Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 170. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Reynslan skilur
sitt eftir í sálinni
Garðar Pálsson varð tíu sinnum fyrir
skotárás á stríðsárunum | 24
Tímarit og Atvinna í dag
Tímarit | Björn Brynjólfur og Sigurjón Björnssynir hafa alla tíð verið
samrýndir Af hverju varð kaffivélin til? Sumarið er tíminn
Atvinna | Laus störf í boði alls staðar á landinu
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
Vetrarævintýri Heimsferða
- leiðrétting
Vetrarævintýrum Heimsferða er dreift með
blaðinu í dag. Því miður eru villur í verðskrá
fyrir Kúbuferðir þar sem dagsetningar hafa færst
til á milli dálka í verðskránni. Verð í einbýli á
Villa Tortuga er einnig rangt. Jafnframt er villa í
lýsingu gististaðar „án nafns“ í Austurríki, en þar
er aðeins morgunverður innifalinn.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Rétta verðskrá má nálgast á
www.heimsferdir.is
og á skrifstofu Heimsferða.
JÁKVÆTT svar hefur fengist frá bygging-
arfulltrúanum í Reykjavík um að byggja
hæð ofan á Skeifuna 6 í Reykjavík, þar sem
verslunin Epal er til húsa. Að sögn Eyjólfs
Pálssonar, eiganda verslunarinnar, stend-
ur til að opna viðbygginguna hinn 1. apríl á
næsta ári.
„Mín fyrsta hugmynd var að þetta yrði
eins og geimskip sem hefði lent ofan á hús-
inu og arkitektarnir, Erum Arkitektar,
unnu svo út frá því,“ segir hann um tilurð
byggingarinnar en nýlega festi fyrirtæki
hans kaup á auknum hlut í verslunarhús-
næðinu. „Ég fæ það reyndar ekki afhent
fyrr en eftir fjögur, fimm ár en við kaupin
fékk ég byggingarrétt ofan á húsið. Hug-
myndin er að hafa tvöfalda lofthæð í miðju
rýmisins en allan hringinn umhverfis það
verði svalir innanhúss,“ segir Eyjólfur.
Í Tímariti Morgunblaðsins í dag segir
Eyjólfur frá æsku sinni, námsárunum í
Danmörku og ýmislegt fleira kemur til tals.
Morgunblaðið/Golli
Geimskip
lendir í
Skeifunni
JÓN Gerald Sullenberger, upphafsmaður
Baugsmálsins, segir að í maí 2002 hafi Jón
Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, enn
getað samið við sig um óuppgerð ágreinings-
mál. „Jón Ásgeir hefði svo léttilega getað
sagt við Tryggva Jónsson að hann yrði bara
að fara til Flórída og klára þessi mál með
mér, en þeir kusu að fara aðra leið,“ segir Jón
Gerald m.a. í ítarlegu viðtali við Morgunblað-
ið, sem birtist í dag og á morgun.
Jón Gerald segir að í sínum huga hafi aldr-
ei komið til álita að hætta við að leggja fram
ákæru, eftir að hann hafði gert upp hug sinn í
þeim efnum í júní 2002.
„Þegar ég var á leiðinni út á flugvöll, í byrj-
un september 2002, eftir að hafa lagt fram
kæru, fékk ég upphringingu, þar sem sagt
var við mig, að ef ég hætti við allt saman,
drægi kæruna til baka og segði að þetta hefði
allt verið á misskilningi byggt, þá biði mín
feitur tékki upp á tvær milljónir dollara. Ég
sagði að þótt tilboðið hefði hljóðað upp á tíu
milljónir dollara, þá hefði það engu breytt,“
segir Jón Gerald.
Pósti markvisst eytt
Í viðtalinu greinir Jón Gerald frá því að
hann hafi haft áhyggjur af því haustið 2002 að
Baugsmenn væru búnir að taka til í bókhald-
inu hjá sér, því hann hafði sagt þeim að hann
ætlaði í mál við þá. Hann lýsir því hvernig
hann telur að tölvupósti þeirra Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafi
markvisst verið eytt haustið 2002:
„Vinur minn hafði sem sagt varið deginum í
að eyða öllum tölvupóstum Jóns Ásgeirs og
Tryggva.
Það kom nefnilega í ljós í lögreglurann-
sókninni, að allur tölvupóstur starfsmanna
Baugs var geymdur í höfuðstöðvum Baugs,
nema tölvupóstur forstjórans, Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, og aðstoðarforstjórans,
Tryggva Jónssonar. Hann var vistaður hjá
lítilli tölvunetþjónustu í Síðumúlanum … Ef
menn eru með hreint borð og hafa ekkert að
fela, hvers vegna þurfti þá að verja heilum
degi í að eyða póstum þessara manna?“ spyr
Jón Gerald.
Jón Gerald lýsir því einnig hvernig þeir
feðgar Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson
reyndu, með aðstoð Tryggva Jónssonar, að fá
hann til þess að samþykkja að flytja skrá-
setningu bátsins Thee Viking yfir á félag
feðganna, Miramar, skrásett á Bahamaeyj-
um, en því hafi hann alfarið hafnað.
Jón Gerald Sullenberger í ítarlegu viðtali um Baugsmálið
Varði deginum í að
eyða tölvupóstum
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
Eru með kverkatak | 10–13
ÞEIR sýna harðfiskbitanum meiri
áhuga en eigendunum, hundarnir
á þessari mynd, en nú um helgina
stendur yfir sumarsýning Hunda-
ræktarfélags Íslands í Reiðhöll-
inni í Víðidal.
Harðfiskur kemur mikið við
sögu á slíkum sýningum og er
notaður til að verðlauna hundana
og halda þeim á beinu brautinni.
Á sýningunni verða sýndir um
sex hundruð hundar af 63 mis-
munandi tegundum og verða fal-
legustu hundar sýningarinnar
valdir af hópi dómara sem eru
frá Svíþjóð, Danmörku og Ír-
landi.
Þá setur ungviðið svip sinn á
sýninguna, en sérstök keppni
ungra sýnenda er haldin auk þess
sem hvolpar og ungir hundar
koma við sögu.
Þá er starfsemi Hundarækt-
arfélagsins kynnt, sem og starf
unglingadeildar þess.Morgunblaðið/ÞÖK
Harð-
fiskurinn
heillar
París. AFP. | Löngu áður en fyrsta
spyrnan var tekin á Heimsmeist-
aramótinu í knattspyrnu höfðu
öfgafullir múslímar fordæmt
keppnina sem hættulega, vestræna
spillingu. Sögðu sumir, að hún væri
miklu verri en hernaðarárás vegna
þess, að hún „mengaði hug og
hjarta múslíma“.
Íslamistar hafa fjallað mikið um
keppnina á netinu og einn þeirra
varaði trúbræður sína við þessu
„samsæri“, sem ætlað væri að leiða
huga þeirra frá „hinu heilaga
stríði“. Þá hafa sumir, vopnaðir
trúarlegum tilskipunum, hvatt til,
að múslímar sniðgangi „Vændisbik-
arinn“ eins og þeir kalla keppnina
vegna frétta um, að þúsundir
vændiskvenna hafi flykkst til
Þýskalands.
„Á sama tíma og bræður okkar
eru kvistaðir niður í Írak, Palestínu
og Afganistan af krossferðariddur-
um og gyðingum, getur unga fólkið
ekki slitið augun af skjánum og fót-
boltaeitrinu,“ sagði einn harðlínu-
maður og tíndi til 12 „dauðasyndir“
tengdar HM. Ein sú mesta var „að-
dáun á guðlausum leikmönnum“.
Ekki eru allir sammála þessu og
einn, sem kallaði sig heittrúaðan,
kvaðst ekki sjá neitt athugavert við
að horfa á fótboltann. Allar tilraun-
ir til að banna það, væru líka
dæmdar til að mistakast.
HM og heilagt stríð
Manila. AP. | Gloria Arroyo,
forseti Filippseyja, skrifaði
í gær undir lög um afnám
dauðarefsingar í landinu.
Dauðarefsing var afnumin í
landinu árið 1987 en aftur
tekin upp árið 1993 og
mátti beita henni ef um var
að ræða glæpi á borð við
barnaníðingshátt, morð og mannrán. Sjö
manns hafa verið teknir af lífi síðan þá. Með
nýju lögunum verður lífi 1.200 fanga, sem
bíða á dauðadeild, þyrmt, þar á meðal 11 al-
Qaeda-liða. Arroyo tók fram við undirrit-
unina að þetta þýddi ekki að hryðjuverka-
mönnum yrði á nokkurn hátt sýnd meiri lin-
kind en áður.
Dauðarefsing
afnumin
Gloria Arroyo
♦♦♦