Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 32
32 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Laufey Marías-dóttir fæddist á
Ísafirði 15. mars
1914. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut
föstudaginn 24.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Marías
Ísleifsson, f. 20.
nóvember 1880, d.
1. október 1943 og
Guðmundína Sturl-
ína Maríasdóttir, f.
6. nóvember 1882,
d. 31. október 1954. Systkini
hennar sammæðra voru Ingi-
björg Elínmunda Helgadóttir, f.
1906, d. 1975, Guðmunda Sigur-
jóna Helgadóttir, f. 1908, d. 1965,
Jón Helgason, f. 1909, d. 1981, og
Gunnar Þorgeir Ólafsson, f. 1917,
d. 1992. Bróðir hennar samfeðra
er Jón Vagn Maríasson, f. 1928.
iam og Frances. 2) María, búsett í
Kópavogi, var gift Finni P.
Fróðasyni. Þau skildu. Þau eiga
tvö börn, Hauk og Helgu. 3) Ei-
ríkur Guðjón, búsettur í Reykja-
vík, kvæntist Regínu Höskulds-
dóttur. Þau skildu. Þau eiga sex
börn, Ragnar Gunnar, Stein Jó-
hann sem lést á fyrsta ári, Huldu
Birnu, Ragnheiði, Höskuld og Al-
freð Jóhann. 4) Þórir Sturla, bú-
settur í Bandaríkjunum. Kona
hans er Sigríður Hjaltadóttir.
Þau eiga þrjá syni, Hjalta Má,
Arnar og Ragnar. Barnabarna-
börnin eru 23.
Laufey bjó mestan sinn aldur á
Ísafirði eða þar til 1977 er hún
flutti til Reykjavíkur. Hún lék
með Leikfélaginu á Ísafirði í
fjöldamörg ár. Einnig söng hún í
Sunnukórnum og kirkjukórnum á
Ísafirði. Laufey rak hannyrðabúð
á Ísafirði ásamt vinkonu sinni í
nokkur ár. Þegar hún flutti til
Reykjavíkur vann hún í Vöru-
markaðinum og lauk hún sinni
starfsævi þar.
Útför Laufeyjar verður gerð
frá Neskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Laufey var trúlof-
uð Alfreð Georgs-
syni, f. 9. nóvember
1908, d. 24. mars
1937, og áttu þau
einn son, Alfreð
Georg, f. 1933, d.
1990. Kona hans var
María Bára Frí-
mannsdóttir, f. 1933,
d. 1982. Þau eignuð-
ust þrjú börn og
María átti dóttur
fyrir, Hervöru. Börn
þeirra eru Erna
Lína, Kristín Bára
og Alfreð Georg.
Laufey giftist 4. júní 1938
Ragnari Ásgeirssyni héraðs-
lækni, f. 14. desember 1911, d. 16.
maí 1981. Þau eignuðust fjögur
börn, þau eru: 1) Ragnheiður
Ása, búsett í Bandaríkjunum, var
gift William Anderson. Þau
skildu. Þau eiga tvö börn, Will-
Elsku amma Laufey. Nú er loks
komið að kveðjustundinni. Nú hef-
urðu fengið þá hvíld sem þú hefur
þráð lengi. Margar góðar minn-
ingar rifjast upp fyrir mér þegar
ég hugsa til baka. Eins og við höfð-
um oft sagt þá voruð þið afi Ragn-
ar miklir örlagavaldar í mínu lífi.
Þið tókuð mér opnum örmum þeg-
ar ég sextán ára gömul vildi koma
til Ísafjarðar og taka þar gagn-
fræðiprófið. Það var eins og að búa
á fimm stjörnu hóteli, slík var
þjónustan. Ég er mest hissa á því
að ég skuli ekki hafa þyngst veru-
lega þennan vetur því mér fannst
ég vera að borða allan daginn.
Amma var listakokkur og bakari.
Það var notalegt að koma heim úr
skólanum og þá beið eftir mér mið-
degiskaffið og alltaf var „brúna“
kakan í aðalhlutverki. Ef amma
var ekki heima þegar ég kom heim
var hún búin að taka til kökur á
disk með plasti yfir svo ég myndi
nú ekki svíkjast um að borða. Á
slaginu sjö á kvöldin settist afi við
matarborðið og það brást ekki að
hún var tilbúin með allt. Matar- og
kaffitímar voru heilagir tímar og
það þýddi ekki að tala um að koma
of seint, það var ekki til umræðu.
Þennan vetur kynntist ég mann-
inum mínum og honum var mjög
vel tekið af gömlu hjónunum. Hon-
um var strax boðið að smakka hina
frægu „brúnu“ köku og oft sátum
við á Seljalandsveginum á kvöldin
og gerðum henni góð skil. Ég
ílengdist á Ísafirði og bjó áfram
hjá ömmu og afa. Þegar við Doddi
eignuðumst okkar fyrsta barn kom
ekkert annað til greina en að láta
hana bera nöfn beggja örlagavald-
anna, Ragna Laufey.
Þegar afi veiktist þurftu þau að
flytja til Reykjavíkur og voru það
þung skref fyrir hana ömmu. Hún
sá ekkert nema Ísafjörð. Það var
allt betra á Ísafirði, meira að segja
sólin, hún þvældist bara fyrir aug-
unum á ökumönnunum í Reykja-
vík. Þá rúmlega sextug skellti hún
sér í að taka bílpróf á Ísafirði áður
en hún flutti suður. Síðan keyrði
mín um allt fyrir sunnan. Á þess-
um tíma bjó ég hjá henni og ég
bauðst yfirleitt til að keyra ef við
þurftum að fara eitthvað á bílnum.
Ég var dauðhrædd með henni í bíl.
Mér fannst hún alltaf keyra á
miðjum veginum og svo bölsótaðist
hún út í þessa ökumenn sem kunnu
ekki að keyra. Ef ég spurði um
rispurnar og beyglurnar á bílnum
vildi hún ekkert ræða það hvernig
þær komu til.
Þegar við fjölskyldan bjuggum í
Sandgerði kom amma reglulega í
heimsókn og gisti þá iðulega hjá
okkur yfir helgi. Þá helgi breyttust
allar reglur á heimilinu. Sú gamla
vildi morgunkaffi, hádegismat,
miðdegiskaffi, kvöldmat og alltaf
heimtaði hún kvöldkaffi og með
því. Doddi mátti ekki gera neitt því
ég átti að þjóna honum og öllum
öðrum eins og sönn húsmóðir. Ég
datt inn í þetta hlutverk, ómeð-
vitað. Fjölskyldan skemmti sér vel
yfir þessari breytingu og naut góðs
af og vildi helst halda þessu áfram
eftir að hún var farin en ég kom
þeim ekki upp á það. Þetta var
bara þegar amma Laufey kom í
heimsókn.
Elsku amma, ég veit að þú ert
hvíldinni fegin enda búin að skila
þínu og vel það. Afi og pabbi munu
eflaust taka vel á móti þér í nýjum
heimkynnum.
Guð blessi minningu Laufeyjar
Maríasdóttur.
Kristín B. Alfreðsdóttir.
Móðurafi minn, Björn Ólafsson,
sagði við mig stuttu áður en hann
dó: „Veraldlegir hlutir skipta engu
máli, þú tekur ekkert með þér þeg-
ar þú ferð.“ Á dánarbeðnum svar-
aði ég honum því að það eina sem
fylgir þér alltaf er ást og virðing
þeirra sem kynntust þér. Eftir frá-
fall hans átti ég bara ömmu Lauf-
eyju eftir á lífi. Á námsárum mín-
um urðum við amma miklar
vinkonur og fór ég alltaf yfir til
hennar á miðvikudögum til að þvo
og horfa á Bráðavaktina. Þá var
brún kaka í boði og nammi í skál.
Amma var alltaf vel til höfð og
þegar sjónin dapraðist hjálpaði ég
henni að snyrta sig, á meðan sagði
hún mér sögur. Þannig kynntumst
við vel. Hún fæddist í Aðalvík en
flutti ung til Ísafjarðar. Hún gekk í
Húsmæðraskólann. Amma kynnt-
ist afa og fór með honum til
Reykjavíkur þar sem hann nam
læknisfræði og hún læknisfrúar-
fræði. Það kom sér líka vel því hún
þurfti stundum að aðstoða hann við
aðgerðir. Afi og amma voru síðustu
læknishjónin í Trékyllisvík á
Ströndum, í kringum 1940. Við
amma fórum þangað fyrir nokkr-
um árum, þar sem hún hitti fyrir
gamla vini. Þau fluttu heim á Flat-
eyri en þaðan á Ísafjörð þar sem
afi var héraðslæknir og amma
læknisfrú megnið af ævinni. Amma
tók virkan þátt í félagslífi á Ísa-
firði, var í leikfélaginu, Sunnukórn-
um og rak um tíma verslun með
Jönu vinkonu sinni sem var kölluð
„lekkert og pent“. Eftir að afi
veiktist fluttu þau til Reykjavíkur
þar sem hann dó. Amma vann í
Vörumarkaðinum uns hún hætti að
vinna.
Síðustu árin hrakaði ömmu
minni. Ég var þakklát fyrir að geta
rifjað upp gamla tíma fyrir hana.
Undir lokin var þó erfitt að gleðja
hana en mér til undrunar var það
ekki ég sem náði bestu sambandi
við hana heldur börnin mín. Það
lifnaði alltaf yfir henni þegar þau
komu í heimsókn. Hún mundi ekki
hvað þau hétu en talaði um litlu
stelpuna sem hoppaði í rúminu hjá
henni og litla strákinn.
Ég þakka ömmu minni margt og
stundirnar sem við áttum saman
eru nú geymdar í hjarta mínu. Ég
elska þig amma og vona að þú tak-
ir það með þér yfir.
Þín
Hulda Birna.
Nú er hún farin, hún elsku
amma Laufey. Hún átti langt og
gott líf og var engri lík. Amma
Laufey var stolt kona og vissi hvað
hún vildi. Aldrei fór hún út úr húsi
án þess að setja á sig varalit, negl-
urnar lakkaðar og hárið tipp-topp.
Amma var sko fín frú.
Einnig var hún frábær húsmóðir
og kunni sko að taka á móti gest-
um. Alltaf hafði hún eina „brúna“
tilbúna ef gesti bar að garði.
Brúna kakan hennar ömmu var
sko sú allra besta súkkulaðikaka
sem ég fékk. Alltaf var lagt á borð
og drukkið kaffi og með því, sama
hversu stutt ég sagðist geta stopp-
að. Ef ég hjálpaði svo til með að
leggja á borð þá skyldi nú aldeilis
passa sig á að láta bollana réttum
megin við kökudiskinn. Þegar tími
var kominn til að kveðja í lok
heimsóknar dró hún mig oft afsíðis
og fyllti vasana af ýmiss konar
góðgæti, sem ég svo japlaði á á
leiðinni heim. Oftar en ekki var
það blár Ópal og „smá hvítt“. Þó
svo að ég væri komin á miðjan þrí-
tugsaldurinn þá hélt hún áfram að
lauma smá ömmunammi í vasann.
Amma var líka af gamla skól-
anum eins og sagt er. Ef svo vildi
til að mamma var í heimsókn hjá
henni þegar nálgaðist kvöldmat þá
rak hún hana heim svo að pabbi
fengi nú kvöldmatinn sinn á rétt-
um tíma. Voru þá margir ánægðir.
Síðustu sjö árin hef ég búið er-
lendis og þess vegna ekki getað
eytt miklum tíma með ömmu. Hún
var orðin gömul og lúin og þegar
ég kvaddi vissi ég aldrei hvort hún
yrði til staðar í næstu Íslandsferð.
Ég hitti ömmu síðast í júlí á síð-
asta ári. Eins og ávallt þá stopp-
uðum við hjá henni á leiðinni út á
flugvöll og fengum okkur smá Nóa
Kropp og „alvöru“ kók. Þegar tími
var kominn til að fara þá vildi hún,
eins og alltaf, ganga með okkur al-
veg út að dyrum. Hún tók þétt-
ingsfast í handlegginn á mér og
Ómari, manninum mínum, og
fylgdi okkur út. Ég gaf henni
extra langt knús og kvaddi hana í
síðasta sinn.
Elsku amma mín, ég get því
miður ekki verið viðstödd jarðar-
förina þína. Ég mun minnast þín á
minn hátt og geymi allar góðu
minningarnar í hjarta mínu. Ég
veit að þú ert á góðum stað, þar
sem þú situr uppábúin við fínt
kaffiborð með góðu fólki og passar
upp á okkur hin.
Hvíl í friði, elsku amma Laufey.
Ragna Laufey.
Við fráfall Laufeyjar, sem við
kveðjum í dag hinstu kveðju, hafa
komið upp í huga mér margar ljúf-
ar minningar frá æskuárum mín-
um tengdar henni og fjölskyldu
hennar en Laufey var gift frænda
mínum, Ragnari Ásgeirssyni hér-
aðslækni á Flateyri. Fyrir ára-
langa samferð með henni langar
mig til að þakka af alhug nú þegar
komið er að leiðarlokum.
Fyrstu minningarnar eru frá
Sólbakka þegar þau hjónin, Lauf-
ey og Ragnar, bjuggu á efri hæð
gamla timburhússins sem hval-
fangarinn Hans Ellefsen byggði
vestra. Eftir að fjölskyldan flutt-
ist í hið nýbyggða sjúkraskýli á
Flateyri þar sem íbúð læknis-
hjónanna var á efri hæðinni varð
styttra milli heimila okkar en
áfram tengdust leikirnir þó Sól-
bakka að nokkru leyti því tengda-
foreldrar Laufeyjar bjuggu þar
áfram og við krakkarnir áttum
þar ófár stundirnar í leik og
seinna við svolitla þátttöku í hey-
skap og öðrum störfum við barna
hæfi.
Foringinn í leik okkar inni sem
úti var jafnan elsta dóttir Lauf-
eyjar og Ragnars, Ragnheiður
Ása, sem var nokkru eldri en ég,
yngri systkini hennar María og
Eiríkur, bróðir minn, Einar Odd-
ur og aðrir krakkar á okkar reki.
Ég leit óskaplega mikið upp til
Ragnheiðar Ásu, stóru frænku
minnar, og átti á þessum bernsku-
árum þá ósk heitasta að geta ver-
ið eins og hún í einu og öllu! Hjá
henni, sem ung fluttist vestur um
haf, hefur hugur minn einnig
dvalið nú þegar ég minnist allra
góðu stundanna með henni á upp-
vaxtarárum okkar. Ég minnist
jólaundirbúnings, og jólaboða,
endalausra leikja okkar krakk-
anna sumar, vetur, vor og haust,
úti og inni og finnst að Ragnheið-
ur hafi alltaf átt uppástungurnar
um leikina og fór jafnan létt með
að semja nýja ef svo bar undir.
Allt eru þetta einstaklega góðar
og ljúfar minningar.
Síðar varð heimili Laufeyjar og
Ragnars á Túngötunni á Ísafirði
fastur viðkomustaður okkar í
„kaupstaðarferðum“. Yngsti sonur
þeirra, Þórir, hafði þá bæst í
systkinahópinn. Síðan liðu árin og
við krakkarnir uxum úr grasi og
héldum út í lífið sem beið okkar,
reyndar flestra fjarri æskustöðv-
unum vestra. Eftir áralanga bú-
setu á Ísafirði fluttu þau hjónin
suður en heilsubrestur Ragnars
og síðar andlát langt fyrir aldur
fram höfðu óhjákvæmilega áhrif á
líf Laufeyjar. Henni brást þó ekki
kjarkur heldur tókst á við erf-
iðleikana með sannri prýði, lærði
til dæmis að aka bíl til þess að
geta heimsótt Ragnar á Vífils-
staðaspítala og komist til vinnu.
Í mörg ár eftir að Laufey flutti
suður og allt fram á síðustu ár
kom hún vestur til heimahaganna,
venjulega að haustlagi þegar ber
voru orðin vel þroskuð. Dvaldi
hún þá daga hjá móður minni á
Flateyri og þær yljuðu sér þá
gjarnan við minningar frá liðnum
dögum og fóru aðdáunarlega vel
með upprifjun á atburðum, ekki
síst spaugilegum, þótt komnar
væru á efri ár. Mér eru einkar
eftirminnilegar frásagnir Laufeyj-
ar frá dögunum er Ragnar gegndi
héraðslæknisstörfum í Árnes-
hreppi á Ströndum um 1940 og
ævintýralegum ferðum hennar
með honum á landi og sjó.
Ég hitti Laufeyju síðast nú fyrr
í vetur og varð ljóst að fleira en
sjónin hafði þurft undan að láta.
Mér datt þá í hug að færa talið að
gömlu, góðu dögunum á Flateyri
og þá meðal annars að hinum
ógleymanlegu leiksýningum sem
Laufey tók ævinlega þátt í af lífi
og sál. Það birti yfir henni þegar
ég gat ennþá lýst kjólnum sem
hún klæddist í Ævintýri á göngu-
för og þegar ég minntist mótleik-
ara hennar á sviðinu, Hjartar,
Sigga Sam, Jóns Hjartar og fleiri
samferðamanna sem flestir hafa
kvatt á undan henni sviðið stóra
sem og öll hin smærri.
Nú er komið að leiðarlokum og
kveð ég Laufeyju með virðingu og
þökk. Börnunum hennar, barna-
börnum og fjölskyldum votta ég
innilega hluttekningu.
Jóhanna G. Kristjánsdóttir.
Föstudaginn 24. febrúar yfirgaf
Laufey Maríasdóttir læknisfrú frá
Ísafirði þennan heim, nær 92 ára
gömul, og verður í dag lögð til
hinstu hvílu við hlið eiginmanns
síns Ragnars Ásgeirssonar héraðs-
læknis á Ísafirði sem lést fyrir
hartnær 25 árum. Í mínum huga
hafa þessi miklu heiðurshjón geng-
ið mér nánast í foreldrastað, þegar
ég sem 17 ára unglingsstúlka trú-
lofaðist syni þeirra Eiríki Guðjóni.
Saman eignuðumst við Eiríkur sex
börn. Sem barni var mér innprent-
að að eitt það dýrmætasta í lífinu
væri „að eiga góða að“. Með þeim
hjónum fylgdi fallegur og góður
ættbogi á báða bóga og lít ég á það
sem forréttindi að hafa fengið að
kynnast öllu því góða fólki sem
alltaf hefur verið gott að eiga að. Í
dag þegar Laufey tengdamóðir
mín er kvödd hinstu kveðju er mér
því efst í huga þakklæti, þakklæti
fyrir elskusemina, umhyggjuna og
tryggðina. Hún var mér góð
tengdamóðir og börnunum mínum
alveg einstök amma. Laufey þótti
með fallegustu stúlkum á Ísafirði.
Lítil stúlka bjó hún um tíma ásamt
móður sinni í húsi afa míns, Ólafs
Kárasonar kaupmanns á Ísafirði.
Móðursystkinum mínum þótti hún
svo einstök og svo falleg að þau
kölluðu hana sín á milli „Ramona“.
Þegar amma mín Fríða Torfadótt-
ir lá sína banalegu kom læknirinn
Ragnar Ásgeirsson að vitja hennar
og í framhaldi af sinni vitjun setti
hann síðan konu sína, Laufeyju, til
að sitja yfir deyjandi konunni. Á
þessum tíma þótti það sjálfsagt
mál að læknisfrúin aðstoðaði mann
sinn og það var oft hlutskipti
Laufeyjar að starfa kauplaust með
manni sínum að líkn og heilsu
skjólstæðinga læknisins. Báðar
höfðu þessar ágætu konur, tengda-
móðir mín og amma, gert menn-
ingarbæinn Ísafjörð frægan með
leiklist og söng. Þegar amma mín
Fríða dó mælti Lella frænka sem
hélt í hönd móður sinnar við and-
lát hennar: „Hönd í hönd, en helj-
arbil á milli.“ Þessi orð Lellu komu
í huga minn þegar ég síðast sat
með vinkonu minni Laufeyju. Við
héldumst í hendur, en dómurinn
var þegar upp kveðinn. Við horfð-
umst í augu, ég með sorg og sökn-
uð í hjarta, vitandi hvert stefndi
en augu hinnar deyjandi konu
voru tindrandri af gleði: „Við erum
búnar að vera svo lengi saman og
það er búið að vera svo gaman hjá
okkur.“ Þetta hlýtur að kallast að
kveðja lífið með reisn.
Ég þakka tengdamóður minni
fyrir allt gott og fyrir þau forrétt-
indi að hafa fengið að vera henni
samferða í gegnum lífið. Börnum
mínum og barnabörnum gat ekki
hlotnast betri arfur en að hafa
eignast Eirík, son Laufeyjar, sem
föður og afa og að eignast þá góðu
ömmu sem honum fylgdi og hún
reyndist. Tengdafólki mínu öllu
votta ég samúð mína og þakklæti.
Sérstakar þakkir eiga Eiríkur og
Kristín Alfreðsdóttir skilið fyrir
alla þá einstöku alúð og umhyggju
sem þau sýndu Laufeyju alla tíð.
Blessuð sé minning fallegrar konu
sem nú er látin!
Regína.
Með Laufeyju Maríasdóttur er
genginn síðasti fulltrúi af kynslóð
skyldmenna sem var okkur afar
kær. Höfðingi heim að sækja,
hjálparhella öllum þeim sem til
hennar leituðu, stoð og stytta
barna sinna og skyldmenna allra.
Glæsileg félagslynd og glaðvær.
Þær voru samrýndar móðir mín
Elínmunda, og Laufey. Þegar
Laufey og Ragnar, eiginmaður
hennar, voru á Flateyri leið ekki
það ár að mamma væri ekki hjá
henni sumarpart og Laufey var
tíður gestur í Norðurtanganum.
Laufey Maríasdóttir var metnað-
arfull fyrir hönd síns fólks og
gerði sömu kröfur til þess og
sjálfrar sín. Hún var ættrækin og
vinföst og fylgdist af áhuga með
högum skyldmenna sinna svo lengi
sem hún hafði heilsu til. Hún var
einstaklega hlý og góð við börn
mín og barnabörn sem báru ávallt
mikla virðingu fyrir systur ömmu
sinnar. Um leið og ég þakka Lauf-
eyju samfylgdina í meira en sjö
áratugi votta ég börnum hennar
og barnabörnum samúð mína.
Arthur Gestsson og fjölskylda.
LAUFEY
MARÍASDÓTTIR