Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 40

Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 40
40 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FÖRUM TIL FJALLA Í VINNUFERÐ OG STEFNUMÓTUN BORGARLEIKHÚSIÐ LOKAÐ ÞRIÐJUDAGINN 7. MARS hægt er að kaupa miða á leiksýningar á vefsíðunni www.borgarleikhus.is sem er alltaf opin Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Maríubjallan - sýnt í Rýminu Fim. 9. mars kl. 20 Laus sæti Fös. 10. mars kl. 19 9.kortas - Örfá sæti laus Lau. 11. mars kl. 19 Örfá sæti laus Lau. 11. mars kl. 22 AUKASÝNING Fös. 17. mars kl. 19 UPPSELT Fös. 18. mars kl. 19 Laus sæti - Síðasta sýning! Litla hryllingsbúðin - Frums. 24. mars. Frábært forsölutilboð: Geisladiskur fylgir með í forsölu. Miðarnir rjúka út – fyrstir koma – fyrstir fá                                      ! "          #       $                   %&'() * + ,,,     -                         !  "    #     ! " # $% "  $    ! " %& !' $ !&()*" &+ % , $(-  .  ./ 0 . /$$ .  1( / /('$% ( HVENÆR hættir listin að vera list og verður bara að innantómri flugeldasýningu? Og hvað er eig- inlega list? Þessu er vandsvarað og ég ætla ekki einu sinni að reyna að ansa síðari spurningunni í svo stuttri grein. En mér fannst ég fá svar við þeirri fyrri á tónleikum Rík- harðs H. Friðrikssonar í Salnum í Kópavogi á laugardaginn var. Þar voru á dagskránni tvö rafverk sem hétu Brons og Líðan III. Í þeim báðum hafði tónskáldið unn- ið með hljóð sem upphaflega voru náttúruleg, úr ásláttarhljóðfærum úr bronsi annarsvegar og úr barka konu nokkurrar hinsvegar. Hljóðin voru oft hin kostuleg- ustu. Líðan III, er byggðist að einhverju leyti á hlátrasköllum, hljómaði um tíma eins og hænsna- bú og ég get svarið fyrir að ég heyrði í eimreið í hinni tónsmíð- inni. Greinilegt er að Ríkharður er afburðamaður á tölvu; úr- vinnsla hljóðanna var fagmannleg og snjöll. Gallinn var sá að ámóta hljóð hafa öll heyrst áður og hvað mig persónulega varðar eru þau löngu hætt að vera spennandi. Hvað þá fyndin. Ríkharður virðist ekki hafa haft nein önnur listræn markmið að leiðarljósi en að raða hljóðunum upp á sem snyrtilegastan hátt. Og þar sem fátt ef nokkuð í tónlist- inni kom á óvart eða var á ein- hvern hátt fallegt, var útkoman í rauninni ekkert merkilegri en sístu píanóverkin eftir Franz Liszt, sem höfðu þann eina til- gang að vekja aðdáun á tækni- legum yfirburðum flytjandans. Eini munurinn var að hljóðin í verkum Liszts eru lifandi, en tölvuhljóð Ríkharðs niðursoðin og gerilsneydd. Óneitanlega var þetta bara innantóm flugeldasýn- ing. Tvær aðrar tónsmíðar voru fluttar á tónleikunum. Önnur þeirra hét einfaldlega 04.03.06 og var spuni þeirra Ríkharðs og Úlf- ars Haraldssonar á rafgítar og rafbassa. Spuninn var langbesta atriði dagskrárinnar; framandi, jafnvel annarsheimslegur og sam- svaraði sér ágætlega. Spunar eiga það stundum til að verða dálítið endurtekningarsamir, en það var ekki uppi á teningnum hér. Hitt verkið, Fletir fyrir gagn- virka tölvu og rafmandólín sem Ríkharður spilaði á, var einnig spuni en ekki nándar nærri eins grípandi og sá fyrrnefndi. Tölvu- hljóðin voru aðallega einhverskon- ar bjöguð endurómun mandólíns- ins og þar sem hljóðfæraleikurinn samanstóð fyrst og fremst af löngum tónum er virtust ekki hafa neinn annan tilgang en að fram- kalla bergmál úr tölvunni, var út- koman býsna þreytandi áheyrnar. Tilgangslaus tölvuhljóð TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Raftónleikar Ríkharður H. Friðriksson: Brons, 04.03.06 (ásamt Úlfari Haraldssyni), Líðan III og Fletir. Laugardagur 4. mars. Jónas Sen ÍTARLEGIR kynningarkaflar og textaskýringar gera þessa bók mun hnýsilegri og meira upplýs- andi en títt er um bækur sem innihalda forn spakmæli. Með út- skýringunum verður upprunalegt samhengi spakmælanna ljóst, en um leið sést hversu óháð þau eru tíma og stað og hve sannleikurinn sem í þeim er fólginn er algildur. Í inngangi Ragnars kemur með- al annars fram að Konfúsíus var uppi á sjöttu öld fyrir Krist, og þótt hann yrði ekki sérlega vel þekktur í lifanda lífi fyrir speki sína varð hún síðar að undirstöðu kínversks þjóðskipulags. „Hart nær þriðjungur mannkynsins er enn undir áhrifavaldi kenninga hans og leiðbeininga 25 öldum eft- ir að hann tók að sér kennslu efni- legra ungmenna. Svo mikil eru áhrif Konfúsíusar á viðhorf og hegðunarreglur Kínverja, Japana, Kóreumanna og stórs hluta íbúa Suðaustur-Asíu að þeim má líkja við áhrif Jesú Kristis í hinum vestræna menningarheimi eða Múhameðs í íslömskum ríkjum“ (bls. 9). En hvert er inntakið í þessum gríðarlega áhrifamiklu kenn- ingum? Konfúsíus lagði mikla áherslu á að leiðin til farsældar í lífinu sé að maður átti sig á stöðu sinni og hlutverki innan sam- félagsins, læri til þeirra verka sem tilheyra hlutverkinu og leysi þau vel af hendi. Með öðrum orðum: Maður á að vera það sem maður er, og hvorki seilast út fyrir hlut- skipti sitt né bregðast þeim skyld- um sem því fylgja. Ef allir sinna verkum sínum vel gengur sam- félagið vel, og það er hið eiginlega markmið. Líklega myndi Konfúsíus því kallast íhald ef hann væri mátaður inn í pólitískt mynstur nútímans. Það er að segja, hann er íhald sem miðar að félagslegum stöðugleika og öryggi. Í samræmi við þetta er áhersla hans á siði og venjur, formfestu, fágun og kurteisi. Það dugar því lítt að lesa Konfúsíus í leit að hvatningu til byltingar. Að vísu væri hann eindregið þeirrar skoðunar að steypa ætti af stóli valdamönnum sem ekki gegni valdsmannsstöðunni – keisaraemb- ættinu eða einhverju öðru – eins og ber að gegna því (og Konfúsíus gefur nokkrar góðar ábendingar um hvernig beri að gegna slíkum stöðum), en slík bylting er í raun gerð til að vernda sjálfa sam- félagsskipanina og koma í veg fyr- ir að spilltir valdamenn spilli henni. Páll Skúlason segir í formála að þessari útgáfu að hann sé sann- færður um „að margt færi betur í þjóðfélagi okkar ef við tileink- uðum okkur lærdóm Konfúsíusar“ (bls. 14). Það er forvitnilegt að hafa þessi fullyrðingu í huga við lestur bókarinnar og velta því fyr- ir sér hvort og hvernig spakmælin geti átt erindi við íslenskt sam- félag á 21. öld. Þannig getur manni til dæmis dottið í hug að margítrekuð áhersla Konfúsíusar á að verk séu mikilvægari en orð sé áminning sem hafi kannski sjaldan átt meira erindi hingað en nú. Konfúsíus tel- ur að menn eigi ekki að segja neitt nema þeir geti staðið við það, og honum er „í nöp við mælskumenn“ (bls. 163). Þarna minnir hann á forngrísku heim- spekingana Sókrates og Plató, sem uppi voru á svipuðum tíma, og afstöðu þeirra til mælskulista- manna, svonefndra sófista. Þessu skyld eru svo tilmæli Konfúsíusar nokkru síðar: „Óttist ekki að fólk þekki ekki til ykkar; óttist heldur að ykkur skorti hæfileika“ (bls. 201). Þessi orð eru líklega til marks um að frægðardraumar hafi alltaf blundað með mönnum, en þau eru einkar viðeigandi nú á tímum, eftir tilkomu sjónvarps. Þrátt fyrir að Konfúsíus tali um mikilvægi þess að virða siði og venjur og finna í þeim leiðsögn um breytni, og segist einlægur í að- dáun sinni á fornöld er ekki endi- lega þar með sagt að hann sé al- farið á móti nýjungum: „Sá sem uppgötvar nýja visku með því að endurskoða hið gamla er efni í kennara“ (bls. 71). Nýjungar þurfa að eiga sér rætur í hinu gamla til þess að umskiptin geti orðið hnökralaus framvinda en ekki eins og stjórnlaus jarðskjálfti sem get- ur haft ófyrirséðar afleiðingar. En þótt maður leiti til fornra gilda og siða um leiðsögn er ekki þar með sagt að maður sé aft- urhald og vilji í blindni viðhalda ríkjandi ástandi. Maður verður að hugsa sjálfur og læra – með öðr- um orðum, vera gagnrýninn í hugsun, en þó samt ekki svo mjög að maður geti ekki lært neitt: „Sá sem lærir án þess að hugsa sjálfur verður auðveldlega blekktur og sá sem veltir málunum fyrir sér án þess að læra verður óöruggur með sig“ (bls. 73). „… óttist heldur að ykkur skorti hæfileika“ BÆKUR Lífsspeki Speki Konfúsíusar Ragnar Baldursson þýddi og ritaði inn- gang og skýringar. Útgefandi: Pjaxi ehf., 2006 (2. útgáfa). Kristján G. Arngrímsson Juilliard fær sjald- gæf handrit UPPRUNALEG nótnahandrit eftir Bach, Mozart og Brahms eru hluti af nótnasafni að 139 tónverkum sem Juilliard-tónlistarskólinn í New York fékk nýverið gefins. Gefandi safnsins er Bruce Kovn- er, sem situr í stjórn skólans og hefur í meira en áratug safnað nótnahandritum. Verkin verða að- gengileg í lestrarherbergi skólans frá og með september 2009. Meðal merkustu verkanna í safn- inu eru vinnuhandrit að einu óperu Beethovens, Fidelio, og Ungversk rapsódía nr. 9 eftir Liszt. Í safninu eru einnig handrit að óperunni Dido og Aeneas eftir Purchell sem og nótur eftir Schnittke, Schubert, Schumann, Wagner, Mahler og Stravinsky, oftar en ekki með punktum og hugmyndum eftir höf- undana skrifuðum inn. Rektor skólans, Joseph Polisi, sagði gjöfina í eðli sínu ómet- anlega. „Að hafa þessi handrit að- gengileg mun færa fræðimönnum og tónlistarfólki, við skólann sem annars staðar, áður óþekkta mögu- leika um margra ára skeið,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.