Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 17 FJÁRMÖGNUN H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 1 6 VIÐSKIPTAVINURINN Í FYRSTA SÆTI Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla og atvinnutækja. Eigð’ann Eignastu bílinn með hjálp Glitnis • Bílalán • Bílasamningur Leigð’ann Greiddu aðeins fyrir afnot af bílnum • Einkaleiga • Rekstrarleiga Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is Útsalan hefst á morgun Opið frá kl. 12-21 Laugavegi 1 • sími 561 7760 Frá því ég man fyrst eftir mér í bíósal og sá hinnþekkilega Roy Rogers berjast gegn alls kynsilla vöxnum og órökuðum bófalýð hef ég þekkthina hefðbundnu hlutverkaskipan í góðum sög-um: Aðal, Vondi kallinn, Kærastan og Besti vinur aðal. Í leikjum bernskunnar var auðvitað mesta fjörið að vera aðal, einstaka leikfélagar fengu eitthvað út úr því að vera skúrkurinn, ástkonuhlutverkið gekk yfirleitt af, en ef átök urðu um hlutverkaskipan var alveg hægt að sætta sig við að vera besti vinur aðal. Ef maður getur ekki verið „Aðal“, hvað er þá betra en að vera besti vinur hans? Í sögunum af Roy er það auðvitað gæðahrossið Trigger sem er besti vinur aðal og annað dæmi er Dr. Watson í bókunum um Sherlock Holmes. Í íslenska sagnaarfinum hefur þetta hlutverk ekki endilega verið áberandi, enda íslenskar hetjur gjarn- an hvumpin heljarmenni, sem nánast enginn nema mamma þeirra getur um- gengist til lengdar, hvað þá elskað. Ég nefni bara Egil Skallagrímsson og Gretti Ásmundarson sem dæmi. En í íslenskum stjórnmálum hefur hlutur Besta vinar aðal hins vegar verið afar stór um áratuga skeið og hann hef- ur boðið fram undir fyrsta stafnum í nafninu sínu. Sú var tíð að X-B táknaði stuðning við samvinnu- hugsjónina og hagsmuni bænda og jórturdýra, en eftir að búaliðið hvarf að mestu á mölina með atkvæði sín og af- kvæmi og bændur urðu einir eftir til sveita með dýrum sínum og tækjum tóku stefnumál og markmið Fram- sóknar líka að hærast og einangrast. Svo fór einnig að lokum að móðir allra eignarhaldsfélaga, Samband ís- lenskra samvinnufélaga, glataði hæfileikanum til að ávaxta auð sinn og dó, en hinn digri sjóður týndist ein- hvern veginn í hafi af blómum og krönsum í útförinni. Eftir stóðu svo nokkrir atvinnulausir líkburðarmenn á besta aldri með alla þessa fokdýru blómvendi og kransa og ákváðu að halda áfram að hittast. Þeir breyttu gamla dreifbýlisflokknum sínum í félag áhugamanna um eigin velgengni og skilgreindu pólitískt hlutverk sitt sem „Besti vinur aðal“. Síðan hafa þeir boðið kjósendum beinharða peninga fyrir fjöll og firnindi, náttúru og umhverfi og hlotið slæð- ing af fylgi, sem þeir hafa svo falboðið Aðal, þ.e. aðal- persónu íslenskra stjórnmála, í skiptum fyrir embætti. Síðustu áratugi hefur „Aðal“ í íslenskum stjórnmálum verið Sjálfstæðisflokkurinn, sem Matthildingar kölluðu Sjálfgræðisflokkinn og komu þar með orðum að því hvers vegna hann höfðar svo mjög til þjóðar sem á djúp- ar rætur í bæði örbirgð og einangrun. Hinn þekkilegi Sjálfstæðisflokkur hefur keypt liðsinni Besta vinar aðal á uppsettu verði og þannig tryggt sér meirihlutastöðu, sem er jú alfa og ómega stjórnmálanna. Besti vinur aðal unir alsæll í vistinni enda fylgir henni vald langt umfram umboð. Félag áhugamanna um eigin velgengni er því í sérlega góðum málum. Nú virðist aftur komið að einhvers konar uppgjöri hjá Framsókn, eða Besta vini aðal, líkt og þegar samvinnu- hugsjónin var borin til grafar. Einn af forsvarsmönn- unum er orðinn leiður á umstanginu og vill fara að kom- ast í skjól, en finnst það ekki líta vel út að labba bara aleinn út úr eigin valdaveislu. En þá ber svo við að eng- inn vill fylgja honum. Þeir vita líka af reynslunni að þótt hann hverfi á brott verða veisluföngin eftir og synd að láta þau skemmast. Svo verður líka eflaust áfram þörf fyrir Besta vin aðal, hvort sem hann er hestur, læknir eða framsóknarmaður. Ris og hnig hjá besta vini aðal Roy Rogers og besti vinur aðal. HUGSAÐ UPPHÁTT Sveinbjörn I. Baldvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.