Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ til lögmanna á Íslandi, þar sem hann hafði búið á Flórída síðan 1986. Hann hafi haft miklar áhyggjur af því hverjum hann gæti treyst og hverjum ekki. Hann hafi vitað það frá fyrstu hendi hvernig Baugsmenn unnu, hverjir tengdust hverjum og hvað peningar gætu gert mönnum. Hann segir að þegar hann fyrst hafi fengið ábendingu um Jón Steinar Gunn- laugsson, sem góðan lögmann, hafi hann ekki vitað hver maðurinn væri og ekkert þekkt til hans. Jón Gerald hafi leitað ráða bæði í Banda- ríkjunum og á Íslandi. Hann hafi m.a. spurt Jónínu Benediktsdóttur hvort hún þekkti til Jóns Steinars. „Síðan kemur það í ljós, eftir að tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur hafði verið stolið og hann birtur í Fréttablaðinu, að hún hafði haft samband við Styrmi Gunnarsson hjá Morg- unblaðinu og spurt hann að því hvort hægt væri að treysta Jóni Steinari. Þetta er nú öll sagan á bak við það hvernig ég réð mér lög- fræðing og allt þetta bull sem hefur verið í um- ræðunni frá því haustið 2002 um að það hafi verið pólitík, sem gerði það að verkum, að ráð- ist var í húsrannsókn hjá Baugi og að Davíð Oddsson hafi verið þar að baki, er slík fásinna, að það tekur engu tali.“ Jón Gerald segir að þegar hann hafi haft samband við Jón Steinar þá hafi hann greint honum frá því að hann vildi höfða mál á hendur Baugi fyrir samningsbrot og ógreiddar vöru- sendingar. Jón Steinar hafi farið yfir þau gögn sem hann sendi honum og komist að þeirri nið- urstöðu að Jón Gerald hefði tvímælalaust til- efni til þess að höfða mál á hendur Baugs- mönnum og kvaðst reiðubúinn að höfða slíkt mál fyrir héraðsdómi. Jón Gerald kveðst á sama tíma hafa sagt Jóni Steinari frá því að hann vissi til þess að forsvarsmenn Baugs væru að misnota almenningshlutafélagið Baug, sér til persónulegs framdráttar. Hann hafi sýnt honum tölvupóstana frá Tryggva Jónssyni og uppgjörið á bátnum og síðan spurt hann ráða um það hvernig hann ætti að snúa sér. Jón Steinar hafi sagt honum að hann ætti tvo kosti, annars vegar að leggja málið til hlið- ar og gleyma því og hins vegar að kæra þá til Ríkislögreglustjóra. „Hann sagði einnig að ef ég veldi að kæra, þá gæti það orðið erfitt mál fyrir mig persónu- lega, því ég gæti átt það yfir höfði mér að vera einnig ákærður og hann spurði mig, hvort ég væri virkilega reiðubúinn til þess að taka þá áhættu. Ég sagði honum að ég vildi fara með þetta mál alla leið. Ég yrði að láta yfirvöld fá upplýs- ingar um hvernig forstjórar Baugs, sem þá var almenningshlutafélag, væru að misnota fyr- irtækið sér til framdráttar. Mér fannst þetta vera mjög einfalt mál. Jón Steinar hringdi við svo búið til Ríkislögreglustjóra og sagði þeim frá erindi mínu.“ Jón Gerald segist strax hafa haft áhyggjur af því að Baugsmenn væru búnir að taka til hjá sér í bókhaldinu, því hann var búinn að segja þeim að hann ætlaði í mál við þá. „Næsta morgun var ég tekinn í yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra. Yfirheyrslan stóð í tvo heila daga og ég lagði öll mín gögn á borðið hjá RLS. Það var enginn sem vissi um þetta nema Jóhanna konan mín og Jón Steinar lögmað- urinn minn. Hinn 28. ágúst 2002, um kvöldið, fékk ég símtal frá Guðmundi Inga Hjartarsyni vini mínum, sem kallaður er Dommi. Guðmundi Inga kynntist ég í gegnum Jón Ásgeir, en þeir eru æskuvinir. Hann segist verða að tala við mig, en hann geti það ekki í gengum síma, því hann haldi að það sé verið að hlera símann sinn. Ég vissi ekkert um hvað hann var að tala en sagðist mundu sækja hann út á Nes. Þegar hann er sestur inn í bílinn hjá mér segir hann: „Jón, þú veist ekki hvað er búið að gerast í dag. Hann Jón Ásgeir er búinn að vera á línunni hjá mér í allan dag frá London og ég og annar starfsmaður fyrirtækisins erum bún- ir að vera að eyða öllum tölvugögnum Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar úr tölvuservernum okkar.“ Ég hafði ekki sagt honum neitt um það, að það væri ég sem hefði kært Baugsmenn. Svo förum við niður í bæ og fáum okkur að borða. Þá fæ ég símtal frá embætti Ríkislög- reglustjóra, þar sem mér er sagt að þeir séu að leita að Guðmundi Inga, sem sat beint á móti mér á veitingastaðnum. Mér var mjög brugðið við þetta og brá mér afsíðis og sagði þeim að við Guðmundur værum úti að borða saman. Lögreglan vildi koma beint á veitingastaðinn og sækja hann, en ég tók það ekki í mál. Ég sagði þeim, að ég væri að úti að borða með vini mínum og ég myndi bara keyra hann beint heim. Það kæmi ekki til greina að þeir kæmu á veitingastaðinn að sækja hann. Ég sagði Domma svo að ég þyrfti að fara þegar í stað og keyrði hann aftur heim. Svo frétti ég að lög- reglan hefði sótt hann þangað. Það var ótrú- lega erfið reynsla fyrir mig, að geta ekki sagt þessum vini mín hvað væri í gangi. Guðmundur Ingi, vinur minn, hafði sem sagt varið deginum í að eyða öllum tölvupóstum Jóns Ásgeirs og Tryggva. Það kom nefnilega í ljós í lögreglurannsókninni, að allur tölvu- póstur starfsmanna Baugs var geymdur í höf- uðstöðvum Baugs, nema tölvupóstur forstjór- Kreditreikningurinn Jón Gerald segir að á árinu 2001 hafihann lagt mjög að Tryggva Jónssyniað vinna með sér að því að bæta stöðu Nordica, með því að fá Baug til þess að standa við sínar skuldbindingar. Á sama tíma hafi Tryggvi komið að máli við sig og beðið sig um að gera kreditreikninginn margumtalaða upp á 589 þúsund dollara, þar sem skýringartextinn væri að þetta væri greiðsla vegna vörutjóns og afslátta. „Kreditreikningurinn er auðvitað gíf- urlega stór og alvarlegur hluti þessa máls. Ég hafði unnið með þessum mönnum í tólf ár og hafði sýnt þeim fyllstu trú- mennsku. Meira að segja gekk hollusta mín svo langt, að ég bjó, að beiðni Tryggva, til kreditreikning, sem var svo notaður til þess að fegra bókhald almenningshlutafélagsins Baugs. Raunar kom á daginn eftir Ríkislög- reglustjóri fór inn í Baug, að þar var annar kreditreikningur frá Færeyjum, með sömu dagsetningum og kreditreikningurinn frá Nordica. Tryggvi rak mjög á eftir mér, að senda sér þennan reikning, samkvæmt hans eigin forskrift. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, fyrr en eftir á, að hann vildi fá þennan reikning til þess að lagafæra milliuppgjör Baugs, sem þegar var búið að tilkynna um,“ segir Jón Gerald. „Auðvitað var það ekki rétt af mér að gefa út tilhæfulausan kreditreikning, ég viðurkenni það fúslega. En ég var í mjög þröngri stöðu, að róa lífróður við að reyna að bjarga fyrirtækinu mínu, lífsafkomu minni og fjölskyldu minnar. Og til þess að ég hefði nokkra von um það, varð ég að vinna með Tryggva. Lái mér hver sem vill.“ „Ef menn eru með hreint borð og hafa ekkert að fela, hvers vegna þurfti þá að verja heilum degi í að eyða póstum þessara manna?“ ans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og aðstoðarforstjórans, Tryggva Jónssonar. Hann var vistaður hjá lítilli tölvunetþjónustu í Síðumúlanum, sem er í eigu Domma. Hvers vegna skyldi það nú hafa verið? Ef menn eru með hreint borð og hafa ekkert að fela, hvers vegna þurfti þá að verja heilum degi í að eyða póstum þessara manna? Ég verð að segja, að mér finnst það með ólíkindum að forstjóri og aðstoðarforstjóri stærsta fyrirtækis landsins, sem var þá al- menningshlutafélag, skuli hafa þurft að vista tölvupósta sína í fyrirtæki úti í bæ. Mér finnst það vera stórfurðulegur háttur á vörslu gagna, sérstaklega þegar haft er í huga að Baugur varð almenningshlutafélag og fór á markað 1998, en þetta kemur á daginn heilum fjórum árum síðar, haustið 2002. Jafnframt vildi svo einkennilega til, að þeg- ar Jón Ásgeir var kvaddur í yfirheyrslu, þá sagði hann frá því að hann væri búinn að týna tölvunni sinni, og síðan hefur ekkert til hennar spurst! Er í lagi með þessa menn? Að mínu mati voru þetta ekki mjög trúverðugir for- stjórar í almenningshlutafélagi. Raunar var staðreynd málsins sú, að þótt búið væri að gera meiriháttar tiltekt í flestum tölvum eins og hjá KPMG, Jóni Ásgeiri og fleirum og búið að eyða mörgum gögnum sem skiptu máli, þá voru enn eftir mikilvæg gögn í fartölvu Trygga Jónssonar. Gárungarnir í dag hafa það í flimtingum að það hafi gleymst að eyða Tryggva! Það er líka mjög athyglisvert, þegar rannsóknargögn málsins eru lesin, að þar eru allir þeir sem til rannsóknar eru hjá Ríkislögreglustjóra búnir að tjá sig fram og til baka um tölvupósta, sem þeir halda svo alltaf fram að séu ekki til, þar sem margir póstanna hafa bara fundist í minni tölvu. Hvernig geta menn tjáð sig um tölvupósta sem ekki eru til? Þegar Jón Ásgeir mætti svo til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra daginn eftir, hinn 29. ágúst, þá mætti hann með kreditreikninginn margumtalaða, sem ekki hafði komið í leitirnar við húsrannsókn Ríkislögreglustjóra. Jón Ás- geir hafði eins og kunnugt er flogið heim frá Bretlandi, þar sem hann var í samninga- viðræðum við Mr. Green um kaup á Arcadia. Lögreglan sagði honum að ef hann kæmi ekki heim til yfirheyrslu, þá yrði Tryggva Jónssyni ekki sleppt úr gæsluvarðhaldi. Menn voru mjög hissa á því að Jón Ásgeir skyldi mæta með kreditreikninginn, en skýringin á því var auðvitað sú, að Kristín, systir hans, hafði látið hann vita að lögreglan væri að leita að þessum reikningi. Síðar kom svo á daginn að kred- itreikningurinn hafði verið settur á biðreikn- ing hjá KPMG og var því hvergi að finna í bók- haldi Baugs. Þar hafði hann beðið í rúmt ár.“ | agnes@mbl.is SEINNI HLUTI Á MORGUN Jón Gerald greinir m.a. frá málaferl- um Baugs á hendur honum í Bandaríkj- unum og því hvernig einn reikningur upp á 19 þúsund dollara varð til þess að Baugsmenn vildu semja við hann. Íþróttir á morgun Allt um íþróttir helgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.