Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Ég er fæddur á Ísafirði 22.marz 1922. Foreldrar mín-ir voru Páll Hannesson fráHnífsdal og Ásta Ingveld-ur Eyja Kristjánsdóttir úr
Bolungarvík.
Föðurafi minn var Hannes Jóns-
son, hann var Vatnsfirðingur, og
amma mín hét Guðbjörg Pálsdóttir úr
Arnarfirði. Þau bjuggu í Hnífsdal.
Foreldrar móður minnar voru Vil-
helmína Hjaltadóttir úr Álftafirði,
hún var alsystir Magnúsar Hjaltason-
ar, Skáldsins á Þröm, og Kristján
Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki.
Vilhelmína giftist svo Birni Helga
Kristjánssyni, sem var Álftfirðingur
eins og hún. Þau bjuggu líka í Hnífs-
dal. Þegar Vilhelmína hafði misst
Björn Helga giftist hún séra Runólfi
Magnúsi Jónssyni, presti á Stað í Að-
alvík.
Amma Vilhelmína átti sitt fyrsta
barn með skagfirzkum sjómanni;
Þorvaldi Sveinssyni, og varð barnið
eftir á heimili hans í Svartárdal. Þeg-
ar Vestra strandaði 1912 á Völlunum í
Skutulsfirði, utan við Ísafjarðarkaup-
stað, var Lárus Halldór Þorvaldsson
farþegi með skipinu. Skipbrotsmönn-
um var skipt niður á heimili og lenti
Lárus hjá Vilhelmínu og Birni Helga
Kristjánssyni. Þetta var í eina skiptið,
sem þau mæðgin Lárus Halldór og
Vilhelmína hittust eftir að hún fór úr
Svartárdalnum.
Mig langar til þess, fyrst við höfum
ýtt þessu samtali úr vör, að minnast á
hlut Björns afa míns í Eimskipafélagi
Íslands, sem hann átti stóran þátt í,
en er þó að engu getið í nýlegri sögu
Eimaskipafélagsins. Þó ber höfundur
hennar sagnfræðingsnafnbót. Hann
hefur haft slæma hvíslara við sögu-
skráninguna.
Árið 1917 keypti afi minn hlutabréf
í Eimskipafélagi Íslands fyrir 7.000
krónur og má geta þess, að allir Ís-
firðingar keyptu hlutabréf fyrir 5.250
krónur. Þegar til aðalfundar kom
1920 var afi annar stærsti hluthafinn;
aðeins Sigurjón Jónasson, banka-
stjóri Landsbankans á Ísafirði og
verzlunarmaður í Reykjavík, átti
stærri hlut; 8.725 krónur. Afi stóð
ekki í neinum flokkadráttum í félag-
inu og hafði ekki aðstöðu til að sækja
fundi þess. Það eitt var honum hjart-
ans mál að styðja félagið til þess að
eignast skip og stunda siglingar. Það
er sannast sagna afskaplega sárt að
horfa upp á það að hann skuli hvergi
nefndur á nafn í sögu félags, sem
hann þó studdi svo dyggilega.
Þessi afi minn drukknaði, þegar ég
var sex ára. Hann hafði legufæri við
Norðurtangabryggjuna og þegar þeir
voru að taka þau upp hvolfdi bátnum
og afi drukknaði fyrir augunum á mér
og fleirum.“
– Hvað varð um bréfin í Eimskipa-
félaginu?
„Fjölskyldan á einhver bréf
ennþá.“
Þrettán ára til sjós
– Víkjum þá sögunni að Garðari
Pálssyni.
„Við bjuggum á Ísafirði og eins og
við var að búast varð sjórinn minn
vettvangur.“
– Kom aldrei annað til greina?
„Nei. Það var atvinnuleysi og krat-
arnir réðu öllu. Foreldrar mínir voru
sjálfstæðismenn og þótt ég þætti
duglegur strákur fékk ég enga vinnu í
landi. Því var engin önnur leið fyrir
mig en að komast til sjós með pabba
og ég var þrettán ára gamall, þegar
hann tók mig með sér á Hugann III,
þar sem hann var stýrimaður. Pabbi
byrjaði líka 13 ára til sjós. Hann út-
skrifaðist úr Skipstjóra- og stýri-
mannaskólanum sautján ára; sá
yngsti þá og er svo kannski enn.
Hann var stýrimaður á Afla-Birnin-
um úr Hafnarfirði, en tók svo þátt í að
kaupa Hugana þrjá til Ísafjarðar. Þá
urðu menn að borga með sér til að fá
pláss á bátunum.
Pabbi var sjóveikur alla sína sjó-
mennsku. Það var ég líka.“
– Dugði sjóveikin ekki til að reka
þig í land?
„Nei. Það var ekki um neitt annað
að ræða til þess að halda lífi.
Ég man enn hvað fyrstu dagarnir
til sjós voru erfiðir. Ég ældi galli dag
eftir dag. En svo lærði maður að lifa
með sjóveikinni.
Það var auðvitað gaman til sjós,
þegar vel veiddist. Árið 1942 vorum
við með hæstu skipum á síldinni, þótt
báturinn væri ekki stór. Það var síð-
asta árið mitt á Huganum.“
– Hvað tók þá við?
„Veturinn 1943 kom strandferða-
skipið Súðin til Ísafjarðar. Og það
vantaði mann. Ingvar Kjaran skip-
herra og pabbi voru gamlir skóla-
bræður og ég fékk plássið.
Þar með má segja að ég hafi hleypt
heimdraganum.“
Í kúlnahríð á Súðinni
– Og um sumarið dundu ósköpin yf-
ir?
„Heldur betur! Það var um miðjan
júní, að við vorum á leiðinni frá Rauf-
arhöfn til Eyjafjarðar og utarlega á
Skjálfandanum réðst þýzk orrustu-
flugvél á okkur. Hún skaut íkveikju-
kúlum, sprengikúlum og fallbyssu-
kúlum og lét vélbyssuskothríðina
dynja á okkur. Þetta var fjögurra
hreyfla flugvél, með stærstu árásar-
vélum, sem Þjóðverjar áttu. Í þessari
árás særðust tveir skipverja til ólífis
og sjö særðust alvarlega.“
– Hvar varst þú, þegar árásin var
gerð?
„Ég var nýhættur á vakt og kom-
inn aftur í hásetaklefann, þegar skip-
ið kastaðist til og fór á hliðina. Ég fór
upp í stigaganginn og sá þá flugvélina
koma aftur yfir okkur og hún gataði
þilið fyrir ofan hausinn á mér með vél-
byssuskothríð.
Ég var einn af þeim heppnu. Ég
slapp heill á húfi.
Súðin var illa löskuð eftir árásina
og við settum út aftari björgunarbát-
ana og fórum allir í þá. Einn var þá
látinn af sárum sínum og annar; Guð-
jón Kristinsson, æskuvinur minn, var
lífshættulega særður, hafði fengið
kúlu í gegnum brjóstið, og sá þriðji
var með 143 sár og skrámur. Þarna
var fullt af enskum togurum að veið-
um og við rerum að þeim næsta. Skip-
stjórinn þar reyndist vera kunningi
minn, við strákarnir vorum alltaf um
borð í öllum skipum og eignuðumst
þar marga kunningja. Hann og áhöfn
hans tóku fjarska vel á móti okkur og
það varð úr, að ég fór með þeim
særðu inn til Húsavíkur, en aðrir
urðu eftir í öðrum brezkum togara til
að fylgjast með Súðinni. Hún var svo
dregin logandi til hafnar á Húsavík.
Á leiðinni í land dó Guðjón í hönd-
unum á mér. Þegar við komum til
Húsavíkur voru Bandaríkjamenn þar
fyrir með lækna, sem tóku þá særðu
að sér og tókst að bjarga þeim öllum;
líka þeim sem flest sárin fékk.
Ég hef oft hugsað um það síðan, að
ef ég hefði þá kunnað það sem ég síð-
ar lærði í slysahjálp hefði ég ef til vill
getað gert eitthvað fyrir Guðjón. Og
ég hugsa líka til þess að það var ég
sem útvegaði honum plássið á Súð-
inni. Ég veit vel, að þessir þankar eru
ekki til neins, en þeir sækja nú samt
að mér. Svona reynsla skilur sitt eftir
í sálinni.“
– Hún hefur ekki leitt þig í land?
„Nei. Auðvitað var þetta hrikalegt
og ég ekki nema 21 árs. En það er nú
svo að ungir menn upplifa hlutina oft
á sinn hátt og eru óragari við þá.“
En þetta var ekki í eina skiptið,
sem skotið var að Súðinni meðan
Garðar var þar skipverji.
„Það var skotið að okkur í tvö
skipti, þegar við vorum að koma í
höfn; það voru enskir og bandarískir
hermenn sem það gerðu. Reyndar
var skotið á mig einum tíu sinnum á
stríðsárunum, en aðeins í þetta eina
skipti um borð í Súðinni hlutu menn
sár af.
Tvö fyrstu skiptin voru á Ísafirði.
Þar sinnaðist hermönnum eitthvað
við okkur strákana og hleyptu af
byssum sínum, en við sluppum með
skrekkinn. Hin skiptin var ég á sjó.
Þannig var á stríðsárunum, að þegar
skip komu til hafnar átti loftskeyta-
maðurinn að morsa í land hvaða fána
skipið bæri. Stundum skolaðist þetta
eitthvað til og þá var umsvifalaust
hleypt af byssunum í landi; ég man
sérstaklega eftir slíkum atvikum á
Hjalteyri, Borðeyri og oftar en einu
sinni í Reykjavík og tvisvar þegar
okkur lá á að komast í land á ball; í
Siglufirði og Keflavík, var tekið á
móti okkur með byssukúlum. En allt
fór þetta nú vel og við komumst á
böllin!“
Árin hjá Gæzlunni
Garðar Pálsson lauk farmanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1947 og varðskipaprófi
1953. Á þessum árum er hann á Súð-
inni, Óðni, Arnarfelli, Sæbjörgu, Blá-
tindi og Þór, oftast fyrsti stýrimaður
eða skipherra; á Sæbjörgu fyrst og
svo Blátindi.
– Hvernig lá leið þín til Landhelg-
isgæzlunnar?
„Á þessum tíma voru Landhelgis-
gæzlan og Skipaútgerð ríkisins eitt
og sama fyrirtækið og menn fóru þar
milli skipa, eins og hjá einni og sömu
útgerðinni. Árið 1952 var svo skipt í
milli gæzlunnar og strandferðanna.
Og einhverra hluta vegna lenti ég hjá
gæzlunni.“
– Sóttist þú ekkert eftir því?
„Mig minnir nú að ég hafi lítið gert
til þess. En ég var ákaflega sáttur við
minn hlut!“
Leið Garðars lá svo um borð í varð-
skipin; Óðin, Maríu Júlíu, Ægi og
Þór, þar sem hann var fyrsti stýri-
maður, en einnig skipherra á Maríu
Júlíu og Ægi. Í millitíðinni lauk hann
sjóliðsforingjaprófi í Bandaríkjunum
og björgunar- og hernaðarprófum í
Danmörku. Frá varðskipunum lá
leiðin í loftið, þar sem Garðar var
skipherra á ýmsum leiguflugvélum
og síðar á Rán og Sif. Hann var eftir-
litsmaður Landhelgisgæzlunnar með
öllu ofanþilja 1964 og ennfremur öll-
um vélbúnaði varðskipanna frá 1970.
Hann hafði yfirumsjón með smíði
Ægis í Álaborg og Týs í Árósum og
viðamiklum breytingum á Þór og
Óðni á sömu stöðum.
Garðar Pálsson „kom í land“ 1989.
Fimm rússar í beit
Þegar ég spyr Garðar, hvort ekki
hafi margt á dagana drifið við gæzlu-
störfin, svarar hann:
„Elskan mín góða. Þetta voru svo
viðburðaríkir tímar, sérstaklega
þorskastríðin, að þú myndir ekki end-
ast til að skrá það allt saman, hvað þá
Morgunblaðið að birta það!“
En þegar ég læt pennann hvergi
síga, heldur horfi spurnaraugum á
Garðar, þá hnikar hann sér til í stóln-
um og segist svo sem geta sagt mér
frá eins og einu atviki:
„Það var sumarið 1949 að við tók-
um svo til í einni beit rússneskt móð-
urskip og fjögur veiðiskip og fórum
með veiðiskipin í halarófu inn á Seyð-
isfjörð! Ég var þá fyrsti stýrimaður á
Faxaborg, sem ríkið hafði tekið á
leigu til landhelgisgæzlu. Skipherra
Verðlaunaljósmyndin af Surtsey.
Ljósmynd/Garðar Pálsson
Garðar Pálsson „kominn í land“ 1989, ásamt eiginkona sinni, Lilju Jónsdóttur.
Komust á böllin þrátt
fyrir byssukúlurnar
Kötturinn er sagður hafa níu
líf. En Garðar Pálsson slær
honum við, því tíu sinnum
varð hann fyrir skotárás á
stríðsárunum og slapp heill í
öll skiptin. Og enn er hann
til frásagnar, eins og fram
kemur í samtali hans og
Freysteins Jóhannssonar.
Návígi í þorskastríði.