Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 42
42 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ tHe pINK paNtHeR kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 CoNStaNt GaRdeNeR kl. 8 og 10.45 B.I. 16 ÁRA NaNNy MCpHee kl. 3.40 og 5.50 UNdeRWoRLd kl. 8 B.I. 16 ÁRA ZatHURa M / ÍSL taLI kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA ZatHURa M /eNSKU taLI kl. 5.50 B.I. 10 ÁRA WaLK tHe LINe kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA WaLK tHe LINe LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA FUN WItH dICK aNd JaNe kl. 3.40 og 10.10 tHe pINK paNtHeR kl. 6, 8 og 10 tHe CoNStaNt GaRdeNeR kl. 10.25 B.I. 16 ÁRA NaNNy McpHee kl. 6 BRoKeBaCK MoUNtaIN kl. 8 B.I. 12 ÁRA sími - 564 0000sími - 462 3500 nýt t í b íó BesTi leikari Ársins Í aÐal- HluTverki Óþekkustu börn í heimi hafa fengið nýja barnfóstru sem er ekki öll þar sem hún er séð. VinsÆlasTa MYnDin Á íslanDi TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 10 BafTa tilnefningar 4 Óskarstilnenfingar 3 Golden Globe Tilnefningar YfirVOfanDi hÆTTa OG saMsÆri líf Okkar er í hÖnDUM TVeGGja einsTaklinGa ralph fiennes rachel weisz e e e e L.I.B. - topp5.is G.E. NFS Stórkostleg verðlaunamynd Byggð á sönnum atburðum eeeee V.J.V. / TOPP5.is eeee „…listaverk, sannkölluð perla“ DÖJ – kvikmyndir.com eeee HJ MBL eeee „Stjörnuleikur Hoffman er burðarás magnaðs byrjendaverks um sannsögulega siðferðislega togstreitu rithöfundar“ G.E. NFS Blaðið STEVE MARTIN BEYONcéKNOwLES ... og heimsins frægasta rannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… Bleiki demanturinn er horfinn... KEVIN KLINE JEAN RENO e e eS.K. DV e e e M.M.J. Kvikmyndir.com e e e Ó.H.T Rás 2 eee Ó.H.T Rás 2 BRESKA ofurhljómsveitin Pink Floyd hefur verið sveipuð goðsagna- kenndum ljóma í tæpa fjóra áratugi. Bandið, sem var stofnað um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, hefur þrátt fyrir það gengið í gegnum til- tölulegar litlar mannabreytingar – að undanskildu brotthvarfi tveggja magnaðra lagahöfunda, þeirra Syds Barretts og Íslandsvinarins Rogers Waters, sem kemur hingað til lands í sumar í annað sinn – og aldrei hætt. Allavega ekki með formlegum hætti. Nokkrar breytingar urðu á hljóm- sveitinni með brotthvarfi Barretts árið 1968 en í stað hans var ráðinn nýr og huggulegur gítarleikari, Dav- id Gilmour, sem m.a. hafði unnið fyr- ir salti í graut sinn með fyr- irsætustörfum og var æskuvinur Barretts. Andstaða við drottnunar- áráttu Waters, sem hafði verið í hljómsveitinni frá upphafi – að því er virðist á köflum til að sleppa við tíma hjá sálfræðingi – kom í veg fyrir að aðrir meðlimir hljómsveitarinnar fengju að leggja lóð á vogarskálar bandsins. Var úr að hann yfirgaf hljómsveitina tveimur árum eftir út- komu breiðskífunnar The Final Cut, frá árinu 1983. Vel má vera að þeir sem eftir sátu í Pink Floyd hafi verið frelsinu fegnir eftir einræði Waters en þeir héldu áfram tónleika- ferðalögum vítt og breitt um heim- inn auk þess sem hver einasti kjaft- ur gaf út sínar eigin breiðskífur. Plötur Pink Floyd urðu þrátt fyrir frelsið ekki margar; A Momentary Lapse of Reason, sem er fantagóð tónleikaplata með framúrskarandi hljómi, og hljóðversplatan A Divis- ion Bell, sem er ágæt en bætir litlu við í þróunarferli hljómsveitarinnar. Nú liggur ekkert fyrir um það hvenær David Gilmour fékk þá flugu í höfuðið að hann væri kominn með nóg af efni í nýja breiðskífu, þá þriðju eftir 22 ára hlé. Hinar voru David Gilmour, frá 1978, sem er fín og uppfull af persónulegum gít- arhljómi hans og töfrandi söng, eins konar útvíkkun á Pink Floyd, og About Face, frá 1984. Fín plata þar á ferðinni en svolítið barn síns tíma eins og flestar plötur frá þessu skelfilega tímabili, tónlistar- og tískulega séð, að margra mati. Vel má vera að eftirminnileg endurkoma Pink Floyd á Live 8-styrktartónleik- unum í Hyde Park í Lundúnum 2. júlí í fyrra hafi blásið Gilmour kappi í kinn. En þátttaka hljómsveit- arinnar var án nokkurs efa hápunkt- ur tónleikanna ásamt löndum þeirra og starfsfélögum í öldungabandinu stórgóða, The Who. Við fyrstu hlustun virðist sem þessi nýjasta breiðskífa Gilmours bjóði upp á fátt nýtt. Lögin virkuðu sem endurtekning á fyrra efni, eins konar endurnýting á riffum og tökt- um af gömlum plötum Pink Floyd. Við aðra hlustun batnaði platan nokkuð. Gamlir taktar frá Pink Floyd hrísluðust þó enn um líkam- ann. Platan rifjaðist upp, sér- staklega titillag plötunnar og hið stórfræga „Shine On You Crazy Diamond, Parts, I–V“, auk nokkurra ballaða af hinu sögufræga þrekvirki bandsins, The Wall. Á nýjustu plötu Davids Gilmours er greinilegt að þar er um meðlim Pink Floyd að ræða, því fjölmargir þættir plötunnar eru líkt og vísanir í verk hljómsveitarinnar í gegnum tíðina. Fyrsta lag plötunnar „Con- stellation“ er líkast dæmigerðu upp- hafslagi af plötu Pink Floyd. Stíg- andin er þung og hæg og fer hækkandi eftir því sem á líður, líkt og það kallist á við Cluster One, upp- hafslag síðustu og einu breiðskífu hljómsveitarinnar, The Division Bell, frá árinu 1994, þar sem Roger Waters er fjarri góðu gamni. Um er að ræða tónasúpu sem framkölluð er að mestu leyti með gítar, strengja- sveit, trommum og einhvers konar handanröddum. Andi pólska tón- skáldsins Zbigniew Preisners svífur yfir vötnum, en hann stjórnaði strengjaútsetningum í öllum lögum plötunnar og ljá fingraför hans plöt- unni ákveðinn gæðastimpil. Þeir óheppnu sem ekki þekkja til Preisn- ers geta kynnt sér fantagóða og til- finningaþrungna tónlist hans við kvikmyndir á borð við litaþrennu pólska leikstjórans Krzysztofs Kieslowskis og kvikmyndina Tvöfalt líf Veróniku, sem vakti mikla athygli hér á landi. Þetta er tvímælalaust eitt af bestu lögum plötunnar, sem leysist upp í dramatískum hátónum á gítar og tengist titillagi plötunnar. On An Island er dæmigert lag með Pink Floyd. Gott ef hljóð- færaskipanin er ekki svipuð, sér í lagi Hammond-orgelið, sem vælir undan þunga Richard Wrights, hljómborðsleikara Pink Floyd, en hann aðstoðar félaga sinn úr band- inu við flutninginn. Allar raddanir eru til fyrirmyndar, næstum him- neskar eins og í flestum lögum plöt- unnar. Þar eru á ferðinni aldavin- irnir þeir David Crosby og Graham Nash úr bandaríska sveitahippa- bandinu Crosby, Stills & Nash, sem hafa verið að í álíka langan tíma og Pink Floyd. Ballaðan „Blue“ er líkt og samin fyrir félagana í Pink Floyd. Gilmour spilar á gítar og sér um raddir á sinn einstaka hátt og fingur Wrights liggja þungt á svörtu og hvítu nót- unum. Hvort um tilviljun er að ræða eður ei er skemmtilegt frá því að segja að Bob Klose leikur á gítar ásamt Gilmour í laginu, en hann var meðlimur Pink Floyd á upphafs- dögum hljómsveitarinnar áður en hún tók upp eitt einasta lag. Sömuleiðis er fjórða lag plöt- unnar, „Take a Breath“, Floyd-legt á margan hátt. Heiti lagsins minnir um margt á heiti annarra laga hljómsveitarinnar auk þess sem lag- ið sjálft ber sterkan keim af Pink Floyd. Líklegast Guy Pratt tekur bassann fantatökum í laginu og kreistir úr honum hvern tónn. Pratt þessi er þekktur sessjónspilari og hefur komið fyrir í lögum hjá Madonnu, Michael Jackson og mörgum fleirum í gegnum tíðina. Það er skemmst frá því að segja að tenging hans við Pink Floyd er sú að hann er tengdasonur Richards Wrights, hljómborðsleikara hljóm- sveitarinnar. „Red Sky at Night“ er sér- staklega Pink Floyd-legt. Upphafs- tónar lagsins eru líkastir afriti af „Shine On You Crazy Diamond“ af Wish You Were Here, frá 1978, með samspili síhækkandi orgeltóna, saxófóns og gítars. Það er ekki á mínu færi að vita hvað fór í gegnum huga gamla brýnisins Gilmours þeg- ar hann raðaði lögum á plötuna. Það eina sem nefnilega er hægt að setja út á lagið er að það hefði sómt sér frábærlega sem fyrsta lag b-hliðar á vínylplötu, ef einhver man þá eftir þess háttar gæðagripum. Það er líka stutt, 2:51, og tengist afburðavel við næsta lag, blúsarann „This Heaven“, sem er eitt af skemmtilegustu lögum plötunnar. Þar sýnir Gilmour og sannar hversu fjölbreyttur tónlist- armaður hann er þegar hann fer úr Pink Floyd-kápunni. Næstbesta lag On An Island á eft- ir „Constellation“ er svo „Then I Close My Eyes“, sem er númer sjö á geisladisknum en yrði númer þrjú ef um vínylplötu væri að ræða. Þetta er einkar skemmtilegt lag, bæði að gerð og uppbyggingu. Það hefst á glamri Gilmours á cümbüs, banjó- afbrigði sem á rætur að rekja til Tyrklands. Það er engu líkara en upptakan hafi farið fram í gömlum bragga eða skemmu, því hljóðið er afar skemmtilegt. Fljótlega tvinnast það svo síendurteknu stefi með sára- fáum útúrdúrum á selló, slagverk, píanó, kjöltugítar og blást- urshljóðfæri. „Smile“ er eitt væmnasta lag plöt- unnar. Lagið er í lélegri kantinum við fyrstu hlustun en batnar við hverja endurtekningu og verður töluvert yfir meðallagi á endanum í einfaldleika sínum. Flott lag þegar upp er staðið. Næstsíðasta lag plötunnar, „A Pocketful Of Stones“, er sísta lagið, að mínu mati. Þetta er fremur rólegt lag með skelfilegri byrjun, sem er alltof sykurpúðaleg. Einstaka út- úrdúrar inni í því og einkar huggu- leg rödd Gilmours lyfta því á örlítið hærra plan. Lokakaflinn er hins veg- ar afbragð og hefði verið mun betri hugmynd að henda miðbiki lagsins út á hafsjó og láta fyrsta hluta þess og lokakaflann standa eftir, sem hefði hljómað mun betur, í það minnsta í mínum eyrum. Lokalag plötunnar, „Where We Start“, er rólegt og smekklegt. Gilmour í sinni tærustu mynd með einfalda, hreina og fallega gítartóna sem leiða hugann á ról út um eldhús- gluggann. Rétt eins og Pink Floyd hefði gert á áttunda áratugnum. Um leið og því lauk gat ég ekki á mér setið, stillti aftur á upphafspunkt og hlustaði á diskinn í gegn. Og síðan aftur. Ég veit ekki hvað veldur. Hvað það er í tónlistinni sem maður sækir í. Kannski það sé kryddið sem í henni er, smá Gilmour og Floyd. Hvort sem það er tilviljun eður ei kemur On An Island út á afmæl- isdegi Davids Gilmours, sem fagnar sextugsafmæli sínu í dag, 6. mars. Og hvílík afmælisgjöf. Platan, þessi gjöf sem Gilmour gefur sjálfum sér og öllum aðdáendum Pink Floyd, hvort sem þeir bíða eftir endurkomu hljómsveitarinnar eða vilja hita upp fyrir tónleikana með Roger Waters á Fróni, er í sérlega fallegum um- búðum. Allur frágangur er til fyr- irmyndar, ekki síst umslagið sjálft, sem er eins og lítil bók og mun ef- laust sóma sér vel á hverju heimili. Fallegur afmælispakki „Á nýjustu plötu Gilmours er greinilegt að þar er um meðlim Pink Floyd að ræða, því fjölmargir þættir plötunnar eru líkt og vísanir í verk hljómsveitarinnar í gegnum tíðina,“ segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson í dómi sínum. Jón Aðalsteinn Bergvinsson TÓNLIST Geisladiskur David Gilmour söng og lék á gítar, orgel, píanó, bassa, saxófón og slagverk, David Crosby og Graham Nash sungu bakradd- ir, Richard Wright, Chris Stainton og Georgie Fame léku á Hammond-orgel, Jools Holland, Phil Manzanera og Polly Samson, eiginkona Gilmours, léku á píanó en Chris Thomas fór fingrum um hljómborðið ásamt Manzanera, Rado Klose og BJ Cole léku á gítar, Guy Pratt og Chris Laurence léku á bassa, önnur slagverk voru í umsjón Andys Newmarks, Geds Lynch, Willies Wilsons og Roberts Wyatts, Caroline Dale lék á selló, Lucy Wakeford á hörpu en Ilan Eshkeri sá um forritun. Zbigniew Preisner sá um útsetn- ingar og stjórnun strengjasveitar. Lög og textar eftir David Gilmour og Polly Sam- son. Hljóðritað og tónjafnað í nokkrum hljóðverum í Bretlandi, m.a. í Abbey Road og á heimili Gilmours. EMI gefur út. David Gilmour – On An Island 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.