Morgunblaðið - 06.03.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.03.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 45 Framúrskarandi samsæristryllir þar sem George Clooney sýnir magnaðan leik. ALLT TENGIST Á EINHVERN HÁTT eeee Ö.J. Kvikmyndir.com Frá höfundi „Traffc“ eeee V.J.V. Topp5.is TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta aukahlutverk karla/George Clooney og besta frumsamda handritið.2 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK UNDERWORLD kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára CASANOVA kl. 8 - 10:10 BLÓÐBÖND kl. 6 - 8 - 10 PRIDE AND PREDJUDICE kl. 8 - 10:15 BAMBI 2 kl. 6 SYRIANA kl. 6 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára SYRIANA VIP kl. 4:45 - 8 - 10:40 BLÓÐBÖND kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 CASANOVA kl. 3:30 - 5.45 - 8 - 10:20 NORTH COUNTRY kl. 8 B.i. 12 ára BAMBI 2 m/Ísl tal. kl. 4 - 6 DERAILED kl. 10:40 B.i. 16 ára. MUNICH kl. 9 B.i. 16 ára. OLIVER TWIST kl. 3.30 B.i. 12 ára. KING KONG kl. 4 B.i. 12 ára. THE PINK PANTHER kl. 6 - 8 - 10:10 BLÓÐBÖND kl. 6 - 8 - 10:10 UNDERWORLD 2 kl. 10:10 B.i. 16 ára. DERAILED kl. 8 B.i. 16 ára. BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 6 KEVIN KLINE STEVE MARTIN JEAN RENO BEYONCÉ KNOWLES ... og heimsins frægasta rannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… Bleiki demanturinn er horfinn... eee V.J.V. topp5.is eeee S.V. mbl eeee A.G. Blaðið G.E. NFS eee Ó.H.T. RÁS 2 Fermingarblað Morgunblaðsins Sérblað helgað fermingum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. mars • Fermingarfötin í ár • Ljósmyndirnar, albúm, rammar og myndabækur • Skreytingar á veisluborðið • Veislan heima eða í leigðum sal • Fullt af spennandi uppskriftum • Maturinn og drykkur í veislunni • Blóm, kerti og servíettur • Hugmyndir að gjöfum • Eftirveislan fyrir unglingana, tónlist, matur og drykkur • Heimilið gert fínt fyrir fermingardaginn Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 þriðjudaginn 14. mars Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is WOODY Allen hefur verið vægast sagt mistækur í kvikmyndagerð sinni undanfarinn áratug, og eftir að hafa horft upp á a.m.k. þrjú alvarleg glappaskot í röð hjá leikstjóranum frá árinu 2002 hafa jafnvel dyggustu Allen-aðdáendur spurt sig hvort snill- ingurinn Allen sé búinn að kveðja fyr- ir fullt og allt og eftir sitji hjóm eitt. Það getur verið erfitt að trúa því að svo snjöllum leikstjóra og handrits- höfundi geti svo ítrekað orðið á í messunni, og einmitt af þeim sökum eru menn ef til vill fljótari að hrópa húrra en efni standa til þegar Allen nær að senda frá sér mynd sem er í besta falli skítsæmileg. Hér er sem sagt átt við nýjustu kvikmynd Allens Match Point (Úrslitastigið), en hún hefur verið sögð boða allt frá end- urkomu Allens til afturhvarfs til snill- innar sem Allen sýndi með hinni frá- bæru kvikmynd sinni frá árinu 1989 Crimes and Misdemeanors (Glæpir og afbrot). Líta má á Match Point sem nokk- urs konar endurvinnslu á Crimes and Misdemeanors, sem verður að teljast eitt af bestu verkum Allens. Bein tengsl eru milli söguþráða myndanna og þess kaldranalega tóns sem ein- kennir örlög sögupersóna og úrlausn flækjunnar í kvikmyndunum. Margir hafa af þessum sökum líkt Match Point við Crimes and Misdemeanors, en í mínum augum verða tengslin að- eins til þess að undirstrika augljósa veikleika og hugmyndaskort fyrr- nefndu kvikmyndarinnar í sam- anburði við þá síðarnefndu. Maður spyr sig óneitanlega hvort Allen sé orðinn svo uppiskroppa með hug- myndir að hann sé farinn að sækja í sín eigin fyrri verk í tilraun til þess að koma fram með eitthvað af viti. Segir þar frá ungum tennisleikara, Chris Wilton (Jonathan Rhys- Meyers), sem ákveður að hætta at- vinnumennsku og gerast leiðbeinandi í fínum tennisklúbbi í London. Hann kynnist einum klúbbgestanna, Tom Hewett (Matthew Goode), í gegnum sameiginlegan áhuga á óperu og fær þar með aðgang að þeim ríkmannlega heimi sem Tom og fjölskylda hans til- heyra. Fyrr en varir er Chris tekinn saman við Chloe (Emily Mortimer) systur Toms og opnast með því leið inn á örugga framabraut í stórfyr- irtækinu sem faðir Chloe rekur. Glæst framtíð blasir við Chris, en hjarta hans og ástríður reka hann þó í aðrar áttir er hann heillast af hinni föngulegu en fátæku og ættlausu bandarísku leikkonu Nolu Rice (Scarlett Johansson). Allen bryddar hér upp á þeirri nýj- ung að hvíla hið rótgróna sögusvið sitt, Manhattan, og færa sig um set yfir í álíka heillandi stórborg- arumhverfi, þ.e. miðborg London. Hér fellur Allen þó í sömu gryfju og einkennir staðnaðar og ýktar fram- setningar hans á lífsstíl menning- arvita á Manhattan. Myndin sem dregin er upp af enskri yfirstétt er svo einhliða og stöðluð að erfitt reyn- ist að lifa sig inn í söguna og þær mannlegu tilfinningar sem henni er ætlað að takast á við. Persónur sög- unnar skortir alla vídd og sama er að segja um þá samfélagsmynd sem dregin er upp. Þar birtir Allen okkur hin kaldranalegu lögmál efnishyggju, stéttskiptingar og borgaralegra við- miða, sem verða á endanum til þess að „drepa“ ástríðurnar og hugsjón- irnar sem sögupersónan Nola Rice (Scarlett Johansson) er fulltrúi fyrir. En framsetning Allens á þessum ósamræmanlegu andstæðum fellur of nálægt einfaldaðri skopmynd sem e.t.v. skapast af því ójafnvægi sem er í samspili hins harmræna og kald- hæðna í verkinu. Útfærsla sögunnar hefur því fremur kosti góðs hand- verks en margræðrar sögu. Sams konar tilþrifaleysi einkennir frammi- stöðu leikara, fremur grunnt er á túlkun þeirra Jonathans Rhys- Meyers og Scarlett Johansson í hlut- verkum Chris og Nolu, en aukaleik- arar á borð við Matthew Goode, Brian Cox og Penelope Wilton eiga góða spretti í sínum hlutverkum. Eins og oft áður leitast Allen reyndar við að dýpka samhengið með því að koma að vísunum í skyld frá- sagnarþemu í verkum Dostojevskíjs og sígildum óperum og söngleikjum. Þá eru undirliggjandi spurningar um þátt heppni og tilviljana og ein stór tennislíking nokkurs konar rammi ut- an um kaldhæðnislega söguna. En allt er þetta of snyrtilegt, of klippt og skorið og of yfirborðskennt til þess að ég geti tekið undir með þeim sem lofa Match Point sem „endurkomu Allens“. Það að slík meðalmennska skuli ávinna Allen hrós og klapp á kollinn er reyndar enn einn vitn- isburðurinn um hversu mikið vatn er runnið til sjávar síðan hann var upp á sitt besta. Haganleg handavinna KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Aðalhlutverk: Jonathan Rhys-Meyers, Scarlett Johansson, Emily Mortimer, Matthew Goode, Brian Cox og Penelope Wilton. Bandaríkin /Bretland/ Lúxemborg, 124 mín. Úrslitaslitastigið (Match Point)  „Það getur verið erfitt að trúa því að svo snjöllum leikstjóra og handrits- höfundi geti svo ítrekað orðið á í messunni, og einmitt af þeim sökum eru menn ef til vill fljótari að hrópa húrra en efni standa til þegar Allen nær að senda frá sér mynd sem er í besta falli skítsæmileg,“ segir gagnrýnandi um kvikmyndina Match Point. Heiða Jóhannsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.