamál að safna pening til að byggja. Með súlunni mætti síðan byggja sýningaraðstöðu þar sem Gunnar Kvaran, Yoko Ono og aðrir sem að- hyllast þá stefnu í listum gætu sýnt og starfað, dregið að sér alla þá athygli sem þeim tekst, sjálfum sér til frægð- ar og frama án þess að troða sér upp á hefðbundna list sem hefur liðið undan yfirgangi þeirra síðustu áratugi. Fáir ættu að hafa móti því. Þar með yrði loksins friður í lista- heiminum. Viss um að Yoko Ono vill ekki reisa „ófriðarsúlu“ í Reykjavík, því í Reykjavík yrði aldrei friður eins lengi og þessi súla stæði í Viðey. Friðarsúla í Viðey Ingimundur Kjarval fjallar um friðarsúlu Yoko Ono ’Ég legg til að þessarisúlu verði valinn staður úti á landi eða nálægt Keflavík við Reykjanes- brautina, jafnvel nálægt skilti Reykjanesbæjar.‘ Ingimundur Kjarval Höfundur er búsettur í New York. UNDANFARIN ár hef ég mikið verið á ferðinni yfir Oddskarð og get ekki lengur látið hjá líða að vekja at- hygli á því ófremdar- ástandi sem daglega er að skapast í Odd- skarðsgöngum og ann- ars staðar á veginum yfir Oddskarð. Núverandi göng eru rúmlega 600 m löng einbreið með blindhæð inni í göngunum og út- skotin þar sem bílum er ætlað að mætast svo lítil að flutningabílar, rútur og stærri bílar geta ekki mæst í göng- unum. Þar af leiðir að annar verður að bakka út og er það ekki auðvelt verk, því oft á tíðum eru bílarnir með stóra eftirvagna og göngin það mjó að ein- ungis eru nokkrir sentimetrar út í veggi ganganna sitt hvorum megin. Allt þetta tekur að sjálfsögðu tölu- verðan tíma og orsakar t.d. að menn missa af flugi, mæta of seint til læknis, á fundi, í vinnu, í skóla o.fl. o.fl. Nauðsyn nýrra Oddskarðsganga eru ekki eingöngu vegna þeirra vandræða sem eru í núverandi göng- um, heldur er vegurinn víða annars staðar stórhættulegur. Flutn- ingabílar hafa runnið stjórnlaust aftur á bak út af veginum ofan við Eskifjörð, til allrar hamingju á milli húsa en ekki á þau. Rútur fullar af fólki lent út af og oltið. Nú nýlega lenti rúta með um 40 unglingum í stórkost- legum vandræðum. Á hverju ári þurfa björg- unarsveitir margsinnis að aðstoða og bjarga fólki til byggða sem lent hefur í ógöngum á fjallinu. Ég tel í að ljósi þeirra aðstæðna sem alltof oft skapast á Oddskarði þurfi stjórnmálamenn að taka ákvörðun um að byrja á nýjum Odd- skarðsgöngum sem allra allra fyrst, ekki bíða þar til stórslys hefur átt sér stað. Ég vil nota þetta tækifæri og óska ráðamönnum til hamingju með hversu hratt og vel þeir brugðust við hættuástandi um Óshlíð og vona að viðbrögð verði ekki síður góð varð- andi ný Oddskarðsgöng, því þörfin er sannanlega ekki síðri. Að lokum má benda á að íbúar sveitarfélaga á Austfjörðum hafa kosið að sameinast og ein af grund- vallarforsendum þess að sú samein- ing lukkist vel eru bættar sam- göngur. Ég rita þessa grein til að vekja athygli ráðamanna á nauðsyn nýrra Oddskarðsganga áður en stór- slys verður og vona að menn beri gæfu til að bregðast hratt og vel við. Halldór Pétur Ásgeirsson fjallar um umferðaröryggismál og ný Oddskarðsgöng Halldór Pétur Ásgeirsson ’Ég rita þessa grein til aðvekja athygli ráðamanna á nauðsyn nýrra Odd- skarðsganga áður en stór- slys verður og vona að menn beri gæfu til að bregðast hratt og vel við.‘ Höfundur er ökukennari í Fjarðabyggð. Ný Oddskarðsgöng ÞEGAR við erum í vanda eða erum ekki að ná árangri, þá spyrjum við okkur sjálf gjarnan „af hverju“- spurninga. Við viljum finna ástæðuna fyrir vandanum. Þetta getur verið mjög tímafrekt, krefjandi og erfitt og ekki alltaf til árangurs. Orsök þess að okkur líður ekki vel eða okkur er ekki að takast, á sér ekki alltaf eina einfalda skýringu. Þegar við viljum breyta einhverju í lífi okkar, hvort sem það er persónulega eða í sambandi við vinnu, þá vitum við líka hvernig við viljum ekki hafa hlutina. Ef við hins veg- ar gefum okkur tíma til að hugsa hvernig við viljum hafa hlutina, þá erum við að hugsa fram á við og komum auga á þau markmið sem eru eftirsókn- arverð. Fólk í vanda leitar gjarnan fyrst eftir ráðum hjá fjölskyldu og vinum, en margir leita sér aðstoðar hjá sér- fræðingum. Það getur verið stórt skref að taka en getur gert gæfumun- inn og því fyrr því betra. Þegar fólk er líkamlega veikt eða slasað eru flestir sammála því að nauðsynlegt sé að leita til sérfræð- ings. Í þeim tilvikum þegar um sjáan- leg meiðsl eða ákveðna líkamlega sjúkdóma er að ræða þá eru orsak- irnar greindar og vísindalegar nið- urstöður eru fyrir því hvaða lausn er æskilegust. Þetta liggur ekki eins ljóst fyrir þegar fólki líður illa eða er ósátt. Á vinnustöðum og í starfs- mannahópum eyðum við líka miklum tíma í að skoða af hverju við erum ekki að ná tilætluðum árangri. Ef við hins vegar tökum strax stefnuna á framtíðina og skoðum hvert við vilj- um fara, þ.e.a.s. breytum vandanum í markmið, þá spörum við tíma og get- um farið að einbeita okkur að því að skilgreina leiðir að markinu. Lausnamiðuð fjölskyldumeðferð er hugmyndafræði sem hefur rutt sér til rúms um allan heim og hefur verið að þróast í um 30 ár. Helstu áherslur eru þær að fólki er hjálpað við að koma auga á lausnir sem virka. Litið er svo á að einstaklingurinn sé sérfræð- ingur í eigin lífi og að enginn viti bet- ur en hann sjálfur hvað hann vill og hvað kemur honum að bestum not- um, meðferðaraðilinn er hins vegar eins og þjálfari. Fortíðinni getum við ekki breytt, en vandinn er viðurkenndur eins og hann birtist fólki og vandanum síðan breytt í markmið. Í lausnamiðaðari hugmyndafræði skiptir fortíðin ekki máli að öðru leyti en því, að koma auga á og draga fram góða og já- kvæða upplifun og reynslu. Margir setja sér markmið þegar þeir vilja breyta einhverju í lífi sínu eða ætla sér að ná meiri árangri. Þá er mikilvægt að mark- miðin séu skýr, raun- hæf og eftirsóknarverð og betra að þau séu mælanleg. Líklega vilja flestir setja sér eigin markmið enda hlýtur árangurinn að vera í samræmi við það. Með lausnamiðaðri meðferð- artækni er reynt að tryggja að fólk, einstaklingar, fjölskyldur eða hópar, eftir því hvað við á, séu örugglega að vinna í eigin markmiðum. Litið er svo á að lausnin sé fólgin í undantekning- unni frá vandanum, þ.e.a.s. þegar vandinn er ekki til staðar eða minna er af honum. Þess vegna er áherslan lögð á það sem nú þegar gengur vel og fólk hvatt til að gera meira af því. Hvatning og hrós eru lykilorð í öllu uppeldi og virkar mun betur en skammir og aðfinnslur og á við í öll- um samskiptum. Og ef við einblínum á vandann og hindranirnar þá kom- um við ekki auga á styrkleikana og missum af tækifærum til að hrósa. Árangur er reglulega metinn á skala frá 0–10. Einfaldur skali sem notaður er til að mæla hvaða árangri er nú þegar náð. Slíkt mælitæki er notað á ýmsan hátt, t.d. til að meta til- finningar, líðan, trú á árangur, fram- farir og fleira. Þannig verður vinnan markviss og áþreifanleg. Lausnamiðuð nálgun og lausna- miðuð fjölskyldumeðferð, „Solution Focused Brief Therapy“, hefur áunn- ið sér fastan sess víða um heim. Upp- hafsmenn hennar voru hjónin Insoo Kim Berg og Steve de Shazer (d. 11. sept. 2005) frá Milwaukee í Banda- ríkjunum. Þau hafa skrifað og gefið út ógrynni bóka og greina um hug- myndafræðina sem margir fremstu meðferðaraðilar heims hafa tileinkað sér og þróað áfram. Insoo Kim Berg er væntanleg hingað í október en þá verður haldin hér alþjóðleg fjölskyldumeðferð- arráðstefna á vegum IFTA Int- ernational Family Therapy Associa- tion og FFF, Félags fagfólks í fjölskyldumeðferð. Að koma auga á það sem virkar ’Lausnamiðuð fjölskyldu-meðferð er hugmyndafræði sem hefur rutt sér til rúms um allan heim …‘ Helga Þórðardóttir Höfundur er félagsráðgjafi/fjölskyldu- fræðingur og formaður FFF. Helga Þórðardóttir fjallar um lausnamiðaða fjölskyldumeðferð Því miður voru alvarlegar villur í þessum samanburði. Önnur er um daggæslukostnað og reiknaða fjöl- skylduafslætti en sú stærsta snýr að fasteignagjöldum. Gerð var tilraun til að bera saman fast- eignagjöld af annars vegar 90 fermetra hús- næði og hins vegar 150 fermetra húsnæði fjöl- skyldunnar. Það kann- ast enginn við þau fast- eignagjöld sem kynnt voru fyrir Reykja- nesbæ. Villan var svo alvar- leg að í samanburð- artöflu sem birt var fóru lág gjöld okkar í leik- skóla, grunnskóla og lágt útsvar fyrir lítið vegna svimandi hárra fasteignagjalda. Í heild- armynd var okkur því snarað úr verðlauna- sætum beint í öftustu röð. Villan virðist fólgin í því að ekki var tekið tillit til mis- munandi fasteignamats í sveit- arfélögunum, og þar með fasteigna- gjalda. Fasteignagjöld fjölskyld- unnar í 90 fermetra eða 150 fermetra húsnæði í Reykjanesbæ varð þannig algjörlega úr samhengi við raunveruleikann. Í töflunni sem fylgdi grein Gunn- ars í Morgunblaðinu var gefið til kynna að eigandi 150 fermetra íbúð- GARÐABÆR hefur um margt verið í forystu sveitarfélaga varðandi nýsköpun og gæði í þjónustu við fjöl- skyldur. Þar má sérstaklega nefna margþætta skólaþróun í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Að undanförnu hefur verið fjallað um samanburð á ákveðnum gjöldum sveitarfélaga í þjónustu við fjöl- skyldur, en minna verið rætt um gæðin. Í grein sem Gunnar Ein- arsson bæjarstjóri í Garðabæ ritaði í Morgunblaðið sl. föstudag benti hann réttilega á að nauðsynlegt væri að skoða fleiri kostnaðarliði sem tengdust fjölskyldum, skoða heild- armynd þegar samanburður væri gerður á kostnaði fjölskyldufólks í bæjarfélögum. Þar bar hann saman ákveðnar fjölskyldugerðir og kostn- að vegna daggæslu, grunnskólaþjón- ustu, útsvars og fasteignagjalda. Í dæminu var ánægjulegt að sjá að Reykjanesbær var í 1.–3. sæti hvað varðar lægsta kostnað á hefðbundna fjölskyldugerð, hjón með tvö börn þegar daggæsla, grunnskóli og út- svar voru borin saman. Þó var ekki gerð tilraun til að bera saman stræt- isvagnakostnað, sundkostnað, íþróttakostnað eða afslátt vegna auk- ins barnafjölda, sem allar fjölskyldur njóta. Þar má fullyrða að Reykjanes- bær stendur einnig afar vel að vígi. ar í Reykjanesbæ greiddi í fast- eignagjöld 260 þúsund og að eigandi 90 fermetra íbúðar greiddi 154 þús- und. Raunverulegt dæmi sýnir að 160 fermetra einbýli með 32 fer- metra bílskúr að auki greiðir alls 140 þúsund krónur í fast- eignagjöld í Reykja- nesbæ. Af 100 fer- metra íbúð í fjölbýli, með frábært útsýni yf- ir Faxaflóann er greitt alls um 115 þúsund krónur í fast- eignagjöld. Þetta geta lesendur borið saman við eigin fasteigna- gjöld. Skekkjan er því augljós og alvarleg. Séu ekki aðrar skekkjur í dæmi Gunnars sýnir nið- urstaðan að í fast- eignagjöldum verður Reykjanesbær einnig í hópi sveitarfélaga með lægstu gjöld á fjölskylduna. Við fyrirgefum Gunnari þessi mis- tök. Þau breyta ekki þeirri stað- reynd að það er mikilvægt að skoða heildarmynd og meta gæði. Þar er Garðabær góður! En hann á sér orð- ið verðugan keppinaut. Samt er Garðabær góður Árni Sigfússon gerir athugasemdir við grein Gunnars Einarssonar Árni Sigfússon ’Skekkjan er því augljós og alvarleg.‘ Höfundur er bæjarstjóri og formaður fræðsluráðs í Reykjanesbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.