Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi Sími 568 6625
ALTERNATORAR
FYRIR BÁTA OG BÍLA
FORSTJÓRI BYKO leggur til að lóð í landi
Úlfarsfells sem rætt hefur verið um að út-
hluta undir verslun þýsku byggingarvöru-
verslunarkeðjunnar Bauhaus, en BYKO
hefur ítrekað sótt um frá árinu 1998, verði
boðin út svo fyrirtæki geti keppt á jafnrétt-
isgrundvelli um lóðina.
„Reykjavíkurborg verður að fylgja
stjórnsýslulögum, en miðað við hvernig um-
ræðan hefur þróast, og miðað við það hvað
hefur verið mikill ágreiningur um þetta mál
í langan tíma, og pólitískar forsendur virð-
ast því miður spila inn í, er eðlilegt að gefa
fyrirtækjum jöfn tækifæri til að sækjast
eftir þessari lóð,“ segir Ásdís Halla Braga-
dóttir, forstjóri BYKO.
„Ef lóðin er skilgreind sem lóð fyrir
byggingarvöruverslun er langeðlilegast að
bjóða slíka lóð út þannig að menn geti keppt
um hana á jafnréttisgrundvelli og sam-
keppnisforsendum.“ Ásdís Halla segir að
BYKO myndi sætta sig við slíka niðurstöðu.
„Alveg klárlega, þessi þrautaganga BYKO
síðastliðinn áratug hefur kennt okkur að
það er miklu heilbrigðara að standa svoleið-
is að málunum.“
Með bréfi frá Smáragarði, fasteigna-
félagi sem sér um fasteignir BYKO, sem
sent var til borgarráðs 22. febrúar sl. fylgdi
lögfræðiálit þar sem fram kemur að fái
Bauhaus lóðina geti Reykjavíkurborg verið
að brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnsýslu-
laga.
Vill útboð á
lóð undir
byggingar-
vöruverslun
Úthlutun til Bauhaus | 24
MIKILL fjöldi ökumanna tók í
gærkvöldi þátt í hópakstri í
Reykjavík, sem nokkur bifreiða-
og vélhjólasamtök stóðu að. Að
sögn Vilhelmínu Evu Vilhjálms-
dóttur, eins stofnanda bílaklúbbs-
ins Live2Cruize, var ákveðið að
efna til akstursins í minningu
þeirra sem látið hafa lífið í um-
ferðarslysum síðastliðin ár og til
að minna á þörf fyrir betri að-
stæður til aksturs og bætta öku-
kennslu á landinu.
Haldið var af stað úr mið-
bænum klukkan 20 í gærkvöldi
og Sæbrautin ekin í lög-
reglufylgd. Ekið var allt að
brúnni við Ártúnsbrekkuna og
svo aftur niður í bæ. Haldið var í
Borgartún þar sem fólk gat lagt
bílum sínum allt frá plani Heim-
ilistækja niður að bílastæðum Ný-
herja og hjá fyrirtækjum þar í
kring. Bílanaust útveguðu kerti
sem dreift var og kveikt var á
kertunum á Sæbrautinni.
Vilhelmína Eva benti í samtali
við Morgunblaðið í gær á að und-
anfarnar vikur hefðu orðið þrjú
dauðaslys í umferðinni. Tíma-
bært væri að auka ökukennslu
ungs fólks og tryggja að það
kynni að bregðast við mismun-
andi aðstæðum í veðri og á veg-
um.
Þær upplýsingar fengust hjá
lögreglunni að hópaksturinn
hefði gengið vel fyrir sig. Nokkr-
ar umferðartafir hefðu myndast
við miðbæinn vegna akstursins.
Morgunblaðið/Sverrir
Tendrað var á kertum við Sæbraut að loknum hópakstrinum.
Morgunblaðið/Sverrir
Bílalestin ekur um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar þar sem ung stúlka lét lífið í umferðarslysi í síðustu viku.
Hópakstur í minn-
ingu fólks sem látist
hefur í umferðinni
ÍSLENSKI frystitogarinn Venus fór ekki
frá Tromsö í Noregi í gærkvöldi, en þar var
skipið kyrrsett af norskum yfirvöldum eftir
að norska varðskipið KV Harstad færði
togarann til hafnar vegna gruns um brot á
norskum fiskveiðilögum. Venus kom til
hafnar í Tromsö í gærmorgun, en togarinn
var á þorskveiðum á Malangsgrunni þegar
eftirlitsmenn fóru um borð á laugardags-
kvöld og komust að þeirri niðurstöðu að
meðafli væri of mikill.
Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB
Granda, segir skipverjana á Venusi telja að
þeir hafi engar reglur brotið. Þeir hafi
stundað veiðar í mörg ár, þekki vel til að-
stæðna og hafi ekki ætlað sér að brjóta nein-
ar reglur.
Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir skip-
stjóra Venusar og lauk þeim í gærkvöldi. Þá
unnu lögmenn norsku lögreglunnar að því
fram á kvöld að fara yfir málið ásamt lög-
fræðingi HB Granda. Ekki tókst að ljúka því
í gærkvöldi og hélt Venus því kyrru fyrir í
Tromsö. Þaðan fer togarinn umsvifalaust
þegar botn kemst í málið, að sögn Eggerts.
Frystitogarinn Venus
færður til hafnar í Tromsö
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Meðafli sagð-
ur of mikill
VINNA við undirbúning að mögulegri bygg-
ingu álvers Norðuráls í Helguvík er í fullum
gangi og gengur undirbúningurinn mjög vel að
sögn Ragnars Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls.
Talið er að jarðhitalindir á Reykjanessvæðinu
séu meira en nægar til að sjá 250 þúsund tonna
álveri fyrir orku en viðræður hafa einnig farið
fram við önnur orkusölufyrirtæki en Hitaveitu
Suðurnesja, skv. upplýsingum Norðuráls.
Bygging álvers gæti hafist 2008
Að mati forsvarsmanna Norðuráls er raun-
hæft að ætla að uppbygging álvers í Helguvík
gæti hafist á árunum 2008 til 2009 en það er
forsenda þess að gangsetja megi fyrsta áfanga
árið 2010. Gert er ráð fyrir stigskiptri upp-
byggingu í Helguvík þannig að álverið fari í
fullan rekstur fram til ársins 2015 en þá muni
árleg framleiðsla geta náð 250.000 tonnum.
Ekki verða þó teknar endanlegar ákvarðanir
um uppbygginguna og einstakar tímasetningar
fyrr en mati á umhverfisáhrifum álvers og
virkjana er lokið.
„Við höfum verið að vinna að undirbúningi að
mati á umhverfisáhrifum. Búið er að auglýsa
matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum og
við erum að ganga frá henni endanlega þessa
dagana. Næsta skref er þá að fara í sjálft mat-
ið. Ef byrjað verður á því fljótlega má gera ráð
fyrir að það geti legið fyrir öðru hvorum megin
við næstu áramót,“ segir Ragnar.
Vænta undirritunar lóðar- og
hafnarsamnings fyrir vorið
„Við erum einnig að skoða mögulega fram-
leiðslutækni fyrir álverið og nánari útfærslu
með tilliti til staðsetningar mannvirkja á svæð-
inu,“ segir hann.
Meðal næstu skrefa í undirbúningi verkefn-
isins er undirritun lóðarsamnings og hafnar-
samnings sem vænta má fyrir vorið, skv. upp-
lýsingum Norðuráls. Þá er viðræðum
Norðuráls og Hitaveitu Suðurnesja sagt miða
vel.
„Við finnum fyrir mjög góðum stuðningi
móðurfélagsins, Century Aluminum Company,“
segir Ragnar. „Þeir hafa líka stutt mjög mynd-
arlega við bakið á okkur við uppbygginguna á
Grundartanga og komið þar inn með verulega
aukið eigið fé og gert aðrar ráðstafanir sem
hafa auðveldað okkur mjög þá uppbyggingu,“
segir hann.
Norðurál telur næga orkuöflunarkosti til á
Reykjanesi fyrir 250 þúsund tonna álver
Fullur gangur er
í undirbúningi
álvers í Helguvík
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Uppbygging | 10
„ÞAÐ er vaxandi vandamál hversu margir
bera hnífa á sér þegar þeir fara út að skemmta
sér,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, og bendir á að það gerist
oft að menn mundi hnífa á veitingahúsum eða í
nágrenni þeirra.
Karlmaður var stunginn í bakið með hnífi í
miðborginni á sjötta tímanum á sunnudags-
morgun, en atvikið átti sér stað fyrir utan veit-
ingahúsið Glaumbar í Tryggvagötu. Maðurinn
var fluttur á slysadeild. Hann særðist ekki
lífshættulega, en hann var lagður inn á Land-
spítala eftir að meiðsl hans höfðu verið skoð-
uð.
Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Skömmu eftir atburðinn náði lögregla
manni sem grunaður er um hnífstunguna og
var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Tveir aðrir menn voru handteknir vegna máls-
ins en þeim hefur verið sleppt, að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík.
Aðfaranótt laugardags var karlmaður
stunginn tvisvar í bakið í miðbæ Reykjavíkur
og særðist alvarlega. Þær upplýsingar fengust
í gær hjá lækni á lungna- og hjartaskurðdeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss að maðurinn
væri ekki lengur í gjörgæslu og því úr lífs-
hættu. Læknirinn sagði líðan mannsins eftir
atvikum ágæta.
Einn maður er grunaður um verknaðinn en
hann situr í gæsluvarðhaldi fram á föstudag
vegna málsins. Hann var handtekinn á laug-
ardag ásamt öðrum manni, sem svo var sleppt.
Tveir í gæsluvarðhaldi eftir
hnífstungumál í miðborginni
Hnífaburður
vaxandi
vandamál
♦♦♦