Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 6

Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 6
AÐGERÐIR til fækkunar sílamávi í Reykjavík verða auknar á næstu dögum, að sögn Gísla Marteins Bald- urssonar, formanns umhverfisráðs Reykjavíkur. Mávar hafa verið óvenjumargir í Reykjavík það sem af er sumri og valdið borg- arbúum talsvert miklum ama. Hefð- bundnar aðgerðir gegn mávinum virðast ekki duga nú. Því er ætlunin að herða á og leita leiða til þess að fækka mávunum svo þeir verði ekki í jafn miklum mæli, t.d. á Austurvelli og Tjörninni. „Ég hef verið í umhverfisráði og lagt fram fyrirspurnir og tillögur um þetta mál, til að reyna að fækka varg- fugli í borginni, en það hefur ekkert verið gert. Nú er kominn nýr meirihluti og við ætlum að láta kné fylgja kviði og grípa til aðgerða og sjá hvort við getum ekki fækkað þessum ófögnuði,“ sagði Gísli Mar- teinn. Hann sagði að jafnt borgarfulltrúar og embættismenn borgarinnar hefðu fengið kvartanir vegna mávagersins úr flestum borgarhlutum. Gefa mávunum en ekki öndunum „Fólk veit sem er að þetta eru salmonellusmitberar og þeir fljúga alveg ofan í fólki sem er að fá sér matarbita á Austurvelli eða hvar sem er. Það er allt útskitið, og ef fólk ætlar með fjölskyldunni niður að Tjörn að gefa önd- unum brauð þá hefur það frekar verið að gefa máv- unum,“ sagði Gísli Marteinn. Hann kvaðst hafa fengið þá skýringu á mávagerinu að nú sé minna um sandsíli í sjónum en verið hefur. Mávarn- ir hafi því minna æti í náttúrunni en ella og eins hafi þeir ekki jafn greiðan aðgang að sorphaugum og áður. „Við erum að fara í fegrunar- og hreinsunarátak í bænum og að losa okkur við þetta er liður í því,“ sagði Gísli Marteinn. Næstkomandi mánudag verður fundur í umhverfisráði og þar munu meindýraeyðar borgarinnar kynna fyrirhugaðar aðgerðir. Þeir munu síðan annast fækkun mávanna, að sögn Gísla Marteins. Hertar aðgerðir gegn sílamávum í Reykjavík Morgunblaðið/Ómar Sílamávar eru að margra dómi orðnir plága í Reykjavík. Gísli Marteinn Baldursson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is 600 sumarhús og mikil þjónusta í boði UMRÆÐUR hafa verið um áætl- anir Orkuveitu Reykjavíkur og fast- eignafélagsins Klasa um uppbygg- ingu frístundabyggðar við Úlfljótsvatn. Nái þær fram að ganga má búast við að á næstu árum muni um 600 sumarhús verða byggð við vesturhluta vatnsins og á svæði fyrir sunnan það. Einnig mun ýmiss kon- ar þjónusta verða starfrækt á svæð- inu og eru uppi hugmyndir um að sérstök þjónustumiðstöð sé til stað- ar og golfvöllur. Morgunblaðið kynnti sér þær hugmyndir sem uppi eru um skipulag svæðisins. Ekki verður um hefðbundna ís- lenska sumarhúsabyggð að ræða en að sögn Kristjáns B. Ólafssonar verkefnisstjóra og Valdimars Harð- arsonar arkitekts er verkefnið metn- aðarfullt og gerðar verða meiri kröf- ur til umhverfislegra þátta en áður hefur verið gert. Einnig verði boðið upp á meiri þjónustu við sum- arbústaðaeigendur. Algengt sé að sumarhúsaeigendur hafi þurft að gera leigusamninga við landeig- endur svo nokkurt óöryggi hafi skapast um framtíð sumarhúsa við eigendaskipti jarða. Úlfljótsvatn frí- tímabyggð, félagið sem Orkuveita Reykjavíkur og Klasi standa að, mun aftur á móti einungis bjóða eignarlóðir. Strangar kröfur vegna umhverfismála Kristján telur að eftirspurn eftir orlofshúsum sé mikil og vaxandi. „Við erum að horfa á breytta aldurs- samsetningu og hópa eldra fólks sem hafa efni á því að láta fara vel um sig á efri árum.“ Að sama skapi hafi kröfur fólks til aðstöðu, afþrey- ingar og þjónustu breyst mjög mikið á síðustu árum. Valdimar segir að litið hafi verið til Bandaríkjanna við skipulag svæðisins og markmiðið sé að boðið verði upp á mjög víðtæka þjónustu á svæðinu. Ýmiss konar leiksvæði verði fyrir börn, 9 holu golfvöllur, ljósleiðaratenging og þjónustukjarni með verslun og veit- ingaaðstöðu. Fleiri hugmyndir eru í skoðun og útfærslu. Þá verði eig- endum frístundahúsa boðið að fá húsin þrifin og máluð óski þeir þess og jafnframt að gras verði slegið og séð um gróður. Kristján og Valdimar leggja báðir áherslu á að miklar kröfur verði gerðar til að umhverfið og náttúra vatnsins hljóti ekki skaða af byggð- inni. Sérstök byggingarnefnd á veg- um landeigenda muni þurfa að sam- þykkja hönnun hvers húss og verða gerðar kröfur um að húsin falli vel inn í náttúruna. Valdimar segir að þau standi lágt á steyptum grunni og verði því á einni hæð nema landslagið bjóði upp á annað. Þök húsa verði einhalla og mælst verði til þess að gras verði á þökum húsanna eða annað efni er falli vel að heildarásýndinni. Gert er ráð fyrir göngustígum og opnum svæðum innan byggðarinnar. Skýr- ar reglur verði settar um umferð á svæðinu, umgengni, dýrahald og umferð á vatninu sjálfu. Byggðin sjálf verði ekki nær vatn- inu en 100 metrar en í reglugerð er lágmarksfjarlægð 50 metrar. Þannig verði tryggt að útivistargildi með- fram vatninu skerðist ekki. Þeir benda einnig á að mikil vinna hafi verið lögð í hönnun fráveitu- kerfis. Byggt sé á bestu tækni og reist verði svokölluð tveggja þrepa hreinsistöð og séð til þess að mögu- leg mengun verði sem allra minnst. Kristján telur að um gríðarlega framþróun sé að ræða enda hafi ís- lensk sumarhús hingað til notast við rotþrær en efasemdir hafi verið um ágæti þeirra. Tryggt verði að byggð- in muni ekki hafa áhrif á vernd- arsvæði Þingvallavatns. Sitt sýnist hverjum Jörðin Úlfljótsvatn er um 1.500 hektarar og komst í eigu Rafmagns- veitu Reykjavíkur um miðjan fjórða áratug síðustu aldar. Eftir stofnun Orkuveitu Reykjavíkur fór hún með eignarhald á svæðinu þangað til að stofnað var fyrirtækið Úlfljótsvatn frítímabyggð sem er í eigu Orkuveit- unnar og Klasa. Lagði Orkuveitan fram land en Klasi hlutafé. Nokkrar deilur hafa verið um áætlanirnar í borgarstjórn en jafn- framt hafa ýmsir aðilar sem hafa haft afnot af hluta jarðarinnar lýst yfir efasemdum sínum. Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar og Skátahreyfingin hafa haft aðstöðu á svæðinu og gert athugasemdir. Að sögn Kristjáns er fullur vilji til að starfa með þessum aðilum og öðr- um hagsmunaaðilum, þ.m.t. Bernskuskógum og Skólaskógum, að uppbyggingu svæðisins og að samstarf geti gagnast öllum. Séð verði til þess að rask á náttúrunni verði sem minnst og raunar sýnir reynslan að sumarhúsabyggðum fylgi mikil gróðurrækt sem svæðið þarfnist. Ekki standi til að flæma neina af svæðinu enda þoli jörðin meiri nýtingu en verið hefur. Áætlanir um nýja gerð frístundabyggðar við vesturhluta Úlfljótsvatns á næstu árum Ljósmynd/Mats Wibe Lund Séð yfir Úlfljótsvatn frá suðri, en jörðin Úlfljótsvatn er um 1.500 hektarar að stærð.             Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Loftmynd af því svæði sem Orkuveitan og Klasi hyggjast setja á frí- stundabyggð. Á græna svæðinu er fyrirhugað að selja 600 lóðir undir sum- arhús en það nær nokkuð lengra til suðurs en hér sést. Reitirnir sýna þær 180 lóðir sem boðið verður upp á í fyrri áfanga og búið er að skipuleggja. 6 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLEIRI ástæður liggja að baki lægð fuglastofna en léleg afkoma sandsílastofna, að mati Haraldar Sigurðssonar, bónda á Núpskötlu á Melrakkasléttu. Tíðarfar í vor hafi verið óhagstætt fyrir varpið auk þess sem refur sæki í hreiðrin. Það hafi refurinn alltaf gert en refastofninn hefur allt að því sex- faldast á sl. 30 árum að sögn Har- aldar. „Ég hef sloppið við að fá refinn í varpið nokkuð mörg undanfarin ár. Með því að fara á stúfana seinni part vetrar og drepa þann ref sem er hér næst, hefur maður sloppið prýðilega við að fá ref inn í varpið,“ segir Haraldur. „Sveitar- félagið hér hefur staðið sig vel og ráðið hæfa skyttu. Því er ekki alls staðar að heilsa, einfaldlega vegna þess að ríkið kippti svo að sér höndum með endurgreiðslur til sveitarfélaga að þau hafa ekkert ráðið við það.“ Mestur skaði á varptíma Segist Haraldur ekki í vafa um það að þar sem refurinn fái að leika lausum hala höggvi hann drjúg skörð í fuglastofna. „Refurinn gerir hvað mestan skaða á varptímanum, það er ákveðin fyrirhyggja í genunum og hann grefur eins mikið af eggjum og hann mögulega kemur fótum yfir. Síðan er hann skröltandi allan veturinn að þefa þetta uppi og éta.“ Refurinn geri því í raun meiri skaða en honum er nauðsyn- legt til að komast af. „Það hefur margsýnt sig að krí- an hefur horfið úr öflugum kríu- vörpum í grennd við mannabústaði þegar búseta hefur lagst af. Það er ekki vegna þess að hún sé svo hænd að manninum að hún fari þegar hann fer. Það er refurinn sem gengur frá varpinu, vegna þess að ekkert truflar hann þegar fólkið er farið. Það er heldur betur nauðsynlegt að skera refastofninn niður til að hlífa varpinu og fugla- lífi yfirleitt.“ Refurinn heggur skörð í fuglastofna Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nauðsynlegt er að halda refastofn- inum í skefjum til að vernda fugla, að mati Haraldar Sigurðssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.