Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is Að því tilefni standa RANNÍS, Rannsóknaþjónusta Háskólans í Reykjavík, Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands og IMPRA fyrir námskeiði um hvernig vísindamenn, fyrirtæki og stofnanir geta undirbúið þátttöku í áætluninni. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd., eftirsóttur ráðgjafi sem unnið hefur fyrir marga af helstu háskólum Evrópu, rannsóknastofnanir og ráðuneyti sem fara með stefnumörkun í vísindum og tækni. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Þátttökugjald er kr. 25.000. Innifalið eru námskeiðsgögn og veitingar. Frestur til að skrá sig er 30. júní 2006. Skráning fer fram hjá Ásu Hreggviðsdóttur, RANNÍS í síma 515 5811 eða með tölvupósti á: asa@rannis.is Rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun er stærsta rannsóknaáætlun sem Ísland á aðild að. Í janúar 2007 opna fyrstu umsóknarfrestir en áætlunin hefur yfir 54 milljarða evra til ráðstöfunar í rannsókna- og þróunarverkefni til ársins 2013 N Á M S K E I Ð H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ertu tilbúin(n) fyrir sjöundu rannsóknaáætlunina? Námskeið fyrir væntanlega þátttakendur í 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins 2007-2013 Þriðjudaginn 4. júlí, kl. 9:00-15:00, Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, Stofu 101 Dagskrá: 1. Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun ESB 2. Markmið áætlunarinnar og bakgrunnur 3. Undirsvið 7. rannsóknaáætlunar ESB 4. Tegundir verkefnastyrkja 5. Hlutverk evrópskra tæknivettvanga (Technology Platforms) 6. Grunnrannsóknir í 7. rannsóknaáætlun ESB 7. Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB 8. Þín stefnumörkun fyrir 7. rannsóknaáætlun ESB Það er betra að þú haldir á honum, Bjössi minn, hann sýnist þá stærri. Fregnir af gangiframkvæmda viðKárahnjúkavirkj- un hafa ekki farið hátt í fjölmiðlum undanfarnar vikur, nema þá er óhöpp hafa komið upp eins og eldurinn á vinnupalli í öðr- um fallgöngunum niður í stöðvarhúsið í Fljótsdal, en verið er að stálfóðra göngin við erfiðar aðstæð- ur. Þar er vinna farin í gang á nýjan leik. „Á heildina litið er stað- an á verkinu góð, þó að tímaramminn sé vissulega orðinn þröngur,“ segir Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkj- unar, spurður um gang fram- kvæmda við Kárahnjúka um þess- ar mundir. Sigurður reiknar með að full af- hending á raforku til álvers Alcoa í Reyðarfirði verði í október 2007, en áhöld séu um gangsetningu á fyrstu vélum. Þær verði tilbúnar á tilsettum tíma en stóra spurningin sé hvenær þær fái vatn úr jarð- göngunum. Varaáætlun Landsvirkjunar, sem Alcoa hefur samþykkt, er í undirbúningi en hún miðar við að fyrstu ker álversins fái raforku af landsnetinu, með stuðningi frá stækkaðri Lagarfossvirkjun. Mið- ast þessi áætlun við að seinkun verði á gangsetningu fyrstu vélar um einn til tvo mánuði. Sé staða einstakra verkhluta skoðuð þá hefur vinna við að steypa kápuna vatnsmegin á Kárahnjúkastíflu gengið vel, en hún hófst að nýju í apríl sl. eftir vetrarhlé. Þar er steypt með svo- nefndum skriðmótum á alls ríf- lega 92 þúsund fermetra flöt. Búið er að steypa um 41 þúsund fer- metra, eða um 44% alls verksins. Hægir á stíflufyllingunni Síðustu daga hefur hægt á vinnu við að fylla í sjálfa Kára- hnjúkastíflu. Starfsmenn Impreg- ilo þurfa að athafna sig á stífluk- antinum til að steypa kápuna og er ekki meira rými í bili fyrir fyll- ingarefni. Þröngt er orðið á þingi efst á stíflunni og því fyllt eftir að- stæðum. Um 95% fyllingarinnar eru komin í stífluna, sem í fara um 8,5 milljónir rúmmetrar. Vinna við hliðarstíflurnar hjá Suðurverki er á áætlun og stíflu- gerðinni í heild sinni á að vera lok- ið í september nk. þegar vonir standa til að byrjað verði að fylla í Hálslónið. Fer það eftir rennsli í Jökulsánni, ekki verður skrúfað fyrir fyrr en vatnsrennsli í henni hefur minnkað. Margs konar önnur vinna er í gangi kringum stíflurnar, t.d. er verið að steypa yfirfallsrennu á vesturbakka Hafrahvammagljúf- urs, þaðan sem vatnið mun renna í foss niður í gljúfrið. Einnig er unnið áfram í bergþéttingu undir aðalstíflunni, þar sem m.a. hafa verið notaðir títtnefndir hefils- pænir til að halda steypugrautn- um á sínum stað meðan hann er að harðna. Þá eru starfsmenn Imp- regilo að störfum við botnrás und- ir stíflunni, þar sem áður voru efri hjáveitugöngin. Nú þegar langt er liðið af júní- mánuði eiga risaborarnir þrír í að- rennslisgöngum virkjunarinnar, frá Kárahnjúkastíflu að stöðvar- húsinu í Fljótsdal, eftir að bora ríflega 15 kílómetra leið. Þar af eru 9,5 kílómetrar um Jökulsár- göng, í átt að Ufsarlóni. Slá í gegn í ágúst Bor eitt hefur lokið við að bora ríflega 15 kílómetra og á eingöngu eftir tæpan kílómetra. Að sögn Sigurðar er vonast til að bor eitt „slái í gegn“ í byrjun ágústmán- aðar. Verður borinn þá tekinn í sundur og fjarlægður. Bor tvö hefur átt í mestum vanda vegna misgengja í jarðlög- um. Margsinnis hefur orðið að stöðva borinn á meðan sprungur hafa verið fylltar af steypu og síð- an beðið eftir því að hún harðnaði til að hefja borun á nýjan leik. Á hann eftir að fara í gegnum eitt misgengi. Bor tvö hefur frá upp- hafi komist ríflega 10 kílómetra og á eftir tæpa tvo km af sinni leið, þar til hann verður stöðvaður í september og bakkað inn í göngin átt að Jökulsárlóni. Bor þrjú hefur lokið við rúma 12 kílómetra og á eftir tæpa þrjá kílómetra á móts við bor tvö. Sig- urður segir að bor þrjú eigi að hafa komist í gegn um mánaða- mótin nóvember/desember nk. Er það heldur seinna en áætlað var en til að vinna þær tafir upp hefur frágangsvinnu í þeim hluta gang- anna, sem búið er að bora, verið flýtt. Efst í göngunum, næst Háls- lóni er svo verið að sprengja með „gamla laginu“ tæpan kílómetra sem þar er eftir. Fosskraft, sem er aðalverktaki við stöðvarhúsbyggingu í Fljóts- dal, á að skila allri steypuvinnu inni í stöðvarhúsinu um miðjan ágúst. VA Tech er að setja niður fyrstu þrjár vélarnar og flytur sig á næstu þrjár er steypuvinnunni lýkur. Arnarfell er með stórt verk í innsta hluta Jökulsárganga, á eft- ir einn kílómetra af 3,5 km og byrjað er að undirbúa stíflurnar, bæði í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá. Vatn frá þessum hluta á að koma inn í virkjunina vorið 2008. Fréttaskýring | Kárahnjúkavirkjun Hálslónið fyllt í september Tímaramminn orðinn þröngur og áfram unnið að undirbúningi á varaáætlun Steypuvinna í stöðvarhússhellinum. Líklegt að loka þurfi vinnu- brúnni yfir Jökulsá á Dal  Vinnubrúnni yfir Jökulsá á Dal, sem sett var upp sunnan við stíflustæðið og hefur verið opin ferðafólki, verður lokað þegar hækka fer í ánni í sumar. Flutn- ingsgeta undir stífluna er minni en verið hefur og því líklegt að vatnsborðið fari vel upp fyrir brúarstæðið. Ekki verður hleypt á umferð yfir stífluna í sumar og því þurfa menn m.a. að taka á sig krók um Kárahnjúkaveg niður í Hrafnkelsdal til að komast yfir ána. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BÆJARRÁÐ Kópavogs úthlutaði á fundi sínum síðasta þriðjudag 100 lóðum til einstaklinga og fyrirtækja á Hnoðraholti, Smalaholti, Rjúpna- hæð og Hvörfum. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra, bárust 783 umsóknir um lóðir og var þeim úthlutað sam- kvæmt reglum bæjarráðs um úthlut- un á byggingarétti fyrir íbúðarhús- næði. Aðspurður um hvort að reglum um úthlutun hafi verið breytt á einhvern hátt eftir ábendingu frá félagsmála- ráðuneytinu um úthlutun lóða í Kópavogstúni, sagði Gunnar Kópa- vogsbæ vera mjög ósáttan við þann úrskurð. Hann sagði að farið yrði með þennan úrskurð fyrir dómstóla og reglum yrði ekki breytt. Hægt er að nálgast lista yfir þá sem fengu úthlutað lóðum á vef Kópavogsbæjar, http://www.kopa- vogur.is. 100 lóðum úthlutað í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.