Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 25
ra með verslun í Grafarvoginum, en
hafði aldrei getað sinnt bygging-
um í norðurhluta höfuðborgarinnar.
kið mat það sem svo að það væri afar
gt fyrir neytendur að geta haft tvo
að minnsta kosti í norðurhluta borg-
þannig að það voru alveg gríðarleg
ði fyrir BYKO að fá synjun í desem-
1,“ segir Ásdís Halla.
ð hvaða skýringar BYKO hafi fengið
kjavíkurborg á því að Húsasmiðjan
gið aðra lóð í norðurhluta borgarinnar
dís Halla í synjunarbréfið frá borg-
r kemur fram að ekki sé unnt að út-
YKO lóðinni, en þeim bent á að mögu-
að félagið fái lóð í Höllum eða
hlíð í landi Úlfarsfells, sem BYKO
st um árið 1998.
a eru samskiptin við Reykjavík-
hnotskurn. En BYKO hélt áfram, og
umsóknina um þá lóð, og hélt áfram
ast eftir lóð í Halla- og Hamrahlíð-
m,“ segir Ásdís Halla.
setti fram skilyrði
meiginlega umsókn
sum tíma fór í gang samkeppni um
kipulag um Úlfarsfellið hjá Reykja-
rg, en lóðin eftirsótta er hluti af því
nóvember 2001 kemur niðurstaða
s, sem valdi tillögu frá arkitektinum
afssyni.
Halla segir að hún sé hrifin af skipu-
rfisins, sem gerir ráð fyrir samþætt-
nustu við hverfið með þjón-
rna í miðjunni, og lögð áhersla á að
u verslanir meðfram Vesturlandsvegi,
æst leiðinni inn í hverfið, klárlega ekki
slanir. Þar er gert ráð fyrir að fyr-
g stofnanir geti byggt skrifstofu-
i.
ar þessi hugmyndafræði skipulags
ðandi fyrir svæðið fékk BYKO þau
ð að Reykjavíkurborg fyndist ekki eft-
rvert að úthluta stórverslunum lóðum
segir Ásdís Halla. Í kjölfar þessa fóru
víkurborg og Mosfellsbær í samstarf
u með sér samkomulag um að ráða
arþjónustufélagið Nýsi hf. til að búa
naráætlun um uppbyggingu bæj-
a á mörkum sveitarfélaganna.
ssu ferli var sagt við BYKO að ekki
óð austan við veginn, og síðar var
mur sett skilyrði um það að Smára-
fasteignafélagið sem sér um fast-
ál BYKO, myndi sækja um í samvinnu
ratorg og Mötu, vegna þess að fyr-
num yrði ekki úthlutað lóð hverju fyr-
egir Ásdís Halla.
kjavíkurborg gerði það að skilyrði að
rirtæki tækju upp samstarf og óskuðu
nlega eftir stórri lóð. Í fundargerðum
um tíma kemur ítrekað fram að
eggur meiri áherslu á að fá úthlutað
og sér, og það gangi hratt og vel, þeg-
ekið allt of langan tíma að fá lóð til að
á. Þegar skilyrði um samstarf þessara
fyrritækja var sett var endanlega úti-
þau fengju lóðir austan megin við
vegna þess að landsvæðið var of tak-
Rýmið var hins vegar meira en
nægjanlegt fyrir BYKO-verslun og það hefði
verið óskastaðan fyrir fyrirtækið,“ segir Ás-
dís Halla. Á endanum sættist þó BYKO á að
sótt yrði um eina stóra lóð sem hugsuð yrði
svipuð og Smáratorgið í Kópavogi. „Annað
kom ekki til greina, aðrar lóðir voru ekki til
og það voru skýr skilaboð borgarinnar.“
Eðlilegt að byrja á að
breyta skipulaginu
Árið 2004 gerðu svo Reykjavík og Mos-
fellsbær með sér formlegt samkomulag um
rammaskipulag svæðisins, undirritað af
borgarstjóra og bæjarstjóra, þar sem fram
kemur að sveitarfélögin ætli sér að vinna eftir
þessu skipulagi. Í því kemur m.a. fram að
svæðið austan Vesturlandsvegar, þar sem
lóðin sem BYKO sótti um er, eigi að byggjast
upp eftir árið 2008, og þar sé gert ráð fyrir
t.d. umferðarmiðstöð, lögreglustöð, þjónustu-
miðstöð fyrir gatnamálastjóra, gámastöð og/
eða bensínstöð. Vestan Vesturlandsvegar sé
hins vegar gert ráð fyrir rýmisfrekum versl-
unum. Þessi lýsing hefur einnig ratað inn í
aðalskipulag Reykjavíkurborgar sem nú er í
gildi.
„Formaður skipulagsráðs, Dagur B. Egg-
ertsson, segir hins vegar nú að ekkert sé því
til fyrirstöðu að austan Vesturlandsvegar
geti verið stór byggingarvöruverslun, sem
geti byrjað framkvæmdir á þessu ári og opn-
að á því næsta. Í samkomulaginu segir að
uppbygging eigi að hefjast 2008 í fyrsta lagi,
og að þar eigi að vera starfsemi í svipuðum
anda og lögreglustöð, þjónustumiðstöð,
gámastöð og svo framvegis. Ef Reykjavík-
urborg ætlar að breyta um áherslur og nær
samkomulagi um það við Mosfellsbæ að hafa
rýmisfrekar stórverslanir austan megin við
veginn er eðlilegt að byrja formlega á því að
breyta skipulaginu og bjóða lóðina síðan út til
áhugasamra fyrirtækja,“ segir Ásdís Halla.
Bent hefur verið á að einkennilegt sé að
BYKO geri mál vegna þessa gjörnings nú,
þegar fyrirtækið hefur eftir 10 ára bið fengið
úthlutað lóð hinum megin við Vesturlands-
veginn. Ásdís Halla segir ástæðuna einfald-
lega þá að staðsetningin austan við veginn sé
mun betri fyrir verslun og þar sem fyrirtækið
hafi ítrekað reynt að fá þá lóð sé ástæða til að
ítreka þær óskir.
Mikill landhalli felur verslanir
Landhallinn vestan megin sé þannig að
gólfflötur verslunarinnar sé 11 metrum neð-
an við veginn, og svo skyggi tveggja metra há
hljóðmön ennfremur á. „Þeir sem keyra í átt
að Mosfellsbæ sjá því miður ekki einu sinni
verslunina vestan við veginn, því hún er svo
miklu neðar en vegurinn sjálfur,“ segir Ásdís
Halla. Það andstæða á við um verslanir sem
reistar verða austan við veginn, þær verði vel
sýnilegar og áberandi frá veginum.
Auk þess sé staðsetningin austan megin
betri að því leyti að umferðarstraumurinn
liggur á austurhluta vegarins síðdegis en
einnig sé lóð austan megin nær uppbygging-
arsvæðum Úlfarsfells og húsbyggjendum á
þessu svæði.
ndir byggingarvöruverslun út
uhaus gæti
ræðisreglu
Morgunblaðið/Sverrir
kið hafa reynt að fá úthlutað lóð í Reykjavík í 10 ár.
brjann@mbl.is
Í hvert sinn sem ég heyri eitt-hvað nýtt neikvætt um ál-vers- og virkjanafram-kvæmdir hugsa ég með mér:
„Nú hlýtur listinn að vera tæmd-
ur“. Í hvert sinn hef ég rangt fyrir
mér. Listinn virðist vera ótæmandi.
Það nýjasta er að skipafélögin
voru að leggja sérstakt
flutnigsgjald á almenn-
ing til að standa undir
tapinu á flutningum
fyrir Impregilo og
Bechtel. Stuttu áður en
ég las þetta frétti ég að
hátæknifyrirtæki væru
að flýja landið með allt
sitt hafurtask vegna
óhagstæðs gengis sem
eru ruðningsáhrif stór-
iðjuframkvæmda. Rétt
fyrir það las ég frétt
um fiskvinnslufyr-
irtæki sem varð gjald-
þrota af sömu ástæðu. Þá hafði ég
þegar frétt af fleiri fiskvinnslufyr-
irtækjum og nokkrum sprotafyr-
irtækjum á landsbyggðinni sem
höfðu einnig orðið gjaldþrota vegna
óhagstæðs gengis. Sum þessara
sprotafyrirtækja voru mjög efnileg
og höfðu þegar skipað sér sess á al-
þjóðavettvangi.
Fyrir stuttu átti ég spjall við
mann sem rekur fjallaleiðsögufyr-
irtæki en hann tjáði mér að fyr-
irtækið væri að íhuga flutning til
Nýja Sjálands - vegna eyðilegg-
ingar á hálendi Íslands og óhag-
stæðs gengis. Áður en ég heyrði af
þessari afleiðingu stóriðjufram-
kvæmda hafði ég heyrt hjá hag-
fræðingi að það væri hagkvæmt
fyrir þjóðarbúskapinn að hafa fjöl-
breytni á atvinnumarkaði. Ég get
ekki séð að það stuðli að fjölbreytni
á atvinnumarkaði að drepa eða
hrekja úr landi fiskvinnslu- og há-
tæknifyrirtæki, smáiðnað, sprota-
fyrirtæki og ferðamannaiðnaðinn
fyrir eina tegund stóriðju.
70% raforkunnar
fyrir erlenda stóriðju
Ég las í blaði fyrir stuttu að raf-
orkuverð til íslenskra fyrirtækja
hefði hækkað umtalsvert. Vænt-
anlega til þess að standa straum af
lágu raforkuverði til stóriðju. Mað-
ur frá ágætri brauðverksmiðju í
Reykjavík hafði áhyggjur af því að
þetta yrði erfitt fyrir fyrirtækið og
gæti jafnvel riðið því að fullu. Nú
hef ég vitað töluvert lengi að 70%
af framleiddri raforku á Íslandi fer
í 3 erlend stóriðjufyrirtæki, nánar
tiltekið álframleiðslufyrirtæki. Af
hverju eru þessi fyrirtæki ekki lát-
in greiða niður lágt raforkuverð til
Íslenskra fyrirtækja? Það getur
ekki verið svo stór biti fyrir stóriðj-
una að greiða örlítið meira fyrir
raforkuna en sú hækkun myndi
skipta sköpum fyrir smáiðnaðinn.
Eða er það rökrétt að 30% notenda
haldi uppi hinum 70%? Hér er enn
ósagt að ef svo illilega vildi til að
Alcoa, sem margsinnis hefur verið
dæmt fyrir umhverfisglæpi, sigri í
baráttunni um Kárahnjúkasvæðið
þá myndu 80% framleiddrar raf-
orku fara í erlenda stóriðju – 20% í
smáiðnað og almenna notkun. Við
skulum enn vona að þeim verði
ekki kápan úr því klæðinu.
Súrálið og rafskautin
Á dögunum sótti ég ráðstefnu
sem haldin var á Hótel Nordica
undir heitinu „Orkulindin Ísland“.
Þar komu saman virkjana- og stór-
iðjusinnar til að stappa í hvorn ann-
an álinu. Ég hjó eftir ýmsu alvar-
legu sem fram kom á þessari
ráðstefnu, meðal annars því að
fulltrúi fyrirtækisins Enex, Gunnar
Tryggvason, talaði fögrum orðum
um að það væri góður kostur að
framleiða hér rafskaut og súrál fyr-
ir álbræðslu. Það myndi minnka
millilandaflutninga og þar af leið-
andi gera álframleiðslu umhverf-
isvænni, en rafskaut eru notuð við
álbræðslu og súrál er hráefni til ál-
framleiðslu. Nú spyr ég: hefur
þetta fólk séð báxíð-námusvæði eða
kynnt sér afleiðingar súrálsfram-
leiðslu á umhverfi, fólk og náttúru?
Skoðum aðeins Jamaica, þar sem
Alcan og Alcoa framleiða súrál úr
báxíð jarðvegi. Þar er yfirborðs-
jarvegur tættur upp og eyðilagður
til að búa til báxíð-námur. Til að
vinna eitt tonn af súráli úr báxíð-
jarðvegi þarf svo að skilja eftir eitt
tonn af úrgangsjarðvegi sem hefur
sýrustigið ph14. Jarðvegi sem ekk-
ert líf getur komið í snertingu við
án þess að stein-
drepast. Þessi vít-
issódadrulla sígur of-
an í grunnvatnið og
eyðileggur drykkjar-
vatn. Súrt regn fell-
ur frá himnum.
Paradísareyjan Jam-
aica er að breytast í
vítissótapoll. Þús-
undir Jamaicabúa
þjást af sjúkdómum í
öndunarfærum af
völdum súrálsfram-
leiðslu og börn
greinast með alvar-
lega fæðingargalla af sömu völdum.
„Rykið frá vinnslunni er þvílíkt að
því má líkja við nýfallinn snjó“, las
ég í viðtali við konu sem býr nálægt
báxíð-námu á Jamaica. Viljum við
þessa framtíð fyrir Ísland? Með til-
komu rafskautaverksmiðju í Hval-
firði mun Faxaflóasvæðið skipa sér
í hóp mest menguðu svæða í norður
Evrópu. Hversu djúpt ætlum við að
sökkva í sorann hér á Íslandi? Eða
er ég að misskilja þetta allt saman?
Var það aldrei neitt eftirsóknarvert
að eiga óspjallaða náttúru? Átti
bara að gabba túristana hingað á
fölskum forsendum? Eða er sjálfs-
blekkingin þvílík að við trúum því
virkilega að þrátt fyrir raf-
skautaverksmiðju, súrálsfram-
leiðslu og 4 álver til viðbótar mun-
um við sem áður, geta sagt að
Ísland sé hreint land með óspjall-
aða náttúru? Ef svo er, þá er nú
tími til kominn að vakna.
Sviss og álið
Annað sem talað var um á fyrr-
nefndri ráðstefnu voru þeir kump-
ánar „Guð og Guð Almáttugur“.
Það var hinn skáldlegi Hallur
Hallsson sem nefndi tvo svissneska
áljöfra þessum nöfnum, en álsaga
Íslands hófst fyrir tilstilli þessara
tveggja manna sem flugu yfir land-
ið og ráku augun í Vatnajökul. Þeir
lögðu saman tvo og tvo og komust
að því að þar sem svo stór jökull
væri, hlytu að vera kraftmiklar jök-
ulár sem tilvalið væri að virkja fyr-
ir álbræðslu. Boltinn rúllaði hratt
og fyrr en varði var risið álver í
Straumsvík. Þetta var á sjöunda
áratug síðustu aldar. Álvers- og
virkjanasinnar tala af mikilli virð-
ingu um þessa tvo Svisslendinga.
Þakklæti til þeirra er ómælt, að
þeir skyldu reka augun í pen-
ingamaskínuna Vatnajökul. Það
fylgdi hins vegar ekki í frásögn
Halls af „Guði og Guði Almátt-
ugum“, að í sömu viku og þessi ráð-
stefna fór fram á Nordica, lokuðu
Svisslendingar síðasta álverinu
sínu. Það er nefnilega árið 2006
kæru stóriðjusinnar, ekki 1960! Er
ekki dálítið hallærislegt að vera
svona langt á eftir öðrum sið-
menntuðum þjóðum? Nágranna-
þjóðir okkar hafa nefnilega löngu
gert sér grein fyrir því að það eru
ómæld verðmæti í óspjallaðri nátt-
úru og mengunarfríum svæðum.
Er það ekki sorglegt að við Íslend-
ingar, sem ennþá eigum dýrmæt-
ustu landsvæði í heimi sökum
hreinleika og fegurðar skulum
kjósa yfir okkur grunnhyggið og
skammsýnt fólk sem hefur það að
markmiði að eyðileggja fyrir okkur
þennan takmarkalausa auð?
Stjórnvöld á Íslandi eru nærri heilli
öld á eftir stjórnvöldum í ná-
grannalöndum okkar og það er tími
til kominn að við rísum upp og
krefjumst þess að Ísland verði í
takt við tímann.
„Hrein“ orka
Virkjanasinnar hafa lengi jórtrað
á þeim rökum að það sé betra að
framleiða „hreina“ raforku á Ís-
landi með vatnsafli, heldur en að
menga heiminn með orkufram-
leiðslu frá kolum og öðrum meng-
unarvaldandi efnum. Okkur beri
því umhverfisleg skylda hér á Ís-
landi til að ljá heiminum fossana
okkar og árnar. Það fylgir hins
vegar aldrei sögunni að orkugeta
vatnsafls á Íslandi kemst ekki einu
sinni á blað í samanburði við vatns-
aflsorku annara svæða í heiminum,
s.s. Evrópu og Afríku. Vatnsafls-
orka Afríku mælist t.d. yfir 2200
TWH en hér á Íslandi einungis 30
TWH. Námundað við næsta hundr-
að er vatnsaflsorka á Íslandi
NÚLL. Það er því alrangt að okk-
ur beri einhver skylda til að fram-
leiða raforku fyrir heiminn.
Auk þess binda jökulár gríð-
arlega mikið magn af koltvísýringi
þegar þær blandast sjónum og
koma þannig í veg fyrir gróður-
húsaáhrif. Íslenskar jökulár jafnast
á við 25% af allri Afríku hvað þetta
varðar og það væri stórkostlegt
umhverfisslys fyrir alla plánetuna
að stöðva þetta ferli með því að
virkja jökulár landsins. Það er því
langur vegur frá því að vatnsafls-
orka sé hrein orka og í raun er það
mjög alvarlegt að stjórnvöld og
Landsvirkjun skuli leyfa sér að
bera fram langa runu af viðlíka lyg-
um til rökstuðnings á eyðileggingu
landsins.
Íslandi blæðir, Alcoa græðir
Hið sorglegasta í öllu þessu er að
það er hópur örfárra Íslendinga
sem hafa lagst svo lágt að selja
fjársjóð okkar allra á útsöluverði.
Fjársjóð sem okkur ber skylda til
að varðveita.
Framtíðarsýn forstjóra Lands-
virkjunar er að Ísland megi skipa
sér í hóp helstu álframleiðsluríkja
heims. Það er forvitnilegt að vita
hversu margir Íslendingar deila
með honum þessari framtíðarsýn. Í
Gallupkönnun frá síðasta ári var
spurt: Hvað af eftirfarandi finnst
þér mikilvægast að byggja upp á
Íslandi, hátækniiðnað, ferða-
mannaiðnað, hefðbundinn iðnað,
eða stóriðju? 46,7% völdu hátækni,
27,6% völdu ferðamannaiðnað,
15,8% hefðbundinn iðnað og ein-
ungis 9,9% völdu stóriðju,. Við deil-
um sem sagt ekki þessari framtíð-
arsýn með hr. forstjóra Friðrik.
Það er kannski þess vegna sem
Landsvirkjun beitir öllum ráðum
og eyðir hundruðum milljóna af al-
mannafé til að sjóða saman lyga-
áróður um ágæti stóriðju. Því mið-
ur hefur þessi áróður borið
árangur. Það hefur tekist að telja
Austfirðingum trú um að Alcoa sé
bjargvætturinn sem muni rífa upp
stemninguna þegar augljóst er að
það eru erlendir stóriðjurisar eins
og Alcoa sem maka krókinn á okk-
ar kostnað. Af hverju ætti þeim
ekki að vera nákvæmlega sama
þótt Reyðarál muni menga jafn
mikið og 172.000 bifreiðar? Þeir
þurfa ekki að búa þar eða starfa
þar. Austfirðingar ættu að vera
þeir fyrstu til að rísa upp og mót-
mæla þessum framkvæmdum því
hörmulegar afleiðingar álbræðslu
munu fyrst og fremst bitna á þeim
og börnum þeirra, líkt og íbúum
Jamaica.
Ég skora á stjórnvöld og Lands-
virkjun að sýna hugrekki með því
að segja sig úr liði afturhaldssinna
og erlendra stóriðjurisa og ganga í
lið með þeim 90,1% íslensku þjóð-
arinnar sem þykir mikilvægast að
byggja hér upp hátækni, ferða-
mannaiðnað og almennan iðnað.
Virkjum hausinn, verndum nátt-
úruna.
Stöðvum brj-álæðið
Eftir Helenu Stefánsdóttur ’Ég skora á stjórnvöldog Landsvirkjun að sýna
hugrekki með því að
segja sig úr liði aftur-
haldssinna og erlendra
stóriðjurisa og ganga í lið
með þeim 90,1% íslensku
þjóðarinnar …‘
Helena Stefánsdóttir
Höfundur er leikstjóri.