Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Rimini
28. júní
frá kr. 29.990 m.v. 2
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr.29.990
Netverð á mann, m.v. að lágmarki 2 ferðist
saman. Stökktu tilboð í viku 28. júní. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rimini í júní. Njóttu lífsins í sumar á þessum
vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki aðeins frábær áfangastaður út af fyrir
sig heldur eru ótrúlega spennandi valkostir í næsta nágrenni, vilji menn kynnast
mörgum andlitum Ítalíu í einni ferð. Bókaðu flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu
að vita hvar þú gistir.
Sunnudaginn
25. júní verð-
ur vélbún-
aður mbl.is
fluttur í nýtt húsnæði Morgunblaðs-
ins að Hádegismóum. Flutningarnir
hefjast kl. sjö að morgni og lýkur
síðdegis sama dag. Meðan á flutn-
ingunum stendur eru vefir mbl.is
óvirkir. Lesendur og notendur
vefja mbl.is eru beðnir velvirðingar
á því ónæði sem þessir flutningar
valda.
Mbl.is óvirkur
vegna flutninga
LAXVEIÐIMENN bíða víða spenntir eftir fregnum af
laxagöngum nú á stórstreyminu í dag en þá má búast
við öflugum göngum smálaxa.
Úr Norðurá berast fréttir af smálaxagöngum; veiði-
menn sem veiddu gilið frá Laugarkvörn niður í Hræ-
svelg síðdegisvaktina á fimmtudag, voru með tíu laxa á
stöngina. Þá komu á land átján laxar auk þess sem
margir töpuðust. Hollið, sem var hálfnað, var þá komið
með 32.
Veiði hófst í mörgum ám í vikunni. Enginn lax kom á
land í Grímsá fyrstu vaktina en þá næstu, á föstudags-
morgninum, veiddust sjö. Sá stærsti kom úr Svarta-
stokki og vó 11 pund. Fyrstu laxarnir eru einnig komn-
ir á land úr Hítará og Straumfjarðará. Í þeirri
síðarnefndu var fyrsti laxinn 13 punda hængur sem
veiddist í hylnum President. Þá var Ytri-Rangá opnuð í
fyrradag og veiddi Þorgils Torfi Jónsson, oddviti á
Hellu, fyrsta laxinn, níu punda hrygnu, á klöppinni fyr-
ir neðan Ægissíðufoss.
Stórlaxaganga í Miðfirði
Nær tuttugu laxar hafa veiðst í Miðfjarðará. Að
vanda hefur veiðin verið mest í Vesturá fyrstu dagana.
Hafa veiðimenn verið að sjá einn og tvo fiska í helstu
hyljunum en á föstudag var blaðamaður við Hlíðarfoss
og sá að torfa stórlaxa var mætt í hylinn, um tuttugu
fiskar, og var ferð á þeim. Á sama tíma veiddust lús-
ugir fiskar í Kistufossi og einn ofarlega í ánni, í hinum
rómaða Túnhyl. Þá veiddist einnig á föstudag fyrsti
laxinn í Núpsá, 11 punda hængur, en enginn fiskur hef-
ur enn veiðst í Austurá.
Smálaxagöngur í Norðurá
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Systkinin Jón Helgi, Sveinbjörg og Halla Björnsbörn
með fyrsta laxinn úr Aðaldal, 16 punda hæng.
ÍSLENDINGAR hafa ekki haldið í við aðrar
þjóðir á undanförnum árum þegar litið er til
kennaramenntunar og hefur Kennaraháskólinn
reynt að vekja athygli stjórnvalda, almennings
og fjölmiðla á þessari staðreynd í meira en ald-
arfjórðung. Þetta kom fram í máli Ólafs
Proppé, rektors Kennaraháskóla Íslands, við
brautskráningu kandídata úr skólanum í gær,
en þar gerði hann meðal annars lengingu kenn-
aranáms að umræðuefni. Alls voru 565 nem-
endur útskrifaðir úr skólanum í gær, bæði úr
grunn- og framhaldsdeild, en aldrei hafa jafn
margir verið brautskráðir í einu frá KHÍ.
Ólafur sagði í ræðu sinni að fyrir nær tuttugu
árum hefði Alþingi ákveðið að lengja kenn-
aranám í fjögur ár úr þremur og hefði ákvæði
um slíkt verið í lögum í um áratug. Aldrei hefði
hins vegar fengist stuðningur eða fjármagn frá
stjórnvöldum til að koma lengingunni á. KHÍ
hefði lagt mikla vinnu í að endurskipuleggja
lengra nám og auglýst það vorið 1991. Meira en
nægjanlegur hópur fólks hefði sótt um, en 10
dögum áður en námið átti að hefjast hefði
menntamálaráðuneytið sent
bréf til skólans. Þar hefði
KHÍ verið „beinlínis bannað
að hefja kennslu á grundvelli
nýrrar kennsluskrár og fyr-
irskipað að halda sig við eldri
kennsluskrá fyrir þriggja ára
kennaranám. Þetta sögulega
inngrip menntamálaráðuneyt-
isins á sínum tíma olli miklum
vonbrigðum hjá starfsfólki
Kennaraháskóla Íslands, svo miklum að varla
er um heilt gróið enn eftir rúm fimmtán ár,“
sagði Ólafur í ræðu sinni.
Skammsýni og „skortur á skilningi stjórn-
valda, almennings og jafnvel annarra háskóla-
menntaðra starfsstétta á störfum kennara í nú-
tímasamfélagi“ hefði verið ástæða þess að
lenging kennaranámsins var stöðvuð fyrir 15
árum.
Ólafur sagði að það hefði tekið KHÍ meira en
áratug eftir þessa atburði að ná eyrum almenn-
ings og stjórnvalda varðandi þörfina fyrir lengt
kennaranám. Skólinn hefði nú markað sér
stefnu til ársins 2010. Hann stefndi að því að
bjóða frá og með haustinu 2007 upp á endur-
skoðað samfellt fimm ára nám til meistaraprófs
á öllum námsbrautum og væri undirbúningur
kominn vel á veg. Stefnt væri að því að sem
flestir nemendur skólans lykju fimm ára há-
skólanámi og starfstengdri meistaragráðu áður
en þeir hæfu störf.
Náminu ekki dreift of víða
Þá varaði Ólafur í ræðu sinni við því að kenn-
aranámi yrði dreift of víða á Íslandi. „Það getur
orðið til þess að tvennt gerist sem hvorutveggja
er afleitt fyrir framtíðarþróun skólastarfs í
landinu,“ sagði hann. Annars vegar væri hætta
á að námið þróaðist meira á breidd en dýpt, þar
sem ekki yrðu nægilega margir nemendur til að
standa undir kennslu á öllum þeim sérsviðum
sem þörf væri fyrir. Hins vegar að fjármagni til
kennaramenntunar yrði ráðstafað til afmark-
aðra sviða sem „einhverra hluta vegna fá tíma-
bundna athygli á kostnað annarra“.
Ekki haldið í við aðrar
þjóðir í kennaramenntun
Ólafur Proppé
FORNUM bretónskum granítkrossi
var skipað um borð í franska gólettu
í útgerðarbænum Paimpol á Bret-
aníuskaga í Frakklandi í gær. Skút-
an mun sigla með krossinn til
Grundarfjarðar þar sem honum er
ætlað að minna um ókomna tíð á
sókn franskra sjómanna á Íslands-
mið á tveimur síðustu öldum.
Krossinn, sem er keltneskur að
gerð, hefur um ómunatíð verið varð-
veittur í Paimpol, einum helsta út-
gerðarstað skúta sem sóttu á Ís-
landsmið á 19. öld og í byrjun
þeirrar tuttugustu.
Sókn Paimpola á Íslandsmið hef-
ur verið gerð ódauðleg í Frakklandi
með hinni frægu sögu Pierre Loti
um Íslandssjómennina, eins og
skútukarlar frá Paimpol voru kall-
aðir. Útgerðarmenn þar höfðu að-
stöðu til fiskverkunar í Grundarfirði
og milli bæjanna ríkir vináttu-
samband. Er granítkrossinn, sem
vegur um 600 kíló, gjöf Paimpola til
Grundfirðinga.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í
Grundarfirði, var viðstödd er kross-
inn var hífður um borð í gólettuna
Belle Poule í Paimpol í gær.
Til Íslands seglum þöndum
Gólettan, sem siglir með krossinn
til Grundarfjarðar, var smíðuð fyrir
rúmum 70 árum og er skólaskip
franska flotans. Hún er nákvæmlega
eins og gólettur sem gerðar voru út
frá Paimpol til Íslandsmiða og er
notuð til þjálfunar liðsforingjaefna
franska flotans. Skipið siglir til Ís-
lands seglum þöndum í kjölfar öllu
nútímalegri og mun hraðskreiðari
fleyja sem ræst voru af stað í Paim-
pol í fyrrakvöld í skútukeppninni
„Skippers d’Islande“.
Nítján skútur, fleiri en nokkru
sinni fyrr, taka þátt í siglingakeppni
þessari sem haldin er þriðja sinni.
Hún fór fyrst fram árið 2000 og aft-
ur 2003 og líða því þrjú ár milli
móta. Siglt er til Reykjavíkur í
fyrsta áfanga, síðan þaðan til
Grundarfjarðar. Lokaáfanginn er
síðan frá Grundarfirði aftur til Pa-
impol en það er 1.300 sjómílna sigl-
ing.
Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson
Krossinn forni hífður um borð í gólettuna Belle Poule í Paimpol. Á plötunni
sem fest hefur verið við hann stendur Pecheurs d’Islande eða Íslandssjó-
mennirnir, eins og franskir fiskimenn á Íslandsmiðum voru kallaðir.
Forn bretónskur
granítkross gefinn
til Grundarfjarðar
Eftir Ágúst Ásgeirsson í Frakklandi
Erfitt að
manna
stöður hjá
Strætó bs.
VANDRÆÐI eru með að fá bílstjóra
í sumarafleysingar hjá Strætó bs. og
komið hefur til greina að leggja niður
akstur á ákveðnum leiðum í sumar af
þeim sökum. „Við erum í vandræðum
með að manna stöður í sumarafleys-
ingum. Við höfum verið að horfa til
þess með hvaða hætti við getum mætt
þessari staðreynd og brugðist við,“
segir Ásgeir Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs. Skoðað hafi
verið að leggja niður tímabundið akst-
ur á leiðum 4 og 5. Á föstudag hafi þó
tekist að tryggja akstur á leið 4. Vonir
standi til þess að einnig takist að
koma í veg fyrir að leggja þurfi niður
leið 5, en það skýrist á mánudag. „Það
er afleitt og auðvitað ömurlegt í þjón-
ustufyrirtæki að geta ekki haldið úti
þjónustunni. Þess vegna hafa allir
sem hér vinna unnið hörðum höndum
að því að leysa þessi mál með ein-
hverjum hætti,“ segir hann.
Tókst aðeins að ráða fjóra
Ásgeir segir þensluna í þjóðfélag-
inu skýra hversu erfitt er að fá bíl-
stjóra til afleysinga. „Í vetur var
ákveðið að taka í fyrsta skipti í gildi
sumaráætlun. Hún er þannig að á
tímabilinu frá byrjun júní til 20. ágúst
er ekki ekið á 10 mínútna tíðni á stofn-
leiðum. Við þessa breytingu minnkaði
mannskapsþörfin. Þar að auki lengd-
um við orlofstímann hjá okkar starfs-
fólki þannig að hann nær yfir lengra
tímabil. Þegar við fórum inn í sumarið
þurftum við að ráða 15 manns, en til
samanburðar höfum við undanfarin
sumur þurft að ráða 50 manns og það-
an af fleiri,“ segir Ásgeir.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
♦♦♦
STANGVEIÐI