Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 23 UMRÆÐAN Reykjavík Skattstofan í Reykjavík Bensínstöðvar í Reykjavík Vesturland Skattstofan á Akranesi Sýslumannsskrifstofur Búðardal, Borgarnesi, Stykkishólmi og Ólafsvík Viðskiptaháskólinn á Bifröst Vestfirðir Skattstofan á Ísafirði Sýslumannsskrifstofur í Bolungarvík og Hólmavík Bæjar- og hreppsskrifstofur Reykhólahrepps, Tálknafjarðarhrepps, Vesturbyggðar, Súðavíkurhreppur og Kaldrananeshrepps Sparisjóður Vestfirðinga; á Bíldudal, Flateyri og Þingeyri Norðurland vestra Skattstofan á Siglufirði Umboðsmenn: Sigurbjörn Bogason, Sauðárkróki Stefán Hafsteinsson, Blönduósi Páll Sigurðsson, Hvammstanga Norðurland eystra Skattstofan á Akureyri Umboðsmenn, bæjar- og hreppsskrifstofur Austurland Skattstofan á Egilsstöðum Verslunin Kauptún á Bakkafirði og Vopnafirði Essoskálinn á Breiðdalsvík Samkaup á Djúpavogi Bókhald GG á Fáskrúðsfirði Sýslumannsskristofur Seyðisfirði, Eskifirði, Neskaupsstað og Hornafirði Suðurland Skattstofan á Hellu Bæjar- og hreppsskrifstofur Skaftárhrepps, Ásahrepps, Rangárþings eystra, Gaulverjabæjarhrepps, Hraun- gerðishrepps, Villingarholtshrepps, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Ölfuss, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Bláskógabyggðar Skrifstofa VÍS, Hveragerði, Skrifstofa VÍS, Árborg (Selfossi) Vestmannaeyjar Skattstofa og skrifstofa sýslumanns Reykjanes Skattstofan í Hafnarfirði Bæjar- og hreppsskrifstofur Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Grindavík, Garði, Vogum og Álftanesi Sýslumannsskrifstofur Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík Sparisjóður Hafnarfjarðar Bensínstöðvar í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi Hægt er að nálgast leiðbeiningar á neðantöldum stöðum Framtalsaðstoð er veitt í síma 511-2250 milli kl. 9 og 16. Frá 15.-31. mars verður sú þjónusta einnig veitt utan dagtíma, þ.e. til kl. 22 á virkum dögum og kl. 12-19 um helgar. Ný þjónusta Skattyfirvöld hafa nú opnað fyrir þann möguleika að flytja skattaupplýsingar raf- rænt úr vefbanka yfir á framtalið. Íslands- banki býður sínum viðskiptamönnum upp á þessa þjónustu fyrstur banka, en búist er við að aðrir viðskiptabankar fylgi í kjölfarið. Framtal á vefnum hefur verið opnað. Allir eiga að hafa fengið veflykil sendan eða eiga varanlegan veflykil frá fyrri árum. Sækja má um nýjan hafi hann gleymst eða týnst. Skattframtöl hafa verið borin út til þeirra sem ekki afþökkuðu framtal á pappír við síðustu framtalsgerð. Skilafrestur er til 21. mars Leiðbeiningar hafa nú verið færðar í nýjan búning og eru afar aðgengilegar til uppflettingar og stuðnings við framtalsgerð á vefnum. Því hefur verið dregið úr heimsendingu prentaðra leiðbeininga og aðeins þeir sem töldu fram á pappír í fyrra fá þær sendar heim. Prentaðar leiðbeiningar má nálgast hjá skatt- stjórum, umboðsmönnum þeirra, á ýmsum sýslumanns- og bæjarskrifstofum og á bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu (sjá nánar í lista hér að neðan og á rsk.is). Skattframtal 2006 rsk.is Allar upplýsingar á NÚ ER nýyfirstaðið prófkjör Samfylkingarinnar í borginni og al- veg ljóst að sá flokkur er á mikilli siglingu og því full ástæða fyrir okkur stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins að taka á honum stóra okkar til að ná borginni aftur úr óráðsíu stjórn vinstriaflanna. Sem dyggur stuðnings- maður Sjálfstæð- isflokksins verð ég að lýsa yfir miklum von- brigðum með hversu óáberandi frambjóð- endur míns flokks hafa verið síðan í nóv- ember, og minni á að skoðanakönnun er ekki sama og kosning. Undir forystu nýkjörins oddvita hefur Sjálfstæðisflokkurinn horfið úr umræðunni, og hefur hann leyft frambjóðendum Samfylkingarinnar að fara óáreittir með rakin ósann- indi og kaupa sér fylgi fyrir skattfé borgaranna á hátt sem engin for- dæmi eru fyrir. Sóknarfærin fyrir okkur sjálfstæðismenn eru ótelj- andi í borginni, ekki síst þegar til er að dreifa öllu því endalausa klúðri sem núverandi meirihluti hefur staðið fyrir undanfarin 12 ár. Það svíður því mitt bláa sjálfstæð- ishjarta að sjá fólkið sem leiðir flokkinn minn sitja með hendur í skauti og halda að ekkert þurfi að gera til að ná borginni aftur. Hvar var Vilhjálmur þegar Dagur B. Egg- ertsson úthlutaði enn einum skikanum úr Vatnsmýrinni undir bensínstöð? Hvar var Vilhjálmur þegar Dag- ur og Stefán segja í beinni útsendingu í Kastljósi að nýtt sjúkrahús muni víst rísa í Vatnsmýrinni, þrátt fyrir að það eigi eftir að fara í kynn- ingu með íbúum á svæðinu? Hvar var Vilhjálmur þegar farin var sú leið að bjóða upp landskika í í Úlf- arsfellinu, þar sem gera má ráð fyr- ir að einbýlishúsalóðin fari á 15–20 milljónir? Hvar var Vilhjálmur þeg- ar manneklan á leikskólunum og frístundaheimilunum var okkur for- eldra að sliga í haust? Það er ekki bara þessi fjarvist oddvitans í um- ræðunni sem ég set út á, það er líka skortur á markvissum hug- myndum um hvernig við sjálfstæð- ismenn ætlum að bæta borgina þegar við náum henni aftur. Eyja- byggðin var frábær hugmynd og það hefði verið hægt að spóla fram úr Samfylkingunni með góðri út- færslu á þeim þætti, en um leið og gagnrýnin kom þá sáum við kjós- endur undir iljarnar á okkar mönn- um. Það má eflaust færa rök fyrir því að menn séu að vinna sína málefna- vinnu, sem er gott og blessað, en við sjálfstæðismenn verðum að átta okkur á því að kosningabaráttan er byrjuð af fullum þunga, og það er ekki beðið eftir því að við verðum tilbúnir. Það eru einungis 3 mán- uðir til kosninga, sem er stuttur tími í pólitík, og ég kalla hér með eftir skeleggri framgöngu okkar unga fólks sem listann prýðir og getur skákað frambjóðendum Sam- fylkingarinnar í hvaða máli sem er, ef það bara fær til þess umboð og tækifæri. En að sitja úti í horni og taka sér sinn tíma í að „vinna sína heimavinnu“ er hreinlega ekki í boði, við höfum tapað borginni 4 kosningar í röð út af slíku klúðri og það er óafsakanlegt að endurtaka leikinn enn eina ferðina. Sl. haust ritaði ég grein í Morg- unblaðið um ófremdarástandið í leikskólum borgarinnar, og skoraði ennfremur á borgarfulltrúa minni- hluta og meirihluta að mæta á for- eldrafund sem var í leikskóla barnsins míns. Þetta var stuttu fyr- ir prófkjör minna manna og ég sá í hendi mér að nú myndu þeir fjöl- menna, sér í lagi þar sem fjölmiðlar mættu á staðinn, og láta ljós sitt skína. Mér til mikillar undrunar mætti hins vegar borgarstjóri, sem hafnað var af samherjum um sl. helgi, og horfði framan í fullan sal af reiðum foreldrum, en það mætti ekki einn einasti fulltrúi minnihlut- ans. Fullkomið tækifæri gekk þeim úr greipum þann daginn. Svörin sem ég fékk frá minnihlutanum var að bókuð hefði verið harðorð gagn- rýni í borgarráði þar sem lýst var yfir óánægju með ástandið! Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að oddvitinn á lista okkar telur, ein- hverra hluta vegna, að kosninga- baráttan fari fram á fundum í borg- arstjórn og borgarráði, en ekki í fjölmiðlum og hjá kjósendum. Sú staða sem við sjálfstæðismenn stöndum frammi fyrir í dag er að leiðtogi Samfylkingarinnar hefur mikið persónufylgi og nær að rífa fólk með sér (en sumir myndu segja að sjaldan hafi maður talað jafn mikið án þess að segja nokk- urn skapaðan hlut), og verður okk- ur skeinuhættur. Það sem ég óttast er að þegar Dagur og Vilhjálmur mætast á opinberum vettvangi muni Dagur kafsigla Vilhjálm, sem virðist eiga mjög erfitt með að vera skemmtilegur og hrífandi í fjöl- miðlum, og kjósendur eigi eftir að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn í vor og fara í Samfylkinguna einfaldlega af því að Sjálfstæðisflokkurinn stefnir hraðbyr í að verða leiðinlegasti flokkurinn í borginni, með önugasta fólkið og þurrustu framkomuna. Ég veit vel að framkoma hefur lítið með getu til að stjórna borginni að gera, en staðreyndin er bara sú að framkoman selur og hversu góður sem listinn okkar er, þá stoðar það lítið ef við ætlum að klúðra enn ein- um kosningunum og dúsa í minni- hluta enn eitt kjörtímabilið. Ég skora á Sjálfstæðisflokkinn í borginni að taka sig saman í andlit- inu, koma fram af fullum þunga og sýna hressa og litríka framkomu, tjalda öllu sem til er og ná borginni í vor! X-D, því borgin þolir ekki meiri R-lista martröð. Lýst er eftir borgarstjórnar- minnihluta Sjálfstæðisflokksins Haukur Skúlason fjallar um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins ’Það svíður því mittbláa sjálfstæðishjarta að sjá fólkið sem leiðir flokkinn minn sitja með hendur í skauti …‘ Haukur Skúlason Höfundur er viðskiptafræðingur og gallharður sjálfstæðismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.