Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kr. Ben. Suðurlandið í höfn í Grindavík. Skipið fórst á jólanótt 1986. Þegar skipverjarnir fimm sem lifðu afþegar flutningaskipið Suðurlandfórst á jólanótt 1986 á hafsvæðinumilli Íslands og Noregs komu tilReykjavíkur tók fjölmenni á móti þeim á flugvellinum. Skipbrotsmönnunum var vel fagnað en tilfinningar fólks voru blendnar því sex félagar þeirra höfðu orðið hafinu að bráð. Meðal viðstaddra var ellefu ára gamall drengur, Stefán Karl Stefánsson, ásamt föður sínum sem lestað hafði Suðurlandið fyrir hina örlagaríku ferð. Allar götur síðan hefur þetta hörmulega slys og eftirmál þess ekki liðið Stefáni Karli úr minni og nú, tæpum tuttugu árum síðar, er hann að leggja drög að leikinni kvikmynd um málið sem framleidd verður vestur í Hollywood og frumsýnd á hvíta tjaldinu eftir hálft þriðja ár ef allt gengur að óskum. „Þegar faðir minn, Stefán Björgvinsson, fékk tilkynningu um það á jóladag 1986 að Suður- landið hefði sokkið var ekki vitað hvort allir skipverjar hefðu farist. Við tók erfið bið enda voru þetta allt samstarfsmenn föður míns. Eftir að hafa farið með föður mínum að taka á móti skipverjunum sem lifðu slysið af á flugvellinum var þetta mál orðið partur af mínu lífi og hefur verið það síðan,“ segir Stefán Karl aðspurður um áhuga sinn á þessu hörmulega sjóslysi. Það var þó ekki fyrr en bók Óttars Sveins- sonar, Útkall í Atlantshafi á jólanótt, kom út á tí- unda áratugnum að Stefán Karl fór að hugsa aftur til slyssins og kynna sér málið betur. „Ég fór að tala um slysið við pabba og komst þá að því að rannsókn þess hjá rannsóknanefnd sjó- slysa hafði verið ábótavant. Ég átti að vísu erfitt með að trúa því í fyrstu en því betur sem ég kynnti mér málið þeim mun vissari varð ég í minni sök.“ Þrálátur orðrómur Stefán Karl fór snemma að heyra orðróm þess efnis að slysið hefði verið lestunarstjóran- um að kenna. Trétunnurnar í lestinni hefðu brotnað þegar skipið fékk á sig brotsjó og það orðið til þess að skipið sökk. Hann segir þennan þráláta orðróm eðli málsins samkvæmt hafa fengið á föður sinn og raunar fjölskylduna alla. „Fyrir um fimmtán árum var ég að vinna við byggingu Blönduvirkjunar og þar sem ég stend þarna uppi á fjalli með smiði nokkrum fer hann að tala um lestunarstjóra Suðurlandsins. Hvað það hafi verið skelfilegt að hann skyldi ekki hafa lestað skipið almennilega og þar fram eftir göt- unum. Hann var alveg grunlaus um mín tengsl við málið. Ég horfði á hann og sagði: Þú ert að tala um föður minn. Smiðnum brá verulega við það og baðst afsökunar. Kvaðst ekki eiga neitt með að tala svona um óstaðfesta hluti. Þetta er ágætt dæmi um það hvernig fólk talar um svona lagað.“ Það var þarna á fjallinu sem Stefán Karl fékk hugmyndina sem hann er nú að hrinda í fram- kvæmd. „Það er gaman að segja frá því núna en það var einmitt á þessu augnabliki sem ég hugs- aði fyrst með mér að það þyrfti að búa til kvik- mynd um slysið.“ Stefán Karl segir föður sinn alla tíð hafa verið sannfærðan um að mistök við lestun hafi ekki valdið slysinu og skipverjarnir sem lifðu af full- yrði allir að það hafi ekkert komið fyrir í lestinni. Enginn þeirra kannist heldur við brotsjó á skip- ið. „Málið er því allt ákaflega loðið. Þegar maður nefnir þetta slys í dag er eins og verið sé að hreyfa við heilmiklu leyndarmáli. Vatnið er gruggugt.“ Það var eftir að Stefán Karl fluttist ásamt eig- inkonu sinni, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, til Los Angeles að hugmyndin um að gera leikna kvikmynd um slysið komst á rekspöl. „Þetta var fyrir einu og hálfu ári og við ákváðum strax að kýla á þetta verkefni af fullum krafti. Slá hvergi slöku við og láta ekkert stöðva okkur. Við vorum hins vegar bara lítil peð í Hollywood og höfðum ekki hugmynd um hvert fyrsta skrefið ætti að vera. Ég leit samt á það sem skyldu mína að tala fyrst við Óttar Sveinsson. Ég hafði lesið bókina hans um slysið margoft og var staðráðinn í að hafa Óttar með mér í þessu. Hann tók mér vel og við gerðum með okkur samning þar sem hann veitti mér réttinn til að kvikmynda söguna. Upp frá því hófst ég sjálfur handa við að skrifa söguna niður í handritsform. Hvernig gat ég séð hana fyrir mér? Fór að skoða alla mögulega vinkla og rannsaka málið betur. Tíndi til alls- konar gögn, talaði við Óttar, talaði við föður minn og fékk skýrslurnar sendar út.“ Aðhyllist kafbátakenninguna Þegar Stefán Karl fór að máta allar upplýs- ingar saman kom á daginn að málið gekk ein- faldlega ekki upp. „Þetta passaði engan veginn, það er ekkert samræmi milli frásagnar skipverj- anna og skýrslu rannsóknarnefndar. Satt best að segja stendur ekki steinn yfir steini í þessari skýrslu. Hún er uppfull af staðhæfulausum full- yrðingum. Það er býsna merkilegt. Skipverjarn- ir kannast ekkert við að það hafi komið brotsjór á skipið. Þeir kannast hins vegar allir við að það hafi komið högg undir skipið að aftanverðu bak- borðsmegin. Jón Snæbjörnsson, sem var annar stýrimaður í þessari ferð, fékk lóðningu á hundrað metra dýpi, þar sem dýpið er um tvö þúsund metrar, klukkutíma fyrir slysið. Það bendir til þess að eitthvað hafi verið undir skip- inu. Var það hvalur? Varla. Kafbátur er mun lík- legri skýring. Klukkutíma eftir að skipverjarnir voru komnir í björgunarbátinn sáu þeir tvo ljós- kastara á haffletinum um tvö hundruð metra frá björgunarbátnum. Það er varla ofskynjun því það er útilokað að fimm menn fái sömu ofskynj- unina á sama tíma og séu með hana í tæpa tvo klukkutíma.“ Kenning Stefáns Karls er sú að rússneskur kafbátur hafi falið sig undir Suðurlandinu á ferð. „Þetta er gamalkunnugt ráð þegar kafbátar þurfa að fela sig fyrir öðrum kafbátum. Undir Rússanum var svo breskur kafbátur og aftan úr honum gekk njósnakapall upp á 1,8 km. Þetta er mjög næmur búnaður en náði ekki til rússneska kafbátsins þar sem hann faldi sig undir Suður- landinu. Við svona aðstæður þarf kafbátur að halda hundrað metra fjarlægð við skip eins og Suðurlandið enda gengur það upp og niður. Eitthvað hefur hins vegar farið úrskeiðis hjá rússneska kafbátnum því hann rakst upp undir Suðurlandið. Samkvæmt frétt breska blaðsins The Mail on Sunday í febrúar 1987 flúði rúss- neski kafbáturinn í hánorður við þetta og Suður- landið fór á hvolf. Það kom leki að skipinu og það sökk ofan á kapal breska njósnakafbátsins. Samkvæmt The Mail on Sunday var breski kaf- báturinn fastur á hafsbotni í ellefu daga eftir slysið. Þá komu breskar freigátur á vettvang og sprengdu flak Suðurlandsins á hafsbotni og los- uðu þar með kafbátinn. En eyddu um leið sönn- unargögnum.“ 190 manna áhöfn var í rússneska kafbátnum og 97 í þeim breska. Enginn kom skipbrots- mönnunum til bjargar. „Þessu hafa ættingjar þeirra sem fórust þurft að lifa með og einnig þeir sem lifðu slysið af. Þrír mannanna drukknuðu Morgunblaðið/Eyþór „Ég er ekki að gera þessa mynd af reiði, heldur vegna þess að mér finnst mikilvægt að leiða sann- leikann í ljós – leiðrétta söguna. Mín vegna, föður míns vegna, vegna skipverjanna sem lifðu af og vegna aðstandenda þeirra sem létust,“ segir Stefán Karl Stefánsson. með skipinu en þrír til viðbótar létust úr kulda og vosbúð í gúmbáti. Allt vegna þess að ein- hverjar kaldastríðsreglur bönnuðu kafbátunum að bjarga skipverjunum. Þeir voru því bara látn- ir drukkna. Það er ömurleg staðreynd.“ Stefán Karl hefur ýmis gögn undir höndum sem styðja þessa kenningu, m.a. upptöku af símaviðtali sem Óttar Sveinsson átti við blaða- fulltrúa breska varnarmálaráðuneytisins á sín- um tíma. „Þar staðfestir blaðafulltrúinn að at- burðurinn hafi verið eins og The Mail on Sunday lýsir honum. Þegar Óttar fer svo að spyrja hann nánar út í tímasetningar og annað þá þagnar þessi maður og kannast allt í einu ekki við neitt. Það fær á hann þegar hann áttar sig á því hver Óttar er og hvað hann veit. Hann spyr Óttar hvaðan hann hafi þessar upplýsingar. Blaða- fulltrúinn segir að hann megi ekki tala um ferðir kafbáta en viðurkennir þó að íslenskt farmskip hafi sokkið og það hafi tengst því að einn af kaf- bátum Breta hafi misst njósnakapal sinn. Þetta eru mjög óhrein svör. Óttar fór með þetta mál í fjölmiðla hér á sínum tíma en það var kæft í fæð- ingu. Ég hef undir höndum bréfasamskipti ís- lenska utanríkisráðuneytisins við Breta og fleiri og þau eru meira en lítið athyglisverð, t.a.m. ým- ist játa þeir eða neita aðild að málinu. Það segir manni að verið er að kasta ryki í augu íslensku þjóðarinnar. Ég þurfti að beita klókindum til að komast yfir þessi bréf og ýmislegt annað er varðar þetta mál. Og mér eru enn að berast gögn. Ég hef verið í sambandi við bandaríska kafbátaherforingja og menn í Bretlandi sem þekkja þennan tíma og látið þá fara yfir mínar kenningar. Þeir fullyrða að þetta sé mjög líklega rétt og þeir séu ekki að heyra svona kenningar í fyrsta sinn.“ Saga um örlög og hetjuskap Enda þótt kvikmynd sé byggð á sannsögu- legum atburðum er hún sjálfstætt skáldverk og Stefán Karl segir enga opinbera rannsókn hér á ferðinni enda hafi hann ekkert umboð til þess. „Við erum bara að fjalla um þessa atburði í myndinni. Nöfnum verður breytt og markmiðið er hvorki að fegra menn né sverta. Þetta snýst ekki um það. Ég er ekki að gera þessa mynd af reiði, heldur vegna þess að mér finnst mikilvægt að leiða sannleikann í ljós – leiðrétta söguna. Mín vegna, föður míns vegna, vegna skipverj- anna sem lifðu af og vegna aðstandenda þeirra sem létust. Kannski verður þetta líka fyrsta al- vöru kaldastríðsmyndin, The Hunt for Red October náði því aldrei. Samt verður þetta fyrst og fremst mannleg saga. Saga um örlög og hetjuskap manna sem verða leiksoppar stríðs- átaka.“ Öðrum þræði mun myndin líka fjalla um vask- lega framgöngu danska varðskipsins Vædderen sem bjargaði skipverjunum fimm úr lekum björgunarbátnum nær hálfum sólarhring eftir slysið. „Sem oftar var björgunaráætlun Norður- atlantshafslandanna gjörsamlega lömuð á jóla- nótt. Það var enginn á vakt. Landhelgisgæslan var snögg að bregðast við en hafði engin tæki til ráðstöfunar. Varnarliðið gat heldur ekkert gert vegna þess að eldsneytisflugvélar voru ekki til- tækar. Vædderen var fyrir tilviljun statt í Fær- Sagan leiðrétt Leikin kvikmynd um skipbrot Suðurlandsins á jólanótt 1986 er á leið í fram- leiðslu í Hollywood. Maðurinn á bak við myndina er aðalframleiðandinn Stefán Karl Stefánsson en gert er ráð fyrir að tvær til þrjár stórstjörnur fari með hlutverk í henni. Í samtali við Orra Pál Ormarsson gerir Stefán Karl grein fyrir aðdraganda myndarinnar og hvers vegna hann er að „leiðrétta söguna“. Eitt af hliðarverkefnum kvikmyndarinnar umSuðurlandsslysið eru áform um að finna flak- ið og kafa niður að því með myndavélar. Undirbún- ingur er þegar hafinn og hefur Stefán Karl þegar rætt við sömu aðila og köfuðu niður að Titanic og Bismarck og rannsökuðu höfnina í Pearl Harbour. „Þetta fyrirtæki heitir Deep Sea System Int- ernational Inc. og vinnur að jafnaði fyrir National Geographic. Ég talaði við eiganda þess um þetta mál og fannst honum það mjög áhugavert. Hann sagði það jafnvel geta verið fordæmisgefandi fyrir kaldastríðstímann því hann hefur heyrt fleiri „draugasögur“ af þessu tagi gegnum tíðina. Þeir vilja fara þarna niður, mynda flakið og kanna hvort það var sprengt. Ef það var aldrei sprengt er þá hola á botninum? Ef ekkert er óeðlilegt, hvers vegna viðurkenndu Bretar þá að hafa sprengt flak- ið?“ Alls staðar tekið vel Talið er að flak Suðurlandsins liggi á tæplega tveggja km dýpi en Deep Sea System Int- ernational Inc. er með tækjabúnað sem gerir þeim kleift að fara niður á allt að þriggja km dýpi. „Þann- ig að þetta er ekkert mál fyrir þá,“ segir Stefán Karl. Þessi vinna er á byrjunarstigi en Stefán Karl segir alla hafa tekið þessari málaleitun sinni vel. „Ég talaði við Landhelgisgæsluna og hún vill gjarn- an aðstoða okkur við þetta. Ég ræddi þetta líka við forseta Íslands sem styður þetta verkefni heils- hugar og hefur fylgst vel með því. Ég ætla einnig að koma á viðræðum við Hafrannsóknastofnun og fleiri aðila til að hjálpa okkur við að finna flakið. Þetta eru heldur ekki bara hagsmunir okkar sem að kvikmyndinni stöndum heldur getur þetta líka leitt til þess að nýjar upplýsingar komi fram í mál- inu og það verði tekið til rannsóknar að nýju.“ Eigi að síður er Stefán Karl undir það búinn að hið sanna komi aldrei fram í þessu máli. „Þetta eru herir sem við eigum við að etja og maður ræðst ekki á heri með klaufhamar að vopni. Maður verð- ur að hafa sannanir. Rússar hafa ekki sagt orð og Bretar hafa ýmist játað eða neitað sök. Ef tilgáta mín reynist rétt gæti það haft vissar afleiðingar. Það eru fjölmörg dæmi um dularfull skipshvörf á Norður-Atlantshafinu á tímum kalda stríðsins, þannig að þetta gæti leitt eitt og annað í ljós. Það sakar a.m.k. ekki að reyna.“ Kafað niður að flakinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.